Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 23.01.1960, Blaðsíða 8
 Rannsókn Gísla Gestssonar að Gröf í Öræfum oLaagarcfáifinnfy' 23. fan. 1960— FRJÁLS ÞJÖÐ Hvernig voru híbylahættir Öræfabænda fyrir 600 árum? Salerni meö frárennsli, mundlaug fyrir tiyrum áti, gufubaö með þeim umbúnaöi, að gufu legði ekki i bæjarhúsin, langeldar á gólfum, timburþiljur Þaft er talift, að Öræfajökull hal'i gosift árift 1362 og valdift fifórfelldri eyðingu á Suðurlandi. Þá ætla menn, aft Litla-Héraft efta Hérað milli sanda, kjarni hins forna goðorfts SvínfelMnga. 'hafi farið í auftn. Nú bar þaft vift fyrir nokkrum árum, aft bændur í Hofshverfi í Öræfum ætluðu að gera sér kálgarfta á gömlum túnbletti í námunda vift hverfift, en hegar farið var að jafna Iandift meft ýtu, komu í ljós gamlar hleðslur. Var bá hætt ýarðraski, en þjóðminjaverði gert viðvart um þetta. Var síðan unnið þarna nokkur sumur að uppgrefti, og kom þá í ljós undir þykku vikurlagi mjög vel varftveittur bær frá íjórtándu öld með öllum útihúsum. Hefur ekki annar bær fundizt jafnvel tarftveittur, nema bærinn í Stöng, sem er mun eldri, en þó var þessi fundur aft sumu leyti fremri, þar sem til dæmis jfannst sofnhús, er eigi hafður áður fundizt frá fornum tíma. Enn af starfsmönnum þjóð- rninjasafnsins, Gísli Gestsson, stýrði rannsóknum á þessum forna bæ, og hefur hann nú 1 nýrri árbók Fornleifafélagsins gert mjög rækilega grein fyrir þessum fundi og niðurstöðum rannsókna sinna. Staður sá, þar r>em bæjarrústirnar fundust, nefnist nú Borgartún, en álit- ið er, að þar hafi forðum yerið þær sá, er hét GröL Húsakynni Grafarbóndans. Þessi fundur er talinn bregða skæru Ijósi yfir híbýlagerð og háttu manna á þeim tíma, er fólk lifði og hrærðist innan þeirra veggja, er komu undan vikrinum í Borgartúni, og veita mikilvægar bendingar um þró- un húsagerðar í landinu. Leyfir blaðið sér að taka upp nokkur atriði úr greinargerð Gísla, svo að menn geti gert sér nokkra grein fyrir híbýlaháttum Ör- æfabænda á fjórtándu öld, áð- ur en þeir kaupa sér sjálfa Ár- bókina. Sjá mátti, að húsiri höfðu f = 'r ■ LITIÐ FRETTABLAÐ Laugardaginn. í H. viku vetrar. Etr i i< titt Sio /»h u i' Lúðvík Kristjáns son mun næstu vikur flytja flokk erinda í útvarpið, um Jón Sig- urðsson og störf hans. Fyrsta erindið flytur hann næsta fimmtu- dagskvöld. — Erinda- flokk þennan nefnir Lúðvík Brot úr sam- skiptum Jóns Sigurðs- (Vlikíll liðsafii Fjórtán menn hafa verið skipaðir og sendir út til þess að semja við Rússa um viðskipti okkar. Þyk- ir þetta allvel mönn- Uð sendinefnd, Þar sem hingað til hafa nægt fjórir, jafnvel er verið var að ryðja brautina og koma á miklum viðskiptum við Rússa. En það Skortir líklega hvorki gjaldeyri né fé í rík- .ishirzlunum til þess að kosta sendiförina. Framsóknarþing Það hefur farið orð af því, að margt Framsóknarmanna starfi í fjármálaráðu- neytinu. Sagan segir, að einhver kunningi Gunnars Thoroddsens hafi spurt hann að því, eftir að hann varð fjármálaráðherra, hvernig hann kynni við sig I ráðuneytinu. Gunnar svaraði: „Mér finnst ég yera jkominn á miðstjójn- srfund hjá Fram- sókn“. sonar við Dani og Is- lendinga. Erindi þessi byggj- ast á rannsókn eínis, sem ekki hefur verið sinnt áður, og má því vænta þess, að þar komi sitthvað nýtt fram i dagsljósið. 