Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 16.07.1960, Blaðsíða 4
frjáls þjóð [ Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur Islands. Ritstjórar: Ragnar Arnalds, Gils Guðmundsson, ábrn., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. I Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Simi 19985. — Pósthólf 1419. | Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. FélagsprentsmiÖjan h.f. Lýðræði ■VTítjándu öldina má með allmiklum rétti kenna til lýð- ý ’ ræðis í Evrópu. Stjórnarbyltingin franska ruddi lýð- ræðishugsjónum braut og víða um álfu ómuðu frelsiskröf- ur fólksins. Einvaldskonungur Danaveldis sá sér ekki ann- að fært en gefa út tiiskipun um ráðgefandi þing árið 1831, Og skömmu síðar eða árið 1848 afsalaði hann sér einveldi sínu, svo sem íslendingum má vera kunnugt. Hér uppi á íslandi greip lýðræðishugsjónin svo um sig, að fátækir leiguliðar og vinnumenn austur í Múlasýslum tóku sig sam- an, undirrituðu þakkarávarp og sendu mikilsvirtum dönsk- um stjórnmálamanni, þegar hann hafði barizt gegn því úti á Hróarskelduþingi að kosningarréttur íslendinga yrði þund- Inn við fasteign. Víðsvegar um álfuna hljómuðu kröfur lýð- ræðismanna um aðild fólksins að ríkisstjórn, um málfrelsi, fundafrelsi og frelsi til að stofna og starfa í hvers konar samtökum. Þessi réttindi og önnur, sem barizt var fyrir, urðu hornsteinar iýðræðisþjóðskipulags, sem var í stöðugri sókn. Lýðræðishugssjónir fylltu menn eldmóði og mótuðu Viðhorf manna. Kjörorðið var frelsi, jafnrétti og bræðralag. Framan af tuttugustu öld var lýðræði enn í stöðugri sókn, en er á leið tók heldur að halla undan fæti. Lýðræðisstjórn- arformið lét jafnvel undan síga sums staðar, þar sem það hafði unnið sér fótfestu um hríð. Einræðisstefnur skutu upp kollinum, mögnuðust og lögðu undir sig heil ríki, en eign- uðust auk þess þegnrétt í hugum manna víða um heim, manna sem hafa jafnvel ekki hikað við að svíkja föðurland sitt, þegar hagsmunir einræðisstefnunnar kröfðust. Stefnur eins og kommúnismi, fasismi og nazismi hafa flætt yfir, og menn hafa ginið við gömlu einræðisröksemdunum, að frels- isskerðingin væri eingöngu í þágu þegnanna sjálfra, stjórn- arformið yrði að vera svo tii að tryggja öryggi og veldi rík- isins eða þá að óskeikulir stjórnendur væru sem óðast að skapa þegnunum sæluríki. T ýðræðisstjórnarform hefur ýmsa anmarka, sem ekki koma eins fram í einræðisþjóðfélagi. Lýðræði gerir miklar kröfur til þroska þegnanna. í einræðislöndum fram- kvæmir þjóðarheildin gefna stefnu og hlýðir fyrirmælum. í lýðræðislöndum á hver einstaklingur sinn þátt í að móta stefnuna og ber nokkra ábyrgð á framvindu mála. Þetta veldur því meðal annars, að einræðisríkin eiga auðveldara með að skipuleggja og framkvæma risaáætlanir. Því er við- brugðið, hve þýzka ríkið efldist gegndarlaust á skömmum tíma á dögum Hitlers, og svipað hefur gerzt í Sovétríkjun- um, sem skara nú fram úr m. a. í eldfláugagerð. Áhangend- Ur í öðrum löndum hafa stundum bent á þetta sem sönn- un fyrir ágæti viðkomandi þjóðskipulags, og eðlilegt er á þessari öld tæknitrúar og efnishyggju, að ýmsum þyki þau rök góð. En þá gleymist einatt að spynja um hag þegnanna, hvort hamingja þeirra og frelsi hafi vaxið að