Frjáls þjóð - 25.04.1959, Blaðsíða 2
•/
Túskildingsóperan
eftir Beríoli Bredii og Kurí Weill
Ferill Leikfélags Reykja-
víkur héfur á undanfarandi
leikárum verið að heita má ó-
slitin sigurganga. Það hefur
staðið fyrir ýmsum hinum
beztu leiksýningum, sem völ
hefur verið á í höfuðstaðnum
á þessum árum, og sýnt, svo
að ekki verður um vilizt, að
með nokkurri vandfýsni um
listræn vinnubrögð og
ströngu, meðvituðu ieikrita-
vali má haida uppi í Reykja-
vik leikstarfsemi, sem að iist-
rænu mati gæti komizt i 1.
flokk næstum hvar sem er í
veröldinni.
Frumsýningin á síðasta
verkefni félagsins, Túskild-
ingsóperunni eftir þýzka
skáldið Bertolt Brecht, fór
fram síðastliðið sunnudags-
kvöid. Sú sýning var enn eitt
skrefið á sömu braut og und-
anfarin ár, leiklistarviðburð-
ur, sem menn munu eiga eít-
ir að minnast með ánægju.
Ekki kann ég að áætla, hvort
leikur sem þessi muni geta
staðið undir sér fjárhags-
lega, hann er vafaláust mjög
dýr i uppsetningu, en þá er
ég ilia svikinn, ef sýningar
eiga ekki eftir að verða marg-
ar og fjölsóttar.
Höfundur Túskildingsóper-
unnar, Bertolt Brecht, er ekki
kunnur höfundur á íslandi.
Auk óperunnar man ég ekki
eftir öðru verki, sem birzt
hafi hérlendis, en hinu magn-
þrungna kvæði um Maríu
Farrar, er Halldór Kiljan
Laxness sneri á íslenzku. En
Sigurður A. Magnússon,
þýðandi Túskildingsóperunn-
ar, skrifar í Ieikskrá allýtar-
lega grein um skáldið, og hef-
ur sú grein auk þess borizt
almenningi bæði í blöðum og
útvarpi. Þar við hef ég engu
að bæta.
Túskildingsóperan er ekki
ópera í eiginlegri merkingu,
heldur miklu fremur óperetta
eða bara blátt áfram sjónleik-
ur með söngvum. Hún er sam-
in upp úr „The Beggars Op-
era“, enskri óperettu frá 18.
öld, sem mikillar frægðar naut
á sínum tíma og raunar allt
fram á þennan dag. Persón-
umar eru betlarar og skækj-
ur, þjófar og morðingjar, en
tónninn í verkinu þjóðfélags-
ádeila, að vísu ekki sérlega
markhittin í þeim skilningi,
að mönnum verði tíðhugsað
um boðskap leiksins að lok-
inni sýningu. En hún er sett
fram af óviðjafnanlegri hæðni
og ríkri kimnigáfu, sem á
stundum verður allt að þvi
grótesk. Og með hinni fjöl-
breytilegu og framúrskarandi
skemmtilegu tónlist, sem
Kurt Weill samdi, hefur Tú-
skildingsóperan orðið dýrlegt
leikhúsverk, sem þegar hef-
ur í 30 ár aukið mönnum á-
nægju um heim allan og á
eftir að gera það enn um
langa framtíð.
Gunnar Eyjólfsson hefur
sett leikinn á svið af mikilli
smekkvísi og listfengi. Heild-
arsvipur sýningarinnar er svo
góður, að þar eru varla sýni-
legir hnökrar á, og mörg at-
riði leiksins eru beinlinis frá
myndrænu sjónarmiði dálítið
listaverk út af fyrir sig. Má i
þvi sambandi t. d. benda á
markaðinn í Soho í forleik og
hóruhúsið í Turnbridge. En
í þessum góða árangri á
lika Magnús Pálsson leik-
tjaldamálari sinn giftudrjúga
þátt. Ég vil hiklaust halda
því fram, að þessir tveir
menn hafi, bæði í samvinnU'
og hvor í sinu-lagi, unnið hér.
mikla sigra í list sinni. Tel ég
mig þó á engan hátt vanmeta
framlag hins fjölmenna leik-
endahóps, né heldur hins góða
söngstjóra 'Carls Billich, því
að þeirra hlutur er vissulega
mikill.
Þó er það svo, að ekki verð-
ur sagt, að nokkur leikenda
sýni neinn afburðaleik. Eng-
inn þeirra bætir þumlungi við
fyrri hæð sína að því leyti.
Hins vegar má segja, að allir
leiki vel, þannig að enginn
hinna mörgu leikenda dregur
úr hinum góða heildarblæ
sýningarinnar.
Steindór Hjörleifsson er
götusöngvari kallaður og
kynnir atriði leiksins, syngur
auk þess sönginn um Mackie
hníf í forleik. Hlutverkið er
lítið, og Steindór leysir það
vel og auðveldlega af hendi.
