Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 8
FRAMSÓKNARFLOKKURINN Á BATAVEGI Undanfarnar vikur hefur Tíminn, málgagn Fram- SÓknarflokksins, birt ýmsar athyglisverðar greinar um herstöðvamál, bæði innlendar og erlendar, sem benda til þess, að forystumenn Framsóknar séu að átta sig á, að viðhorfin til herstöðva Bandaríkjamanna á Islandi hafa gerbreytzt við tilkomu vetnisvopna og langdrægra ■eldflauga. Það væri stórsigur fyrir hernámsandstæð- jnga, ef framsóknarmenn viðurkenndu, að í herstöðv- unum er engin vernd heldur kalla þær háskann yfir okkur. Stefnubreyíing. Hin opinbera stefna Fram- sóknarflokksins í hermálinu undanfarin ár hefur í stuttu máli verið þessi: Bandaríkja- menn eru hér til þess að verja okkur. Á friðartímum gerist þess ekki þörf og þá eiga þéir að fara heim, en dragi bliku á loft í heimsmálum skulu þeir koma aftur hið snarasta okkur til varnar. Þessi framsóknarstefna hefur raunar í eðli sínu verið ólík stefnu Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksins. Þá sjaldan að hægri flokkarnir tveir ræða hermál- ið, hafa „varnir fslands“ verið taldar híekkur í varnarkeðju vestrænna þjóða er ekki megi rjúfa o. s. frv. (Sem sagt ekki varnir íslands heldur varnir Bandaríkjamanna, þar eð allir vitá, að ísland yrði óbyggilegt sökúm eyðileggingar og mann- fæðar að kjarnorkustríði loknu.) Framsóknarmenn hafa ihins vegar lagt á það aðalá- herzlu, að Bandaríkjamenn væru ómissandi á striðstímuny til þess að verja íslendinga. Af( þessu má draga þá ályktun, að þegár framsóknarmenn hafa| Joks fallizt á, að engin vörn sé til, en einungis háski stafi af, flugvelli eins og þeim sem er í Keflavík, hljóti þeir að sam- þykkja að láta herinn fara. Nú hefur það skeð, að til- gangsleysi herstöðva er játað hvað eftir annað á síðum Tím- ans að undanförnu. Þar við bæt- ist einnig, að Tíminn hefur haldið uppi sókn gegn varnar- liðinu seinustu dagana, vegna afskiptaleysis verndara okkar við árásum brezkra herskipa í landhelginni. Það verður því ekki gengið fram hjjá þeirxú gleðilegu staðreynd, að fram- sóknarmenn eru á bátavegi -í hermálinu og stefna þeirra virð- ist vera að breytast Hér á eftir verða örfá dæmi tekin af síðum Tímans, sem benda til þess, að viðhorfn séu breytt. Rússar hafa ekki áhuga. Á sunnudag sl. stóð þessi klausa á baksíðu Tímans: „Bandarískir herfoi’ingjar eru sagðir fussa yfir þeirri skoðun, sem nú hefur skotið upp koll- inum, að Rússar vilji koma upp herbækistöð á Kúbu. Segja þeir, að slíka herstöð fengju Rússar aldrei varið, ef til átaka kæmi, og auk þess ráði þeir nú yf'ir flugskeytum, sem hæft geti í mark hvar sem er, þótt skotið sé frá Sovétríkjunum." í þessari klausu eru tvær at- hyglisverðar játningar: 1) Vörn er ekki til, hvoi’ki á Kúbu eða íslandi, 2) Rússar hafa ekki hernaðar- legt gagn af litlu landi á yfirráðasvæði Bandaríkja- manna. Þeir geta ekki hald- >ið því til lengdar og ekki vai’ið það, og þetta gildir auðvitað jafnt um Kúbu og ísland. Sem sagt: áróður hernáms- sinna, að Rússar muni hertaka landið, ef Bandaríkjamenn fari héðan, er stimplaður þvætting- ur af Bandaríkjamönnum sjálf- Hlutleysí skynsamlegast. í stórmerkri grein eftir Bandaríkajmanninn Walter Liþpman, sem birtist á sunnu-1 ,dag í Tímanum, er sett fram sú kenning, að herstöðvar