Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 3
oLauqardáqinn 19. marz /960 AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SÍMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 Otgefandi: Þjóövarnarflokkur Islands. Ritstjórn annast: Gils Guð?nundsson. Jön úr Vör Jónsson, ábm. Framkvæmdarstjóri: Ingiberg J. Hannesson. Áskriítargjald kr. 9.00 á mánuoi. árgjald 19G0 kr. 108.—. Félagsprentsmiðjan h.í. Rétt og rangt j" Tndanfarnar vikur hefur *-^ eriginn dagur liðið að kvöldi án þess að fréttir bær- ust um hækkað verð ein- hverra vörutegunda eða gef- in væri út tilkynning um aukið gjald fyrir þjónustu, sem hið opinbera lætur borg- urunum í té. Flóðbylgja verðbólgunnar vex með slík- um hraða, að almenningur er furðu lostinn. Er þó ljóst, að enn sem komið er hafa menn aðeins kynnzt fyrstu sýnis- hornum þeirra verðhækkana, sem í vændum eru og fram hljóta að koma eftir að „við- reisnarkerfi" núverandi rík- isstjórnar er að fullu komið til framkyæmda og afleið- inga þess tekið að gæta hvar- vetna. Enn eru það aðeins " • fyrstu áhrif gengisfellingar- ' innar, sem við blasa. Hin gíf- urlega vaxtahækkun á eftir að segja til sín. Og sömu dag- ana sem almenningur stend- ur agndofa frammi fyrir þeirri stórkostlegu verð- hækkun, sem þegar er skoll- in ýfir, dregur fjármálaráð- herra upp úr tösku sinni hvert skattafrumvarpið á fætur öðru, sem óhjákvæmi- léga Ieiða til stórfelldrar dýrtiðaraukningar ofan á allt það, sem á undan var komið. Tjegar fjárlagafrumvarpið •*- fyrir árið 1960 var lagt fram í síðara skiptið, var þar gert ráð fyrir nýjum al- mennum söluskatti. Hins veg- ar var þar skýrt fram tekíð, að ekki væri áformað að breyta gildandi söluskatti á innflutningi. en hann hefur numið 7,7% af tollverði allr- ar innfluttrar vöru. En nú er nýtt uppi á ten- ingnum. í stað þess að skatt- ur þessi sé óbreyttur, hefur ríkisstjórnin lagt fram frum- varp, þar sem svo er fyrir mælt, að söluskattur á vörum úr tolli skuli hækka úr 7,7% í 16,5%. Skatturinn er drjúg- um meira en tvöfaldaður. Fjármálaráðherra segir að vísu af fullkomnu blygðun- arleysi, að hér sé aðeins um tiifærslur á skattheimtu að ræða, en sú blekkingartilraun er gersamlega haldlaus, þar eð hvert mannsbarn sér, að hér er um að ræða nýjar, stórfelldar álögur til viðbót- ar við alla þá súpu, sem áð- ur var á borð borin. Og þó að ríkisstjórnina hafi skort hreinskilni til að játa hvers kyns er, hafa aðrir fundið skýringu á þessu fyrirbæri: Þarna á að næla í 100 millj- ónirnar, sem gleymdust við \ útreikning „viðreisnardæm- isins", og nokkra milljóna- j tugi í viðbót. Trúlega þykir I stjórninni allur varinn góð- ur, ef fleiri reikningsskekkj- ur skyldu koma í ljós. £\g ¦ svo er það hinn nýi ^-^ 3% söluskattur, sem á- kveðið er að leggja á öll við- skipti „á síðasta stigi", þ. e. á verð erlendrar vöru, sölu innlendrar vöru, vinnu og þjónustu. Þennan skatt á fólk að greiða af nálega öllu, sem það kaupir, þar á meðal.því, sem þjóðin framleiðir sér til matar, svo sem kjöt, fisk og mjólkurvörur. Nýmjólk ein er undanskilin. Það er deginum ljósara, að þessi skattheimtuaðferð er einhver hin versta, sem til er. Jafnvel þótt vari'ð yrði af opinberri hálfu stórfé pg miklum mannafla til eftirlits og umsjónar með innheimtu skattsins, kæmi það aldrei að fullu gagni. Reynslan hefur hvarvetna sýnt, að veruleg- ur hluti slíks skatts kemst aldrei á leiðarenda. Skatt- heimtuaðferðin hefur þann stóra annmarka, að hún freistar til undanbragða, og er hætt við, að helzt til marg- ir láti undan þeirri freist- ingu, þar. sem næsta litlu eftirliti verður við komið. T7nginn hefur lýst göllum •*-J þessarar