Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 6
6 tlm skemwndar- Fyrir hefur komið mjög leiðinlegt atvik, þar sem er eyðilegging liafmeyjarstytt- unnar í Tjörninni. Frá öllum sjónarmiðum er verkið Ijótt og líklegt til illra afleiðinga, en undirrót þess var einnig þannig, að aldrei var við góðu að búast upp af þeim stofni, því að öll á sú atburöakeðja sér sömu or- sakir; frekju og tillitsleysi. í siðra manna þjóðfélagi eiga lög og reglur aö ráöa, en ekki stundargeðþekkni einhverra umboðslausra borgara. Sama er um hiit, aö unnin verk eiga þann rett a sér að fá áö gefa luerdóma um tíma sinn og jravikværn- endur. Bókábrennur nazista eru þjóðarsmán, en ekki fyr- ir þá sök, þar voru svo góðar bœkur brenndar, þótt um það væri einnig oft og tíðum að sakast, heldur sök- um þess, að reynt var að út- rýma ákveðnum, mannlegum hugsunum, sem bœði höfðu rétt á að vera til og valda áhrifum eftir eðli og getu móis við aðrar. Sama verk engu betra vœri nú að leita uppi Mein Kampf eftir Hitler eða Das Kapital eftir Marx og eyða þeim eintak fyrir eintak í söfnum og einkaeign. En þar er um rit að rœða, sem finnast munu menn til að fordœma. Upphaf sprengingarinnar við tjarnarbakkann varð ekki til á f undi þeirra, sem ákváðu verkið. Það byrjaði heldur ekki með ályktun hvata- manns að kaupi þessarar ákveðnu styttu og staðsetn- ingu hennar í grennd við œskustöövar hans. Kveikjan að verkinu er miklu eldri. Hennar er að leita alla leið þangað, sem sú hugsjón' er flutt fram, að skylda beri til að ala önn fyrir listamönn ■ um, hvað sem þeir svo fram- leiða, og eins þótt viðtak- endum þyki framleiðslan bœði Ijót og leið og langt um betri að missa en hafa. Það er í rauninni sama hugmynd, að samfélaginu beri skylda til að gera líf- vænleg starfskjör hvers þess, er kallast rithöfundur, leik- ari (á eigin Hkama eða aðra tilfengna) ellegar myndgerö- armaður einhverrar tegund- ar, eins og fallast á, að við íslendingar eigum að opna landhelgina alla fyrir þeim af íbúum Stóra-Bretlands og annarra nálœgra ríkja, sem horfið hafa að fiskveiðinni heldur en öðrum atvinnu- greinum. Ef mönnum á að haldast það uppi að gera að- eins það, sem þeir kjósa helzt, og hafa uppeldi sitt úr ann- arra vösum, ef verkið gefur ekki nóg af sér, þá er ekki við öðru að búast en að ein- hvem tíma verði hendur látnar skipta. Svipað hlýtur að fara með skáldskapinn. Þegar einhver — einstakling- ur eða flokkur manna — ber fram m."ð trékju það, sem almenningi er heimska eða falsanir, verður tekið á móti því með kulda og óvild og ojstova. ef menn, sem skortir listasmekk eða hafa hann stórum frábrugðinn þeim, er er fyrir skal unnið, fara að reyna að þrengja upp á um- hverfi sitt andlausu eða óviðeigandi dóti, til hvaða listgreinar, sem það svo á að teljast. En einmitt þetta virö- ist hafa gerzt hér. Mikill eða KtiU hluti ibúa Reykjavíkur telur fegurðar- viti sínu hafa vérið misboðjð meö líkneski þvi, sem eyðilagt var um áramótin síðustu. — Þeir menn eiga sama rétt á að lialda borg sinni ólýttri og hinir til að breyta henni aö sínum smekk. — Tilkoma skreytimuna, svo sem líkn- eskja á almannafæri. ætti að vera gerð á kostnað einstakra áhugamanna eða samstœpra hópa af slíku fólki og þó með leyfi almennings, þvi að á honum koma fram mein- gerðirnar, hafi illa tekizt. — Siðan skyldi slik verk frið- helg eins og safngripir, enda eru þau jafnórœkur vottur um einn þátt menningar viðkomenda eins og handrit í Árnasafni um þroska eða vantanir liðinnar aldar. Réttur höfunda til verk- sviðs og fjárhagslegrar getu til að lifa og framleiða ein- hvern ákveðinn varning verð- ur að fara eftir afsetningu vamingsins. Lengra á undan samtíð sinni eða út frá henni á nokkra hlið heldur en svo og svo mega menn ekki verci, ef þeir eiga að hafa þess von að ná til manna, hafa á þá áhrif, öölast frá þpim fé. Þaö er þó sorglegt, að fyrir skuli koma, að menn vaki fram á nœtur til þess að framkvœma heiftarverk á dauðum hlutum, þótt ekki falli í geð, á meðan of mann- fá