Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 5
FRJALS ÞJÖÐ I. — cjlauqaráa aucfardaýtnn 23.. jan. 1960. Að uhdanförnu hafa tals- ve'rðar umræður orðið í blöðum um uppþot 'það, 'sem varð i Austurstræti eitt kvöldið, þeg- ar lögreglan handsamað'i drukkna menn, er öbbuðust þar upp á vegfarendur, og fjöldi unglinga safnaðist sam- an í nágrenni við lögreglustöð- ina. í þessum blaðaskrifum hafa unglingarnir yfirleitt sætt þungum dómum, og vissulega má undir það taka, að slæping- ur þeirra í miðbænum fram á nótt er hvimleitt fyrirbæri og óviðunandi, að lögreglan geti ekki gegnt skyldustörfum, án þess að eiga yfir höfði sér, að mannfjöldi safnist saman með tilbekkni. Þó er ekki þetta mál svo ein- falt, að brotalaust sé hægt að kveða upp áfellisdóm og varpa allri sökinni á hendur þeirri kynslóð, sem er á milli ferm- ingar og tvítugs. í þessu efni er margs að gæta, og sé rakið til rótar, getur svo farið, að sök og ábyrgð þeirrar kynslóð- ar, sem tekin er að reskjast, sé sizt minni, svo að ekki sé fast að orði kveðið. II. Það er að heyra, að ungling- arnir hafi viljað líta svo á, að þeir hafi þarna verið að verki af vandlætingu yfir hranalegri framkomu lögreglunnar. Þess háttar er raunar ekki ný bóla, og allt of oft hættir almenn- ingi, jafnvel þótt fullorðnir menn séu, til þess að hallast á sveif með þeim, sem lögreglan sér sig tilneydda að beita hörðu. Það stafar eflaust oftast af ó- kunnugleika á því, hvað lög- reglan á við að etja, og skorti á getu og vilja til þess að setja sig í hennar spor. Hún á að staðaldri í höggi við margs kon- ar vandræðamenn, og henni er það bezt kunnugt, að ekki henta ævinlega mjúk tök, þótt á hinn bóginn megi vafalaust stundum um það deila eða rök- ræða, hvaða aðgerðir eða að- ferðir séu nauðsynlegar. Þeir, sem álengdar standa og ekkert vita um þá menn, sem við er að etja, geta tæplega kveðið upp um það dóma, sem hald er í, og alls enga þeir, sem kannske hafa aðeins fyrir sér sögu annarra í æstri mann- þvögu. Andúð í garð lögreglunnar, sem.magnast í mannhafi, þegar| eitthvað æsilegt virðist vera að gerast, er ekki reist á neinum skynsamlegum rökum að jafn-| aði, og þarf því ekki um hana að ræða, nema hvað harma ber, hve auðæstir margir virðast gegn þeim mönnum, er gegna erfiðu hlutverki við að halda uppi friði og i;eglu og hafa hendur í hári manna, er geta verið saklausum vegfarendum og eignum samborgaranna hættulegir. III. Á hinn bóginn er ekki skyn- samlegt að yppta öxlum yfir þesum atburði og öðrum því- líkum. Svona atvik eiga sér or- sakir, og það gæti dregið til miklu alvarlegri tiðinda af svip- uðu tilefni. Hér að framan var gefið í skyn, að hin eldri kynslóð, sem áfellist unglingana fyrir óeirð- ir þeirra, kunni einnig að bera talsvérðan liluta ábyrgðarinn- ar, og er þá næst að líta á þá hlið málsins. Reykjavík er i þann veginn að verða borg með miklum fjölda ungs fólks. Úti í sveit- urn og þorpum er það ekki sér- stakt vandamál, þótt athafna- þrá ungu kynslóðarinnar þarfn- ist útrásar. Þau mál leysast þar oftast af sjálfu sér. í borg gegn- ir allt öðru máli. Þar er þorf sérstakra ráðstafana og sér- stakrar forystu til þess að stilla svo, að tómstundir unglinga verði þeim ekki skaðlegar, heldur gagnlegar. Hér í Reykjavík hefur þessu ekki verið sinnt, ef frá eru talin íþróttafélögin, skátafélögin, skóli er reistur, er sjoppa jafn- skjótt komin á næsta horni. Stundum hefúr verið sVo vask- Iega að unnið, að sjoppan hefur stáðið albúin tií viðskipta nokkru áður en skólinn var opnaður. Um alla Reykjavík er um það setið, hvar skóli verð- ur