Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 05.03.1960, Blaðsíða 6
6 oCanqardt augardacjinn 5. 1960 “ frjals þjóð Thyrái Freding: I. kafli Þættsr úr ævisögu Selmu Lagerlöf Fyrir rúmu ári var háííðlegt haldið aldarafmæli sænsku Xóbelsverðlaunaskáldkonunnar Selmu Lagerlöf. Hún er meðal frægustu rithöfunda heimsins og fer vegur hennar sízt minnkandi. Á íslandi hafa komið út allar helztu bækur hennar og hafa þær hér sem annarsstaðar orðið mjög vin- sælar. Heimili Selmu Lagerlöf að Márbakka : Vermalandi er nú orðið minningasafn um skáldkonuna og koma þangað á ári hverju þúsundir gesta hvaðanæva að úr heiminum. Forstöðukona hússins og leiðbeinandi ferðamanna hefur frá uppliafi vcrið roskin kennslukona, Thyra Freding. Hún hefur ritað bók þar sem í stuttu máli er rakin saga skáld- konunnar. Þessi bók verður birt hér í blaðinu sem fram- haldssaga. Þýtt hefur Ólafur S. Ólaísson, kcnnari. Selma Lagerlöf, er síðar varð frægasta skáldkona Norður-j landa — og kannske alls heims- ins — um sína daga, fæddist áj dimmu nóvemberkvöldi 1858 á Márbakka í Vermalandi í Sví-' þjóð. _ j Með fæðingu hennar rann upp ný stjarna yfir Vermaland. Sú stjarna mun um ókomnar aldir vísa veg til Vermalands og verða leiðarstjarna öllum þeim, sem leita þess góða og fagra. Hjá- Márbakka er bærinn Halli. Þar bjó Wennervík frænka. Þegar hún frétti að lítil stúlka væri fædd á Már- bakka, kom hún hlaupandi bein- ustu leið yfir akrana til þess að sjá hana. Wennervík frænka var forspá. Hún spáði því að þessi litla telpa myndi ekki verða heilsu- hraust, myndi sýsla við bækurj ferðast víða, erfiða og þræla,| en aldrei setja upp vef. En húnj myndi verða góð kona, og það var aðalatriðið. Spá Wennervík frænku gleymdist fljótt, og eng- inn, sem sá Selmu á barnsárun- um, gat látið sér til hugar koma, að nokkuð sérstakt yrði úr telpunni. Sumarið, sem Selma varðj þriggja ára, veiktist hún í fæti. Einn morgun, þegar hún vakn-: aði í barnaherberginu og ætl-i aði að hlaupa niður til systkinaj sinna, gat hún ekki staðið. Húnj varð dauðskelkuð og kallaði einsj hátt og hún gat á þjónustustúlk-) . una: „Bakka-Kaja. Komdu ogl hjálpaðu mér!“ Kaja kom hlaup- andi, tók Selmu í fangið ogj bar hana niður. Frá þeirrij stundu urðu þær óaðskiljanleg-* 1 ir vinir. Bakka-Kaja var frá koti innij í skóginum rétt fyrir ofan Már- bakka. Hún var góð kona og vinnusöm, en börnin voru hálf- hrædd við hana, af því að hun var svo ströng á svipinn. Hend- urnar á henni voru svo harðar og siggnúnar, að hárið á telp- unum festist stundum í sprung- unum, þegar hún greiddi þei.m. Þegar Bakka-Kaja fann að Selma var hjálparþurfi, varð hún miklu mildari við hana en hin börnin. Hún hætti að ávíta Selmu og hún kom hlaupandi undir eins og Selma kallaði. Innanhúss bar hún hana á bak- inu en úti við ók hún Selmu í lítilli kerru. Þá kerru fengu hin börnin ekki að snerta. , Veik og lasburða börn eru oft skemmd með eftirlæti. Þannig var það með Selmu litlu. Sum- ur matur, eins og til dæmis gul- jrætur, spínat, harðsoðin egg og Selma Lagerlöf. ölsúpa þótti henni ekki góður. Þegar eitthvað af þessum mat var á borðum kom það fyrir, að hún ýtti disknum frá sér ogl hristi höfuðið. Bakka-Kaja var. þá fljót fram í eldhúsið til ráðs-j konunnar. Hún hafði alltaf eitt- hvað gott handa Selmu. Kjúkl-1 ingar, sætabrauð, sulta og þeytt_ ur rjómi var matur; sem Selma vildi. I Bakka-Kaja lét alltof mikið eftir Selmu, og það gerði reynd- ar