Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1959, Qupperneq 4

Frjáls þjóð - 26.09.1959, Qupperneq 4
rr* Kosningaspj all BLETTUR Á ÍSLENZKU LÝÐRÆÐI. Nú eru réttar fjórar vikur til kosninga og framboð eru öll komin fram. Flokkarnir eru í þann veginn að hefja kosningabaráttu sína fyrir alvöru. Búast má við, að hún verði heldur í daufara lagi, því að skammt er liðið frá síðustu kosningum og allur almenningur dauðleiður á hinu pólitíska þrasi. Vafa- laust munu þó stjórnmála- flokkarnir gera allt, sem i þeirra valdi stendur, til að reyna aö lífga áhuga kjós- enda. Umboðsmenn gömlu flokkanna og erindrekar munu fara flengríðandi um la?idiö þvert og endilarigt til fundahalda og áróðurs, og fúlgur þær, sem þessir flokk- ar eyða í kosningaundirbún- inginn, munu verða stórkost- legri en nokkru sinni fyrr. Hinn gegndarlausi fjár- austur stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni er ann- ars orðinn mikið alvörumál, og fyrir löngu er tímabœrt orðið, að hér sé stungiö við fótum. Með öðrum þjóðum tíðkast, að ákveðnar, strang- ar reglur séu fyrir því, hversu miklum fjármunum hver flokkur má eyða í kosninga- baráttunni, og eftirlit haft með því, að þeim reglum sé hlýtt. Þjóðvarnarflokkur ís- lands hefur löngum haldið þtí fram, að þessa reglu beri að taka upp hér á landi, enda er það sem fyrr segir fylli- lega timabœrt orðið. Enginn skijldi halda, að það sé út í bláinn, sem gömlu flokk- arnir legyja í allan þann til- kostnað, sem menn eru á- horfendur að fyrir hverjar kosningar og sífellt fer vax- andi. Nei, þeir vita af reynslu, að upp úr þessu hafast at- kvœði. Þannig eru kosningar í sívaxandi mœli að verða barátta, ekki milli stefna eða hugsjóna, heldur milli þeirra fjárhœða, sem flokkarnir hafa yfir að ráða til að sóa í kosningaundirbúninginn. Fjáraustur stjórnmálaflokk- anna fyrir hverjar kosningar er orðinn Ijótur blettur á ís- lenzku lýðrœði. IHUGUNAREFNI KJÓSENDUM. Þjóövarnarflokkur íslands leggur nú út í alþingiskosn- ingar í fjóröa skipti á rúm- um sex árum. Enn sem fyrr leggur hann út í þá baráttu með léttan sjóð fjármuna. Auður hans allur felst í fórn- fýsi og starfsorku flokks- mannanna og annarra þeirra, er leggja vilja máls- stað hans lið. Vafalaust munu margir telja áfram- haldandi baráttu flokksins vonlitla við þœr aðstœður, sem hann býr við, og vitna í því sambandi til þeirra á- falla, sem flokkurinn hefur orðið fynr í undanförnum ■kosningum. En þjóðvarna? - menn telja, að það nierki se?i- flokfcur þeírra hefur h'aldið á loft, MEGl EKKI niður falla, og í rauninni sé aldrei meiri þörf á baráttu þeirra en einmitt nú. Og eitt skyldu þeir menn innan annarra flokka, sem þó eru einlœg- lega andvígir setu erlends hers í landinu, athuga. Sam- kvœmt kosningatölurn frá því í vor má telja öruggt, að Sjálfstœðisflokkur fái 7 þing- menn kjörna, Alþýðubanda- lag 2, Alþýðuflokkur 1 og Framsóknarflokkur 1. Eftir er þá eitt þingsœti, sem ekki er augljóst, hver hreppa muni, og um það er barizt. Ljóst er þó, að Alþýðubanda- lag muni ekki auka við sig atkvœðum, hvað þá þingsœt- um. Framsóknarflokkurinn jók mikið við fylgi sitt í vor sökum kjördœmamálsins, sem þá hafði mest áhrif á hugi manna, en mun þó jrá- leitt fá tvo menn kjörna í . haust, því að allt bendir til þess, að atkvœðamagn hans mmnki. — Líka sögu er um Alþýðuflokkinn að segja. Fylgisaukning hans í vor var fölsk, sökum þess hve mikið af fyrri kjós-' . endum Sjálfstœðisflokksins greiddi honum þá atkvœði af ótta við, að hann þurrkaðist annars út af þingi. Af þess- um ástœðum er það aug- Ijóst, að enginn þessara flokka muni geta gert sér vonir um vafasœtið, en hins vegar eiga þeir líkur fyrir talsverðu atkvœðamagni um- fram það, sem þeir þurfa til cJ-cmgai'dagLnn 26. iept. 1959 F R J Á L E ÞJÖ0 Roggsemi fyrir kosningar að koma hinum öruggu