reistur, svo að ekki dragist að forsýna hann með sjoppu í næsta nágrenni, og i skólum, þar sem skólastjóri og kennar- ar vilja ekki gefást upp og leggja árar í bát í viðureign- inni við sjoppurnar, verða þeir að vera á varðbergi og iðulega á harðahlaupum í fríminútum nemendanna til þess að hamla gegn aðdráttarafli sjoppanna. Það eru sem sagt sjoppur, hefur staðið í ístaðinu, áður en hún sýknar sjálfa sig af allri ábyrgð óg leitar orsakanna ein-’ vörðungu hjá öðrum/' V. Margt annað mætti og draga fram í dagsljósið. Þarna kemur einnig til greina hernaðaræði stórþjóðanna, sem hvílir eins og skuggi yfir allri jörð og spillir lífstrú fólks, og óefnilegt ástand, los og óreiða í fjármálum og öllum háttum okkar sjálfra. Þar við bætast einnig smærri hlutir og okkur viðráðanlegri. Hér eiga að gilda alls konar boð og bönn. Kvik- myndir eru bannaðar börnum og unglingum innan tiltekins ilósítt rttít r * ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆■&'&'&'&'&' AUSTUHSTHÆTI kristileg félög ungs fólks og sáj sem hinni ungu kynslóð Reykja-^ vísir sliks starfs, sem hafinn er víkur hefur verið miðlað í á vegum æskulýðsráðs Reykja- víkur. Þótt starf þessara aðila mjög ríkum mæli, og í sjopp- unum eru hennar tíðustu sam- allra sé metið að fullum verð- komustaðir. Aftur á móti er lít- leikum, nær það ekki til allra og hæfir ekki heldur öllum, eða fullnægir, því að viðhorf og hneigðir eru marggreindari en svo. Þjóðfélagið ætlast og til þess, að unglingarnir séu í skólun- um á veturna og stundi þar sitt nám. En því miður er það svo, fyrir einhverra hluta sak- ir, að námið á ekki hug mikils fjölda uriglinga í þeim mæli, að það veiti þeim lífsfyllingu. Væri það að sjálfsögðd rann- sóknarefni út af fyrir sig, hvað því veldur, að námsleiði mun nú almennari en námsáhugi, og ið um það, að hún eigi athvarf til þess að sinna þeim hugðar- efnum, er hún kann að eiga og' gæti áreiðanlega eignazt, á öðr- um stöðum. Ekki er heldur til neinn dansstaður æskulýðsins, þar sem gætt sé umgengnis- menningar og sómasamlegra híbýlahátta, en jafnframt stillt svo til, að hún geti skemmt sér við sitt hæfi gegn hóflegu gjaldi og út af fyrir sig. Það mun flestra manna mál, er til þekkja, að sjoppulífið í Reykjavík sé sízt til þess fallið að glæða manndóm eða þvoska skapgerð og vilja ungu kynslóð- sá andi, að hin unga kynslóð arinnar til starfs og dáða. Lífið á skólabekkjunum sé framtíð þar muj} frekar vera ráp og íslands og framtíðarvon, sem í^dundur án markmiðs og inni- krafti sigrandi tækni verði að keppast við að tygja sig til þess að lyfta landi og þjóð lengra fram á leið, virðist ó- víða ríkjandi. Austur í Asíulöndum, í Jap- an og ef til vill viðar, sækja ungmennin nám af þvilíku kappi, að stjórnarvöldin telja nauðsynlegt að vara þau við að spilla ekki heilsu sinni með allt of miklum lestri. Hvað veldur slíkum mun? IV. Einu sinni átti að byggja í Reykjavík æskulýðshöll, og fé, sem safnað hafði verið í því skyni, var varið til þess að grafa fáeina skurði hér í einni mýrinni. i Siðan var sú sagan búin, og ^kal ajð vísu ekki full- yrt, að eiþ gtór höll hefði ver- ið æskilegasta lausnin. En þao‘ er annaðj . sem ekki. hefur farizt fyrir. Hvar sem halds og að engu leyti beina neinum á braut til vaxtar og viðgangs. Það, sem dregur mikinri fjölda ungmenna í miðbæinn á kvöldin, án nokkurs markmiðs*, eru einmitt sjoppurnar þar, og leið yfir tilgangslausum setum á þessum stöðum og rölti á milli þeirra, fagna þau þeirri til- breytingu, sem dálitlar óeirðir í Austurstræti veita þeim. Þetta er sú Reykjavík, sem eldri kynslóðin