Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 8
a Hefur ríkisstjórnin tekiil sér vald til ail stjórna meil tilskipunum? El* (lc t«aillSe tllllílltll ílft lieijjasi við námið, sem nú er r; ftslamli csCauaat'da -au/^at'daglnn 5. marz 1960 ~ FRJALS ÞJOÐ il í síðustu viku gaf ríkisstjórnin út tilskipun um það, að námsmenn við nám erlendis skyldu um stundar- sakir fá yfirfærðan gjaldeyri á öðru gengi en því, sem skráð var með lögum frá alþingi Kinn 19. febrúar s.L, að tilhlutan stjórnannnar sjálfrar. Verður ekki annaö séð en að ríkisstjórmn hafi með þessan tilskipun, sem byrjaði á orðunum „ríkisstjórnin hefur ákveðið“, þver brotið gildandi lög og um leið brotið blað í stjórnar- farssögu þjóðannnar sem réttarríkis. Það vakti illan grun sumra, ,er ríkisstjórnin sendi alþingi jþeim, stuttu eftir að það hafði verið kallað saman á síðasta jhausti. Menn spurðu hverir aðra, hvort þetta væri fyrirboði þess, að hér yrði farið að stjórna með tilskipunum, samkvæmt fordæmum erlendis frá, og lög Og réttur fyrir borð borinn með þeirri þjóð, sem hefur hélzt tal- :ið sér það til gildis að vera ein- hver einlægasta lýðræðisþjóð Veraldar? ■Gengisskráningin ákveðin með lögum. Rétt er að undirstrika það rækilega, að gengisskráningin er ákveðin með lögum frá al- þingi, sem hafa hlotið staðfest- ingu forseta íslands. Engin breyting eða tilvik frá þeim um eitthvað annað en í lögunum sjálfum greinir, nema með nýrri löggjöf frá alþingi, eða bráða- birgðalögum, ef alþingi ekki sit- ur að störfum. Einfaldar ákvarðanir rík- isstjórnarinnar í því sam- bandi eru því annað tveggja ógildar og marklausar með öllu, eða bein yfirlýsing um það, að ríkisstjórnin hafi tek- ið sér völd til að skipa hér málum að eigin geðþótta, án tillits til laga og stjórnskip- unar ríkisins. Sanngirniskrafa. I þessu efni breytir það éngu þótt segja megi, að hér sé úm sanngirnismál að ræða. Því hefur verið haldið fram af þessu blaði, að með gengis- fellingunni hafi verið vegið mjög harklaga og jafnvel hættulega að námsmönnum, og þá sérstaklega að þeim, er nám stunda erlendis. Enda hafa mót- mæli frá þeim streymt að al- þingi og ríkisstjórn, og það svo snemma, að auðvelt var að taka sanngjarnt tillit til óska náms- mannanna í sjálfu gengisfell- ingarfrumvarpinu. Segja má, að námsmenn þei,i\ sem fóru til náms erlendis á síðasta hausti, hafi ekki haft ástæðu til að ætla, að þeim yrði íþyngt svc Atlan söluskatt ætti að innheimta í tolli Söluskattur í smásölu kostar almenning miklu meira en ríkiö leggur á. Eins og kunnugt er, hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka upp að nýju að leggja sölu- skatt á flestallar vörur í smá- sölu. Er í fjárlagafrumvarpinu ígengið út frá, að skattur þessi nema 280 milljónum króna á árinu 1960. Mönnum er enn i fersku minni, að fyrir nokkru var þessi söluskattheimta lögð nið- ur við almennan fögnuð, enda má segja að þessi skattur sé ein sígildasta sönnun þess, að ekki sé síðar mögulegt að hafa í frammi skattsvik í sambanai við óbeina skatta en beina skatta. Reynzla okkar af söluskatti í smásölu var sú, að í ríkissjóð kom ekki nema nokkur hluli þess, sem þessi skattstofn átti að skila. Það er tiitöluiega auðvelt að reikna út, hve mikill söluskatt- ur ætti að vera af innflutningn- um samkvæmt innflutnings- skýrslum Hagstofu íslands. En hann kom ekki í ríkissjóð 1 sknarsemi við þá útreikninga. Fuilnægjandi eftirlit með því að allur söluskattur í smá- sölu innheimtist, mundi kosta slíka fimbulskriffinnsku og eftirlitskerfi, að hinir 200 róm- uðu