1 bókum sínum, Vest- lendingar, hefur Lúð- vík fjallað um stuðn- ing þann, sem Jón Sigurðsson naut með- al fyrirmanna á Vest- urlandi, og er eltki ó- sennilegt, að hann sé nú sá maður, sem mesta yfirsýn hefur yfir störf Jóns Sig- urssonar og afstöðu samtíðarmanna til hans. HtM.Hu Kötluhlaup hafa sem kunnugt er orðið tvisvar á öld hinar síðari aldir. Siðast varð Kötluhlaup haustið 1918, svo sem allir vita, en þar áð- ur vorið 1860, svo dð nú eru senn rétt hundrað ár liðin frá því hlaupi. Það hefur nú uni skeið þótt viðb.úið, að Kötluhlaup yrði, áður en langt um liði, þótt enginn viti raunar, hvort á því getur orðið langur eða skammur drátturhéð- an af. En sá tími er kominn, að þess má eiga von, samkvæmt reynslu á síðustu öld- um. Rlaðastríðið í Tyrklandi Blaðamenn í Tyrk- landi eiga ekki sjö dagana sæla. Þeir hafa i sex ár sam- fleytt átt í stríði við yfirvöldin. Þar er bannað með lögum að birta í blöðum grein- ar, sem teljast móðg- andi eða lítilsvirðandi fyrir embættismenn ríkisins, geta skaðað fjárhag eða viðskipta- líf landsins eða eru svo orðaðar, að kali- azt geti árásir. Fyrir slíkar sakir eru blaða- menn og ritstjórar sektaðir og dæmdir til fangelsisvistar og blöðin bönnuð vikum eða mánuðum saman. Þar þykja ritstjórn- argreinar, sem eng- inn amaðist við í öðr- um; löndum, fullgild sakarefni, og menn hafa lent í fangelsi fyrir að endurprenta greinarkafla úr út- lendum blöðum. Þegar stjórnarvöld- unum mislíkar eitt- hvað í blöðunum, senda þau mótmæla- greinar, sem birtast verða næsta dag á ná- kvæmlega sama stað og það, sem hnekkja á, og sæta þeir þung- um refsingum, sem út af því bregða. Þess konar þvingunar- greinar stjórnarvald- anna hafa tyrknesk blöð stundum birt undir fyrirsögninni: „Við erum lygarar“. Ráða þú lesendur, hvort þeir ætla, að har sé átt við stjóm- arvöldin eða starfs- menn blaðsins. staðið uppi, þegar vikurinn féll á þau og nokkuð ’eftir það. Þeg- ar frá leið, hefur þekjan fallið og vikurinn fyllt tóftir og varð- veitt þær mjög vel. Bæjarhúsin stóðu í brekku- rótum undir Hofsliialli. Fram- hlið húsanna var 38 metra löng- og stétt fyrir framan alla húsa- röðina og hlað fullra þriggja metra breitt fram af henni. Bæjardyr voru á miðri fram- hlið og innan af þeim löng göng þvert í gegnum húsasamstæð-j una. Langhús, sem sneru hlið- um fram að hlaðinu voru báð- um megin bæjardyra, á aðra hönd skáli að fornum sið, en á hina hönd stofa. Yzt í húsaröð- inni voru svo á báða bóga sér- stök hús, sem sneru göflum fram á hlaðið, eldhús á öðrum enda, en búr á hinum, og var í hvorugt þessara húsa innan- gengt. Timburstafn hefur verið í þessum húsum bácjum, og sennilegt, að svo haiji einnig verið um bæjardyr. Að baki húsasamstæðunni miðri voru í 'framhaldi af göngunum inn frá bæjardyrum salerni og bað- stofa í fornri merkingu þess orðs. Úti fyrir bæ>jardyra- ’kámpi stóð steinn með allmikla skál ofan