Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 19.03.1960, Blaðsíða 6
6 Jaufardagmn 19. marz 1960 ~ F R J Á L S ÞJDÐ Thtjra Frvdhstj S. k«fU Þættir úr ævisögu Selmu Lagerlöf Þýðandi: Olafut- S. Olafsson, kennari „Barna-Maja" átti heima á Háabergssetri við Garðsvatn. Réttu nafni hét hún Maja Öster. Hún kom oft að Márbakka til þess að hjálpa frú Lagerlöf með börnin. Þar fékk hún nafnið Barna-Maja og því nafni hélt hún til dauðadags. Barna-Maja var góð og skynsöm kona, létt- lynd og barngóð. í þá daga voru launin ekki há, en með iðni og sparsemi safnaði hún tölu- verðum fjármunum. í gamla og dimma fjósinu var fjósakonan, B'ritta Lambert. Hún var eineygð, lítil og jjót, en trú og dygg og góð við kýrn ar og kettina. Ef einhver kúnna vár veik, gat hún ekki sofið. Á Vorin, þegar fór að minnka um bey í fjóshlöðunni, fór hún nið- Ur, í hesthúsið og sótti hey handa kúnum. Köttunum spillti hún með eftirlæti. Þeir héldu til í fjósinu. Þar var hlýtt og þar fengu þeir nóga mjólk. Aldrei mátti lóga kettlingunum. Einu sinni voru seytján hálf- villtir kettir í fjósinu. Þeir Stukku hvæsandi upp um bitana bg græn augun lýstu í myrkr- inu. Þeir hoppuðu mjálmandi Upp á bakið á börnunum, en Britta ók þeim í hjólbörum. Þegar Lagerlöf lautinant var að •fara á sóknarfundi, 'sat stundum köttur á hverjum hliðstólpa og glápti eftir honum; það vissi ekki á gott. Hvorki Lagerlöf lautinant eða Litli-Bengt komu því við að drekkja köttunum í Emtu,' ár- sprænunni, sem rennur gegnum Jííárbakkaland. Britta var á verði og uppgötvaði vélráð þeirra við elskurnar sínar. Við Lagerlöf lautinant sagði hún: Það gengur aldrei vel á þeim bænum, þar sem fólk er vont við dýrin. Litli-Bengt var vinnumaður óg svaf í vinnumannaskálanum. Hann var trúr og dyggur og fékk heiðurspening. Daginn, éem hann átti að fá peninginn, Vár hann„veikur og gat ekki farið til kirkjunnar. Presturinn, Andrés Fryxell, kom sjálfur til þess að afhenda hann. í vinnu- mannaskálanum var allt hreint og' fágað. Bengt lá í rúminu, hreinn og ánægður. Þegar pró- fasturinn ætlaði að segja nokk- ur velvalin orð, um leið og hann afhenti peninginn, komst hann ekki að, því að Bengt tók fram í fyrir honum og talaði mest sjálfur: „Það er aldeilis rétt, sem prófasturinn segir. Það er þvílíkt.. ." Kennsla og kvöld- stundir a.ð Márbakka. Márbakkabörnin höfðu sitt eigið herbergi, Vesturherberg- ið, með útsýni yfir akra, engi og skóga. Til þess að komast þangað upp, varð fyrst að fara upp brattan stigann og síðan yf ir dimma hanabjálkaloftið Stundum voru þau myrkfælin og þá varð Bakka-Kaja eða Barna-Maja að fylgja þeim. í herberjgmu hafði hvert bhrn sitt rúm, sem hægt var að draga í sundur. Þau höfðu líka hvert sinn stói, sem þau þekktu vel í sundur, því að á neðanverða stólsetuna hafði smiðurinn teiknað mynd af stólseigandan- um. Á þeirri mynd var Selma í bláum kjól og með röndótta svuntu. Fötin fengu börnin stundum hvert eftir annað og beztu leikföngin geymdi móðir þeirra, en litlu rauðu stólana með myndunum fengu þau að hafa. Barnaherbergið var