Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 2
2 oCaugarda^tnn 6. jebrúar 1960 - FR J ALS Þ J □ -Ð GESTUR, SEM HEFUR SETT OFAN Margir, sem hafa samúð með baráttu Erlends Paturs- sonar og flokki hans fyrir sjálfstœði Fœreyja, hafa átt örðugt með að koma fram- komu hans og fullyrðingum hér í samningagerðinni um kaup fœreyskra sjómanna á íslenzkum fsikiskipum heim og saman við heilbrigða skynsemi. Engum þykir það undarlegt, þótt liann vilji fá sem hœst kaup handa þeim, þótt álitamál sé, hvað borgi sig fyrir hann að spenna bogann hátt, því að fráleitar kröfur geta leitt til þess, að Fœreyingar verði hér af mikilli atvinnu og miklum tekjum, sem þeir hafa vafa- laust fulla þörf fyrir. Og svo horfir einmitt nú. Það til- tœki hans að snúa sét til sjó- mannasamtaka á meginlandi Evrópu og biðja þau að efna til hefndarráðstafana gegn íslendingum, ef ekki verður gengiö að kröfum hans, virð- ist í senn broslegt tiltceki og nœsta fjarstœðukennt. Þó kórónaði hann allt með þeirri staðlausu fullyrðingu, að þessi samtök œtluðu að verða við hinni fráleitu kröfu hans. Það liggur ékki í augum uppi, á hverju Erlendur Pat- ursson hefur byggt kröfu sína um hefndarráðstafan- irnar. Fiskimannafélagið í Fœreyjum er íslendingum gersamlega óviðkomandi, og það hefur engan forgangs- rétt til vinmi fyrir félags- menn sína á fiskiskipum ís- lendinga. íslendingum er jafnheimilt að ráða á skip sín menn hverrar annarra þjóðar, sem vera vill, ef þeir leita sér erlends vinnuafls á annað borð, og við því getur hvorki Fiskimannafélagið fœreyslca né Erlendur Pat- ursson amazt eða neinu áork- að til þess að koma í veg fyrir það. Hitt er annað mál, að frá íslenzku sjónarmiði er œski- legt að fá Færeyinga að öðru jöfnu. Því veldur margt: Þeir eru vanir sjómennsku og fiskveiðum frá blautu barns- beini, þeir skilja yfirleitt ís- lenzku, á milli íslendinga og Fœreyinga eru ekki neinir sambúðarer fiðleikar vegna mismunandi siða eða við- horfa og ferðakostnaður sjó- mannanna er tiltölulega lítill. Hvert eitt þessara atriða er svo þungt á metunum, að einsýnt er, að íslendingar vilja leita eftir vinnuafli til Fœreyja, þegar ekla er á mönnum hjá útveginum, og þetta er þeim mun sjálf- sagðara, þar eð atvinnuleysi er hjá Fœreyingum, nákom- inni frœndþjóð, sem berst í bökkum fjárhagslega. Og þessum mannaráðningum hefði fyrir löngu verið ráðið til lykta, ef viðleitni Erlends Paturssonar iil þess að not- fœra sér meira en góðu hófi gegnir nauðsyn íslendinga og knésetja þá, hefði ekki lokað leiðum til samkomuiags. Mikil vanhyggindi eru það einnig af Erlcndi Paturssyni, formanni sjómannasamtaka, að sniðganga gersamlega í þessu máli íslenzk sjó- mannasamtök, en undir þeirra ajstöðu á hann þó, hversu mörgum Fœreyingum er yfirleitt hleypt á íslenzk %skip. Sjálfur œtti hann vegna stöðu sinnar að skilja, að þetta geti einhverjum kurr valdið, því að vœntanlega vildi hann sjálfur hafa ein- hverja hönd í bagga í þvílík- um málum, ef svo stœði, að Fœreyingar hefðu meiri skipa kost en mannafla og þyrfti að fá sjómenn frá öðrum löndum. Að hinu leytinu er það vanstilling skapsmuna. þegar Jón Sigurðsson lœtur sé um munn fara þá kröfu, að Erlendi verði vísað úr landi. Þetta blað hefur oftsinnis