lögregla eða illa skipuð fær ekki aðstoð sjáandi manna og heyrandi til að koma í veg fyrir glæpi. Brotizt er inn og stolið varningi, sem stundum er merktur, svo að hvergi er unnt að koma honum í verð, án þess uppvíst verði, að um ófrjálsa vöru sé að gera, og svo mikið magn tekið að þjófurinn getur ekki noiað allt sjálfur. Verri athöfn er það en uppsetning ógeð- felldrar myndastyttu. Nœr hefði verio þrifa- mönnunum, sem styttuna sprengdu, að horfa sig húð- vonda á þau þjóðarlýti, sem þjófnaðir og smygl eru, og koma fram spellvirki á því tákni tímanna en að hamast að styttunni. Jafnvel verra en þjófnaöir eru pólitískar lygar og rang- fœrslur. Hefði ekki verið meiri hefnd aö brenna innan nokkrar blaðaskrifstofur en sprengja hafmeyjuna í loft upp? Hefði ekki allt menn- ingarlíf verið óhugsandi, ef dýnamit og eyðilegging eigna hefði verið gert að tœkjum og reglu? Stórmennskubrjáluð flón geta hvenœr sem er tekið sér vald yfir öðrum — fjárhag þeirra eða annarri liðan — með ófyrirsjáanlegu frum- hlaupi stjómarnefnda, hafi þau komizt í þœr, — með blindu ofbeldi, ef umboð skortir. Minna má á marg notað orð, sem skattpíning heitir, til dœmis um hið fyrra, en hafmeyjarhneykslið sérstak- lega viðvíkjandi hinu siðara. Og lvér má margs vœnta. Reynsla siðari ára sannar, að hér virðist mönnum hvorki hafa orðið kennt að hlýða lögum né eíra mannvirkjum. Kolviðarhóll o,g sumarbústað- ir ýmsir tala sínu máli um það, að alltof margir strák- ast upp í eftirlœti við eigin hugdettur, hve augsýnilega sem þœr miða til ills eins. Það er hryggðarefnið í flestum málum þjóðar okkar, að agalausir stjórnendur vinna í ósamrœmi við óskir kjósenda og agalausir mont- rassar, sem tátast vera ein- hver yfirstétt að listfengi eöa viti, fella dóma og fram- kvœma þá eins og vœru hvítir Suðurríkjamenn í Banda- ríkjunum að þjóna lund sinni gagnvart svertingja. Það er því ekki furða, þótt sumir íslendingar séu viðru- legir við Kanana. Þeir finna líklega slcyldleikann við skyndidómstólana og munar í mágsemdir við fram- kvœmdasemina. Sigurður Jónsson frá Brún. Gjaldeyrislán — Framh. af 1. síðu. Icomið undir erlent fjármála- (Eftirlit. Það er táknrænt, að flest- ar eða allar skýrslur og gögn, er sérfræðingar þeir, sem unnið hafa á vegum ríkis- stjórnarinnar að undanförnu, íeggja heirni til, eru á ensku, j en ekki íslenzku. Ástæðan liggur í augum uppi. Þessi gögn Öll verður að leggja fyr- ir erlenda aðila, og þess vegna verða þau að vera á tungumáli, sem þeir skilja. Ákvarðanir um fjármál fs- lendinga eru ekki lengur teknar í Reykjavík, licldur í erlendum borgum, og þá fyrst og fremst í Washington og París. Lán þau, sern nú er verið að leita eftir erlend-1 is, eru sýnilega veitt með því skilyrði,. að íslendingar lúti erlendum boðum og bönnum um efnahagsmál sín og viðskiptamál. Frfmerkjatafnarar áikrifendur ad tímaritinu Frhnerki Á»lcr!ft«rgjal<f í<r. 65.00 fýrlr 6 tbl. FRIMERKI. Póithólf 1264. R«ykj«vík <jJau^arctaginn 23. jan. /960- FRJÁLS ÞJ'ÓÐ Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá Inngangur. Um áramótin var réttilega heitið á alla góða íslendinga að sanna nú, að þeir þyrðu að berjast fyrir réttum málstað, hvar sem er, hvenær sem er og við hvern sem er. Enda þótt ég viti, að orð þessi hafi verið mælt af heilum huga, þá hef- ur reynslan kennt manni, að baráttan ein ber ekki ávallt á- vöxt — nema því aðeins, að við menn sé að eiga, en ekki tröll. Mun nú á það reynt. Ekki er allt gull, sem glóir. Leikrit Þjóðleikhússins, „Dómarinn", er öllum í fexsku minni, enda flutt í ríkisútvarp- ið skömmu fyrir kosningarnar. Eins og kunnugt er fjallaði það um háttsettan embættis- mann, sem stundaði þá iðju í hjáverkum að sölsa undir sig eignir annarra, m. a. aldraðra kvenna, en gætti þess jafn- framt, að lögin næðu ekki til hans. Að vísu komst hann ekki hjá því að fá „kritik“ í blöðum og jafnvel málsókn frá sumum fórnarlambanna, en svaraði hvoru tveggja á þann hátt að fá hlutaðeigandí dæmda á geð- veikrahæli, að sjálfsögðu ein- göngu í krafti valds síns og embættis. Með öðrum orðum þá reynd- ist fórnarlömbunum illmögu- legt að ná rétti sínum gegn of- urvaldi hins sterka og brot- lega yfirvalds, a. m. k. í leiki'it- inu. Hins vegar er látið.