Brynjólfur Jóhannesson leik-
ur Peachum, nokkurs konar
hershöfðingja betlaranna,
fjörlega og röggsamlega, og
það er helzt hann, sem
birtir manni þjóðfélagsádeilu
skáldsins með samúðarfullri
túlkun hlutverksins. Frú
Peachum er leikin af Nínu
Sveinsdóttur. Nínu hættir oft
til að verða sjálfri sér lík í
hlutverkum sinum, en á því
ber furðu lítið í þetta sinn, og
skilar hún hlutverkinu með
sóma. Dóttur þeirra, Pollý,
leikur Sigríður Hag'alín. Þessi
unga leikkona hefur oft sýnt
betri leik en nú, og er hann
þó á allan hátt sæmilegur, en
kannski helzt til dauflegur
og litlaus. Mackie hnífur er
stærsta hlutverkið, leikið af
Jóni Sigriu-björnssyni. Leikur
hans er mjög góður og við
hæfi hins þróttmikla og ófyr-
irleitna bófa, sem Mackie
hnífur er. Karlmannleg rödd
Jóns kemur sér vel í hlut-
verkinu, enda ber hann af
öðrum leikendum um söng.
Þorsteinn Gunnarsson fer
laglega með lítið hlutverk
ungs betlara. Árni Tryggrva-
son leikur Matthías mynt,
þjóf ágætan, og sýnir þar
skemmtilega blöndu af hug-
leysi og kvikinzku. Jakob
krókfingur er heimskur bófi,
ágætlega leikinn af Baldri
Hólnigeirssyni í fyrirtaks-
gervi. Sagar-Róbert heitir
þriðji bófinn, en fjórði Walter
grátpíll. Þeir eru leiknir af
Valdiniar Lárussyni og Karli
Guðmundssyni. Báðir auka
þeir mjög á fjölbreytileik og
skemmtilegheit leiksins, eink-
um þó hinn síðarnefndi. Karl
Sigurðsson fer vel með lítið
hlutverk séra Kimballs. Knút-
ur Magnússon er of sviplaus
sem hinn ógnvekjandi Tígris-
Brown, fógeti Lundúna. And-
stæðurnar í þessu hlútverki
ættu að vera skarpari og
koma betur fram. Skækjur
leika þær Steinunn Bjarna-
dóttir, Hólmfriður Pálsdóttir,
Guðrún Ásmundsdóttir, Guð-
rún Stephensen og Auróra
Halldórsdóttir. Öll þessi hlut-
verk eru lítil og gefa tæpast
tilefni til umsagnar, nema
hlutverk Steinunnar, Knæpu-
Jenný, sem hún gerir dágóð
skil. Ungfrú Lucý Brown er
hressilega og skemmtilega
leikin af Þóru Friðriksdóttur.
Loks eru betlarar og -lög-
regluþjónar, sem ástæðulaust
er að telja upp.
Frumsýningargestir tóku
leiknum með miklum fögnuði
og hylltu að lokum ákaft þá,
sem standa að þessari list-
rænu og fallegu sýningu. —
Leikfélaginu óska ég til ham-
ingju með árangurinn. H. H.
Alþingi -
Framh. af 1. síðu.
að miða við, að starfið sé al-
gert aukastarf — en ekki
greiða fyrir það full meðal-
árslaun, eins og nú er gert.
SiSabóíin verðnr
koms nð ofan..
Um alllangt skeið hefur þann-
ig verið ástatt í efnahagsmálum
ísléndinga, að um þriðjung hef-
ur vantað upp á, að þjóðin stæði
á eigin fótum fjárhagslega —
i'iV.Sað við þær lífskröfur sem
hun gerir FRJÁLS ÞJÓÐ hef-
ur jafnan lagt á það ríka á-
'Jierzlu í málílutningi sírnun, að
engra úrbóta sé að vænta 1 þess-
um efnum, fyrr en snúið hefur
verið við blaði í fjármálum
þjóðarinnar og byrjað á byrjun-
inni með því að taka algerlega
fyrir bruðl og sukk með opin-
bera fjármuni, skera niður
hvers konar óþarfaeyðslu, en
setja sparsemi og ráðdeild í önd-
vegið.
Og slík siðabót verður að
koma að ofan. Meðan sá andi
ríkir, að sæmilegt þykir, að
helztu forystumenn þjóðar-
innar skammíi sjálfum sér
250—300 þúsund króna árs-
tekjur úr vösum skattþegn-
anna, eins og nú á sér stað
um menn eins og Jóhann'
Hafstein, Finnboga Rút
Valdimarsson og Gúðmund t !
Guðmundsson, svo að ein-
hverjir séu til nefndir, og
þingseta er notuð til að
kreista sem mest fé út úr
rikissjóði, er engin von til
þess, að íslendingar fái kom-
ið efnahagsmálum sínum á
réttan kjöl.
edllecjt óumar!
Veralunin Þröstur,
Hverfisgötú 114.
/
t ábunar!
Tryggingarstofnun ríkisins.
Tækni h.f., Súðavogi 9.
teSileat óvunar !
Korkiðjan h.f.
Cjle!líecft
í
óLunar:
Reiðhjólaverkstæðið Örninn.
Cj(e!l(ecýt
í
óvunar 1
Sælgætisgerðin Víkingur — Svanur Jh.f.
Cj(e!i(ecýt
óvunar.
/
Gildaskálinn.
eoiie^t iumar!
!
Nýja sendibílastöðin við Miklatorg.
Sími 24090.
Cj(e!i(ec^t
í
óutnar:
Ingólfssfræti 9 B. Sími 19540.