Banda- ríkjámanna erlendis hafi misst tilgang sinn og nú sé þörf á að I endurskoða utanríkisstefnu þeirra með róttækar breyting-j ar í huga. Hér verða aðeins til- fæi’ð tvö dæmi af mörgum at-. hyglisvei’ðum í þessari grein:! „Við neituðum að horfast í augu við þá nöktu og óhaggan-j legu staðreynd, að rikin um- Framh. á 6. síðu. ' Laugardaginn 16. júlí 1960 Verkfræöingar á njósnaskóla Frá þvd að Keflavíkurgangan var farin fyrir tæpum mánuði hafa yfii’ihenn Bandaríkjahers hér á landi verið óvenju ötulir við að koma á auknum sam- skiptum milli íslendinga og Amerikumanna. Stórhátíð var haldin á ílugvellinum og þang- að boðið ungum sem gömlum, en áhugakonur um slysavarnir voru kalíaðar sUður á völl til þess að kynna sér heryarhir. Nú hefur ísienzkum verk- fræðingum verið stefnt til fundár við Bandaríkjamenn á flugvéllinum og segir í tilkynn- ingu, að fundurinn hefjist á vellinum kl. 18,30 hinn 14. júlí „með hanastéli og sameig,- inlegu borðhaldi“, en síðan muni H. Col. Richard Conrad flytja erindi urn gerð og bygg- ingu radai’-stöðva á Grænlarxdi og sýna skýringarmyndii’. Flestir munu minnast þess, að fyrir rúmum mánuði, voru einkénnilegar óg grunsamlegar ferðir .rússnésks. togara 5 kring- um radarstöðvar Bandai’íkja- manna á Hornströndum og Snæfellsnesi taldar vera njósnir af íhaldsbiöðúnum og þóttu hið svívirðilegasta athæfi. Enginn veit ennþá, hvort togarinn var að rnjósnum eða ekki, þar sem hánn dólaði undan landi í nokk- * urra kilómetra jjíarlægð. Hitt !,er víst, að Bandaríkjaher legg- ur á það svo mikia áherzlu að koma á Uánu sambandi við ís- , lendinga, að hann vill glaður fórna helgustu leyndarmálum Morgunblaðsins og jafnvel j stofna opinbei’an njósnaskóla, ef hann fær unnið hylli íslend- inga á þann hátt. Á 3. síðu blaðsins er stutt grein um áhrif radargeisla á menn og dýr. Bílakirkjugarðar - Nýtt fyrirbrigði á Islandi LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 13. viku sumars. Vantar skriflegt umboð Það kom fyrir í einu úthverfi bæjar- ins nýlega, að nokkr- ir verkamenn voru látnir koma upp sand- kassa á leikvelli fyrir börn. Þessi framtaks- Sémi var bæjaryfir- völdum að þakka, Alþýðublaðs- gleði Nýlega var dregið í happdrætti Alþýðu- blaðsins, og kom fólksvagninn á miða númer 1277. Bíllinn er því enn í eigu blaðs- Ins, en í næsta sinn eiga bílarnir að verða tveir. Jón Axel Pétursson, einn af leiðtogum Al- þýðuflokksins, hefur átt miða númer 1277 í seinustu happdrætt- um. Þegar hann var siðast beðinn að end- urnýja harðneitaði Jón, — hafði vist les- ið Siggu Viggu-fyndni I Alþýðublaðinu um morguninn og var í vondu skapi. En á Alþýðublaðinu ríkir almenn gleði xneð þessi málaiok, svo sem við- mátti bú- ast. Það hefnir sín að ;vérá úrillur á morgn- fcriá. enda var sent úrvals- lið i framkvæmdirn- ar. Mennirnir negldu saman fjórum tréfjöl- um, síðan kom vöru- bíll og sturtaði sandi ofan í hólfið. Þá upp- götva verkamennirn- ir sér til skelfingar, að sandurinn er alltof mikill, hólfið er kúf- fullt og vel það. Hvað á nú að gera við þennan sand? Eftir stutta ráð- stefnu var ákveðið að moka helmingnum upp á bílinn aftur. Var nú hafizt handa og mokað rösklega. Þá kallar húsmóðir úr glugga í næsta húsi og spyr, hvort ekki sé gáfulegast, að þeir fái sér tvær spýt- ur í viðbót og