Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.06.1960, Side 8

Frjáls þjóð - 18.06.1960, Side 8
Nýr skattur á íslenzkan iðnað Framhaid viðreisnarinnar er fólgið í nýjum stórfeiidum álögum Fyrir þremur vikum skýrði FRJÁLS ÞJÖÐ frá því. að í ráði væri að leggja nýjar stórfelldar álögur á al- menning, sem nemur eitt hundrað milljónum króna. Nú hefur blaðið fregnað til viðbótar, að hér sé um að ,ræða 3—6% framleiðsluskatt á allan íslenzkan íðnað. Því miður ekki úr sögunni. Síðan FRJÁLS ÞJÓÐ skýrði frá þessum nýju álögum fyrir þrem vikum, hefur ríkt algjör þögn um málið, og virðist aug- ljóst, að dagblöðin í Reykjavík þafa engar spurnir haft af þess- um nýja slcatti. Blaðið verður þó að hryggja lesendur sína með því, að ráðagerð Gunnars fjár- málaráðherra er enn ekki úr sögunni. Undirbúningur að lög- um um 100 milljón króna skatt er langt kominn, þótt leynt fari, og nú er fátt eftir nema að á- kveða, hvort heldur skuli gefin út bráðabirgðalög um skattinn eða beðið með hann til hausts- ins. Tvær orsakir. Skattur þessi mun fyrst og fremst eiga sér tvær orsakir. Fyrst ber að nefna þá höfuð- 'skekkju á útreikningum, sem ^varð í vetur, þegar uppgötvað- úst skyndilega, að 100 milljón krónur vantaði enn, þrátt fyrir ^gengisfellingu og smásöluskatt. Sitja sem fastast „Fulltrúi Bandaríkjamanna á 10 ríkja afvopnunarráð- stefnunni, Frederick Eaton lýsti því yfir í dag, að Banda- ríkjamenn mundu ekki víkja úr stöðvum sínum erlendis, meðan þeirra væri þörf vegna öryggis vestrænna þjóða.“ Ofanrituð klausa birtist á forsíðu Morgunblaðsins s.l. laugardag. FRJÁLS ÞJÓÐ vill vekja athygli á þessum orðum, ekki sízt með tilliti til Keflavíkurgöngunnar, sem farin verður á sunnudag til að mótmæla hersetu á íslandi. Ofanskráð yfirlýsing verður sem sé ekki skilin ó annan hátt en þann, að Bandaríkjamenn séu staðráðnir í ’því að sitja sem fastast í bækistöðvum sínum erlendis, hvort sem ímynduðum skjólstæðingum þeirra líkar betur eða verr. — I mótmælagöngunni á sunnudag gefst mönnum hins vegar kostur á að sýna, að þeir vilji leggja talsvert ó sig í barátt- unni fyrir brottför hersins og sanna jafnframt umheimi, að Islendingar ætla ekki að sætta sig við hersetu Banda- Sú skekkja mun ekki hafa ver- ið hagfræðingunum að kenna, eins og oft hefur verið fullyrt, heldur sök ríkisstjórnarlinnar og þá fyrst og fremst fjármála- ráðherra. Skekkjan varð til þess, að lagður var á 8.8% inn- flutningstollur á flestar vörur, og sú skattlagning varð á hinn bóginn til þess að sprengja rammann í áætlunum ríkis- stjórnarinnar, útgei'ðarmenn og | margir aðrir atvinnurekendur fóru að kvarta, en sá efnahags- vandi kom upp, sem nú gerir íjármálaráðherra lífið leitt og nefndur hefur verið „draugur- inn í viðreisninni“. Síðasta bölv- un hans er sú að eyðileggja á-| ætlun um tekjur rikissjóðs, og verður nú enn að finna ráð til þess að bæta fjárhaginn. í öðru lagi hefur valdamönn- unum prðið ljóst, að. við gengis- breytinguna og álagningu sölu- skatts hafa erlendar vörur hækkað svo mjög í verði, að al- menningur getur varla keypt þær, en eftirspurnin á innlend- um iðnaðarvörum hefur jafn- framt aukizt. Riíkissjóður auðg- ast hins vegar miklu meira á innfluttum vörum, svo