allt heimilisfólkið, og eins þeir, sem komu í heimsókn. All- ir aumkuðust yfir litlu telguna, sem gat ekki leikið sér með hinum börnunum. Pabbi og mamma voru ákaf- lega áhyggjufull vegna fótar- meinsins. Háabergs-Inga, grasa- lækningakonan, var sótt, lækn- arnir í Sunnu og Karlstað komu, en enginn þeirra gat læknað hana. Eitt sumarið ákváðu foreldr- ar Selmu, að öll fjölskyldan skyldi fara vestur að sjó. Þau vonuðu að sjóböð og hafsloftið út við ströndina. myndi gefa Selmu heilsuna. Dag nokkurn voru þrír hest- ar spenntir fyrir stóra vagninn og ekið upp að bæjartröppun- um á Márbakka. Frú Lagerlöf, Lovísa föðursystir og systkinin Jóhann og Anna stigu inn í vagninn. Pabbi hafði ekið á undan í eineykisvagninum. Þau voru öll í sparifötunum. Mamma og Lovísa voru í svört- um og víðum kjólum, sem brak- aði í við hreyfingarnar, höfðu stór sjöl og barðastóra hatta. Jóhann var í flauelsfötum og Anna í dröfnóttum, stífuðum sumarkk;ól og hafði hatt og sól- hljf. Splma var líka sparibúin. Hún var í sams konar kjól og Anna systir, en hún hafði enga sólhlíf og í staðinn fyrir hatt hafði hún heimasaumaða hettu. En hún var í beztu skapi af þeim öllum, því að hún fékk að vera frammi í hjá Magnúsi vinnu- manni og Bakka-Kaju. Hest- arnir brokkuðu léttilega og vagninn valt fram eftir óslétt- um veginum og niður brattar brekkur. Þá fölnaði Bakka- Kaja af hræðslu. Þau fóru margar mílur, því að það er langur vegur til Karls- staðar. Þá voru ekki járnbraut- ir, bifreiðir eða reiðhjóh í Karlsstað fóru þau um borð i bátinn Oddahólm, sem flutti þau yfir Venern til Gautaborg- ar. Það var hvasst og mikill öldugangur. Bakka-Kaja varð dauðhrædd og hélt að báturinn myndi sökkva. Selmu þótti gaman, þegar hann tók stærstu dýfurnar. Fannst henni það eins og i stóru rólunni heima á Már- bakka. Þau komust heilu og höldnu til Gautaborgar. Pabbi Selmu, Lagerlöf lautinant, sýndi þeim það markverðasta í staðnum. Bakka-Kaja bar Selmu á bak- inu. Síðan var haldið áfram að Straumstað. Þar ætluðu þau að búa yfir sumarið. Húsið, þai’| sem þau fengu leigt, þótti þeim strax svo vænt um, að þau köll-J uðu það ,,Litla-Márbakka“.| Umhverfið var skemmtilegt og inni í húsinu voru margii’| merkilegir hlutir. Frú Straum- berg; sem leigði þeim, gat sagt þeim frá mörgu í sambandi við þessa hluti, en maður hennar hafði komið með þá frá útlönd- um. Hann var skipstjóri á skip- inu Jakob. Á því sigldi hann um úthöfin. Hann átti á skipinu merkilegan fugl, það var Para- dísarfugl. Selma hugsaði oft um fugl- inn. Hún trúði því að það væri hann, sem verndaði skipstjór- ann fyrir öllum hættum hafs- ins. Paradís, það var fallegur og yndislegur staður. Á Márbakka átti Selma lika Paradís. Það var rósabeðið við vesturgaflinn. Það var það fallegasta, sem Selma þekkti. Hugsa sér, ef Paradísarfuglinn gæti læknað fótinn! Hún þráði það svo heitt að sjá fuglinn. Einn góðan veðurdag kom Jakob inn á höfnina. Öilum var boðið að koma um borð. Selma var sú fyrsta, sem var hjálpað upp á þilfarið. Þar stóð hún og leitaði fuglsins með augunum, bæði hátt og lágt. Þegar hún gat ekki fundið hann,! spurði hún skipsdrenginn hvar hann væri, og hann sagði henni að fuglinn væri undir þiljum. Hún lagði af stað og gekk ein og óstudd niður brattan stig- ann og inn í íitla herbergið, sem fuglinn var í. Hún klifraði upp á stól og síðan upp á borðið. Foreldrar hennar og Bakka- Kaja urðu dauðhrædd, þegar þau urðu þess vör að Selma