mönnum sínum d þing. — Dœmið stendur þá þannig, að Sjálfstœðisflokkurinn hrepp- ir þetta sœti nema því að- eins, að kjósendum, sem að öðru jöfnu mundu greiða Al- , þýðuflokk, Alþýðubandalcgi ^ eða Framsóknarjlokk at-, kvœði sín, greiði þau nú Þjóðvarnarfloklci íslands og tryggi honum með því þing- sœti. Þrátt fyrir tap sitt í kosningunum í vor, er Þjóð- varnarflokkuriim nú miklu nœr því að fá mann kjörinn á þing en hann var í kosn- ingunum í júní. Þá þurfti um 3600 atkvœði til að fá mann kjörinn, en nú einungis um 2350 (samkvœmt tölunum í vor, ef þá hefði gilt hin nýja kosningaskipan). Þau at- kvœði, sem annars féllu dauð, ef greidd vœru öðrum listum, piundu því koma að fullu gagni með því að greiða þau Þjóðvarnarflokknum. Þessar staðreyndir skyldu allir kjós- endur íhuga vandlega. Hallfröðr. Aflið FRJÁLSRI ÞJóÐ Þau tíðindi hafa gerzt í máli Pritchards hershöfðingja, síð- an síðasta tölublað FRJÁLSR- AR ÞJÓÐAR kom út, að Banda-( ríkjastjórn hefur kvatt hann burt frá íslandi „samkvæmt ósk íslenzku ríkisstjórnarinn- ar.“ Það var þó látið fylgja til-* kynningu Bandaríkjastjórnar J að hún teldi hann í engu hafa brotið af sér og jafnfæran um að gegna stöðu sinni og áður.l enda þótt brottkvaðning hefði verið ákveðin til eftirlætis Guð- mundi í. Ekki ber að vanþakka þann árangur utanríkisráðherra að hafa komið yfirtroðslumann- inum af landi brott. Þeirri rögg: hafa sennilega fæstir búizt við af ráðherranum, enda virðist sá ónotagrunur hafa að ýmsum læðzt, þar á meðal hernáms- blaðinu Tímanum, að viðbrögð ráðherrans sem og ríkisstjórn- ar Bandaríkjanna hafi meira stjórnazt af þeirri staðreynd, að skammt er til kosninga, heldur en hinu, hvað rétt teld- ist vera. En hvernig sem því er hátt- að, er það eftir sem áður full- 'víst, að yfirtroðslum herliðsins mun ekki l.júka með því einu, að óhæfur yfirmaður er á brott. Sá herraþjóðarhugsunarháttur, sem lýsti sér í gerðum hans, er Framh. á 6. síðu. Lóðapólitík Sjálfstæðisflokksins I: Sigfiís í Heklu varð að kaupa ókeypis ióð fyrir stórfé nyrra áskrifenda. Sigfús í Heklu er að byrja að reisa stórhýsi innan við Stilli við Suðurlandsbraut. Þar verð- ur bílaverkstæði fyrir Volks- wagenbifreiðar og fullkomn- asta verkstæði á landinu fyrir stórvirkar vinnuvélar. Sigfús mun hafa lagt áherzlu á að fá þennan stað, en þess reyndist enginn kostur að fá nógu stóra lóð fyrir starfsemi Sigfúsar, þar sem bæjarstjórn- armeirihlutinn þurfti að hygla einum gæðingi Sjálfstæðis- flokksins með því að úthluta honum hluta af lóðinni. Varð Sigfús því að kaupa þann mann út af lóðinni og mun hafa þurft að greiða honum mörg hundruð þúsund króna fyrir vikið. Þarna er lifandi komin lóðapólitík Sjálfstœðisflokks- ins: Tveimur mönnum eru afhentar ókeypis lóðir, sem eru milljóna króna virði, og síðan greiðir annar þeirra sambýlismanninum stórfé fyrir hluta lóðarinnar. Þetta vill íhaldið heldur en taka sjálft gjald fyrir lóðirnar. Eri hvað segja útsvarsgreiðend- ur bæjarins? Vilja þeir ekki heldur, að féð, sem Sigfús í Heklu varð að greiða, fari til þess að létta útsvarsbyrðina, heldur en til að fita einn einstakling — að óverðskuld- uðu? Dr. Björn Sigfússon háskoíabókavörður: Frá hreppakryt til fjórðungaskipunar Niðurl. í tveimur fyrri greinum var sýnt, að stjórnskipunin nýja 963, fullum 100 árum eftir upp- haf ríkis Haralds hárfagra, var stórum minna norsk en Úlfljóts- jlög hafa verið og enn siður ineitt beint andsvar gegn Har- jaldi og Eiríki blóðöx, alllöngu dauðum, né lögbótum hins ensk- menntaða Hákonar Aðalsteins- fóstra. Hins vegar var frum- kvöðuliinn Þórður gellir búinn að ná þeim fullnaðarárangri áð- ur, sem mægðum þróað byggð- í Ég varpaði fram þeirri spurn, hví stórbokkar helztu landnáma hefðu ekki myndað hersastétt og náð að mynda hér fylki. Hið hálfa svar, að norsk hersistign gat ekki