Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 2
odauqarcla auaardaginn 5. inarz 1960 ~ FRJÁLS ÞJDÐ - Bókmenntafréttir Ljóðabók eftir Viitijálm frá Skáhoiti Jarðnesk Ijóð. Úrval ljóða Vilhjálms frá Skáholti. Til frelsis hins fjötraða manns ég fagnandi bý mig til stríðs. Sverð mitt er söngur til hans, ég er sonur hins vinnandi lýðs. Vilhjálmur frá Skáholti gaf út úrval ljóða sinna nú fyrir jólin. Forlagið er Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar. Bók- in heitir Jarðnesk Ijóð, 128 blaðsíður þéttsettar í stóru n'”7 ;r -.4-' ' -s - j,~r~, ÍV- - ‘* » Vilhjálmur frá Skáholti. broti. Helgi Sæmundsson fylgir bókinni úr hlaði. Hann segir m. a.: „Vilhjálmur frá Skálholti er fæddur og uppalinn Reykvík- ingur og hefur sett svip á bæ- inn langt áraskeið. Þetta kenn- ist á svipstundu í ljóðum hans. Hann lýsir raunar umhverfi sínu stundum sem fjal'alandi og blómaríki, en það á í rík- um mæli við um höfuðb n'gina, «f slíks er leitað. Samf liggja vandamál fjölbýlisins sl.áldinu byngst á hjarta. Ljóo hans vörpuðu löngum og d mmum skuggum kreppunnar forðum daga, og Vilhjálmur gerist allt- af málssvari þeirra, sem þarfn- ast fulltingis eða upprtisnar, en Margs kona veri — Frh. af 8. síðu sambandi við nýja toilvöru- .gjaldið. Væri ekki ófróðlegí oð efna fil getraunasamkeppi meðal almennings um það, lv r menn álíta að útkoman yrð:. Þá má a.m.k. álítr. að það verði mjög ánægjulc t fyrir verðlagseftirlitið að fylgjast með allri þessari dýrð, þannig að hvergi brenglist nú verðið. gleymast alltof oft í annríki hraðans og umsvifanna. Jafn- framt túlkar hann hlutskipti einstaklingsins, sem reikar ein- mana og yfirgefinn fjöldans slóðir, á við harm að stríða, reynir að gleyma vonbrigðum og ósigrum og leitar lífsnautn- arinnar í örlagaríkri baráttu, þar sem brugðið getur til beggja vona um flest eða allt. Vilhjálm- ur er skilgetinn sonur höfuð- borgarinnar og unnandi hennar og gagnrýnandi hennar í senn. Kvæði Vilhjálms frá Ská- holti einkennast sjaldan af fág- aðri en smámunalegri vand- vandvirkni. Til þess er hann of fljótvirkur og skapmikill. Hann tekur afstöðu, segir til syndanna, lofsyng'ur mannlífið í ljósi þess og skuggum og skip- ar sér í sveit manna og kvenna, sem brjóta í bága við skoðanir og lífsvenjur góðborgarans. — Vilhjálmur er ekkert myrkur í máli, þegar hann gerir upp við veröldina og sjálfan sig . . . . biðzt aldrei vægðar eða misk- unnar. Þvert á móti. Hann dreg- ur enga dul á galla sína og vfir- sjónir, og þannig' er lífsskoðun hans tilkomin. Hún hæfir manni í mislyndú veðri mikilla ör- laga.“ Frjáls þjóð vekur hér athygli á þessari bók. Hún fæst hjá bók- sölum, óbundin og í snotru bandi. Verð er hóflegt. Birtum við hér á síðunni eitt Ijóð úr bókinni. Það er eitt af vinsæl- ustu kvæðum Vilhjálms. Hættuleg ökuför — Frh. af 1. síðu. gæti varla verið eldri en 12—14 ára, sonur iðnaðarmanns þarna úti á nesinu. Þetta getur varla hafa verið hans fyrsta ökuför, svo óhikað stýrði hann bílnum. Þarna hefði getað orðið mikið slys, bæði á bömunum í bíln- um og vegfarendum. Þarna er venjulega krökkt af börnum á götunni eða við hana. Ber ekki eigendum bíla að ganga frá farartækjum sínum læstum? Hvaða viðurlög eru við því að brjóta þau lög? Eru ekkji hinir tíðu bílaþjófnaðir unglinga hinum fullorðnu að kenna? Það er orðinn mikill ábvrgð- arhlutur að eiga bíl, hvað þá að láta hann vera opinn á glám- bekk fyrir óvita börnum. Er ekki kominn tími til að endurskoða bifreiðalögin og slysavarnirnar með þjóðinni? Islenzkt ástaljoð Litla fagra, Ijúfa vina, lífstrú mín er bundin þér. Sjáðu, hvernig sólin brosir sigurglöð við þér og mér. Allt sem ég um ævi mína unnið hef í ljóði og tón, verður hismi, ef hjartað, vina, hefur gleymt að elska frón. I augum þínum unaðs bláu, augunum, sem ljóma bezt, sé ég landið, Iitla vina, landið, sem ég elska mest. Litla fagra, Ijúfa vina, lífið fer að kalla á þig, mundu þá, að þú ert landið, og þá liefurðu elskað mig. Vilhjálmur frá Skáholti. Ekkert eftírlit - Tilkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á smjörlíki frá og með 27. febraúr 1960. Gegn miðum Án miða Heildsöluverð, hvert kg......... kr. 9.92 kr. 18.25 Smásöluverð, hvert kg........... — 10.80 — 19.50 Reykjavík, 26. febrúar 1960. AiEan söluskatt - Frh. af 8. síðu. ur söluskattur af flest öllum innfluttum vörum og hráefn- um til iðnaðar. Og það er auð- vitað tiltölulega auðvelt að reikna út hve mikið þyrfti að hækka söluskattsprósentuna þar, til að ná 'þeirri upphæð, sem svarar til söluskattsins í smásölu af viðkomandi vöru. En hinn mikli kostur þess að gera það er sá, að þá þarf ekki að leggja nema 280 milljónir á almenning til að fá 280 milljónir króna í ríkis- sjóð. Það er því tillaga FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR, að ríkisstjórnin hætti nú þegar við áform sín um að leggja á söluskatt í smásölu og taki í þess stað eingöngu upp sölu- skatt í tolli. Almenningi verður áreið- anlega íþyngt nægilega mikið með hinni hóflausu skattheimtu og öðrum álög- um kreppubjargráðanna, þó ekki sé gerður ástæðulaus leikur með það að gera skattheimtuna að beinni aukatekjulind fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Þetta gæti einnig losað ríkisstjórnina við að burfa að sanna þá merkilegu reiknikúnst, hvernig eigi að ná 280 milljónum með 3% söluskatti í smásölu, eins og látið hefur verið í veðri vaka að gera ætti. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN INGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úrval, sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN IngóifsstrætlS. 19092 ag 18166. Framh. af 1. síðu. það hafi verið haft samband við ótraustan aðila, sem farið hafi á hausinn með allt saman. Lítið um reikningsskii. Á aðalfundum S. H. hefur það borið við, að fulltrúar, sem eitthvað hafa þekkt til þessara mála, hafa gert fyrirspurnir um fyrirtækin, stofnkostnað þeirra, hvernig hann væri greiddur, o. s. frv. Þeir liafa einnig spurt um það, hvort ekki væru lagðir fram rekstrarreikningar þess- ara fyrirtækja, svo að meðlim- ir S. H. gætu kynnt sér, hvern- ig hagur þeirra væri. Jón nokkur Gunnarsson, sem er hæstráðandi þessarar starf- semi til sjós og lands, með að- setri í London, hefur þá jafnan gerzt fremur viðskotaillur, og svör hafa engin fengizt önnur en þau, að ef þar til kjörin nefnd óskaði að fá að sjá reikn- inga, þá gæti hún svo sem feng- ið að sjá þá. Lengra hefur það svo ekki náð og óbreyttir smá- meðlimir S. H. hafa litla eða enga vitneskju um þá háfín* ansa, sem þarna er um að ræða. Hvar er eftirlit hins opinbera? hins opinbera? Hér er um að ræða svo stórfelldar fjárfúlgur og svo dæmalausa aðstöðu' aðila, sem hafa lögverndaða ein* okun á útflutningsverzlun- inni, að það má með fádæm- um heita og raunar óverjandi með öllu, að hið opinbera skuli ekki hafa mjög strangt eftirlit með þessari staifsemi allri, og birta almenningi skýrslur um það, jafn skef ja- laust og almenningur hefur verið skttpíndur fyrir þetta kerfi. Það er þetta kerfi og sú [svikamylla, sem hér er opin til allra hliða, sem þetta blað hef- ur margoft krafizt, að brotið væri niður, og útflutningsverzl- unin gefin frjáls, til þess að heilbrigði frelsisins yrði veitt inn í þessa lífæð þjóðai'innar, og nýttir allir þeir kraftar, sem þjóðin vissulega býi' yfir, sjálfri sér til hagsbóta í þessu efni. Auglýsið í FRJÁLSRl' ÞJÓÐ Frimerkjasafnarar gerist á»krifer.dur að tImaritinu ‘Frítnerki Áskriftargjald kr. 65,oo fyrlr 6 tbl.; FRÍMERKI. Pósthólf 1 264. Reykiavík ' CEREBOS, LANG DRÝGSTA SALTIÐ. EKKERT KORN FER TIL SPILLIS.] S«m. 4. UoM. fM Bai 411. REYKJAVIK, IttUMl Nr. 4/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum unnum kjötvörum svo sem hér segir: Vinarpylsur pr. Kindabúgu — Kjötfars — Kindakæfa — Heildsöluverð: kg.......... kr. 23,50 — ......... — 21,50 — ......... — 14,75 — ......... — 29,30 Smásöluverð: kr. 28,00 — 26,00 — 17,60 — 38,00 Rekjavík, 3. marz 1960. Verðlagsstjórinn.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.