líka haft fyrir kennslustofu. Þá var algengt, að meiriháttar bændur fengju kennara handa börnun- um. Þannig var það á Már- bakka. Kennslukonur Már-. bakkabarnanna, Elin og Alina, voru frá Vermalandi. Kennsl- an fór fram við stóra borðið. Þar lærðu börnin að lesa, skrifa og reikna. Þau lærðu líka kver- ið, sálma, landafræði, sögu og frönsku. Deginum var skipt niður í kennslustundir og frí- mínútur, alveg eins og í venju- BÍLASALAN KLAPPARSTÍG 37 annast kanp og sölu bifreiða. Mesta úrvalið. Hagkvæmustu greiðsluskilmálarnir. Öruggasta þjónustan. BlLASALAN KLAPPARSTÍG 37 Sími 19032. Selma Lagerlöf. legum skóla. Seinni hluta dags- ins lásu þau undir næsta dag og lærðu að spila á píanó. Á kvöldin, þegar vinnu var lokið og börnin voru búin að læra lexíurnar, safnaðist fjöl- skyldan saman í borðstofunni. Þangað var ættingjum fjol- skyldunnar líka boðið, þegar þeir komu í heimsókn. Húsbónd- inn sat í ruggustólnum og las dagblaðið eða sagði skólasögur. Húsmóðirin og Lovísa föður- systir sátu við handavinnu í sófanum við gluggann. Fyrir framan sófann stóð stóra kringlótta almrótarborðið. Börnin höfðu sérstakan stað við ofninn. — Stundum las einhver upphátt úr bókum Önnu Maríu Lenngren, Friðþjófs sögu, sögnum Fenrik Stáls og ritum Friðrikku Bremer. Snemma voru börnin vanin á að láta sér þykja vænt um bæk- ur og lestur. Oft safnaði pabbi þeirra þeim að píanóinu og spilaði söngva Bellmanns. Börnin stóðu í kringum og sungu, það gerði ekki svo mikið til, þó að þau færu stundum út- af laginu. Þau voru þá kannski að horfa á fallega málverkið af Bellmann, sem hékk á veggnum fyrir ofan píanóið. Málverkið er til á Márbakka enn þann dag í dag. Márbakkaheimilið var gott og hamingjusamt. Eiríkur Gústaf Lagerlöf, lautinant, var ósvik- inn Vermlendingur: góður og glaður, skemmtilegur og gest- risinn. Hann gat fundið upp á mörgu skemmtilegu, sem börn- unum þótti gaman að. Hann var miðdepill heimilislífsins og naut vinsælda hjá öilum. Lovísa Lagerlöf var frá Fil- ipsstað, dóttir Walhóts kaup- manns. Hún var alvörugefin, hjartagóð og vel gefin. Börnin treystu henni, og hún skildi þarfir barnanna. Hún og Selma litla, sem þurfti sérstaka að- hlynningu vegna fótarmeinsins, urðu mjög samrýmdar. Framh. fcAddí* ttH*dA Vinir Ólafs Thors og vinir íslendinga T?g tók eftir því, þegar út- -^ varpsumræðurnar fóru fram á alþingi síðast, að Ólafur Thors kallaði Bandaríkjamenn vini okkar, og þó eru þeir sú þjóðin, sem stendur ótrauðust að baki Bretum í að kúga okkur íslendinga í fiskveiðalandhelg- isdeilunni, og sem beina. þar fallbyssukjöftunum að varð- skipunum okkar daglega. Hins vegar nefndi Ólafur Th. ekki Kanadamenn sem vini okk- ar, og berjast þeir þó öilum þjóðum betur fyrir okkar mál- stað, og eru að líkindum eina þjóðin í Nato, sem stendur me'ð okkar málstað. En við þá menn, sem fara á landhelgisþingið mikla í Genf nú í þessum mán- uði, vildi ég segja þetta: Guð varðveiti ykkur fyrir vinum Ólafs Thors. En hins vegar lítur út fyrir, að gulu og hörunds- dökku þjóðirnar muni veita okkur meiri stuðning