Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 7
FRJÁL5 ÞJÖÐ — rnCauqarJa auijfardaginn 23. ian. 3960. Úr víðr i vcröM — Framh. al 3. síðu. hemum. Loks komst hann heim til foreldra sinna í litla þorpinu í Úkraínu, og þá var það ráð tek- ið að grafa handa honum gröf undir taðhaugnum við geitakof- ann. Þetta var að ví^jj ekki skemmtileg vistarvera, en felu- staðir voru ekki margir. Móðir piltsins færði honum síðan mat tvisvar á dag, en þorði sjaldnast að staldra við til að tala við hann, því að það gat vakið tortryggni og grunsemdir og steypt allri fjölskyldunni i glötun. Og þótt pilturinn ætti ékki neina sældarævi í gröf sinni undir geitataðinu, var líf hans ekki í bráðri hættu, á meðan takast mátti að dylja hann þar. Óttinn við sjónvarpið. rin liðu hvert af öðru, og allt- af hafðist Griska við í gröf sinni. Það var aðeins þegar dimmt var um nætur, að hann þorði að skriða upp með varúð og anda að sér hreinu lofti. Eina nóttina veitti hann því athygli, að einhver ókennilegur útbúnað- ur var komin á húsþökin í þorp- iiiu. Hann varð dauðhræddur og iorðaði sér undir eins í fylgsni sitt. Og það var ekki von, að 'hann gæti gert sér í hugarlund, hvað þetta var. Sjónvarpið var nefnilega komið til sögu, og þorpsbúar höfðu eignazt viðtæki. Móður hans hafði láðzt að segja honum frá þessu nýmæli. Brúðkaupsveizla á bæmim. vo gerðist það um miðbik síð- astliðins árs, að bróðir hans kvæntist. Slegið var upp brúð- kaupsveizlu, og alli)- þoi>psbúar sungu og dönsuðu næturlangt á bæ brúðgumans: Griska lá í gröf sinni undir taðhaugnum og hlust- aði á gleðilætin. Þá tók að seytla í huga hans, að líf hans í felum væri ekki betri en dauðinn. Hann þráaðist þó enn við í nokkra mán- uði. Svo stóðst hann ekki lengur ihátið. Hann ruddist æpandi upp úr gröf sinni. Og það hefði hann betur gert fyrr. Hann komst nefnilega á snoðir um það, að hans beið ekki nein hegning fyrir strokið úr hernum. Sök lians var fyrir löngu fyrnd. Auk þess sögðu rússnesku blöðin, að átján ára e’invéra í moldargryfju undir geitataði hlyti að vera þvílík hegning, að ekki væri þar á bæt- ándi. Isíestzk bsk — Frh. af 1. síðu. vei'sku þýðingu bii'tist í ung- versku blaði grein eftir leigu- bilstjóra í Búdapest, er fór nokkrum orðum um hana, en vék síðan máli sínu til stéttar- Jbræðrá sinna heima fyrir og brýndi þá á því, hvað hinum íslerizka leigubílstgóra hefði auðriazt að skrifa góða bók og skoráði á þá að sýna, að einhver í þeirra hópi væri einnig þess imkomínn að 'inna hliðstætt verk af höndum. of/ stiya - Frh. af 4. s. að hann, þá gefðu honum nú einhvern bita, ef þú átt hann.“ Munu það hafa átt að vera sárabætur Baldvini til handa. Allir lögðu þeir Helgustaða- menn áherzlu á það, að Bald- vin hefði ekki verið sérlega illa til reika eftir þessa meðferð, því að hann hefði smalað kvía- ánum nokkra hina næstu daga, að vísu oftast eða ætíð riðandi, og jafnan komið við í slægj- unni. •. rekar linlega vii'ðist sýslu- maður hafa gengið fram við yfirheyrsluna, enda má lesa milli lína, að hann hefur frá upphafi ætlað að koma á sætt- um í málinu. Varð svo og, að skyldmenni Baldvins, Steinn, bróðir hans, óg Guðmundur, faðir haris, sættust við Bjarna gegn fégjaldi. Féllst Bjarni á að greiða Guðmundi tíu ríkis- dali í sonarbætur og Holts- hreppi aðra tíu ríkisdali og taka auk þess á sig allan málskostn- að. Þegar heim kom, leitaði sýslumaður álits Jósefs Skafta- sonar, læknis á Hnausum, á því, „að hve miklu leyti þetta tilvik geti álitizt að hafa leitt til eða standa í sambandi við bólgu í fæti, er Baldvin varð farlama af, hér um bil viku seinna, eða dauðadaga hans.“ Að fengnu áliti læknisins, sem að sjáífsögðu gat lítið um þetta dæmt í fjarlægð, sendi hann amtmanni afskrift af próf- unum og sættargerð og fékk samþykki hans á henni. Þar með lauk þessum málum. (Helztu heimildir: Dóma- og þingabók, brcfabók og bréfadagbók Skágafjarðar- sýslu, Lbs. 2110 4to, prests- þjónustubók og söknarmanna- tal Barðs, Allrahanda eftir séra Jón Norðmann). Gengisfelling- Frh. af 1. síðu. Framli. af 1. síðu. afleiðingum. Væri því nauð- synlegt aö rann saka í fullri alvöru, hvort ekki væri æskilegra að ráða bót á efna- hagsöngþveitínu stig af stigi, samkvæmt íyrirframgerðri áætlun. Hafa ýmsir í þessu sam- bandi bent á sem hliðstæðu, að þegar verið var að semja um markaðsbandalög sex- og sjö- veldanna í Evrópu, þá hafi að- ildarríkjunum verið ætlað 10 ára tímabil til að aðlaga sig hintím nýju aðstæðum og við- horfum og hafi þó