Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 2
 LISTIR BOKMENNTIR SSiSKS Hermann Pálsson, kennari í íslenzkq við háskólann í Ed- inborg, er nýkominn heim til stuttrar dvalar. Blaðamaður við Frjálsa þjóð hafði hug á að eiga við hann viðtal og íór því niður á Landsbókasafnið við Hverfisgötu, en þar er tið- um hægt að finna manninn þessa dagana. Þegar til kom var Hei’mann þó hvergi sjá- anlegur, en í skjalasafninu stóðu hins vegar nokkrir fræðimenn og ræddu um ís- lenzk mannanöfn. Tilefni um- ræðunnar mun einmitt hafa verið síðasta bók Hermanns um sínum góð nöfn og til þess að vísa prestum vorum á þau nöfn, er teljast íslenzk að lög- um og fornri landsvenju. Margir hafa ekki áttað sig á þvi, að til eru lög um þetta efni, en í bókinni eru þau prentuð og rædd og fylgir handhægur listi yfir 2000 nöfn og jafnframt er gerð grein fyrir íslenzkum reglum um samsetningu nafna. Segjum t. d., að foreldrar vilji skýra dóttur sína nafni, sem endar á -dis. Þá geta þeir flett upp í lyklum um viðliði og séð, um hverja kosti hún getur hjálpað mönnum til að átta sig á skyldleika nafna. Nöfn og nafnasiðir eru svo mikilvægur þáttur í íslenzkri menningu, að okkur ber siðferðileg skylda til að varðveita þau og nota þau á sem réttastan hátt. Og auk þess hvilir á okkur lagaleg skylda að nota þjóðleg nöfn. Sumir foreldrár, sem velja börnum sínum forn og fátíð Spjallað við Hermann Pálsson um þau mannanöfn íslenzk, er svo teljast að lögum og fornri landavenju, og er ný- komin út hjá Heimskringlu. Vilmundur Jónsson, fyrrum landlæknir, benti á, að Her- mann tæki ekki með i bók sinni þær nafnaskýringar, sem rót sína ættu að rekja til sérstakra heimilisaðstæðna, t. d. nafnið Friðþjófur. Stöku sinnum hefði það borið við, að lausaleikskrakkar væru nefndir þessu nafni, og ættu frekari skýringar að vera ó- þarfar. Gagnstætt þessu væri, þegar miklum erjum milli hjóna lauk eitt sinn með full- um sáttum við fæðingu fyrsta barnsins. Það hlaut þess vegna nafnið Ásthildur Björg. Ekki vildu allir fallast á þess- ar skýringar. Stuttu síðar kom Trermann Pálsson í safnið r 7 ræddi biaðamaður við han" nokkra stund. Hann var fyr t beðinn að spjalla um nafna: ókina. Islenzk mannanöfn. — Þessi bók c" fyrst og fremst ætluð tii agræðis foreldrum við að v ija börn- þeir eiga að velja á nöfnum, sem hafa þá endingu. Einnig er fólk mjög oft í vandræð- um, þegar það vill að piltur heiti eftir konu eða stúlka eftir karlmanni eða ef barnið skal heita í höfuðið á tveimur mönnum. En yfirleitt er unnt að leysa slík vandamál, ef nöfnin eru íslenzk. Drengur, sem heitir eftir Halldóru og Steingrimi, getur t. d. hlotið nöfnin Hallgrímur, Þorsteinn, Steindór o. s. frv. Á síðari öldum hafa menn hætt að átta sig á eðli nafna- forðans, og af þeim sökum hefur spi’ottið hér upp mikill sægur af ónefnum. Stúlkur, sem heitið hafa í höfuðið á Hallgrími og Hávarði, hafa t. d. verið skírðar Hallgrímína og Hávarðína, en eftir fornri venju hefðu þær átt að heita Hallgríma og Hávör. Á síðari tímum hefur komið fram fjöldi af endingum, sem skeytt er aftan við karlanöfnin, til að mynda kvenmannsnöfn ' eins og -ina, -iina og -sina, og á sama hátt hafa karlanöfn ver- ið mynduð með endingunum -ius og -us (Guðrúnius, Kat- rinus). — Hér vonast ég til að bókin komi að notum, því að Hermann Pálsson. nöfn, átta sig ekki á þvi, hvernig nöfnin beygjast. Þess gætir til að mynda stundum, að kvenmannsnafnið Ýr er