Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 3
-JÍP.Í ’■ Fyrir nokkrum vikum var þeirri frétt slegið upp stór- um stöfum á forsíðu Tímans, að radarstöð Bandaríkja- manna við Thuleflugvöllinn á Grænlandi væri iífshættu- leg mönnum og málleysingj- um. Fréttin var höfð eftir einkaskeyti frá Kaupmanna- höfn, og þar sagði, að kjarn- orkugeisli sá, er stöðin sendi frá sér, væri bráðdrepandi í margra kálómetra fjarlægð. Nefnd voru dæmi þess, að fuglar hefðu drepizt í miðj- um geislanum og fallið steiktir niður í radardiskinn. Tíðindi þessi vöktu að sjálfsögðu nokkra athygli og þótti fæstum, að Grænlend- ingar væru öfundsverðir af þessum kjarnorkuriting. Hvergi mun þess þó hafa verið getið, að á íslandi eru einnig radarstöðvar, sem' gætu verið skaðlegar, og ekki ein heldur fjórar. Fréttin var orðum aukin. FRJÁLS ÞJÓÐ leitaði strax til eðlisfræðideildar Háskóla íslands og bað vís- indamann að segja álit sitt á málinu. Því miður hefur dregizt nokkra hríð að birta þennan greinarstúf vegna þrengsla í blaðinu, en hér birtum við nú þær upplýs- ingar, sem við fengum, á- samt nokkrum nýjum athygl- isverðum staðreyndum. í eðlisfræðidéild Háskóla íslands varð fyrir svörum ungur maður að nafni Hörð- ur Frímannsson, og kvaðst hann hafa kynnt sér dálítið þessi efni. Hann sagði, að frá- sögn Tímans væri greinilega kunnugt að ’slíkir geislar gætu stundum haft hitaverk- un. Radargeisli getur verið skaðlegur. Hitageislun kemur ýmist Kl'ÖftUg fram utan á hlutum eða inni í þeim. Sá sem verður fyrir henni utan á líkamanum finnur fyrir hitanum mjög greinilega og getur því forð- að sér, áður en hann hefur brennt sig. Radargeislarnir herzlu, að þekking manna á áhrifum radargeisla væri enn mjög takmörkuð, en til ör- yggis væru slíkar stöðvar yf- irleitt girtar af. Er radargeislinn mjög orðum aukin og lítt mark takandi á henni. Geisi- ar þessir ættu til dæmis ekk- ert skylt við kjarnorkugeisla. því að þetta væru aðeins út- varpsbylgjur með sérstakri tíðni. Hitt væri sjálfsagt rétt, að geislarnir gætu verið hættulegir. Að vísu væri þekking manna á þessu efni mjög takmörkuð, en þó væri geta á hinn bóginn haft inn- vortis hitaáhrif, og þau gera ekki vart við sig fyrr en allt er um seinan. Hörður kvaðst ekki vita, hve sterkar radarstöðvar Bandaríkjamanna á íslandi væru, en hélt þó, að þær væru margar veikari og kraftminni en stöðin við Thule. Hann lagði á það á- áhnf á endur. Ungur maður, kennari við gagnfræðaskóla hér í Reykja- vík, hefur vísað blaðinu á at- hyglisverðar umsagnir fugla- fræðinga um áhrif radar- geisla á flug anda og gæsa- hópa. Margar tilraunir hafa ver- ið gerðar á síðustu árum með radartæki til þess að rann- saka viðbrögð fugla á flugi, þegar að þeim er beindur geisli frá radartæki. Niður- staðan er almennt sú, að fuglarnir virðast íjiissa jafn- vægið, endUr í oddaflugi tvístrast og hver einstakur fugl breytir um stefnu. Svo nefnt sé eitt dæmi af mörgum, sem finna má í bók- inni Travels and traditions of Waterfowl