en full- trúar Natoríkjanna. HagfræBi, sem bændur skilja ekki "F*að er alltaf verið að skora -¦- á þjóðina að fórna vegna skulda, sem hún sé komin í við aðrar þjóðir. Nú sé svo komið, að við fáum ekki eyrislán hjá nokkurri þjóð og séum að steyp- ast fram af hengiflugi fjárhags- lega. í næstu andrá segja svo sömu menn, að nú ætlum við að taka ný lán, 8—900 milljónir, til tveggja ára. Þetta held ég að sé hagfræði, sem bændur skilja ekki. Að losna úr skuldasúp- unni með því að taka nýtt lán! Nú væri þetta að sönnu skilj- anlegt, ef nýija lánið væri notað til að borga gömlu lánin, enda væri það þá með hagstæðari kjörum en gömlu lánin. En það er nú eitthvað annað. Þetta nýja lán er bara eyðslulári. Ekki til að byggpa verksmiðjur eðá vinnslustöðvar. Nei, nýja lánið fæst einungis með því skilyrði, að við kaupum neyzluvörur fyr- ir það, og séum svo elskulegir, að taka sem allra mest frá iðju- höldum Bandaríkjanna og Bret- lands, því þeim er eins illa víð íslenzkan iðnað, eins og brezk- um útgerðarmönnum við fisk- veiðilandhelgi okkar. Gnðrii. Benjamínsson, Grund. Við erum þó menn - Frh. qt 4. síðu. svo: Þá er béirá að vcrða fyrri til. Oí» þ'eír töluðu við Roosevelt Bandankjaíorseta, sem lét smíða i'yrstu sprengíuna. Við vitum hvað síðar gerðist: tveim kjarnorkusprengjum var varpað á tvíi'r japanskar bWgir, að þarflausu: eín sprengja nægði hvorri borg til að leggja liana i eyði. Ég hef séð japanska kvikmynd um atburðina. Það þurfti ekki æfða leikara: nokkrar afskræmdar mannverur, scm höfðu sloppið lifandi úr vitinu. Hryllilegt! Nei, glcymið ekki Einstein. Hann hafði i örvæntingu sinni, þegar sprcngjan 'yár orðin vcrulciki, reynt að koma í veg fyrir notkun hennar. Hann taldi Roosevelt á að láta ekki varpa sprengjun'ni, heldur bóta óvininum með Iienni og sýna lioninn j)annig í tvo heimana. Og það var ekki Roosevelt, sem lét várpa þessum tvcimur sprengjum. beldur Triiman. ... ÍVIér finnst bollt að rif.ja þe.tta upp, því mcr finnst stunduni að mcnn bafi gleyml því, scm máli skiptir, Og mér finnst ennfrcmur að Islcndingar þmi'i að spyrja sjálfa sig bvað þeir vilja og bvar þcir standa, Iivað ]>cir vilja vera sjálfum sér, bvað þeir vilja vera manrkyninu, hvort þeir vilja stuðla að friði eða ófriði. Og niór tinnst ]xir ættu að spyrja sjálfa sig: eigum við eklci ;:ð láta skáldin lifa? Herinrt burf Lesið Frjálsa bjóð. Þrítugasta og sjöunda þing Ungmennasambands Kjalarnes- þings var háð í félagsheimili Kópavogs um síðustu helgi. Var þar m. a. samþykkt álykt- un um brottför bandaríska hernámsliðsins og önnur um samstöðu í landhelgismálinu. Ályktunin um hernámsmálið: „37 þing U.M.S.K. ályktar: Dvöl erlends herliðs á íslenzku landi er ósamrímanleg hugsjón- um ungmennafélaganna. Þingið telur því að vinna beri að því að herinn hverfi úr landi svo fljótt sem auðið er." Þingsályktunin um landhelg- ismálið: „37. þing U.M.S.K. fagnar útfærslu fiskveiðitakmarkanna við landið og samstöðu allra flokka." ÓdÝrar hæknr viA allra Íiæfi ~K

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.