í það skína, að sterkt almenningsálit sé eitt þess megnugt áð koma í veg fyrir slíkt „réttarfar“. í blaðadómum um' leikritið kom fram sú skoðun, að slík- ir atburðir væru ekki svo mjög framandi fyrir okkur íslend- inga, að vísu ekki í eins ríkum mæli, en þó engu að siður „í áttina". Hér fer á eftir lausleg frá- sögn af íslenzku fyrirbæri, sem minnir ósjálfrátt á leikritið, þótt greinilegur eðlismunur sé þar á. Að þessu sinni verður látið nægja að drepa á kjai-na málsins og upphaf — enda ær- ið íhugunarefni fyrir þá, sem láta sér ekki alveg á sama standa um öryggi og óttaleysi meðborgaranna. Jafnframt get- ur gi-ein þessi verið góður próf- steinn á ritfrelsið hér á landi, þ. e. a. s. hvort manni sé óhætt að segja það, sem maður veit sannast og réttast, án þess að eiga á hættu ofsóknir eða fjár- sektir. Dýrkeypt „aðgerðaleysi“ Fyrir um það bil 20 árum missti öldruð og vinsæl kona verzlun sína, lóð og húseignir (nú virt á mai’gar milljónir) ekki sízt vegna „aðgerðaiieysis“ lögfræðings hennar, að því er talið er. Missir eignarinnar fékk mjög á hina öldnaðu konu, enda hafði hún eighazt hana af eigin ramleik og frábærum dugnaði og tekizt að halda henni með prýði í tugi ái'a. Við þetta skyndilega áfall fór heilsu hennar að hraka smátt og smátt, bæði andlega og líkamlega, og liggur hún nú banaleguna, eignalaus og södd lífdaga. Hefur hún þannrg gold- -ið'þess grimmilega að hafa á sínum tíma byggt traust sitt á öðrum. „Sá, sem er trúr yfir litlu“. Af lögfræðingnum er það að segja, að hann dafnaði vel og' auðgaðist eftir þetta „afreks- verk“ og skipar nú tilhlýðilega virðingarstöðu í þjóðfélaginu. M. a. hefur hann oft „verið í framboði“, en þó aldrei náð kosningu nema sem „uppbótar- maður“, enda vii'ðist kjósenda- fylgi hans ekki standa í réttu hlutfalli við vegtyllurnai', hvað sem veldur því öfugstreymi. Ekki hefur þess orðið vart, að hann kæmi í heimsókn til hinnar öldruðu konu öll þessi ár, jafnvel ekki til að hirða „málfærslulaunin**. Er reynd- ar sennilegt, að hann sé fyrir löngu búinn að gleyma þessu „barnabreki“, þvi að hvaða máli skiptir það harðskeyttan bardagamann, þótt öldi*uð kona og fjölskylda hennar hat'i misst allt sitt fyrir 20 árum. „Háll sein áll“. Ekki bar málfærslumannin- um nein skylda til að leggja sig fram um að bjarga eign gamall- ar konu, sem hatði litla þókn- un upp á að bjóða — eða hvaö? En honum bar heldur engin skylda til að „blekkja“ hana í heilt ár og láta hana standa í þeirri trú, að hann stæði vörð um eigur hennar, sem var hon- um þó f lófa lagið, eftir öJlum. málsatvikum að dæma. í fyrsta lagi var það hreinn barnaleik- ur fyrir hvaða lögfræðing sem var að koma í veg fyrir að gengið yrði að konunni — og í öðru lagi hefði verið hægt að taka málið upp að nýju og jafn- vel endui'heimta eignina svo fremi, að málflutningsmaðurinn hefði látið bóka eftir sér ein- hver mótmæli gegn hinni vaía- sömu aðför og rekstri málsins i heiJd. • „Hefur hver til síns ágætis nokkuiV*. Við nánari athugun kom í Vós, að málflutningsmaðurinn hafði yfirhöfuð ekkert gert, hvei’gi mætt og algerlega hald- ið að sér höndum, rétt eins og hann væri að vinna gegn hags- munurn lconunnar (skjólstæð- ings síns), sem þó mun alls ekki hafa verið ætlun hans. Hefur hann vafalaust ekki talið kon- una ofsæla af reitum sínum, þótt -svona illa tækist til um verndina. Loks er rétt að geta þéss, að konan háði 10 ára bar- áttu til þess að endurheimta eign sína, en sannfærðist þá loks um það, hvei'su grátt hún hefði verið leikin „fi'á lagalegu sjónai’miði“. Slokknaði þá sein- asti vonarneistinn og jafnframt varð útséð um lieilsu hennar. „Vegið tvisvar í hinn sama knérunn“. Enda þótt málflutningsmað- urinn hafi á sínum ííma gætt Framh. á 7. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.