eftir H. Albert Hochbaum, þá er sagt þar frá, er geisli frá litlu radar- tæki var sendur á andahóp í 150 feta fjarlægð. Tækið var hljóðlaust, og vísindamenn ÍM e / ■ ■-r,",,;v\, v ■■- ’íTif1 ' ■ v ■ - - -i m földu sig til þess að útiloka nokkra aðra truflun. Þegar radartækinu var beint að hópnum, féll hver einasti f ugl í loftinu að minnsta kosti 20 fet, eins og hann hefði ver- ið hittur skoti. Fuglarnir náðu þó jafnvægi aftur, — sumir ekki fyrr en rétt við jörðu, og skipuðu sér upp í röð á nýjjan leik, en flugu þó burt í hornrétta stefnu mið- að við þá, sem þeir höfðu áð- ur fylgt. Kannast éinhver við þetta fyrnbæn? Almennt virtust ra’dar- geislar hafa mjög kröftug á- hrif á gæsahópa, enda þótt engin tök væru á því að rannsaka nánar, hvað raun- verulega kæmi fyrir. Vís- indamenn vita sem sé ekki fyllilega hvort radargeislinn er hættulegur eða ekki. Enginn vafi er á því, að hér er fjallað um nokkuð at- hyglisverða hluti. FRJÁLS ÞJÓÐ vill því hvetja þá, sem kynnu að geta miðlað af ein- hverjum fróðleik um sama eða svipað efni, að láta hann blaðinu í hendur við tæki- færi. Kunningjar í heinisókn hjá Viihjálmi. I heimsókn hjá Vilhjálmi frá Skáholti Vilhjálmur skáld frá Ská- holli er nýbúinn að opna sjálfstæða verzlun í litlum kjallara við Gamla kirkju- garðinn í Aðalstræti. Dag- blöð bæjarins hafa skrifað ofurlítið um þetta fyrirtæki, svo að flestum mun víst kunnugt, að það er til. En þar eð verzlun þessi er nokkuð sérstæð hér á landi, en er hins vegar staðsett á lítt á- berandi stað í bænum og á þó allt Sitt undir að einhverjir taki eftir henni, skal hennár getið hér í fáeinum orðum. Listmunaverzlun Vilhjálms liggur sem sagt við Aðal- stræti, nánar tiltekið inn við hornið hjá byggingum.Land- sírnans. Það er gengið xiiður litlar tröppui’ við vegg, sem Frjáte þjé* - snýr móti suðri, opnaðar lág- ar dyr og þá blasir öll dýrð- in við komumanni. Vilhjálm- ur tekur auðvitað hjart-an- lega á móti öllum gestum og býður jafnvel upp á kaffi, ef maður þekkir hann vel. Það er lágt undir loft hjá skáldinu, en kemur þó ekki að sök, ef gestirnir eru einn áttatíu og fimm á hæð —eða minni. Herbergið er langt en hlýlegt og við alla veggi er raðað einhvers konar list — málverkum og teikningum, ljóðlist í þykkum bókum, tónlist í nótnaheftum, píanó til þess að leika hana á (þeg- ar snillingar koma í heim- sókn) og loks hin sígildu listaverk náttúrunnar: blóm og fuglar, bæði lifandi og júlí 1360 dauðir. — Hvað gerirðu við þessi morðtól? spyrjum við og bendum á furðulegar sveðj- ur ug spjót, sem þarna hanga. — Ég nota þau í nauðvörn, segir Vilhjálmur. Hér er ég ósigrandi. Annars er ég að selja þetta fyrir vin minn. Þetta eru svertingjavopn frá Afríku og kosta mörg þús- und. — Selurðu dálítið af fugl- um? — Það er reytingssala. Annars sá ég mest eftir ugl- unni, sem flaug frá rriér um daginn. Ég hafði dálítið sam- kvæmi hérna í kjallaranum um daginn og síðan hef ég ekki séð ugluna. — Flaug hún úr búrinu og út úr húsinu? — Ég veit ekki, hvernig