skattheimtuað- ferðar greinilegar í stuttu máli en Gylfi Þ. Gíslason, núverandi viðskiptamálaráð- herra. Þau ummæli féllu á alþingi 1953, þegar rætt var um sams konar söluskatt, sem þó var ekki nándar nærri eins víðtækur og skatt- ur þessi er. Ef til vill bregð- ur fátt skærari birtu á það, á hverja refilstigu íhaldsins Alþýðuflokkurinn er nú kominn, en samanburður á orðum Gylfa þá og Verkum ríkisstjórnar Alþýðuflokks- ins og Siálfstæðisflokksins nú. Árið 1953 mælti Gylfi á þesa leið: „Við þetta allt saman bæt- ist svo, að söluskatturinn er í eðli sínu ranglátur. Það er einhver ranglátasti skattur, sem lagður hefur verið á af íslenzka löggjafanum. Fram- kvæmdin á söluskattsinn- heimtunni hefur og verið þannig, að á því er enginn vafi, að enginn skattur hefur verið jafn stórkostlega svik- inn og söluskatturinn. Það er ekki aðeins ríkissjóður, sem tekur inn mikið fé í skjóli þessara lagaákvæða um söluskattinn, heldur taka ýmiss konar atvinnurekend- ur einnig inn stórfé í skjóli þessara ákvæða. Það er auð- velt að svíkja tekjuskatt fyr- ir þá, sem hafa stórfelldan atvinnurekstur með hönd- um. En það er margfalt auð- veldara að svikja söluskatt. Það er jafn opinbert leyndar- mál og skattsvikin í tekju- Eigum við von á að heyra útvarp frá öðrum sóikerfum? Hér á Islandi heyrist ekki í útvarpsstöð þjóðarinnar á milli landshorna, og mikil tormerki virðast á að bæta þar nokkuð úr. f eftirfarandi grein segir frá því, að reynt er að heyra út- varpssendingar, sem ekki er einu sinni vitað, hvort nokkrar eru. Spurningin um líf á öðrum hnöttum kitlar forvitni margra, og hefur reyndar lengi gert. Ekki skal um það sagt, hvort svar muni fást við henni á næstunni, en svo mikið er víst, að hópur vísindamanna í Bandaríkjunum mun á þessu ári gera alvarlega tilraun til að leysa þessa gátu. Og þeir munu ekki velta vöngum yfir því, hvort einhverjir burknar eða mosi vaxi á Marz, heldur mun athygli þeirra beinast að öðrum sólkerfum, og þar verð- ur leitað að háþróaðri tækni- menningu, ekki síðri þeirri, sem búið er við hér á jörðinni. Tilvera slíkra menningarvera er eftir öllum iíkum að dæma mjög sennileg. í þeím aragrúa sólkerfa, sem þyrlast um geim- inn,. er fjöldi af jarðstjornum, þar sem skilyrði til lífs eru mjög svipuð og hér hjá okkur. Og þótt enginn viti, hvaða sér- stökum skilyrðum þarf að full- nægja til þess að kveikt verði hið fyrsta líf, er samt engin sanngirni að ætla, að slíkt hafi hvergi gerzt nema á jörðinni. Auðvitað er ekki víst, þótt um líf sé að ræða, að þróun þess hafi orðið allsstaðar eins, en vel má þó búast við, að ein- hversstaðar hafi framvinda þess orðið svipuð og við þekkjum. Að öllu þessu athuguðu þykir sem sagt ómaksins vert að hefja leit að einhverskonar mann- eða að minnstakosti vitsmunaverum, og leit þessa á að framkvæma á þann hátt, að hlustað verður eftir útvarps- sendingum utan úr geimnum; sem sagt búizt við því, að þar séu einhverjir, sem sendi út „dagskrár" í því skyni að ná sambandi við „umheiminn". I þessu skyni verður stefnu- loftnetum radíóstjörnusjárinn- ar í Green Bank í Bandaríkj- unum beint að þeim sólkerfum, sem næst okkur eru (fjarlægð um 11 Ijósár, eða umreiknað í venjulegar mælieiningar um 104.068.800.000.000 kílómetra), og síðan hlustað hvort nokkur þau merki heyrist, er tilkomin gætu verið fyrir tilstuðlan mannvera. Nú er auðvitað erfitt að fylgjast þannig með öllu því bylgjusviði, sem til greina gæti komíð, og það væri því til mik- ils hægðarauka, ef unnt væri að geta sér til um hvaða tíðni eða bylgjulengd yrði notuð til slíkra útsendinga. Hætt er við, að flestum þætti hér vandast getan, en það merkilega