Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 4
4 <J?auqarcfa augardaginn 23. jan. 1960— FRdÁLS ÞcJÖÐ Okcíinn qeAtur qlettht $ii AmjÖröAkj urnar k Illugastöðum í Fljótum, bæ **• skammt frá Brúnastöðum, var maður, sem hét Þorlákur Þorláksson. Hann kom að máli við Jón á Brúnastöðum um þessar mundir og sagðist hafa heyrt, að Baldvin hefði verið bundinn í tagl á hrossi í Helgu- staðahnjúki um sumarið. Ekki mun hann þó hafa kunnað að greina nánar frá atvikum. Jón færði þetta í tal við Baldvin smala sinn og spurði, hvort satt væri. „Einhverju myndi meira log- ið en því,“ svaraði hann. Litlu síðar sagði Baldvin Steini bróður sínum sögu sína. Þá daga var hreppaskilaþing, og um kvöldið að þingi loknu fóru þeir Jón á Brúnastöðum, Steinn og Guðmundur á Hraunum allir til Baldvins og gengu á hann um það, hvaða meðferð hann hefði sætt. Baldvin leysti þá frá skjóð- unni í áheyrn þeirra allra. Hann kvaðst hafa rekizt á rauðu hryssuna frá Illugastöðum í Brúnastaðalandi, lagt við hana og riðið henni í smalamennsk- una. Kom hann að venju við hjá Helgustaðamönnum, þar sem þeir voru við sláttinn og skipti við þá orðum. Brigzlaði Bjarni Þorkelsson honum þá um hrossaþjófnað, en bað hann þó að ná fyrir sig tveimur fol- um frammi á dal og koma með þá. Hefur annar þeirra senni- lega verið Brúnastaðafolinn, er Bjarni ætíaði að temja. • TVÍú reið Baldvin brott eftir ” nokkurt orðaskak. Brigzl- in um hrossaþjófnaðinn hafa eitthvað setið í honum, því að hann hætti við að ná í folana fyrir Bjarna. Þeir voru framar á dalnum en kvíaærnar, og hann vildi ekki fara lengra á Rauðku, sem hann hafði tekið leyfislaust, en nauðsyn bar til. Eigi að síður kom hann við í slægjunni hiá Helgustaða- mönnum, er hann sneri heim. Þá lenti hann i orðaskaki á nýj- an leik og svaraði því illu, sem að honum var kastað, eins og hann hafði vit og leikni til. Enginn asi virðist þó hafa ver- ið á honum, því að hann sat á þúfu hjá hrossinu á meðan hann skattyrtist við sláttumennina. Allt í einu sagði Baldvin, að Bjarni hefði þrifið reiptagl, sem lá í föggum þeirra félaga, brugðið rúmsnöru um fót sér og þnýtt endunum í tagl hryss- unriar. Að því búnu hefði hann slitið písk úr hendi sér og slegið í hrossið, sem þegar hljóp af sfað. Blaut mýri var þar, sem þetta gerðist, og dró merin Baldvin á eftir sér nokkurn spöí, unz hnúturinn raknaði af taglinu. Hafði Baldvin gizkað á,‘að það hefðu verið .tíu faðm- aí', sem hrvssan dró hann á fæt- irium, en þegar hann var lát- inn sýna vegalengdina á bæjar- hlaði, mældist hún um tuttugu faðmar. En að sjjálfsögðu er hæpið, að hann hafi gert sér verulega grein fyrir því, hve langt hann dróst. Baldvin kvaðst hafa legið stundarkorn kyrr, eftir að hann losnaði úr taglinu, og hefði þá I síðasta blaði var sagt frá því, að smalinn á Brúnastöð- um í Fljótum, Baldvin Guð- mundsson, kom lieim eitt kvöld með kvíaærnar, illa til reika, sumarið 1859. Hann var vart vinnufær eftir þetta, þótt hann drægist á- fram með harmkvælum. Um haustið lagðist liann alveg í rúmið og andaðist. Kvis komst á um það, hvemig hann hefði lireppt þau mein, sem þjáðu hann, og maður frá Helgustöðum hafði látið orð falla um það, að hann hefði verið bundinn aftan í tagl á hrossi. Heldur frásögninni af ör- lögum Baldvins áfram í hlað- inu í dag. Bjarni komið og tekið reip- taglið af fæti sér og horfið með það aftur til sinna manna. En Baldvin fór að elta hryssuna og gekk illa að ná henni, því að hún hljóp æðispöl og var hvekkt og stygg eftir þennan atburð. Þegar hann hafði loks náð henni, brölti hann á bak og reið til mannanna til þess að ná í písk ' sinn. Eitthvað skiptist hann á orðum við þá. Jón bóndi spurði Bjarna, hvort hann ætl- aði ekki að gefa Baldvini mat- arbita. Tók Bjarni þá'upp fisk- stykki og ætlaði að gefa honum, en Baldvin sagðist ekki hafa viljað þiggja það. Reið hann síðan burt og heim. að sagði Baldvin þeim bænd- unum, að hann gæti sýnt staðinn í Helgustaðahnjúkn- um, þar sem hann hafði verið svo hart leikinn og vísað þeim til, hve langt hann hefði dreg- izt. Var í