sama skapi. Lýðræði á við ýmsa örðugleika að etja. Harðsvíraðir éig- Jnhyggjumenn reyna að ná tökum á stjórnmálamönnum og luóta skoðanir fólks með ærandi áróðri, auðhringar sölsa undir sig völd. Almenningur sinnir ekki sem skyldi þeirri ábyrgð, sem lýðræði leggur honum á herðar. Fólki hættir til að sitja fast í neti ákveðins stjórnmálaflokké án þess að hirða um að mynda sér sjálfstæðar skoðanir eftir málavöxt- um. Lýðræði þarfnast hugsunar og hreiuskilni þegnanna til þess að geta blómstrað.' Lýðræði er að mörgu leyti erfitt stjórnarform. Og þó hefur ekkert þjóðskipulag annað komið fram, sem ldklegra sé til að tryggja þegnunum farsæld og hamingju. Hjá hinu verður ekki komizt, að fólk uppskeri svo sem það hefur sáð. Við kjörborðið ákveður það örlög þjóðar sinnar, og' það ætti að vera hverjum og einum helg athöfn. En hinu má ekki gleyma, að þessi réttur er fenginn fyrir linnulausa baráttu, og um hann ber að standa dyggan vörð. Tjíkisstjórn íslands hefur nýlega látið setja lög, sem banna ■*-*- verkfall. Rök hennar eru með því.móti, að þeim verð- ur unnt að beita við flest verkföll, ef þurfa þykir. Það er því eðlilegt, að þjóðin óttist að -hér sé aðeins fyrsta spor stigið og lengra kunni að verða gengið síðar. En það skyldu stjjórnarblöðin muna, þau sem lofsyngja gerðir ríkisstjórn- arinnar nú, að sjálf hafa þau réttilega bent á það sem eitt einkenni einræðis í Sovétríkjunum, að þar eru verkföll ekki leyfð. Og vissulega .mun íslenzka þjóðin vera á verði, ef höggva á of nærri rótum lýðræðisins. Það má.engri stjórn haldast uppi til langframa. Um aldamótin síðustu voru vesturferðir enn í algleym- ingi. Fátækt var mikil í Evrópu og mönnum veittist erfitt að brjóta sér leið til frama og góðra efna, en vest- ur'í Ameraku biðu frjósamar sléttur þess, að ungt fólk og hraust tæki sér plóg í hönd og breytti ósnortinni jörð í tún ok akra. Franskur sjó- maður steig á land í Kanada eða Bandaríkjunum og slóst í hóp með nokkrum kola- námumönnum frá Belgíu eða sænskum tómthúsmönn- um frá Gautaborg. Þeim var eitt sameiginlegt, að eiga nýtt líf fyrir höndum. Og einn daginn stóðu á hafnar- bakkanum í Winnipeg ung hjón frá Snæfellsnesi með aleigu sína og í sömu erind- um og aðrir. Þar var kominn Guðmundur Benjamdnsson úr Kolbeinsstaðahreppi, tutt' ugu og tveggja ára gamall og nýkvæntur Ásdísi Þórðar- dóttur frá Staðarhrauni. Misjafnt var gengi land- nemanna í Kanada. En ís- lendingurinn var verkmaður góður og sóttist vel að koma sér áfram. Þeim hjónum græddist mannfólk, börnin urðu fjögur og framtíðin virtist björt. Þó var eitt sem skyggði á. Það var erfitt að gleyma landinu gamla í At- lantshafi og heimþráin varð sterkari með hverju árinu. Að lokum varð allt annað að lúta í lægra haldi, og þau Guðmundur sneru aftur heim eftir átta ára vist í Kanada. Á þeirri 'stundu eignaðist Guðmundur Benjamínsson kjörorð sitt: ísland fyrir ís- lendinga. í Reykjavík var þá fátækt og mikið atvinnuleysi. Guð- mundur tók það ráð að kaupa sér hestvagn og byrja fyrstu áætlunarferðir milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Það var árið 1907. En 1911 komu bílarnir til landsins og hest- vagninn haps Guðmundar stóðst ekki samkeppnina. Þá keypti hann söluturninn við Arnarhól, og