Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 06.02.1960, Blaðsíða 7
FRJÁLB ÞJDÐ — oLaugardaqinn 6. •qardaqi ebruai' 1960 Taranskemiriclir og varnir ¦ gegn þeini Þeim aðferðum, sem aðallega eru notaðar til varnar tann- skemmdum, má skipta í fjóra flokka. Mataræði. Það, sem mestu ræður um, á hve háu stigi tannskemmdir eru hjá mönnum, er fæðan, sem neytt er. í þessu sambandi er þó engan veginn nóg að hugsa eingöngu um fæðuna, eftir að tennurnar eru komnar upp í munninum, því að þær byrja að myndast í fóstrinu strax á öðr- um mánuði. Er því nauðsyn- legt, tíl þess að þær verði rétt myndaðar og sterkar, að bæði móðir og barn fái allt frá upp- hafi meðgöngutímans rétta fæðu, sem innihaldi nauðsynleg efni. Einnig er mjög nauðsyn- legt, að foreldrar temji sér sem beztar reglur um mat, því að þeir eru sú fyrirmynd, sem barnið hefur og mótast eftir. Óhugsandi er að kenna börnum góða siði í þessum efnum, nema þau sjái hina eldri fara eftir þeim. Heppilegast er, að fæðan sé sem fjölbreyttust og innihaldi sem minnstan sykur. Fyrir ut- an fisk, kjöt, kartöflur og mjólk, sem eru aðalfæðuteg undir okkar hér á landi, eru ýmsar aðrar, sem hollar eru og nauðsynlegar, t. d. skyr, ostar, lifur, hjörtu, gulrætur og ann- að grænmeti. Neyzla harðfisks mun nú aftur vera að aukast, og er það vel, því að hann er bezt til þess fallinn af okkar fæðutegundum að hreinsa tenn- urnatr og styrkja umhverfi þeirra. Góð regla er að enda hverja kvöldmáltíð með harð- fiski. Gómsætastur er harðfisk- urinn óbarinn, því að hann missir mikið bragð við að geymast barinn. Margsannað er, að mikið má draga úr tannskemmdum með því að minnka notkun sykur- ríkrar fæðu. Nauðsynlegt er því að venja barnið á sem minnstan sykur allt frá upp- hafi. Sykrið matinn hjá sjálfum yður og barninu sem allra minnst. Þær fæðutegundir, sem helzt ber að varast til að minnka tannskemmdirnar, eru sætar kökur, lin brauð, sælgæti, gos- drykkir og sykur. Verst er, ef þessar fæðutegundir fá að fest- ast á milli tannanna eða í ó- jöfnum, sem eru á yfirborði þeirra. Eftir því sem sykurrík- ari leifar fá að vera lengur í munninum, því meiri verða sýrurnar og tannskemmdirnar. Varast ber því að gefa börnum oft aukabita, t. d. kökur eða kex, sem festast auðveldlega i tönnunum og orsaka, að stöð- ugt eru matarleifar á þeim. Góð bóta yrði, ef í stað þessara kökubita væri gefinn harðfisk- ur, hrá gulrót eða annar slíkur matur. Flestum börnum finnast þessar fæðutegundir mjög góð- ar, svo að telja má auðvelt að koma þessum sið á þeirra vegna. Tannhreinsun. Tannhreinsun er ekki síður mikilvæg til þess að minnka tannskemmdirnar. Löngu fyr- ir Krists burð virðist fólk hafa verið búið að uppgötva það og notaðist þá við tannstöngla til að fjarlægja mátárleiíar, sem sátu'milli tannanna. Síðar var tannburstinn fundinn upp, og var það mikil bót. Þó er það svo, að aðeins um 13% barna á skólaaldri hreinsa tennurnar hér á landi, og allar líkur eru til þess, að hlutfallið sé lítið hærra hjá fullorðnum. Tann- hreinsunin er einn liðurinn í sjálfsögðum þrifnaði, og er mik- ilvægast að sofa með hreinan munn. Tannstönglar geta verið mjög gagnlegir til tannhreins- unar, en ókostur við þá er þó, að þeir ná engan veginn til allra flata tannanna. Einnig geta þeir skaddað tannholdið, séu þeir notaðir harkalega. Sumir skola munninn með vatni eftir hverja máltíð, til þess að koma í veg fyrir, að matarleifar sitji á tönnunum, og hefur það gefizt vel. Notk- un tannstöngla og munnskol- un geta þó engan veginn kom- ið að eins góðum notum og tannburstun, en er gagnleg, þegar ekki er hægt að koma tannburstun við. Aldarafmæli — frjóö ©ar/ sagtu - FrL, af 4. síðu: högum