ó- beygt, en foreldrar ættu að átta sig á þessu, áður en þeir velja börnum sínum nöfn. Loks vil ég taka það fram, að ég vil alls ekki, að bókin verði eða sé notuð sem refsi- vöndur á þá, er hafa gefið börnum sinum nöfn, sem koma ilia heim við íslenzkar reglur, heldur er hún ætluð til leiðbeininga héðan í frá. Kennmgar Barða Guðmundsson. — í nýútkomnu tímariti Máls og menningar er grein eftir þig um Barða Guð- mundsson. Hver eru aðalat- riðin í kenningu Barða? — Undanfarna mannsaldra hafa fræðimenn, sem skrifað hafa um uppruna Islendinga og islenzkrar menningar, taiið það sjálfsagðan hlut, að ís- lendingar væru hluti af norsku þjóðinni og um leið blandaðir Keltum. Þó kemur ýmislegt það fram í fornís- lenzkri menningu, sem er mjög frábrugðið norskri menningu. Hvernig á nú að skýra þennan mismun? Sum- ir halda því fram, að lands- hagir á Islandi hafi valdið þessari breytingu, og aðrir segja, að mismunurinn stafi af áhrifum frá keltneska minnihlutanum. En þessar skýringar hrökkva þó ekki til. 1 fyrsta lagi er vitað, að keltn- esk menningaráhrif voru mjög takmörkuð, og í öðru lagi virðast ýmsir þættir í ís- lenzkri roenningu svo sem goðorðaskipun, stjórnarhætt- ir og skáldskapur, hafa átt sér rætur með þjóðinni fyrir landnámsöld. Það, sem Barði gerir, er i stuttu máli, að hann viður- kennir frásögn landnámu, sem segir að landnámsmenn hafi komið frá Noregi. Hann gerir hins vegar ráð fyrir, að menning þeirra hafi verið frá- brugðin hinni almennu menn- ingu Norðmanna. Þjóð vor er eldri en íslands byggð, segir Barði, — forfeður íslenzku landnámsmannanna voru þjóðarminnihluti i Noregi. Kenning Barða er sú, að við séum að einhverju leyti komnir af Herúlum, germ- önskum þjóðflokki, sem flakkaði suður í álfu, en kom aftur til Danmerkur og Suð- ur-Svíþjóðar snemma á 6. öld. Það er sennilegt, að slikur þjóðflokkur hafi átt miklu auðveldara með en aðrir að taka sig upp frá Noregi og byggja nýtt land, þegar frelsi hans var storkað af einvalds- konungi. Og Barði telur, að þessi hluti landnámsmanna hafi orðið ráðandi í íslenzku menningarlifi. í sambandi 'við kenningu Barða má nefna, að enda þótt ákveðin skoðun á uppruna ís- lenzkrar menningar sé orðin hefðbundin, þá þarf hún ekki að vera rétt. Þessi söguskoð- un stafar að nokkru leyti af þvi, hve lengi við lutum Norð- mönnum og höfðum náin samskipti við þá. Þó að ís- lenzka þjóðin sé afkomandi ákveðins þjóðarminnihluta, hlaut mismunurinn að hverfa um leið og samskiptin urðu meiri. — Hverjir verða nú til að halda rannsóknum Barða á- fram? — Það veit ég aldrei. Allar rannsóknir taka langan tíma, og ekki er svo vel búið að íslenzkum fræðimönnum, að vænta megi mikilla afkasta. En úr því að fræðimenn eru nefndir, vil ég minnast á forn- ritafélagið. Það hefur starfað nú um 30 ára skeið og unnið mjög gott verk. Eftir því sem ég bezt veit, hafa útgefendur orðið að vinna verk sín í hvild- artíma sínum, í sumarleyfum og eftir erfiðan vinnudag við kennslu. Miklu betra væri að ráða fastan starfsmann til þess að gefa fornritin út, fá mann á borð við Jónas Krist- jánsson, Jóhannes Halldórs- son eða Þórhall Vilmundar- son, og með því móti gætu bindin komið miklu örar út. Þessi útgáfa íslenzku forn- ritanna er öilum öðrum betri, svo langt sem hún nær, og menn sem kaupa fornritin, eiga heimtingu á að þurfa ekki að bíða alltof lengi. Þrjá- tíu ár eru of langur tími. NjálubvS'ruj. — Hvað liður Njáluþýðingu ykkar