skattheimtumenn beinu skattanna yrðu varla nefnandi í samanburði við þau ösköp. Það er því ómótmælanleg staðreynd, að söluskattur í smásölu er þjóðinni miklum mun dýrari en þörf er á. Þeim, sem til þessarar mála þekkja, þykir t.d. engin fjærstæða að nefna í þessu sambandi tölur eins og það, að eigi ríkissjóður að geta innheimt 280 milljónir á ári í þennan skatt muni það kosta þjóðina það, að hún verði að greiða um 400 milljónir króna. Nú getur rikisstjórnin farið aðra leið til að ná þessum skatti og það á þann veg, að almenningur þurfi ekki að greiðá meira en ríkið innheimt- ir. Hún er sú að innheimta allan söluskatt í tolli. Sá sölu- skattur, sem þar er innheimtur skilar sér allur í ríkissjóð. í tolli er nú þegar innheimt- Rramh. á 2. síðu. við námið, sem nú er raun á orðin. Allra sízt þegar það er haft í huga, að þeim hafði ver- ið hlíft áður þegar svipaðar að- gerðir voru gerðar og nú. Með tilliti til þess má líta svo á, að það hefði verhV sanngjarnt og ekki óeðlilegt,1 að svo hefði verið kveðið á í gengisfellingarlögunum, að þeir skyldu njóta sömu að-j stöðu með yfirfærslur út þetta skólamisseri og þeir höfðu við upphaf þess, en^ ekki aðeins til 5. marz eins. og „ríkisstjcrnin hefur nú ákveðið.“ Krefjast verður löggjafar. En þessu tvennu verður að halda vandlega aðgreindu, eðli málsins og aðferðum ríkis- stijórnarinnar. Það má engri ríkisstjórn þola, að hún brjóti lög og í'éttarreglur lýðtæðisins, og gildir þar einu, hvort það er gert í góðum eða illum til- gangi. Þess vegna verður að krefjast þess, að ríkisstjórnin leggi nú þegar fram á alþingi frumvarp til laga um breyt- ingar á gengisfellingarlög- unum varðandi yfjrfærslnr' til námsmanna út þetta kennslumisseri. V Því verður heldur ekki trúað, að íslenzkir námsmenn mundu fagna mjög þessum hunds- bótum sér til handa, ef þær skyldu fela það í sér, að rík- isstjórnin kæmist upp með það að taka sér vald, sem hún ekki hefur og ekki á að hafa, né má hafa. Og það má eftirtekt- arvert heita, ef þingmenn stjórnarandstöðunnar láta bjóða sér slíka framkomu af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá gætu þeir eins vel tekið pokann sinn og labbað sig heim. Ef ríkisstjórnin á að komast upp með það að vega á þennan hátt að alþingi hvað eftir ann- að, hvað yrði þá orðið eftir af þinginu eftir t. d. þetta kjör- tímabil allt? Forvextir ærunnar Vilhjálmur Þór á sæti í miðstjórn Framsóknarflokks- ins. Hann átti að sögn tíðar göngur fyrir áramótin síð- ustu yfir í dómshús saka- dómaraembættisins við tjörnina í sambandi við eitt- hvert víðtækasta og um- fangsmesta viðskiptasvindl- mál, sem þar liefur nokkru sinni verið til meðferðar. Um svipað leyti eða nokkru síðar sat sami Vilhjálmur Þcr á tíðum fundum með fjármálaráðherra íhaldsins og sérfræðingum hans við að undirbúa bjargráðaaðför nú- verandi ríkisstjórnar að al- þýðustéttunum, og hans ráða var leitað í þeim herbúðum í sambandi við „stóra“ fjár- lagafrumvarpið með • litla greiðsluafganginum. .. Á sama tíma tók Vísir, einkablað Gunnars Thor- oddsens upp hanzkann fyrir Vilhjálm Þór í olíumálinu, og er Vísir eitt íslenzkra blaða um þá afstöðu. Framsóknarflokkurinn er andvígur vaxtahækkun þeirri, sem nú hefur verið dembt á þjóðina, einkum og sér í lagi vaxtahækkun nokkurra framkvæmdasjóða. Vilhjálmur Þór. miðstjórn- armaður Framsóknarflokks- ins er oddamaður í stjórn seðlabankans og getur mynd- að þar meirihluta með öðrum miðstjórnarmanni Framsókn- arflokksins og Inga R. Helgasyni. Vilhjálmur Þór greiddi atkvæði gegn þessum tveim mönnum