Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1959, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 25.04.1959, Blaðsíða 3
ÍRjáLs þjóð AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 oCauqarJa auyardayina 25. aprii '1 1959 Ctgefandi: ÞjóOvarnarflokkur Islanda. Ritstjóri: Jón Helgason, sími 1-6169. Framkvæmdarst j óri: _____JÓn A. Guömundsson. Askrííiargjalcl kr. 9.00 á mánuði. árgjald 1959 kr. 108.00. Ver5 f lausasölu kr. 3.00 Félagsprentsmiðjcm h.t Tilræði kommúnista Upplýsingar FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR um framferði þingmanna Alþýðubanda- lagsins svonefnda í kjör- dæmamálinu hafa vakið hina mestu athygli, og hafa fjöl- margir menn látið undrun sína og gremju í garð komm- únista í ljós við ritstjórn blaðsins. Þarf engan að undra, þótt fram af mönnum gangi, þegar flokkur, sem vill tei,ja sig sérstakan full- trúa íslenzks — og þá ekki sízt reykvísks — verkalýðs og launþega, er staðinn að því að setja öðrum flokkum það skilyrði, að þingmönn- um Reykjavíkur verði fækk- að um tvo, frá því sem þeir höfðu fyrirhugað. Þessar upplýsingar hafa nú þegar ekki aðeins hlotið staðfest- ingu Emils Jónssonar forsæt- isráðherra, heldur voru þær beinlínis viðurkenndar af Einari Olgeirssyni, 2. þing- manni Reykvíkinga, í við- tali hans við FRJÁLSA ÞJÓÐ í síðustu viku. TTræsni og.yfirdrepskapur -■--•-kommúnista í kjördæma- málinu er síðan kórónaður með því, að dagana eftir, að þeir höfðu komið í veg fyrir, að Reykjavík — og raunar einnig Norðausturland og Suðurland — fengju sann- gjarna réttarbót í kjördæma- málinu, birtir Þjóðviljinn hvað eftir annað heilsíðufyr- irsagnir sem þessar: „Verka- mannastétt íslands krefst jafnréttis á við aðra til á- hrifa á alþingi". En eins og FRJÁLS ÞJÓÐ hefur sýnt fram á, er atkvæðisréttur reykvískra kjósenda með þessu tiltæki kommúnista beinlínis skertur hlutfalls- lega miðað við 1942, þegar kosningalögin voru síðast lagfærð. Og . á Norðaustur- landi er réttlætið samkvæmt hinum nýju lögum slíkt, að t. d. þarf nær 2 þingeysk at- kvæði til að jafngilda einu skagfirzku. Tvó keyrir óskammfeilni ís-. lenzkra kommúnista fyrst úr hófi, þegar þess er gætt, að þeir rökstuddu þá afstöðu sína að skerða kosn- ingarrétt launþega og verka- lýðs með því einu, að Þjóð- varnarflokkurinnn ætti víst þingsæti í Reykjavík, ef þingmenn yrðu 14, en til þess máttu þeir eklci hugsa. Þarna hafa þá íslenzkir hernáms- andstæðingar svart á hvítu, hvert er hið raunverulega hugarfar og afstaða íslenzkra kommúnista í hernámsmál- unum. Málið sjálft er þeim bókstaflega einskis virði, ef þeir sjálfir og flokkur þeirra geta ekki hagnazt á því. Þessum þokkapiltum nægir sýnilega ekki að hafa traðk- að í svaðið stefnu hernáms- andstæðinga, meðan þeir voru í ríkisstjórn, heldur víla þeir ekki fyrir sér að grípa til algerra örþrifaráða í þeirri von, að þeir megi hindra þingsetu eina flokks landsins, sem hreinan skjöld hefur í þeim málum og þegar hefur sýnt, að hann einn get- ur knúið fram stefnubreyt- ingu annarra flokka, sbr. stefnuhvörf Hræðslubanda- lagsins fyrir kosningar 1956 — sem allir vita, að urðu af einum saman ótta við vax- andi fylgi Þjóðvarnarflokks- ins lVTú er Það á valdi ís- ’ lendinga, hvort tilræði kommúnista við hernámsand stæðinga og hag íslenzkrar alþýðu heppnast eða vopnin snúast í höndum þeirra. Það er á þeirra valdi að veita kommúnistum makleg mála- gjöld fyrir hið blygðunar- lausa atferli þeirra Og þeir mega muna, að það er ekki aðeins málstaður íslenzkra hernámsandstæðinga, sem gerir það að knýjandi nauð- syn, að kommúnistar hljóti verðskuldaða