Magnúsar Magnússon- ar. Hafið þið unnið við hana lengi, og kemur hún ekki bráðum út? — Njáluþýðingin kemur út í bókaflokki Penguin Classics 21. júlí næstkomandi. Við höfum unnið við þýðinguna í 4—5 ár. — Vinnið þið að fleiri þýð- ingum fyrir Penguin útgáf- una? — Já. Eiríks saga rauða, Grænlendingasaga og Lax- dæla koma væntanlega út i þýðingu okkar hjá sama fyr- irtæki eftir 1—2 ár. Við er- um búnir að vinna mikið að texta, en eigum formáll eftir. Snemma í septem’u ;■ efnir Ferðaskrifstofa ríkisins. í sam- ráði við rússnesku fe ðaskrif- stofuna Inturist, til stórkostleg- ustu sumarleyfisferð• ársins, 20 daga hópferðar um Sovétrík- in og Norðurlönd. Margir hafa undanfarna daga lagt leið sína niður í Lækjargötu, þar sem skrifstofan er til húsa til þess að afla sér nánari up dýsinga um ferðina. Svo virðist sem ís- lendingar hyggi gott til glóðar- innar að sleikja sólskinið á Svartahafsströndum. Það er ofur eðlilegt, að menn hafi áhuga á þessari ferð öðrum fremur, þar sem svo mikið hef- ur verið deilt um þjóðskipulag þessa lands, en fáum gefizt kostur á að kynnast landi og þjóð af eigin raun. Almenningur hefur staðið álengdar og fylgzt með skjalli og skömmum á vnxl, ekki haft við að snúa höfðinu frá vinstri til hægri, hægri til vinstri. En varla getur hjá því farið, að menn verði einhvers vísari af að ferðast um landið. búnaðar- og iðnsýningu í út- jaðri Moskvu. Frá Moskvu verður flogið til Sochi, dálátillar borgar á Krím- skaga, sem nefnd hefur verið „perla Svartaháfsins“, og það ekki að ófyrirsynju. Þangað Hópferð til Rússlands Fréttapistill frá Ferðaskrífstofunni k Frá Sochi á Krímskaga. Ákveðið hefur verið að leggja af stað þann 2. september, fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan áfram>til Moskvu. Dval- izt verður 5 daga í Moskvu, þessari gullnámu göfugra lista. Dagana, sem hópurinn er um kyrrt í Moskvu er leikárið að byrja og því óvenjulega'mikið um að vera í borginni. Einnig gefst mönnum kostur á að skoða hina frægu Kreml, kirkjur borg- arinnar og söfn, og loks land- 'flykkjast menn úr öllum lands- hornum til þess að njóta allra þeirra lystisemda, sem staður- inn hefur upp á að bjóða. Sólbakaður og endurnærður flýgui’ hópurinn eftir 4 daga til Leningrad, borgar tsaranna, þar sem hann dvelst 2 daga. Farið verður m. a. í Hermitage-safn- ið, eitthvert auðugasta safn mál- jverka og. höggmynda. j í Leningrad verður stigið á •skipsfjö} ,og komið: við í þeim höfuðborgum Norðurlanda, sem. liggja að Eystrasalti. Ms. Bal- tycka, sem siglt verður með um Eystrasalt, er mjög glæsilegt strandferðaskip og því lítil hætta á, að um menn væsi. Fyrst verður haldið til Hels- inki. „Hina hvítu borg noi’ðurs- ins“ hafa menn kallað höfuð- borg Finna, vegna þess að hún er eins og mai-amaraborg til- sýndar, þegar siglt er af hafi. Þar verður dvalizt hluta úr degi, en síðan haldið aftur unn borð í Baltycka. Næsti áfangastaður er Stokk- hólmur, sem teygir sig á ótal skerjum út 1 Löginn. í þessari snyrtilegu borg verður hópur- inn um kyrrt nokkra stund, síð- an verður siglt eins og leið ligg- ur til Kaupmannahafnar. Ekki þarf að hafa mörg orð né stór um okkar fornu höfuð- boi'g. Hana þekkja allir íslend- ingar af lesti’i eða eigin raun. f Höfn dveljast féi’ðalangai-nir 2 daga, og fljúga hehnleiðis 21. september með sjóð fagurra endurminninga. 2 Frjáis þjóð — Laugardaginn 16. júlí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.