var horfin. Þau fóru strax að leita hennar og fundu hana loksins, þar sem hún sat með spenntar greipar frammi fyrir Paradísarfuglinum. Hún var áreiðanlega að biðja fuglinn að lækna veika fótinn. Heima á Márbakka höfðu bæði mamma L A R S OLDÉN Sænskur æskulýðsleið- togi gestur hér Blaðamönnum var í seinustu viku boðið að hitta og ræða við sænskan æskulýðsleiðtoga, sem hér hefur dvalizt um þriggja vikna skeið á vegum ÍSLENZKRA UNGTEMPL- ARA. Formaður ÍUT, séra Árelíus Nielsson, kynnti hinn sænska mann, sem heitir LARS OLDÉN, en hann er yfirmaður tómstundamálaefna sænsku ungtemplarasambandsins, en þau samtök eru ein fjölmenn- ustu samtök bindindisæskunn- ar þar í landi. Séra Árelíus greindi frá því, að Lars hefði reynst hér hinn nýtasti starfs- kraftur, sem gerði meira en að I uppfylla þær vonir, sem við komu hans voru bundnar. Hann hefði heimsótt ungtemplara- deildirnar í Reykjavík, Hafn- arfirði og Borgarnesi. — Lars Olden hefði miðlað miklum fróðleik í leiðbeiningarstarfi sínu bann tíma, sem hann hefði dvalizt hér á landi, auk þess sem hann hefði sýnt og útskýrt fróðlegar og skemmtilegar lit- skuggamyndir og kvikmyndir. Hann hefði rætt við og leið- beint stjórnendum hinna ýmsu deilda: ungtemplarastúkna, fé- laga, tómstundaheimilanna og | öðrum áhugamönnum, auk j þess sem að koma fram á fund- um og skemmtikvöldum deild- anna. i hennar og amma kennt henni að biðja. Iiún kunni bæði: Vertu yfir og allt umkring“ og „Vertúi guð faðir, faðir minn.“ l Það var margt, sem hjálpað- ist að til þess að Selma varð betri í fætinum, barnslegar bæn- ir, innileg ósk um að verða heilbrigð og trú hennar á Para- dísarfuglinn, allt þetta ásamt sjóböðunum og seltuloftinu átti þátt í batanum. Tilveran var öll eitt undur. Allir voru glaðir og hamingjusamir. Þegar þau voru ferðbúin frá „Litla Márbakka“ og Straum- stað fékk Selma að gjöf frá leik- félaga sínum rauðan silkiborða með orðið ,,Minning“ ísaumað. Borðann geymdi hún í sálma- bókinni sinni alla ævi. í hvert skipti, sem hún skoðaði borð- ann, minntist hún yndislega sumarsins við hafið. Og hún sá í huganum hafið, sjómennina, bátana og fiskinn. Lars Oldén sagði nokkuð frá æskulýðsstarfseminni í Sví- þjóð og þá sérstaklega frá starfinu í bænum Karlskóga, en þar á hann heima. í Karl- skoga búa um 35 þúsund manns. Þar eru 4 æskulýðs- heimili sem bssjarfélagið á og rekur í fullri samvinnu við hin ýmsu æskulýðsfélög, K.F.U.M., skáta, íþróttaféiög og Ung- templara. Hvert félag hefur ákveðna daga í heimilunum, og' með þeim öllum er hin prýði- legasta samvinna. Haldin eru öðru hverju sameiginleg rabb- kvöld með leiðtogum félaganna, þar sem rædd eru sameiginleg hagsmunamál, og menn kynn- ast hverir öðrum. í sænskum lögum eru ákvæði sem mæla svo fyrir, að æsku- lýðsfélög skuli eiga aðgang að íþróttahúsnæði skólanna. —- Einnig eru sérstök lög um að ríkið greiði vissan hluta af kostnaði við tómstundaiðju og* annað æskulýðsstarf, sem unnið er í formi námskeiða. Var ljóst af þessu sem öðru því er Lars Oldén skýrði frá, að hið opinbera í Svíþjóð styrkir fjárhagslega mjög vel æsku- lýðsstarfið og njóti æskulýðs- félögin þess á ýmsum sviðum, enda mun æskulýðsstarfsemi óvíða öflugri en í Svíþjóð. — Svíar virðast gera sér grein fyrir því, að öflugt æskulýðs- starf á félagslegum grundvelli er ómetanalegt fyrir þjóð- félagið. reykto ekki í RÚMINU! Húseigendafélag Keykjavíkur.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.