Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.06.1960, Side 6

Frjáls þjóð - 18.06.1960, Side 6
Tilkyiming | N. 20/1960. Verðlagsnefnd hefur i dag ákveðið eftirfarandi há- marksverð í heildsölu og smásölu á innlendum niðursuðu- vörum: Fiskbollur, 1/1 dós . . Kr. 11.80 Kr. 15.20 Fiskbollur, Vz dós . . — 8,20 — 10.55 Fiskbúðingur, 1/1 dós. .. . . — 14.25 — 18.35 Fiskbúðingur, Vz dós . . — 8.60 — 11.05 Grænar baunir, 1/1 dós. . . . . — 9.65 — 12.40 Grænar baunir, % dós. .. . . — 6.30 — 8.10 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Að öðru leyti heldur gildi sínu tilkynning nr. 14/1959, en heimilt er þó að bæta söluskatti við smásöluverð það er þar greinir. Reykjavík, 14. júní 1960. Verðlagsstjórinn. frjáls þjóð fer víðsvegar um landið og kemur á mörg Keimili, sem önnur Reykjavíkurblöð ná ekki f til. Frjáls Þjóð er því gott auglýsingablað. Aðsend vísa um viðreisn Stjórnin lióar, höftum eytt, hagfræðingar gelta. En þakkar fólkið fyrir veitt frelsi til að svelta? Hvað dvelur - J Framh. af 5. síðu. verið haldin í Reykjavík að tilhlutun Alþýðusambands- stjórnar. Ráðstefnu þessa sóttu fulltrúar verkamanna víðsvegar að af landinu, og var hún ánægjulega frá- brugðin þvá, sem almennt gerist, þar sem stjórnmála- menn eru annars vegar. Stjórn Alþýðusambands- ins virðist ekki hafa hóað fulltrúunum saman til þess eins að hlusta á vizku sína og samþykkja fyrirfram teknar ákvarðanir. Þvert á móti verður ekki betur séð, en tilgangurinn hafi verið sá, að hlusta á það, sem fulltrú- arnir hefðu til málanna að leggja og taka tillit til þeirra með það fyrir augum, að ná sem víðtækastri samstöðu | um samræmdar framkvæmd- í ir. Þessu ber vissulega að fagna, og vonandi eru full heilindi að baki, svo vænta megi minnkandi tortryggni, en vaxandi samheldni innan &amtaka verkamanna. Þessi ráðstefna ætti að nunnsta kosti að verða nokk- ur viðvörun til þeirra, sem úlfúðin kynni að vera meira að skapi. Aðalfundur Eimskipafélagsins Aðalfundur H.f. Eimskipafé- ilags íslands var haldinn föstu- daginn 3. júní 1960. Formaður félagsstjórnarinn- ar, Einar B. Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður, skýrði frá hag félagsins og frarakvæmdum á liðnu ári, en gjaldkeri félags- stjórnarinnar, Birgir Kjaran hagfr.,las upp reikninga félags- ins og skýrði þá. Skip félagsins fóru 86 ferðir til útlanda, en farþegar samtals á árinu voru 7061. Félagið á skip á smíðum í Danmörku, og er bú- izt við, að afhending þess fari fram um næstu áramót. Félagsbréf Út er komið 17. hefti Félags- bréfa Almenna bókafélagsins.i Efni þess er sem hér segir:j Þoka, ljóð eftir Snorra Hjartar- son; Um skáldskap Snorra Hjartarsonar, eftir Hannes Pét- ursson; Fimm ljóð eftir Baldur Ragnarsson; Herbergi nr. 107, smásaga eftir Jökul Jakobsson; Archibald MacLeish eftir Þórð Einarsson; Skáldið og blaða- maðurinn, grein eftir Archibald Mac Leish; Félag til eflingar norrænum fræðum, grein eftir Finnboga Guðmundsson. Þá eru í heftinu ritstjórnargreinar o. fl. Einnig er í þessu hefti til- kynning um næstu mánaðar- bók AB, júní-bók. Heitir hún Dagbók í íslandsfcrð sumarið 1810, og er eftir dr. Henry Hol- land, sem ferðaðist hér um Suð- ur- og Vesturland þetta sumar í fylgd með Sir George Mac- Kenzie. Hefur þessi dagbók hvergi birzt áður, e;n þýðing- una hefur Steindór Steindórs- son frá Hlöðum gert. DAGSKRA hátíðuhuitlantta 17. jtkní HHH1 I. SkrúSgöngur: Kl. 13.15 Skrúðgöngur að Austurvelli hefjast frá þremur stöðum í bænum. FráMelaskólanumverður gengið um Furumel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjarnargötu og Kirkjustræti. Lúðra- sveit Reykjavíkur og lúðrasveit barnaskóla Reykjavíkur leika. — Stjórnandi: Herbert Hriberschek. Frá Melaskólanum verður gengið um Njarðargötu, Laufásveg, Skot- húsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Skólabrú.LúðrasveitinSvanur og lúðrasveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi Karl O. Runólfs- son. Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austur- stræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Jón G. Asgeirsson. v II. Hátíðahöldin við Austurvöll: Kl. 13.55 Hátíðin sett af formanni Þjóðhá- tíðarnefndar, Eiríki Ásgeirssyni. Gengið í kirkju. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. — Séra Jón Auðuns, dómprófastur. — Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson, tónskáld. Dómkórinn syngur. Þessir sálmar verða sungnir 664 Upp þúsund ára þjóð . . . ., 671 Beyg kné þín, fólk vors föðurlands ...............16 Þitt lof og Drottin vor.... Kl. 14.30 Forseti Hæstaréttar, dr. jur. Þórður Eyjólfsson, leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Allir viðstaddir syngja þjóðsönginn með undirleik lúðrasveitanna .Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. KI. 14.40 Forsætisráðherra, Ólafur Thors, flytur ræðu af svölum Alþingis- hússins. ,,ísland ögrum skorið“ sungið og leikið. Stjórnandi: Her- bert Hriberschek. Kl. 14.55 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins. ,,Yfir voru ættar- landi“ sungið og leikið. Kl. 15.00 Lagt af stað frá Alþingishúsinu suð- ur á íþróttavöll. Staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar. Forseti bæjarstjórnar leggur blóm- sveig frá Reykvíkingum. Karlakór- inn Fóstbræður syngur: ,,Sjá roð- ann á hnjúkunum háu“. Stjóinandi Carl Billich. III Á íþróttaveliinum við Suðurgötu: Kl. 15.30 Ávarp: Gísli Halldórsson, formaður l.B.R. Skrúðganga íþróttamanna og skáta. — Úrvalsflokkur karla úr Glímufélaginu Ármanni sýnir fim- leika. Stjórnandi: Vigfús Guð- brandsson. — Úrvalsflokkur úr K.R. sýnir fimleika. Stjórnandi: Bene- dikt Jakobsson. — Sýningar og bændaglíma. Stjórnandi: Kjartan Bergmann. — Keppni | frjálsum iþróttum: 110 m grindahlaup — 100 m hlaup — 400 m hlaup — 1500 m hlaup — kúluvarp — kringlu- kast — stangarstökk — þrístökk — 1000 m boðhlaup. — Keppt verður um bikar þann, sem forseti íslands gaf 17 júní 1954. — Keppni og sýn- ingar fara fram samtímis. — Leik- stjóri: Jens Guðbjörnsson. Kynnir: Bragi Friðriksson. IV. Barnaskemmtun á Arnarhóli: Stjórnandi: Baldur Pálmason, fulltrúi. Kl. 16.00 Séra Ólafur Skúlason æskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar ávarpar börn- in. — Lúðrasveit drengja leikur undir stjórn Karls O. Runólfssonar. — Atriði úr þremur leikritum: „Skugga-Sveini“, „Undraglerjun- um“ og „Kardimommubænum". Leikstjóri: Klemens Jónsson. Leik- endur: Jón Aðils, Klemens Jónsson, Bessi Bjarnason, Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson og Ævar R. Kvaran. Carl Billich leikur undir söngnum. — Harmonikuhljómsveit barna leikur undir stjórn Karls Jónatanssonar. V. Kvöldvaka á Arnarhóli: Kl. 20.00 Lúðrasveit Rekjavíkur. Stjórnandi: Herbert Hriberschek. KI. 20.20 Kvöldvakan sett: Ólafur Jónsson, ritari Þjóðhátíðarnefndar. — Lúðra- sveitin leikur: „Hvað er svo glatt“. KI. 20.25 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri flytur ræðu. — Lúðrasveit Reykja- víkur leikur Reykjavíkurmars eftir Karl O. Runólfsson. Höfundui’inn stjórnar. Kl. 20.40 Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Carl Biilich. Einsöngv- ari: Kristinn Hallsson. Kl. 20.55 Leikrit: Ástir og Stórmál, eftir Guðmund Sigurðsson. Leikendur: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson. Kl. 21.20 Einsöngur: Guðmundur Guðjóns- son, óperusöngvari. Undirleikai'i: Skúli Halldórsson, tónskáld. Kl. 21.35 Prófessor Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags fslendinga í Vest- urheimi flytur kVeðju frá Vestur- íslendingum. Kl. 21.40 Leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson skemmta. Kvöldvökunni lýkur um kl. 22.00. VI. Dans til kl. 2 eftir miðnætti: Kynnir Ævar R. Kvaran, leikari. Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftirtöldum stöðum: A Lækjartorgi: Hljómsveit Svavars Gests. Einsöngvari Sigurdór Sig- urdórsson. — í Aðalstræti: Hljómsveit Kristjáns Kristjánsson- ar. Einsöngvarar: Ellý Vilhjálms og' Óðinn Valdimarsson. — Á Lækj- argötu: Hljómsveit Árna ísleifs- sonar. Einsöngvarar: Hulda Emils- dóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur til skiptis á öllum dansstöð- unum. Kl. 02.00 Dagskrárlok. Hátíðahöldunum slit— ið frá Lækjartorgi. I Frjáls þjéð i—* Laugardaginn 18. júni 186§

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.