fram til 1929 var hann kaupmaður. Hann var kominn yfir fimmtugt og langaði til að gera landi sínu meira gagn en honum hafði enn auðnast. Hann fór vestur á Snæfells- nes tij æskustöðva sinna, reisti þar nýbýli og nefndi Grund. Þar hefur hann búið síðan, jörðin 600 hesta töðu- völlur og meira en helming- ur grætt út á mel, beran mel. Það sem áður var eyðimörk, er nú gróið tún. Guðmundur Benjamínsson er nú orðinn 83 ára og hætt- ur að búa — sonurinn tekinn við. Hann var nýlega á ferð í Reykjavík og leit þá inn á skrifstofu FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR. Hann rabbaði nokkra stund við heima- menn og var þá fest á blað viðtalið, sem hér fer á eftir. Jón Helgason, ritstjóri, átti viðtal við Guðmund fyrir fá- um árum um ýmislegt í for- tíð hans, og þess vegna vildi hann sem fæst spjalla um þá hluti. En hann var fús að ræða þau mál, sem efst eru á baugi með þjóðinni í dag. Grund, er víst óhætt að snúa sér að samtalinu. Fyrst segir Guðmundur okkur álit sitt á viðreisninni. Viðreisnin er aðsend. — Já, ég lít nú dálítið öðr- um augum á þessa svoköll- uðu viðreisn en sumir aðrir irráð yfir Hvalfirði, og* kannski vilja þeir koma hér upp í framtíðinni stóriðju- veri fyrir sína atvinnuleys- ingja, sem eru vást margar milljónir. Þessir menn hafa allt annan hugsunarhátt en við og allt aðra hagsmuni. Þeir kæra sig ekki um, að íslendingar framleiði meira en þeir- sjálfir þurfa. Bændur Rætl við Guðmund Benjamínsson frá Grund gera. Ég tel, að hingað hafi verið sendir tveir útlendir menn til að stijórna hér fjár- málunum. Við vorum búnir að fá mikið af lánum og gjöf- og þeir voru orðnir Og eftir þessi fáú inngangs- orð um ævi Guðmundar frá hræddir um, þessir miklu út- lendu hagfræðingar, að við gætum ekki borgað þeim. Þá sendu þeir tvo sérfræðinga hingað til lands, annan frá alþjóðabankanum og hinn frá gjaldeyrisstofnuninni, og þeir sögðu við okkur: Nú lækkið þið gengið svona, góðir íslendingai’, hækkið vextina svona, — kvöddu svo bara og fóru. Þeir þurftu ekki að gera meira. En síðan lenda allir erfiðleikar á bjess- aði’i íslenzku ríkisstjórninni, sem lætur fara svona með sig, og honum Jónasi mínum Haralz. Þeir þurfa að skipta á milli fólksins uppbótum, niðurgreiðslum og þjóðar- tekjum, og þetta er óskap- lega erfitt verkefni. Þið skammið stjórnina fyrir úr- ræðin, en ég geri það ekki. Hún á kannski ámæli fyrir að framkvæma þessa skipún, trú og dygg, en ekki fyrir „viðreisnina“ sjálfa, því að hún er komin frá útlendum mönnum. — En að hverju stefna þeir með okkur, þessir útlendu menn, heldurðu? — Þeir vilja fyrst láta okkur borga, en auðvitað vantar þá líka margt fleira. Þá vantar til dæmis enrtþá höfn í Nj axðv íkum og fullyf- Guðmundur Benjamínsson kaus : Gu Þeir eru seigir. — Hvað segja nú bændur um þessar ráðstafanir? — Bændurnir? Þeir hugsa nú um lítið annað en hvern- ig' þeir eigi að komast úr skuldasúpunnfög greiða jáfð- vinnsluverkfærin, sem þeir hafa keypt á seinni árum. En þeir eru auðvitað hræddir við þessa stefnu, þora ekki að reiða sig á hana. Við höldum nefnilega, að ef ís- lendingar hefSu- ráðið þess- um málum sjálfir, ■ þá heí5i Frjáls þjóð-— Laug-axdaginn 16. júlí. 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.