að þessi breyting veldur því, að ekki kemur jafnmikið í sköttum og áætlað var. 3—6% skattur á íslenzkan iðnaft. Bjargráðið í þessuin vanda er, að áliti fjármálaráðherra, að leggja 3—6% skatt á all- an íslenzkan iðnað; skatttekj- ur ríkisins stóraukast, iðnað- ur dregst saman, eftirspu^n á innfluttum vörum eykst ogi ríkissjóði er borgið! frjáls þjóö Laugardaginn 18. júní 1960 Ef að líkum lætur, verða lag var þar ekki að ræða, hver landsmenn að bíða til hausts- seldi áfram sina framleiðslu. ins eftir þessari nýjustu við- Þá fóru stóru búin bæði í ná- reisn, og munu fáir trega það. grenni Reykjavíkur og í sveit- ^^—^^ unum að hugsa sér. til hreyf- ings. Sterkir aðilar í pólitísk- Fréttir af undirbúningi göngunnar Nú hefur verið ákveðið að leggja af stað úr Reykjavík klukk- an sex á sunnudagsmorgun til Keflavíkur. Farið verður í lang- ferðabílum og verða s k r á ð i r þátttakendur látnir vita, hvaðan bílarnir leggja- af stað, en væntanlega verða brottfararstaðirnir í flestum úthverfum. Þátttakendum verða einnig sendar leið- beiningar um útbúnað, um hentugan klæðnað, nesti o. s. frv. Áður en lagt verður af stað fró hliði Keflavíkurflugvallar um áttaleytið, verður flutt stutt ávarp, og er myndin hér að ofan frá þeim stað. Skrifstofa Keflavíkurgöngunnar er að Mjóstræti 3, sími 23647. ríkjanna hér á landi. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 9. viku sumars. Sálugjafir og lækn ingafæki Akureyrarbúar ætla að gefa kirkju sinni, sem sumir kalla Matt- híasarkirkju, einnar milljónar króna orgel á 20 ára afmæli henn- ar og aldarafmæli sóknarjnnar. Hafa þeir stofnað til 50 Hannes Finn- bogason skipt- ir um héraö • Patreksfirðingar eru nú að missa sinn ágæta héraðsiækni, Hannes Finnbogason; en þeir munu aldrei hafa haft lækni, sem þeim hefur þótt jafn- mikið koma til né vinsælli orðið í emb- ætti sínu. Á Patreksfirði er állmyndarlegt sjúkra- hús, enda er umdæm- ið stórt og þangað leita og erlendir sjó- menn svo sem frægt er orðið. Hannes hefur nú verið skipaður hér- aðslæknir á Blöndu- ósl, en Póli Kolka hefur verið veitt króna veltu, og minn- ingargjafir eru þegar teknar að berast. Er þetta ekki til fyrirmyndar okkur hér syðra? 1 Reykja- vik standa nú þrír hálfbyggðir sjúkra- hússskrokkar, sem verið hafa í smíðum árum saman. Væntan- leg lækningatæki í þau munu kosta á við tug kirkjuorgela og munu bjarga mörgum mannslifum, guði og góðum mönnum til vegsömunar og dýrð- ar? En myndu Reyk- /íkingar velta saman i örfáum vikum 4—5 milljónum í þágu mál- efnis, er þeim þætti. jafnmiklu máli skipta sem Akureyarbúum að eignast nýtt orgel? lausn. Hann hefur sezt að í Reykjavík. Páll er, eins og þjóð- kunnugt er, skörung- ur mikill og ágætur læknir, en heilsa hans hefur ekki verið góð hin síðustu misseri. Hann mun. vera á sjötugsaldri. Þorsteins- minning Frú Guðrún Erl- ings, ekkja Þorsteins Erlingssonar, lézt fyr- ir nokkrum vikum. Hún hélt heimili skáldsins við Þing- holtsstræti í sarna horfi öll þau ár, sem hún bjó þar í ekkju- dómi, og skrifstofa Þorsteins er enn með sömu ummerkjum og þegar hann gekk það- an. En hvað verður nú? Hver er Beckmann ? Wilhelm Beckman sá, sem nefndur var í fyrirsögn og grein i síðasta blaði