refsingu, held- ur einnig hitt, að löngu er mál til komið, að 16 ára þjónustu íslenzkra kommún- ista við Sjálfstæðisflokkinn linni. Sú einfalda staðreynd, að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur vaxið jafnt og þétt úr 42% upp í 58% at- kvæða, síðan Bjarna Bene- diktssyni tókst að gera kommúnista að höfuðand- stæðingi sínum árið 1942, sýnir betur en allt annað, hvert stefnir fyrir íslenzkum íhaldsandstæðingum undir forystu kommúnista. Ef and- stæðingar Sjálfstæðisflokks- ins skilja nú ekki sinn vitj- unartíma og átta sig ekki á því, að með því einu móti, að þeir marki sér þá lýðræð- islegu, róttæku og þjóðhollu stefnu, sem Þjóðvarnarflokk- urinn einn hefur jafnan boð- að og boðar enn, geta þeir gert sér vonir um að rétta hlut sinn eftir gjaldþrot ,,bandalaga“-spekúlantanna. Að öðrum kosti geta þeir sparað sér allt umstang og alla fyrirhöfn og búið sig þegar til að fylgja spekúlönt- unum á öræfagöngunni. Laxveiði í Alaska gengur til þurrðar JJnnað hinna nýju fylkja Bandarík,janna, Alaska, á nú við mikið vandamál að stríða: Laxveiðarnar, sem færðu Alaskabúir n yfir 40% af öllum tekjum þeirra, á meðan allt lék í lyndi, hafa sifellt gefið minni og mimi arð á undanförnum ámm. Á tutt- ugu og þremur árum hefur framleiðslan hrapað úr átta millj- ónum kassa af niðursoðnum iaxi í þrjár milljónir árið 1958. Á þessu ári eru horfur á, að framleiðslan verði ekki nema tæpar tvær milljónir kassa, og liefur hún aldrei verið jafniítil síðan 1910. Uppgripin virðast úr sögunni. Þetta er talið sjálfskaparvíti: ofveiði, bæði heimamanna og út- lendinga. Veiðiaðferðirnar hafa orðið fullkomnari með hverju ári. Á seinustu árum hefur verið reynt að hamla gegn rányrkj- unni, en þær hömlur hafa ekki komið að haldi. Þriggja milna landhelgi er á þessum slöðum, og bandarískum skipum hefur verið bönnuð veiði utan þeirra marka, og á þessu ári hafa veiði- gildrur verið bannaðar við ósa laxánna. En stjórnarvöldin geta engan hemil haft á veiðum ann- arra þjóða utan þriggja mílna markanna, og erlendir fiskiflot- ar sópa laxinum upp, áður en hann kemst inn í landhelgina. Laxagirðingar Japana. verði látið sitja við rannsóknir einar, enda muni ekki slíkur skipafjöldi vera sendur út á haf- ið þeirra erinda. Þeir eru ekki í ströndina. Syrtir þá enn að fyr- ir þá, sem lífað hafa af laxveið- um og vinnslu laxins í landi, svo að laxastofninn mun án efa halda áfram að rýrna, þar sem svo nærri honum hafði veriö gengið óður. Hvort upp muni koma raddir i Alaska og annars staðar á vesturströndinni, þar sem íaxvsiðar eru mikilvægar, um tólf mílna landhelgi, er enn óséð, þar eð á það hafði verið treyst til skamms tíma, að Bandaríkjamenn gætu beitt valdi efa um, að þessi skip eigi að j sínu til þess að þvinga Japani lil veiða lax, sem nú fer að nálgast i þess að takmarka veiðar sínar. Okur og smygl — Frh. af 8. síðu. Dómur í öðru mjög umtöluðu máli var einnig kveðinn. upp í sakadómi Reykjavíkur sömu dagana. Það voru þeir úr smygl- arahringnum í kringum Tungu- foss, er tókst að klófesta, er þar voru dæmdir, alls tuttugu og fjórir menn, en ajö höfðu feng- höndum, hafi verið búið að eiga sér stað í nokkur misseri. Al- kunna var og, að leynivínsalar voru lengi búnir að selja mikið af útlendum spíritus, sem aug- ljóst er, að mikið magn af hef- ur borizt af inn í landið. Landhelgismálið — Dússar hafa bægt Japönum af “ beztu fiskimiðum þeirra heima fyrir, svo að þeir hafa í vaxandi mæli orðið að leita á fjarlæg mið. Japönsk fiskiskip hafa þvi flykkzt á laxveiðar úti fyrir vesturströnd Norður-Ame- riku, og þau sitja fyrir laxinum uppi við land, þegar hann kemur af hafi. Japanir veiða árlega um tíu milljónir laxa, áður en þeir komast upp í árnar til þess að hrygna. Japanir nota afarlöng og tiltölulega smáriðin net, sem mynda kviar úti fyrir ströndinni, svo að heita má, að girt sé fyrir fiskigöngur á svæðum, er nema tugum mílna. 