hún slapp. Hún var útstopp- uð. — En selurðu mikið af málverkum? — Já, talsvert. Sjáðu hérna! Þetta 'er Ferró, og hérna er Veturliði, Bjarni Jónsson, Kjarval, Jón Stef- ansson og margir, margir margir fleiri. — Og ungu skáldin koma hingað? — Já, já — alltaf opið hús fyrir þau. Á laugardaginn er skáldakynning — þá lesa þeir upp úr verkum sínum. — Til hvers er þessi pumpa? — Pumpa vatni, maður. Þú ert staddur núna fyrir neðan sjávarmál. Og þegar er stór- streymt, kemur sjór í brunn- inn hérna undir okkur. Þá verður að pumpa. — Hvenær er svo opið hjá þér? — Það er alltaf opið hjá mér — þegar ég er við. Framsókn — Frh. af 8. síðu. hvefis kommúnistalöndin voru varnarlaus, jafnskjótt og Sovét- ríkin urðu kjarnorkuveldi. Það var vonlaust að verja þau með . sameiginlegri árás, því að hvorki evrópskir bandamenn okkar í Atlantshafsbandalag- inu, Kanadamenn né við sjálfir vorum færir um að verja þau fyrir sovézkri gagnárás.“ ,,í Asíu, í nágrenni við komm- únista stórveldin tvö, er eðlileg og skynsamleg' stjórnarstefna ókommúnistisk ríkis sú að vera óháð í kalda stríðinu.“ I Það liggur í augum uppi, að smáríki í Evrópu eins og fs- land hefur svipaða aðstöðu og ókommúnistiskt ríki í Asíu. Hlutleysisstefna er því skyn- samlegust og eðlilegust fyrir smáþjóð. Þessar tilvitnanir verða að nægja að sinni. En erfitt er að skilja, hvers vegna málgagn framsóknarmanna birtir þýdda grein, sem kollvarpar þeim kenningum, er stefna framsókn- ai'flokksins er xæist á án þess að gera ráð fyrir, að flokkurinn sé að uridirbúa eða hafi þegar breytt um stefnu í hermálinu. Bílakirkjugarður - Frh. af 8. síðu. ingar ei'u hættir að nota, —• j árnarusl ,sem hleðst upp í stóra bílakirkjugarða á fáeinum ár- um. íslendingar þux’fa á litlúm bílum að halda, ódýrum ög stei’kum. En framar öllu öðru ber þó nauðsyn til að stöðva amerísku ,,verndarana“ í bíla- braski sínu. Glannar Framh. af l'< cíðu. inum, að friður verði aldrei tryggður fyrr en hlutlausa afl- inu meðal þjóðanna hefur vaxið svo fiskur um hrygg, að það megni að hafa forystu um samninga milli stórveldanna og framkvæma afvopnun. Það er sannfæi’ing mikils fjölda lands- manna, ef ekki meirihluta þeii’ra, að íslendingar geti ekki samvizku sinnar vegna setið lengur í herbandalagi og lei-gt land sitt undir hei'stöð, sem í dag er notuð til njósnaferða; fen gerir það eitt gagn í stríði að valda dauða milljóna manna í öðrum löndum og kalla tortím- ingu yfir þá sjálfa. Það er sann- færing þeirra, að ísland eigi að skipa sér í sveit hlutlausi’a þjóða og stuðla með bví að friði. Hrakningar - Framh. af 5. síðu. vestur til Btjarneyjar, fór ng með þeim Tómas prestur Sig- urðsson á Flatey. En er á léið þann dag tók veður áð versna, gekk í suður með roki og kafaldi, og æfihn höfðu þeir bai’ning og náðu nauðulega Bjarneyjum. Degi síðar fóru þeir til Langéýjár. Þaðan fengu þeir flutning áð Arnarbæli, höfðu oftast áhfcl- viðri, en komust þó helíir h«m. 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.