hefur gefið þeim, þegar þau eru komin á þann aldur, að þau eira ekki lengur i endalausum setum heima hijá pabba og mömmu. Og dómúr, sem er kveðinn upp yfir fyrirbæri á borð við róst- urnar við lögreglustöðina á dögunum, svífur í lausu lofti og hvílir ekki á réttum forsend- um, nema þetta sé haft j huga. Þess vegna skyldi eldri kyn- slóðin gæta þess, hvernig hún aldurs. Eftirlitið er aftur á móti af skornum skammti og lítið gert til þess að auðvelda það og tryggja, að þessu sé hlýtt. Ef ekki er annað, þá er hléið, sem einungis er miðað við það, að bíóeigendur geti selt sælgæti, harla vel til þess fallið, að hægt sé að laumast á síðari hluta forboðinna mynda. Ákvæði eru i gildi um útivist barna og unglinga, en eftirlit- ið _er líka frekar lint. Flestar nætur er miðbærinn með allt öðrum svip en ætla mætti af lögreglusamþykktinni, og hið sama er að segja um nágrenni ýmissa skemmtistaða annars staðar í bænum. Vín má kaupa í miklum fjölda leigubíla, svo að ekki sé tekið djúpt í árinni, og haft um hönd á miklu fleiri veitingastöðum en lög leyfa. —--------------------" Ekkert af essu stuðlar að þvS að glæða virðingu fyrir reglum„ lögum og aga. Á þessum svið» um öllum virðast brotin svo a!-« rnenn, að álykta verður, að yf- irmenn lögreglunnar treysti sér ekki til þess að taka svo á þeim. sem þyrfti til þess að kveða þau niður. En að þetta viðgengsl. öllum vitanlega hefur sín áhrií' á mai-gvíslegan hátt. Hér er það' eldri kynslóðin, sem kennir, en unga kynslóðin, sem nemur. VI. Það eru vafalaust aðeins fá atriði af mörgum viðlíka, sem hér hefur verið vikið að. Margl; fleira, sem á sér stað,' stuðlai' að hinu sama. Ætlunin var líka aðeins sú að reifa þetta mál á dálítið víðara grundvelli en. gert. hefur verið í blaðaskrif- um síðastliðinn hálfan mánuð, svo að fram kæmi, að einhliða krafa um bætta hegðun æsku- fólksins leysir tæplega neinn. vanda. Eldri kynslóðin, sem vissulega ræður og drottnar i þessum bæ, gerir hvorki sjálfri; sér né öðrum gagn með því aS draga hulu yfir það, hvað hún. getur rakið til sjálfrar sín ai: því, sem miður fer. Hún má með engu móti gleyma því, að allt, sem fram kemur, á sér or- sakir. Enginn ber brigður á það, að' hún beri umhyggju fyrir af- kvæmum sínum og vilji mann- dóm, vöxt og þroska þeirra til mikilla athafna og farsæls lífs í landinu. Unga kynslóðin mun, væntanlega ekki frekar gera það en aðrir. En frómar óskir nægja ekki. Eldri kynslóðin. þarf að gegna sínu hlutverki á sómasamlegan hátt, því að þaS er grundvöllurinn undir lífi og framtíð þeirra, sem eltir " ana koma. Hún þarf að taka sjilfrS: sér tak, jafnhliða því, sem hún ávítar brokkgengan æskulýð, er geiár fleira en æskilegt er. Hún má ekki láta allt rakna úr reipunum hjá sjálfri sér. En þá væri líka miklu áorkað óg sómi hennar að meiri, ef henni tækist að gefa hinni ungu. og myndarlegu kynslóð, glæsi- legasta æskulýð, sem ísland, hefur alið, í veganesti þann. anda og þá trú, sem veit að’ hverju keppa skal; Betra og fullkomnara mannfélagi, traust* ari menningu, farsælla mann- lífi. Iteyk v>ík imya r/ Leggjum sérstaka áherzlu á vandaðan og géðan frágang. Fljóta og örugga afgreiðslu. Höfum íullkomnustu vélar. Festum á tölur. AFGREIÐSLUSTAÐIR: Efnalaugin Glæsir Hafnarstræti 5 Efnalaugin Glæsir Blönduhlíð 3 Efnalaugin Glæsir Laufásveg 19 Efnalaugin Glæsir Reykjavíkurvegi 6 Hafnarfirðí Fatapressan Austurstræti 17. Efnalaug Austurbæjar Tómgsarhaga 17. Verzlunin Ánita Bugðulæk Þvottahúsið Skyrtur og Sloppar h.f. Brauíarholti 2. ■— Sími 15790.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.