flutt völd, sem henni hæfðu, óbreytt til íslands (Jón Jóhannesson: Saga íslendinga), er ónóg í landi, sem eignaðist þó án stjórnarskrárbreytingar hóp af Sturlungaaldarhöfðingj- um með meira en hersisvaldi, og hétu þeir aðeins bændur. Nú fæ ég ekki betur séð en skipu- lagsbreyting Þórðar gellis hafi átt að vera og reynzt hið öflug- arhöfðingjabandalag í nýju asta viðnám gegn þeirri valda- landi gat veitt. Og stjórnskipun jþróun, unz valdagrundvöllur hans átti sumpart að festa þann! breyttist. árangur um aldir, en sumpart að styrkja lögsögu og dómsögu aiþingis, hindra höfðingjafækk- un og vaxandi sjálfræðishneigð- ir forkólfanna í öflugustu byggðarlögum; viðurkenna skyldi fjórðungaskipting án þess Minnt var á, að Þórður var eigi aðeins af hersum kominn, heidur konungum, eigi mjög af heiðnum hofgoðum, heldur kristnuðu óðalslausu nýbyggða- fólki í Suðureyjum, þar sem Katli, forföður hans, . virtist að láta verða úr henni alvar-, mannlífi gott. Þótt hér sé rætt legri fylkjaskipting og sporna j um Þórð sem einstakling, er skyldi við því að dómstólar það að nokkru yfirvarp mitt hvers héraðs eða fjórðungs yrðu [yfir miklu viðtækari staði'eynd; óháðir hinum fjórðungunum., Jsem.ekki er-rúm að fulíræða hér, að mikill þorri mága hans, | frænda og vina í landinu var úrj norrænu byggðunum vestan hafs sprottinn og þess vegna1 sammála Þórði eða tilleiðanleg-| ur að lúta nýrri lögsögu hans og Hvammverjamágsins, Þórarins' Ragabróður. Þetta fólk hafði engu síður illan bifur á drottn- un hersa en konunga. Þó að rædd væru í síðasta blaði helztu markmið þeirra Þói'ðar 963, er alveg ósvarað 'spurn minni í fyrstu greininni,! hvort afleiðingar hafi orðið á 11. öld eitthvað líkar og Þórður hafði vonazt til. Skal að lokum sýna lit á eins konar svari við því, í tíð Lög-Skafta fyi'st. I Landflótta of víg , eða barsmíðir. J Svo segir Ari i íslendingabók, að Skafti Þóroddsson hafði lög- sögu 27 sumur, 1004—30. Fylgi jhans meðal lögréttumanna hef- , ur verið öflugt, því að hann virðist mestu í’áða, er hann vill í lagasetningu. Ai'i orðar þann- ig: „Hann setti fimmtardómslög og það, að engi vegandi skyldi lýsa víg á hendur öðrum en sér, en' áður voru hér slík lög of það sem í Noregi. Á hans dög- um urðu margir höfðingjar og ríkismenn sekir eða landflótta of víg eða barsmíðir af ríkis sökum hans og landstjórn.“ Með fimmtárdómi, þar' sem meirihluti dómenda réð úr- j skurði, fullgerðist dómaskipun ;iandsins, og var' törvelt að, stöðva framgang réttra mál- sókna á alþingi eftir það. Þings- afglöpun, gerræði á vorþingum. og fégjafir til dómenda þar og á alþingi urðu hættulegar að- fei'ðir, því að slíkri sök var stefnt í fimmtardóm. Saga Víga- Glúms telur, að honum hafi orð ið hált á vígsmáli, þar sem hann lýsti víginu á hendur öðr- um en var, og gei’ðist það 20 árum fyrir lögsögu Skafta. Er eflaust, að Skafti vildi girða með lögum fyrir slíkt og að á- hrifa hafi gætt af því baimi. Því miður hefur allt týnzt úr munnmælum íslendingasagna um það, hverja Skafti gerði landi’æka fyrir víg og bai'smíð- ir. Þrátt fyrir ærin vígaferli sin hafa þær ekki merkustu við- bui'ðina, sem Ari kunni deili á þennan séinni hluta sögu aldar. Helzt væri að nefna utanför Víga-Barða sökum Heiðarvíga og Óspaks Ósvífurssonar fyi-ir barneign í lausaleik, en enginn skóggangssekur goði 11. aldar þekkist, fi’emur en óvirðingin og jörðin hefði gleypt þá. Þó cr hÖfundi Njálu af einhverjum ástæðum blóðilla við Skafta. Á hverjum sem stjórnsemi Skafta hefur bitnað mest, verð- ur ekki um það villzt, að frið- un lands og réttargæzla studdu þá sterk-lega að sömu þróun, sem löggjöf Þórðar miðaði að. Lítill ríkismunur með goðum •og engin hneigð til að bi'jóta undir sig héruð þykja vera sér- kenni „friðar.aldar“, sem nú tók við. •

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.