eínahags- kerfi þeirra ekki staðið á öðrum eins brauðfótum cg okkar fjár- máia- og efnahagskerfi. Askrifendu^ Gerið svo vel að gera upp við blaðið, ef þið skuldið áskriftargjáldiS. — Frjáls þjóð hefur ekki á annað að treysta, en skilvísi kaupendanna. — Híbýli Grafarbóndans — Tækniorðasafn Stgurðar Guð- mundssonar Fyrir skömmu kom út merkt orðasafn á vegum nýyrðanefnd- ar. Þar er þó ekki um safn ný- yrða að ræða, heldur tækniorða- safn, sem Sigurður Guðmunds- son húsameistari hafði dregið saman um langt árabil. Eru í safni þessu um átta þúsund orð, sem öll lúta að smíðum og tækni. Þegar Sigurður hafði fullgert þetta orðasafn, var vandlega farið yfir það af nefnd manna og hvert orð rætt út af fyrir sig á fundum, sem Sigurð- ur sat með nefndinni, unz hann lézt árið 1958. Af ávöxtunum — Framhald af 6. síðu. þess, að enginn skuggi gæti fallið á afskipti hans af „máli“ gömlu konunnar, þá hefur hon- um nú orðið á sú skyssa, að vega óbeinlínis aftur í sama knérunn. Að vísu er hér um smámál að ræða: 5-manna- fjöiskyldu varð það á „að byggja traust sitt á ioforði hans“, en verður nú að súpa af því seyðið með íbúðarmissi í versta skammdeginu. Sem sagt ekki óáþekkt reynslu gömlu konunnar forðum daga. Er liann margra manna maki? Þó hafa ýmsir mikilhæfir á- hrifamenn, sem eru kunnugir málavöxtum, margreynt að hafa jákvæð áhrif á hann, en þær tilraunir lítinn ávöxt bor- ið hingað til. Hér virðast því ekki' eiga við þau fögru orð, „að mikilhæfir menn virði hvers annars sjónarmið, þótt ólík séu“ — eða „að þar, sem einhugur sé ekki fyrir hendi, leggist allir á eitt um að jafna ágreininginn“. Hins vegar er alveg tilgangs- laust fyrir hann að reyna að af- saka þetta „aðgerðarleysi11 með einhverjum tylliástæðum, þar sem enginn mun fást til að trúa því, að umræddir áhrifamenn hafi farið að leggja á sig slíka fyrirhöfn, ef hér væri ekki umi ótvírætt réttlætismál að ræða. ] Að vísu er skylí að geta þess, margumræddum manni til málsbótar, að þessi dýrkeypta „einbeitni“ á sennilega rót sína að rekja til áhrifa frá fyrrver- andi undirmanni hans, sem virðist þannig ætla að verða þyngri á metunum en réttmæt- ar óskir umræddra áhrifa- manna. Fýrir bragðið virðist engin ástáiða til þess að láta umrædd j„áfrek“ liggja lengur í þagnar-j gildi, m. a. svo hægt sé aðj ganga úr skugga um það, hvort hér sé um undantekningar eða daglegt brauð að ræða. Gefst alþjóð þá e. t. v! tækifæri til aðj dæma um það, hvort slíkur maður sé öðrum betur til þessi fallinn að halda fast o" drcngi- lega á rétti okkar í hinum stærri málum. J. B. J. | Frh. af 8. síðu. á gólfi til þeirrar áttar. Innstaf- ir hafa verið undir þaki hlöðu, líklega einnig í fjósi og skála, en ekki öðrum húsum. Má vera, að sums staðar hafi verið reft á mæniás, en í hinum stærri hús- um hafa vafalítið verið sperrur undir þaki. Raftar hafa verið yfir ásum og sperrum og víðast skarað hellum á raftana, en grasþekja yzt. Sofnhúsið. í týi metra fjarlægð frá búri fannst sofnhús af gerð, sem áð- ur er óþekkt hér á landi. Var þvi skipt í tvennt. í innri hluta fremra hússins var þró í gólfinu og hellur á botni hennar og til hliðar voru hellur, sem reist- ar voru á rönd. Innar af þéssu húsi var svo annað hús, og dyr í það mun hærri en gólfið. — Undir sótugum hellum í dyra- gólfinu var auga og í því eld- gróf við bakhellu þróarinnar í fremra húsinu. Þetta auga eða eldgangur opnast inn í innra húsið, sem var kringlótt að lögun. Húseigendafélag •Reykjavíkur. Þarna hefur korn verið hitað og þreskt, enda fundust þarna kol og brennt bygg. Gerir Sturla Friðriksson nokkur skil þeim jurtaleifum, er fundust við rannsóknina í Gröf, í Árbók Foi'nleifafélagsins. Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÓÐ Bifrciðasalan BÍLLINN Varðarhusinu s taat i lit - ít - 33 Þar sem flestir eru bílamir, bar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. OG LEIGAN INGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úrval sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 18966. Virkisveitir VirkisVetur Björns Th. Björnssonar fsíst nú á ný Kjá bóksölum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. lyrfr elnsíakHngs og fyrirtæki í bókinni er ein strikuð síða fyrir hvern < auk minnisblaða. samtals 376 síður. Bókin fæst í bókabúðum í Reykjavík o* góðu bandi aðeins kr. 45,00. Bóksalar og fyrirtæki í Reykjavík og ut: . víkur geta pantað bókina hjá Pi’e: Hóium h.f., Þingholtsstræti 27, sími 24

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.