og með full- trúum ríkisstjórnarinnar þeg- ar stjórn seðlabankans ákvað vaxtaliækkunina, og um leið gegn stefnu Framsóknar- flokksins. Nú er vitað, að Framsókn- arflokkurinn hefur vikið mönnum úr flokknum fyrir minna sakarefni. Það er einnig vitað, að meint aðild Vilhjálms Þórs að olíumál- inu hefur ekki aukið veg landsins út á við í fjármál- um, eða fjármálaheiminum erlendis. En spurningin er, hafa forvextir ærunnar á Islandi hækkað eða lækkað í sam- bandi við vaxtahækkunina? Okurvöxtunum velt yfir á almenning Ríkisstjórnin hefur nú látið verðlagseftirlitið gefa út ný verðlagsákvæði vegna bjarg- ráðanna. Þau líta ekki ósnotur- lega út á pappírnum, og nú geta Morgunblaðið og Vísir birt með stórum fyrirsögnum að álagning hafi verið lækkuð. Ekki er þó svo að skilja, að álagning hafi raunverulega verið lækkuð. Samkvæmt þeim boðskap stjórnarvaldanna, að nú yrðu allir að fórna, var reiknað með því, að álagning hækkaði a. m. k. ekki að krónutölu frá því, sem var fyrir „bjargráðin“. Þetta þýddi það, að álagn- ingarprósentann varð að lækka vegna þess að lagt var á hærri upphæð eftir gengisbreyting- una. En það þarf ekki lengi að Sama vörutegundin á margs konar verði Nú geta húsmæður og aðrir fengið að kynnast smjörþefnum af bærilegri sérfræði á næst- unni. Það má þó enginn láta sér bregða í brún, þó að þeim finn- ist hlutirnir harla undarlegir og fremur óvenjulegir, heldur gæta þess vel að hér eru á ferðinni margslungin vísindi og bjargráð. Þess má senn vænta, að þau stórmerki gerist, að ein og sama vörutegund geti verið með margskonar verði í einni og sömu verzlun, og allt sé þó með felldu. Hin ýmsu afbrigði þessarar verðflóru geta orðið til með eftirfarandi hætti: 1. Varan er reiknuð á gamla genginu og me'ð gömlu tollunum, og gömlu álagningunni. 2. Varan er reiknuð á gamla genginu en nýju tollunum og nýju álagn- ingunni. 3. Varan er reiknuð á nýja genginu með nýju tollun- um og nýja álagning- unni. 4. Varan er reiknuð eins og í dæmi 3, en með sölu- skatti í smásölu. 5. Varan er reiknuð eins og í dæmi 4, en með 50% hærri flutningsgjöldum. Fleiri möguleikar eru vist fyrir hendi t.d. með sælgætið í Framh. á 2. síðu. athuga hin nýju verðlags- ákvæði til að ganga úr skugga um það, að álagningin verður ekki hin sama að krónutölu þegar vörurnar á nýja genginu verða verðlagðar eins og áður var, heldur allverulega hærri. Er sýnilegt að væntanlegri vaxtabyrði af okurvöxtunum hefur verið smyglað þarna inn þannig að lítið bæri á, og vel það. Það er því nú þegar stað- reynd, að almenningur fær að bera vaxtabaggann, hvað verzl- unina snertir, en ekki burgeis- arnir. Sama niðurstaða mun verða með húsnæðið. Það mun fljótlega koma í ljós, að vext- irnir verða teknir í hækkaðri húsaleigu, og svo mun verða á fleiri sviðum. Þetta er ekki annað en það, sem við mátti búast vegna þess, að það er eitt af „lögmálum efnahagslífsins“ að vextir eru rekstrarkostnaður, sem kemur fram í verðinu, sem yfirveltist því á almenning. Fram hjá því er ekki 'auðvelt að komast, enda verður engin tilraun gerð til þess af núverandi valdhöfum. STYRKUR Stjórn Framfarasjóðs B. H. Bjarnasonar kaupmanns hefur ákveðið að veita kr. 3.000 náms- styrk úr sjóðnum svo sem skipulagsskrá mælir fyrir. — Styrkinn má veita karli eða konu, sem tekið hefur próf í gagnlegri námsgrein, til fram- haldsnáms, einkum erlendis. — Umsóknir skulu hafa borizt for- manni sjóðstjórnar, Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, fyrir 1. apríl n.k.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.