tekið málstað Fœreyinga i ýmsum málum, meðal annars þegar svo hefur borið við, að fœreyskir sjómenn hafa orð- ið fyrir svikum og vanefndurn af hálfu íslenzkra útgerðar- manna, sem því miður hefur nokkuð borið á. Sú afstaða þess mun vœntanlega í engu berytast. Það hefur og oft lýst samúð með flokki Er- lends. En það getur ekki annað en fyllzt undrun og raunar óhug viö svo fárán- legar hugmyndir sem Erlend- ur Patursson virðist hafa um aðstöðu sína gagnvart íslend- ingum, þótt ekki sé minnzt á þann þvœtting að hann hefði unnið á sitt mál sam- tök á meginlandi Evrópu, vit- andi það, að hann hlaut að verða borinn til baka eftir fáa daga. Yfir Kirkjubœ í Fœreyjum bregður miklum Ijóma í vit- uiid allra íslendinga, sem nokkur skil kunna á fœreysk- um málum. í augum þeirra er Jóhannes Patursson hin mikla þjóðhetja og glœsti for- ingi. Fjöldi manna í þessu landi, er jajnvel aldrei leit hann sjálfan augum, ber í minni sér mynd hans, kóngs- bóndans fœreyska í peysunni silfurhnepptu. Það er líka stolt þeirra, að í húsfreyju- sœti við hlið hans sat íslenzk kjarnakona, sem varð svo samgröin lífsstarfi manns síns, að um liana hafa nær því myndast þjóðsögur í báð- um löndunum. Vissulega eru það Fœrey- ingar, sem eiga Kirkjubœ, og þá, er þar hafa setið með miklum sóma. En samt er það svo, að hér norður á íslandi er bœði styrkur og vandi að eiga œtt síria að rekja þang- að. Þaðan hyggja menn traustan stofn runninn og vœnta mikils af, en mikil vansmíði í málabúnaði og kórvillur af hálfu Erlends Paturssonar, gerðar hér við bœjardyr okkar, koma þeim mun óþœgilegar við okkur. Eins og' nú standa salcir verður ekki annað séð en þessi íslandsför Erlends hejöi verið betur ófarin — vegna hans sjáfs. Eriendum skuldum safnað - ríkisébyrgð veitt Menn undrast þarm tvíveðr- ung, sem er í fjármálastjórn ]andsins. Forsætisráðherrann Jýsti því um áramótin, hve skuldasöfnun landsmanna er- lendis væri orðin geigvænleg, er 11/; af gjaldeyristekjum landsmanna' færu til þess að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum.Þetta mun yf- irleitt hafa þótt skynsamlega mælt, því að sjálfsögðu má þjóð ekki frekar hlaða á sig of- miklum skuldum og reisa sér hurðarás um öxl en einstakling- ur. Hér sem annars staðar gildir það að sjá fótum sínum forráð og tefla ekki í tvísýnu. fiigi að síður heíur , ríkis- stjórnin haldið áfram að safna skuldum erlendis, og þá hefur verið lögð áherzla á, að þetta væru neyzlulán. Frá sjónarmiði venjulegs manns er það þó enn meira fyrirhyggjuleysi af þeim, sem skuldugur er fyrir, að taka ný lán til þess að éta þau út, heldur en til framkvæmda, sem geta orðið arðsamar. Þá fordæmdu núverandi stjórnarvöld það réttilega, hversu auðfengin hefur verið ríkisábyrgð á lánum einstakl- inga og fyrirtækja, enda stæði ríkið orðið í ábyrgð fyrir svo gifurlegum fjárhæðum af þess- um sökum, að engin hemja væri. En hér skýtur einnig skökku Auglýsið :í Frjálsri Þjóð við. Ríkið heldur áfram að á- byrgjast ný og ný lán fyrir Pét- ur og Pál. Hér hefur ekki held- ur orðið nein stefnubreyting. Hverju sætir þessi munur á orðum og athöfnum? Félags- og tómstundaiðja 1. febrúar — 13. apríl 1960. TÓMSTUNDAHEIMILIÐ, Lindargötu 50 starfar alla daga. Verkefni: Föndur (3 flokkar), smíðaföndur (útskurður, útsögun o. f 1.), módelsmíði, málm. og rafmagnsvinna, ljósmyndaiðja, taflklúbbur, frímerkjaklúbbur, söfnun- aiklúbbur, söfnun jurta, steina og skelja), kvikmynda- klúbbur barna. Á þriðjudags- og laugardagskvöldum er opið fyrir unglinga frá kl. 8,30—10 e.h. Geta unglingar þá leikið sér að tafli, „bobbi“, borðtennis, hlustað á útvarp og hljómplötur og lesið blöð og bækur. Sunnudagaskóli Hallgrímssóknar starfar á sunnudögum kl. 10,30 f.h. og á sunnudagskvöldum eru fundir hjá Æskulýðsfélagi Fríkirkjunnar og æskufólki úr Hallgrimssókn. GOLFSKÁLINN: — Mánudaga kl. 8,30 e.h. Leikklúbbur. — Þriðjudaga kl. 6,45 e.h. Föndur. -— Miðvikudaga kl. 5,45 e.h. Frimerkjaklúbbur. — Miðvikudaga kl. 7,30 e.h. Taflklúbbur. — Föstudaga kl. 7,30 e.h. Tómstunda- kvöld. Umsjón: Samband Bindindisfélaga í skólum. MELASKÓLI: — Þriðjudaga kl. 7,30 e.h. Smíðar. LAUGARNESSKÓLI: — Þriðjudaga kl. 7,30 e.h. Smíðar. MIÐBÆJARSKÓLI: — Fimmtudaga kl. 7,30. Brúðuleik- húsflokkur. ÍÞRÓTTALEIKVANGURINN í LAUGARDAL: — Mánu- daga til föstudaga írá kl. 5,15 til 10,00 e.h. KVIKMYNDAKLÚBBAR, fyrir börn: — Sýningar í Aust • urbæjarskóla sunnudaga kl. 4 e.h. — Sýningar í Háa- gerðisskóla, í samvinnu við sóknarnefnd Bústaðasókn- ar, laugardaga kl. 4,30 og 5,45 e.h. — Sýningar að Lindargötu 50, laugardaga kl. 4 e.h. SKÁTAHEIMILIÐ: — Dans- og skemmtiklúbbur. Skemmt- anir annan hvern sunnudag kl. 7,30 e.h. BÚSTAÐAHVERFI: — Föndurflokkur kl. 7,30 e.h. á mánudögum. TÓMSTUNDAKVÖLD: í Framheimilinu, á vegum Knattspyrnufélagsins Fram, alla þriðjudaga kl. 7,30. Föndur, frímerkjaflokkur og skemmti- og fræðsludagskrá. í K.R.-heimilinu, á vegum Knattspyrnufélags Reykja- víkur, hvern miðvikudag kl. 7,30 e.h. Föndur, taflflokkur, frímerkjaflokkur og skemmti- og fræðsludagskrá. í Í.R.-húsinu, á vegum íþróttafélags Reykjavíkur, Fönd- ur og frímerkjaflokkur, mánudaga kl. 7,30. í Ármannsheimilinu, á vegum Glímufélagsins Ármanns, hvern miðvikudag kl. 7,30. Föndur, frímerkjaflokkur, tafl- flokkur og skemmti- og fræðsludagskrá. í Víkingsheimilinu, á vegum Knattspyrnufélagsins Vík- ings, á mánudögum kl. 6,30 e.h. Frímerkjaflokkur, tafl- flokkur. Það æskufólk, sem áhuga hefði fyrir þátttöku bréfa- vinaklúbbi, tónlistarklúbbi eða málfundaklúbbi, láti vita á skrifstofu Æskulýðsráðs. Þátttakendur geta mætt á nefnd- um stöðum og tímum til innritunar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Æskulýðsráðs Reykjavíkur, að Lindargötu 50 daglega frá kl. 2—4 e.h., sími 15937. Spamaiarkrafa - Frh. af 1. síðu. verið upp til óbærilegs kostn- aðarauka á liðnum árum. Hálfan annan milljarð ætlar rikið að heimta í sinn hlut á þessu ári, og nær því hverjum eyri skal eyða. En fólkið í landinu, sem nú á að bera miklu þyngri álög- ur en nokkru sinni áður, krefst stefnubreytingar. Það krefst þess, að ríki, ríkis- stofnanir og bæjarfélög spari, á sama Iiátt og almenningur verður að spara. Það sættir sig ekki við annað en stöðvuð verði öll eyðsla, sem unnt er að komast hjá. Engum manni þýðir að segja, að ekki megi koma við stórfelldum sparn- aði hjá þessum aðilum, ef nokkur vilji eða viðleitni er fyrir hendi til þess.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.