Fr. þj. vegna úthlutunar listamannalauna, er þýzkur flóttamaður og kom hingað til lands alllöngu fyrir stríð og hefur dvalizt hér síðan. Hann er giftur íslenzkri konu og er íslenzkur ríkis- borgari. Hann myndskurð- armaður og vann ár- um saman hjá Rik- harði Jónssyni mynd- höggvara. Eggjaframleiðslan er skipulagslaus Á aö eyðiieggja smáframleiðendur? um samtökum bænda fengu samþykkta á alþingi 1957 álits- gerð um einkasölu á eggjum og stofnuðu þeir í skjóli þeirrar reglugerðar Landssamband eggjaframleiðenda, flestir hinir smærri og einn hinna istóru (Geir í Eskihlíð við Reykjaviík), þrjóskuðust við að láta egg sín í samlagið, en seldu áfram föstum viðskiptavinum. Það kostar íiórum krónum meira en áður að Iram- leiða hvert eggjakíló, þó er verðið lækkað um lö krón- ur. Gömul egg eru látin eyðileggja markaðinn. Þrátt fyrir gifurlega hækkun á hænsnafóðri eru egg nú selú fyrir neðan framleiðsluverð. Að |>ví virðist stefnt aí eigendum stærri hænsnabúa, að eyðileggja framleiðslu- möguleika smærri búanna. Gamalmenni og öryrkjar. Eggjjaframleiðsla landsmanna hefur lengst af verið skipulags- laus. I sveitum, kauptúnum og smærri bæjum hafa menn fram- leitt egg til einkanota í smáum stíl og einstaka menn miðlað nágrönnum sínum. í Reykjavík hafa hins vegar risið upp stærri hænsnabú og einstakir menn gert þessa framleiðslu að atvinnu sinni, en þó munu þessi störf einkum stunda gaml- ir sveitamenn, sem flutzt hafa til borgarinnar, sumpart í skjóli barna sinna, enn fremyr nokkr- ir öryi-kjar. Eru þessi hænsna- bú flest smá og staðsett í út- hverfum Reykjavíkur, Kópa- vogi, Hafnarfirði og víðar. Eru aðalviðskiptamenn þessara búa nágrannamir. Stórkallar koma til sögunnar. Það er ekki fyrr en hinn sið- asta áratug að bændur í nær- sveitum Reykjavíkur og hinna stærri bæja tóku að leggja stund á hænsnarækt í stórum stíl sem einn lið í búi’ækslu sinni. Gekk þetta allt eðlilega meðan hver bóndi hafði einstakar verzlanir sem viðskiptavini og miðaði hænsnafjölda sinn við eftirspurnina. En hér komu heildsalar og stríðsgróðamenn; brátt til skjalanna og viðskipt- in við herinn á Keflavíkui-flug- velli. Loks sáu smáframleiðendur í Reykjavík og nágrenni sér ekki annað fært en að stofna með sér félag til þess að sam- hæfa verðlag, en um eggjasam- AHt skipulagslaust. . Skipulagningin h.iá forystu- mönnum Eggjasamlagsins var öll í molum, engar reglur voru settar um hænsnafjölda eða í'annsókn látin fara fram á markaðsmöguleikum. Hænsna- bændur urðu að greiða 10% af heildsöluverði eggja til sam-, lagsinsi en fengu þó ekki greiðslu fyrr en seint og síðar meir, og strax, þegar offram- . leiðslu tók að gæta, skemmdist það mikið af eggjum í vörzlu sambandsins, að affallaprósent- urnar munu oft hafa komist upp í 25%. Um síðustu áramót og jafnvel fyrr var svo mikið orðið til af eggjum í geymslum samlagsins áð sölufélag Garðyrkjumanna varð að hlaupa undir bagga og í vor tók það félag að auglýsa (gömul egg) bökunai’egg' á* verði sem var langt undir fram- leiðslukostnaði. Þetta mun lít- inn árangur hafa borið, því fólk vill vera öruggt um að gömul egg eyðileggi ekki dýr deig og önnur bökunarefni. Framh. á 2. síðu.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.