stækki sandkassann. Hann sé hvort eð er alltof lít- ill. Þeim félögum leizt Ijómandi vel á þessa hugmynd en svöruðu | þó, að til þess að fá þessar tvær spýtur1 þyrfti eitthvert plagg, — héldu svo áfram að moka. En húsfreyja gafst ekki upp. Hún benti þeim á, að leik- völlurinn væri holótt- ur og þyrfti nauðsyn- lega ofaníburð. Vant- ar skriflegt umboð, svöruðu hinir. — Ódáftahraun Ólafs Thors Sá vegur, sem einna fjölfarnastur mun vera hér á landi er Suðurnesjavegurinn. Hann liggur um kjör- dæmi Ólafs Thors þvert og endilangt, en þingmaður þess hefur Ólafur nú ver- ið í tugi ára. — Ein- hvern tíma mun for- sætisráðherra hafa kallað veg þennan Ó- dáðahraun íslenzkra vega, og aldrei þessu vant þá mun hann hafa haft lög að mæla, því að þessi fjöl- farni vegur er með slíkum endemum, að viða er aðeins eftir ber klöpp og djúpar holur, enda mun búið að skafa allan ofaní- burð burt fyrir löngu. Ef gert er ráð fyrir, að Ólafur aki oft um kjördæmi sitt, þá er Þarna kannski fund- in skýringin á því, hví hár hans rís svo tignarlega og hefur verið kallað sjálf- stæðasta hár á ís- landi. Hringdu niður á bæj- arskrifstofu, biddu um tvær spýtur og bíl með sandi, þá færðu það. Svo mok- uðu þeir á bílinn og óku brott. Fyrr á árum, þegar Islendingar þurftu að losna við gömul skip, voru þau seld Færeymgum. íslendingar voru ánægðir með þessa sölu og seldu frændum sínum alla þá riðguðu togara, sem þeir gátu losnað við. — Nú erum við hættir að selja og farnir að kaupa. Banda- ríkjamenn hafa uppgötvað, að á íslandi geta þeir selt ónýta bíla. Bandarískir starfsmenn munu hafa náð sér í drjúgar aukatekj- ur að undanförnu með því að flytja inn hálf-ónýta bíla, fá á þá númer og aka þeim lítillega, en selja þá því næst getuliðs- nefnd varnai’liðseigna. Vegna þess hve verð á bílum er hér óeðlilega hátt, getur setuliðs- íslenzkir braskarar. Það mun hafa tíðkast nokkuð 1 meðal bílabraskara í seinni tíð, að keyptir væru til landsins not- aðir bílar frá Ameríku, einkum svonefndir yellow-cab (gulir leigubílar), sem eru gerðir hér upp, málaðir og seldir fyrir stór- fé. Innflutningsleyfi fyrír bílum þessum eru yfirleitt fengin eft- ir krókaleiðum, en sökum þess (hve tollar og skattar á bílum svona skrjóðar í sundur á fáum eru háir hér á landi, er verðið arum. ótrúlega mikið og langt yfir sannvirði. Það mun vera nokk- uð misjafnt, hversu endingar- góðir bílarnir reynast, enda eru slíkir bálar í mjög lágu verði á ■ Erlendir braskarar. Miku alvarlegra mál er þó sá meginlandinu, og þar eru þó innflutningur, sem á sér stað í vegir sléttir, en hér hristast gegnum Keflavíkurflugvöll. nefndin leyft sér að kaupa bíla þessa á sæmilegu verði. Það eru Bandaríkjamennirnir, sem græða hins vegar á því, að bíla- skattur er hér hærri en nokkurs staðar annars staðar. Þurfum hvorki lúxuskerrur eða ónýta skrjóða. Fáar þjóðir hafa jafn mikla þöi’f fyrir bíla og íslendingar. Fámennið, landslagið og veður- farið, allar aðstæður gera þörf- ina fyrir góð ökutæki brýnni en yfirleitt er í öðrum löndum. En við íslendingar þurfum ekki að kaupa stórar og rándýrar lúxus- kerrur, eins og nú tíðkast mest til að fullnægja þörfinni, og við þurfum heldur ekki að kaupa hálf-ónýta skrjóða, sem útlend- Frh. á 6. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.