í, og er trúlegt, að þessi skál hafi verið mundlaug, og þar hafi menn þvegið hend- ur sínar, er þeir komu frá saur- verkum, áður en þeir gengu í bæinn. Svipaður steinn fannst á sínum tíma í bæjardyi-um á Þórarinsstöðum á Hrunamanna- afrétti. Umhorf innan húss. Skáli hins forna Grafarbónda hefur verið þiljaður í tvennt, og virðast lokrekkjur hgfa verið meðfram öðrum langvégg ann- ars hlutans, en merki um set með þiljum sáust meðfram hin- um langveggnum, enda hefur þessi hluti skálans að líkind- um verið alþiljaður. Gólf hefur verið lægra í miðjum skála og þar kynntir einhvers konar langeldar. Líkur eru til, að set & & Sofnliúsift í Gröf — öskuþró á miðri myndinni. hafi einnig verið með lang- veggjum hins hluta skálans og bekkur við gaflhlað. Stofu var einnig skipt í tvennt, bekkir meðfram veggj- um og afþiljaður klefi í öðr- um enda. í salerninu hefur verið ein- hvers konar for eða þró, en timburgólf yfir nokkrum hluta hennar. Úr þessari þró lá lok- ræsi undir bæjargöngum fram fyrir hlaðbrúnina. Vindauga var í gegnum salei'nisvegginn og miklar líkur eru til, að þar hafi vatni verið veitt í salern- isþróna til þess að hreinsa hana, og má þá vera, að þetta hafi jafnframt verið brunnhús, ef vatnið hefur verið látið buna úr stokk niður í þróna. Minnir þessi umbúnaður á hina gömlu sogn um kamarauga, sem Jón skráveifa skreið út um í Grund- arbardaga. í baðstofu var eldstæði í vegg, og þar var mikið af sprungnum steinum, sem sjálfsagt hafa verið hitaðir, þegar menn gengu til baðs, og vatni síðan ausið á þá'til þess að mynda gufu. Þar hefur verið breiður bekkur meðfram einni hlið, en mtjórfi bekkir meðfram tveimur veggj- um öðrum. Þar fannst snældu- snúður og brýnisbútur, er gæti bent til þess, að þar hafi einn- ig verið unnið. Gólf baðstof- unnar var mun hærra en ann- arra húsa, og líklegt, að þrösk- uldur hennar hafi verið í svip- aðri hæð og efri brún útidyra. Má ætla, að það hafi verið gert til þess, að gufan úr baðstofunni leitaði ekki inn í hin húsin. í eldhúsi fannst aðeins ó- vandað eldstæði. í búri hafa bekkir og hillur verið meðfram' veggjum og sáust leifar af ker- aldi, en sáfar í gólfi. Þar var einnig eldstæði. Dyr voru á miðju þili og hurð á járnum. Alls fundust sex eldstæði á bænum. Peningshúsin í Gröf. Fjós og hlaða voru spöl frá' bænum. Var fjósið byggt við annan gafl hlöðunnnar og gengt á milli. Flór var 1 miðju fjósi. Öðrum megin í fjósi vöru fimm básar með beislum úr blá- grýtishellum á milli, og hver bás svo breiður, að þar hefðu rúmast 2 kýr, en hinum meg- in engar beisfur, pg má ætla, að þar háfi naut stáðið. Hlað- an var rúmur hálfur, þréttándi metri á lerigd, og lokræsi, sem opnaðist fram í fjósið, undir gólfi hennar, enda nokkur halli Framh. á 6. síftu 1 Stti t»tjjjtttt Tjjttrttitrin rtttr Aðfarirnar við hafmeyna hafa orðið Karli Kristjánssyni að yrkisefni: Ómynd býftur eyfting heim, Auður brást meft vörnina. Enginn hefur upp á þeim, sem afmeyjafti Tjörnina. Fjósift í Gröf — flór, básar og beislur s j á s t greiiiilega a myndimji.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.