ráði, að farið væri með hann þangað, en fórst þó fyrir, því að nú lagðist að vetur með fannkomu. Barst nú saga þessi brátt inn um allan Skagafjörð og víðar í ýmsum myndum, og fylgdi það henni, að því hefði Baldvin ekki fyrr þorað að segja frá þessu, að honum hefði verið heitið dauða, ef hann gætti þess ekki að þegja. í réttarskjölum er þó hvergi vikið að- þess konar hót- un. • Oteinri í Lambánesi kærði ~ .meðferðiria á bróður sín- unv fyrir sýslumanni héraðsins, Kristjáni Kristjánssyni. Ekki brá harin þó við samstundis, enda enginn héraðsbrestur, þótt einn smalamaður norður við ís- haf væri upp af hrokkinn. Þó var talið í héraði um miðþorr- ann, að hann hefði í hyggju að láta þetta mál til sín taka, þeg- ar hann gæti því við komið. Samt fórst það fyrir. Kristjáni var næsta vor veitt Húnavatns- sýsla, og árið 1860 leið svo, að ekkert var eftic grennslast af yfirvöldum héraðsins, hvaða hnjaski Baldvin Guðmundsson hafði orðið fyrir. Það var ekki einu sinni haft fyrir því, þegar þingað var í Fljótunum um sumarið. Líklega hefur Steini i Lamba- nesi þótt seinlæti sýslumanns- ins meira en við yrði unað. A útmánuðum sendi Pétur Hav- stein, amtmaður á Möðruvöll- um, fyrirspurn um það til sýslu- manns Skagfii'ðinga, hvernig í þessu máli lægi, og verður að ætla, að þá hafi Steinn verið búinn að bera sig upp við hann. En allt kom fyrir ekki. Það er loks á þorranum 1861, þegar nýr sýslumaður, Eggert Briem, var að taka við embætti, að allt í einu var stefnt til þings. Var þá Bjarni Þorkels- son aftur kominn til Ólafsfjarð- ar og orðinn vinnumaður hrepp- st(jórans þar, á Karlsstöðum. 'V/rið rannsókn málsins viður- ' kenndu Helgustaðamenn og Bjarni Þórkelsson sögu Bald- vins að nokkru leyti, Sögðu þeir þó frá talsvert á aðra iund, drógu úr sumu, en juku við annað. Ekki bar frásögn þeirra að öilu leyti saman. Sumir héldu þvi fram, að Baldvin hefði ekki komið nema einu sinni í slægj- una þann dag, er hann var bundinn í tagl hryssunnar, þótt aðrir segðu hið gagnstæða. Enginn þeirra kannaðist við, að þeir hefðu haft reipi eða reip- tagl í fansi sínum, og ekki töldu þeir, að Baldvin hefði haft neinn písk meðferðis eða svipu, heldur aðeins bandspotta. Loks var mjög á óhreinu, hvort þeir hefðu beðið Baldvin að ná í folana tvo. Samkvæmt frásögn þeirra var það orsök þess, hvernig Bjarni lék Baldvin, að hann hafði setzt að fansi þeirra og tekið þar tii matar óboðinn. Sagði Bjarni, að hann hefði verið kominn í brauð sitt og fisk ög, nær bú- inn úr smjöröskjunum, þegar hanp fór að hyggja að gerðum hans. Kastaði hann höstum orð- um til hins óboðna, matfreka gests, en hann svaraði illu, niðraði Bjarria sjálfum og hafði ljót orð um Ólafsfirðinga yfir- leitt, Þá kvaðst Bjarni hafa hugsáð séi' að lauria honum ó- notin. Greip hann bandspotta úr 'föggufri Siriurri og batt að fæti Baldvins með einum hnút, en tvívafði hinum endanum um tagl hryssunnar ofarlega, án þess að hriýta að, og sió síðan lófanum á lend herinar. Hefði hún þá brokkað burt og dregið Baldvin á eftir sér nokkra faðma hálfsitjandi, unz hann losnaði aftan úr. Sumir hinna gizkuðu á, að hann hefði dreg- izt fjóra til sex faðma. Jón bóndi sagðist hafa geng- ið til þeirra og beðið þá að hætta þrefi sínu, en síðan snú- ið aftur til orfs síns. Honum varð litið við, þegar hann hafði tekið orfið og sá Baldvin drag- ast eftir hrossinu í mýrinni Hann hljóp þá til, en Baldvin. íosnaði strax. Hann sagðist hafa -spurt Bjarna, hvort hann heíði verið að hrekkja Baldvin, eii hann svaraði: „Það var ekkert. Ég gerði honum ekki meira en hann gerði mér.“ Þegar Baldvin hafði náð hrossinu, kom hann enn, og tóku þeir Bjarni þá að yrðast á að nýtju. Kom Jón þá til skjalanna og bað Baldvin að fara, óg gerði hann það. Áður hafði Jón sagt við Bjarna: ,,Ef þú hefur eitthvað hrekkj- Framh. a 7. síðu. Pentugur Þægilegur Öruggur í Aðcdútsala Verzlun V. Long Haínorfirði i" Reykjavík Fólkinn hf. ' a Framleiðandi Litla vinnustofan Hafnarfirði ’ j . . . • . , . - • ,x ••?: .. .. .

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.