sínum. Sneri hún sér-þá þegar til höfuðsmannsins og kvað Sölva hafa rofið við sig heit, án orsaka af sinni hálfu, og gerði nú afdráttarlausa kröfu um meðlag með barni þeirra. Og enn gengu bréfin landa á milli. . Löbner leitaði að þessu sinni meðalgöngu kansellísins í Kaupmannahöfn, en það sendi kröfurnar áfram til yfirvalda á íslandi. Stefán amtmaður á Hvítárvöllum skrifaði Ebenezer sýslumanni nýtt bréf. Voru Sölva gerðir tveir kostir — hann skyldi annað tveggja borga barnsmóður sinni tólf ríkisdali árlega hin næstu tíu ár eða eitt hundrað ríkisdali í eitt skipti fyrir öll. Var af honum heimtuð trygging fyrir því, að hann svikist ekki um greiðslurnar, ef hann kysi held- ur að borga árlega. Ef Sölvi tregðaðist við þessi fjárútlát, skyldi að honum gengið. Ekki er kunnugt, hvorn kost- inn Sölvi tók, en líklega hefuv verið hart að honum gengið að greiða meðiagið. Hann bjó síð- an lengi á Kirkjubóli og fékk allgott orð. Kona sú, sem hann gekk að eiga, hét Elín Árna- dóttir og var ættuð innan úr Djúpi, og hefur foreldrum hans sennilega getizt betur að því kvonfangi heldur en þeim ráða- hag, sem hann hafði eitt sinn hugað sér í Færeyjum. En nokkrar taugar hef ur Sölvi haf t til heitmeyjar sinnar í Þórs- höfn, því að löngu síðar, árið 1829, lét hann dóttur, sem hann eignaðist, heita Maren Soffíu. Sölva hefur einnig verið minnzt í Færeyjum, því að þar munu menn enn bera nafn hans. (Helztil heimildir: Brófa- bækur og hréfusafn ísafjarS- arsyslu og Vesturamtsins, sóknarmannatal Eyrar i Skut- ulsfirði og Eyrar i Seyðis- firði, Lbs. 340 fol.). Flúor. Þó að menn séu ekki á eitt sáttir um, hversu mikið notk- un flúors minnkar tann- skemmdir, er víst, að flúor er mikilvægt í baráttunni gegn tannskemmdum. Aðallega hef- ur verið beitt tveimur aðferð- um við flúornotkunina. Önnur er sú að pensla tennurnar með flúorblöndu. Þetta er mjög sein- leg aðferð og dýr, en virðist geta læknað tannskemmdir um 40—50%. Miklu stórtækari að- ferð er að bæta flúor í drykkj arvatnið eða mjólkina í heilum baajarfélögum. Þetta hefur ver- ið gert með góðum árangri, t d. bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Tannviðgerðir. Mjög mikilvægt er, að gert sé strax við þær skemmdir, sem koma í tennurnar. Með því móti má komast hjá því, að skemmd- irnar berist til næstu tanna. Auk þess er auðveldara, sárs- aukaminna og ódýrara að gera við tennurnar meðan skemmd- in er lítil. Mjög útbreiddur misskilningur er það meðal for- eldra, að ekki borgi sig að gera við barnatennurnar. Barnajaxl- arnir eiga að endast til 11—12 ára aldurs. Fái þeir að skemm- ast, án þess að gert sé við þá og verði að draga þá úr fyrr, er hætt við að ýmiss óþægindi staf i af. Barnið getur ekki tugg- ið fæðuna nægilega, kjálkinn vex ekki eðlilega og getur or- sakað tannskekkju fullorðins- '. tannanna. Þegar barnið er 2—:3 í ára, þarf að byrja að láta það i bursta tennurnar og athuga Frh. af 4. s. „einskis-manns-land" ber hrekjandi vitni um þá furðu- legu sambúðarhætti, sem enn í dag eru ríkjandi meðal þjóða. Hitt er svo annað mál, að allar þessar fáránlegu víggirðingar koma að litlu haldi, því þrátt fyrir allar hindranir streymir fólkið úr sæluvistinni austan tjalds út í óvissuna vestanmeg- in. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa varla sýnt nokk- urn vott skilnings á gildi al- iyóðlegs máls. Þeir halda dauða- haldi í túlkavitleysuna með fá- heyrðum kostnaði og þunglama- hætti. Þeir virðast trúa því, að enskan og franskan séu guðs útvalin tungumál, sem skuli vera rétthærri en mál hinna minni þjóða. Og þeim finnst það fjarstæða hin mesta, að auðlært alþjóðamál geti nokkru sinni orðið hlutgengt á fundum „hinna stóru". Einræðisstjórnir hafa jafn- an hafa haft horn í síðu esper- antos. Hitler og Mússólini bönn- uðu notkun málsins. Stalin mun ekki hafa bannað það opinber- lega, en kyrkti vöxt þess með öllu á þeirri forsendu, að rúss- neska skyldi vera hið eina al- þjóðamál öreiganna. Nú hefur verið slakað á klónni, rússnesk- ir valdhafar hafa ékki amazt við útbreiðslu málsins þar í landi, en þeir hafa lítið eða ekkert gert til þess að efla á- hrif þess. Rússneskir esperant- istar geta skrifazt á við mál- bræður sína hvarvetna í heim- inum, en þeir geta ekki keypt blöð eða bækur á esperanto, sem út koma í Vestur-Evrópu, og svo hláleg eru póstlög Rússa, að séu þeim sendir bókapakkar með tveim bókum eða fleiri, er vísast, að þeir komizt aldrei í hendur viðtakanda. Hins vegar kemst ein bók oftast til skila, sé hún send í ábyrgðarpósti. Eftir heimsstyrjöldina síðari var esperanto orðið mjög út- breitt mál í Tékkóslóvakíu og binn óháði félagsskapur esper- antista vel skipulagður og öfl- ugur. En árið 1952 vann komm- únistaflokkur landsins það ,. •• • . iskemmdarverk að leysa upp samtök esperantista, en setti ó-'jafnframt á laggirnar stjórn- skipaða nefnd, sem átti að vinna samkvæmt paragröffum „flokksins". Síðan er esperanto- hreyfingin þar í landi nafnið tómt. Stjórnarvöld landsins sendu frá sér svohljóðandi bcð- skap: „Esperantistar eiga að hætta við esperanto, en læra í þess stað rússnesku, hið alþjc'ð- lega mál friðarins!" í sumar er leið tilkynntu 330 esperantistar í Prag þátttöku í heimsþingi esperantista í Var- sjá, en raunin varð sú, að jafn- vel þangað fengu þeir ekki að fara, því að aðeins sex útvaldir fengu far^rleyfi úr landi! Og þannig hefur það verið undan- farin ár, að frá hinum svokö.H- uðu alþýðulýðveldum hefur að- eins örfáum útvöldum verið leyft að sækja þessi þing, að Júgóslövum einum undantekn- um. Þannig er þá háttað hi:iu marglofaða frelsi vorrar aldar. Heilum þjóðum er haldið í þrældómsviðjum, fólkinu er synjað 'um ferðaleyfi, það fier ekki að kaupa blöð og bækur, nema samkvæmt formúlum þröngsýnna stjórnarvalda, og því er jafnvel fyrirskipað hvar það megi náðarsamlegasf vinna fyrir daglegu brauði. Hinar svokölluðu alþýðu- stjórnir hafa gengið lengst í þvl að leggía á fólkið andlegt helsi og átthagafjötra, þótt því fari hins vegar fjarri, að þær séu einar í sök. Mannvinurinn L. L. Zaraen- hof helgaði líf sitt þeirri hug- sjón að rjúfa þann mikla múr- vegg, sem einangraði þjóðirnar hverjar frá annarri. Enn er þessi múrveggur varinn af stjórnarlegátum, gráum fyrir járnum, og þá fyrst og fremst þeim, er hæst tala um frelsi og bræðralag. — Hvenær skyldi þeirri miklu gerningaþoku ein- angrunar og ófrelsis létta af mannkyninu og öllum þjóðum leyfð óhindruð samskipti í anda þeirrar hugsjónar, sem höfund- ur alþjóðamálsins helgaði líf sitt? H. G. þær. Of seint er að láta gera við skemmdirnar, þegar tann- pína er komin í tennurnar, því að þá er skemmdin í flestum tilfellum orðin of mikil til þess,! að hægt sé að gera við þær, án' mikillar aðgerðar og kostnaðar. Hver og einn ætti að hafa fyr- ir reglu að fara til eftirlits tvisvar á ári. Með því móti verða tannskemmdirnar minni og aðgerðin ekki eins sársauka mikil. Forðist allan sykur í mat. Ff(m«rttia*»tnar»r garist átkritendur aí •i -. t ll-M aRj f.» N u; frUnerki' r? - .A^tiflVatdWr.; 65..ob*ryrlr 6 tbl V Aisglýsið í FRJÁLSRI ÞJÖÐ Hreinsið reglulega tennurnar. Látið athuga tennurnar á hálfs árs fresti. D(ý^bé BILASALAN FRAKKASTIG 6 RiLASALAN FRAKKASTBG G Höf 11 iBi opitað bílasölu Mikiö lít'í'ti! ibÍ alis honar bélujm — Gott sýningarsvafði SÍMI 1-91-68 SÍMI 1-91-68 3,.J%.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.