er, að þeir, sem að þessari tilraun standa, hafa ákveðið að hlusta aðeins á einni tíðni. Þessi tíðni er 1.420 kílórið á sekúndu (bylgjulengd um 21 cm), og hefur hún orðið fyrir valinu vegna þess að útvarpsbylgjur með þessari tíðni eru taldar eiga sérlega auðvelt með að komast áfra'm í rúminu milli stjarnanna. Stafar það af því, að vetni, sem mest ber á allra efna í hinu oft ranglega nefnda „tóma" rúmi, sendir frá sér og endurvarpar sérlega vel bylgjum af þessari tíðni. Hafi hinir væntanlegu kunn- ingjar okkar handan „tómsins" á annað borð yfir að ráða tækni til að senda útvarpsskeyti, hljóta þeir einnig að hafa kom- izt að þessum eiginleika vetnis- ins. Þegar tíðnin, sem hlustað skal á, hefur verið ákveðin, er vissu- lega stór vandi leystur, en þó er annar eftir næstum eins slæmur og hann er sá, að þekkja í sundur send skeyti og svo truflanir, meðal annars frá geimgeislum. Við jarðneskar útvarpssend- ingar er senditíðni stöðvarinn- ar mótuð með lágtíðni sveiflum, svo sem tali, tónlist, eða því um líku, eða hún er rofin kerfisbundið eins og í morse- sendingum, en sá, sem þekkir morse-kerfið, getur skilið skeytið. Sennilega verður lukkan að ráða því hvort hugsanlegt mót- tekið skeyti skilst; það eitt er víst, að enginn getur gizkað á, hvernig það muni hljóða. Það verður áreiðanlega ekkert CQ eða SOS. Okkur þykja loftskeyti fljót í förum, enda má segja, að þau fari á augabragði milli f jarlæg- ustu staða á jörðinni. En þegar faríð er að telja vegalengdina, sem skeyti þarf að fara, í ljós- árum, verður annað uppi á ten- ingnum. Útvarpsbylgjur berast með hraða hljóðsins. Það er um 300.000 km á sek„ en það þýðir, að skeyti, sem heyrt væri í Green Bank á morgun hefur lagt af stað frá sendistaðnum fyrir 11 árum. Og svars við skeyti sem sent væri af stað nú frá Green Bank, væri ekki að vænta fyrr en eftir 22 ár —- tuttugu og tvö ár. Það er sem sé eins gott að erindið sé ekki mjög áríðandi, og'segja má að fjarskipti með þessu móti séu ekki fram- kvæmanleg. Um sinn verður því að láta nægja að hlusta, enda þætti það víst nægur árangur, ef tilraunir þessai' sönnuðu með ótvíræðum hætti, að einhverskonar lífi sé lifað úti í geimnum. skattinum, að þau eru gífur- leg í söluskattinum." Nú stendur Alþýðuflokk- urinn ásamt Sjálfstæðis- flokknum að frumvarpi um söluskatt, sem er miklu stór- kostlegri og víðfeðmari en fyrri söluskattar, sem hér hafa verið á lagðir. Fátt sýn- ir betur en þetta dæmi, hve langt er nú gengið í skattpín- ingu, þegar gripið er til þess ráðs að demba yfir þjóðina, auk gengisfellingar, og vaxta- hækkana, „ranglátasta skatt- inum, sem lagður hefur verið á af íslenzka löggjafanum." 5>. V. K« Frá og með 15. þ.m. verða breytingar á eftirtöldum leiðum um Strætisvagna Reykjavíkur. Leið nr. 7 — Sogamýri—Blésugróf. Ekið verður á leið í bæinn, um Sogaveg og Grensás- veg í stað Langholtsvegar og Álfheima. Leið nr. 8 — Sogamýri—Bústaðahverfi. Ekið verður frá Hólmgarði austur Bústaðaveg, Tungu- veg og vestur Sogaveg i st-að Réttarholtsvegar. Við- komustaðir verða við Bústaðaveg/Ásgarð, Litlagerði og við Tunguveg/Sogaveg, Sogaveg/Borgargerði. Leið nr. 18 — Bústaðahverfi HraðferS. Ekið suður Réttarholtsveg á Bústaðaveg í stað þess, að áður var ekið um Tunguveg. Viðkomustaðir á Réttarholtsvegi verða við verzlunina og sunnan hita- veitustokksins. Leið nr. 5 — Skerjafjörður. Brottfarartími frá Baugsvegi verður eftirleiðis 12 mín. yfir heila og hálfa tímann að undanskildum fyrstu 2 morgunferðunum á virkum dögum. Þá er strax ekið til baka. Strætisvagnar Reykjavíkur. ! AugíýsiS í FRJÁLSRI ÞJÓÐ

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.