1 þessi veiðitæki er talið, að Japanir hafi veitt um fimmtung af öllum þeim laxi, sem var á göngu inn Bristolfló- ann árið 1957. Bandarískir lax- veiðimenn saka þá um að veiða kynstrin öll af hálfvöxnum laxi og bera þeim á brýn, að þeir hafi að engu milliríkjasamning, er gerður var árið 1953 og átti að vernda Alaskalaxinn fyrir veið- um Japana. En hann hafa Japan- ir varla gert af frjálsum vilja. Rússar koma. Framh. af 1. síðu. Við eigum að kæra framferði ið réttarsætt. Alls námu sektir'Breta fyrir Sameinuðu þjóðun- Jgetta mál er nú mjög til um- r -ræðu, bæði í Júneau, höfuð- stað Alaska, og Seattle, stærstu borginni í Washington, nyrzta Kyrrahafsfylki Bandaríkjanna sunnan Kanada. Reynt hefur verið að koma á nýjum viðræð- um við Japani um laxveiðar þeirra á þessum slóðum. En nú fyrir fáum dögum kom nýr veiði- floti á þessar slóðir, og hann var frá þeirri þjóð, sem Bandaríkja- mönnum gengur einna verst að semja við — Rússum. Banda- rískar flugvélar sáu sextíu og fjögur fiskiskip við Pribiloffeyj- ar, og þegar spurzt var fyrir um athafnir þessara skipa, svöruðu rússnesk yfirvöld því, að þau væru að kynna sér fiskfgöngur við vesturströnd Alaska. En Al- askabúar þykjast vita, að ekki þessara manna nálega hálfri um, annarri milljón króna. Eiga þeir að greiða hver um sig frá tveim- ur þúsundum króna upp í 180 þúsund. Alls voru það 1585 lítr- ar af spíritus, sem lögreglan náði, og ólöglegur söluhagnaður, sem sanna tókst, af þeim spíri- tus, er ekki náðist, nam tæpum tvö hundruð þúsund krónum og var einnig gerður upptækur, að viðbættum vöxtum. Fáum mun þó blandast hugur um, að miklu meira smygl hafi átt sér stað en sanna tókst á lög- formlegan hátt, enda full á- stæða til að ætla, að smygl með svipuðum hætti og þeim, er Tungufossmenn höfðu með og við eigum að gera Bandaríkjamönnum það Ijóst, að við göngum án tafar úr At- lantshafsbandalaginu vegna of- beldisaðgerða Breta í okkar garð. Það er eina verðuga svar- ið, sem við getum gefið við hinni vopnuðu árás á lífshags- muni íslendinga. eóitecft íumar'. Blórn og grænmeti h.f., Skólavörðustíg 10. eoi 'e<d t óitmarí ! Biíreiðasalan BÍLLINN, Varðarhúsinu v/ Kalkofnsveg. — Sími 18-8-33. r il k V IS II i BB í* 11 111 ÍÓÖAIIREINSUN Samkvæmt 10. og 11. gr. Heilbrigðissamþykktar fyrir Reykjavík er lóðaeigendum skylt að halda lcðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja nú þegar burt af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lökið því eigi síðar en 1. maí næstk. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostn- að húseigenda. Þeir, sem kynnu að óska eftir hreinsun eða brottflutn- ingi á rusli á sinn kostnað, tilkynni það í síma 12-210. Úrgang og rusl skal flytja í sorpeyðingarstöðina á Ár- túnshöfða á þeim tíma, sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 7,40—23,00. Á helgidögum frá kl. 14,00—18,00. Hafa ber samráð við starfsmenn stöðvarinnar um losun. Sérstök athygli skal vakin á bví, að óheimiit er að flytja úrgang á aðra staði í bæjarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í bessu efni. Reykjavík, 15. apríl 1959. HEILBRIGÐISNEFND REYKJAVÍKUR.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (25.04.1959)
https://timarit.is/issue/260020

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (25.04.1959)

Aðgerðir: