Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.12.1960, Qupperneq 5

Frjáls þjóð - 17.12.1960, Qupperneq 5
Lú&vík Kristjánsson: Heimasæturnar - Framh. af 3. síðu. Ennis. Hann var eilítið þrár og vildi ekki gefa upp alla vor>, þótt hann hefði í eitt sinn orðið að fara bónleiður til búðar, og er hans þáttur því enn ekki allur. Rögnvaldur gullsmiður Sigmundsson í Innri- Fagradal, sem séra Friðrik segir að hafi þrásinnis leitað ráðahags við Guðrúnu dóttur sína, var í miklu vinfengi við Kristján Magnusen kammerráð á Skarði, en kammerráðið var hins vegar erkióvin- ur séra Friðriks. Enn á ofan bættist það, að Rögp- valdur hafði forustu fyrir þeim mönnum, er séra Friðrik átti í stríðum útistöðum við um þessar mundir vegna hins svokallaða Staðarhólskirkju- máls. Virtist Friðrik litlar horfur á hagstæðri lausn þess máls, ef mótspyrna Rögnvalds yrði eigi brotin á bak aftur. Nú gerist það næst, að gest ber að garði í Ak- ureyjum um miðjan september 1852, og er þá þang- að kominn í annað sinn í kvonbænaerindum Árni prestur á Sveinsstöðum. Rétt þykir að geta þess, að Rögnvaldur í Innri-Fagi-adal hafði verið kvænt- ur Önnu systur Árna, en hún hafði látizt réttu ári áður, eða 9. september 1851. Sigþrúður og for- eldrar hennar voru enn sama sinnis og fyrr og fór prestur við svo búið. Nokkru eftir að hann var heim kominn, skrifar hann séra Friðrik eftirfar- andi: „Mikilsvirti og elskulegi hr. vin! Það er nú helzta bréfsefnið, að ég hér með inni- lega þakka yður allar velgjörðirnar og uppbyggi- legar viðræður við seinustu samfundi." Síðan víkur sr. Árni tali að því efninu, sem Eriðrik Eggerz var hugleiknast um þessar mundir, en það var Staðarhólskirkóumálið. Veitir Árni hon- um ýmsar ráðleggingar, en segir síðan: „Ég bið yður nú fyrirgefa mér þetta Raisonnement (rök), og taka það ekki svo sem sé ég að kenna yður nein ráð í þessu efni, þar sem þér með yðar miklu hyggindum sjáið bezt, hvað við á eftir kringum- stæðum. En hitt þykist ég renna grun í, að ein- hverjir, sem nær yður búa en stiftsyfirvöldin hafi afíært þetta mál við þau, og getur í þessu efni verið sem öðru, að það er oft lítið, sem bæði lagar og aflagar------. . . . Bið því innilega að fyrirg'efa mér allt masið á miða þessum, sem ég enda með ástarkveðju og hugheilum farsældar- og lukkuóskum í yðar heiðr- aða hús — og vil jafnan með sannri virðingu finn- ast yðar virðingarfyllsti skuldbundinn vin.“ Hefi ég látið aðra ráða með mér. Um svipað leyti og séra Friðrik berst þetta bréf í hendur eða 12. október 1852, hefur hann þessi tíðindi að segja Jóni Péturssyni, er leitað hafði eftir konuefni í Akureyjum fyrir Pál í Víðidals- tungu: ,, . . . Hvað það áhrærir, sem skrifið mér um manninn, er hefur hug að staðfesta ráð sitt, þá stendur svo á hérna, að elzta stúlkan vill ekki eiga nema embættismann, og hefur hún þó ekki tekið tveimur slíkum, sem hingað hafa komið, sú yngsta Sigþrúöur PéiUrsdÓttir er óráðinn unglingur. Á hinni þriðju hefur Rögn- valdi í Fagradal gefizt kostur, einasta af því stúlk- an vildi það, og þá þykir mikið fyrir að breyta um þvert. Ég ætlaði ekki, að það mundi svo ráðast. En þegar satt skal segja, þá má það vel vera. For- eldrar Rögnvalds eru móðurbróðir og föðursystir mín. Hann sjálfur er tilvalinn maður, lærði gull- smíði i Höfn og hagaði sér vel. Hann er duglegur maður til lands og sjóar, efnaður vel af lausafé og á % af Innri-Fagradal og Hrúteyjar . .. Engan hans galla veit ég, nema ef menn telja, að honum þyki gott brennivín. En ekki held ég það verði að skaða. — Þetta var orðið áður en ég fékk bréf yð- ar. Ég get því ekki skrifað yður um það efni mcira. Rögnvaldur hafði alltíð fengið afsvar frá mér — og síðan hefi ég látið aðra ráða með mér.“ ' Sex dögum síðar, en séra Friðrik ritar fyrrgreint bréf, eða 18. október 1852, var haldið brúðkaup þeirra Guðrúnar og Rögnvalds. Hann var þá 41 árs, en hún stóð á tvítugu. Friðrik var svaramaður dóttur sinnar, en kammerráðið á Skarði svargrnað- ur Rögnvalds. Með þessari giftingu var Rögnvald- ur úr sögunni sem fyrirsvarsmaður í Staðarhóls- kirkjumáli, og séra Friðrik sá hilla undir að ganga með sigur af hólmi j mesta þrætumáli, sem hann átti nokkru sinni í, og voru þau þó ekki fá. En nú bar atburð að höndum, sem séra Friðrik mun ekki hafa órað fyrir. Þremur dögum eftir brúðkaupið sturlaðist Guðrún dóttir hans og var hún flutt að Bjarnarhöfn til lækninga hjá Þorleifi skyggna. Ég get í því tilliti ekki enn þá verið vonlaus. Næst er að víkja sögunni til Jóns Pétui'ssonar. Hann hafði nú fengið þær fregnir í síðasta bréfi Guðrún Pétursdóttir. Friðriks, að Guðrún væri lofuð, Sigþrúður vildi ekki nema embættismann og Elínborg væri enn ekki gjafvaxta að dómi föður hennar. Sem andsvar við bréfi Friðriks ritar Jón honum 10. nóvember 1852: „ ... Ekki hefir yður þótt ráðlegt að gefa P. V. nokkurt vilyrði, og skrifa ég það nú föður hans, að honum ekki muni duga að leita til yðar, annars álít ég samt hverja stúlku vel sæmda af Páli og' vildi óska, að dóttir mín væri í þeim sporum, að hún væri orðin gjafvaxta og að hann hefði leitað til hennar. En þér munuð víst ekki vilja gefa dæt- ur yðar nema þeim einum, sem þér gjörla þekkið Sjjálfir, og kann sú regla vera kannske fullkomlega rétt.“ Þess var fyrr getið, að Árni prestur á Sveinsstöð- um væri nokkuð þrár. Hann hefir átt tvær ferðir í Akureyjar og horfið þaðan í hvort tveg'gja skipt- ið með sárt enni. Hann á erfitt með að sætta sig við að gefa upp alla von, Sigþrúður er dag sem nótt í hug hans. Hann vill að séra Friðrik viti, að enn búi sér sama í sinni, þrátt fyrir viðtökurnar, og nú sendir hann honum síðustu kveðjuna, en hún er dag- sett á Sveinsstöðum 26. nóvember 1852: „Velœruverðugi! Mikilsvir'ti og elskulegi herra vin! Ég skrifaði yður bréf í haust, skömmu eftir að ég kom heim úr ferð minni frá yður, sem ég bað fyrrum mág minn, gullsmið Rögnvald S. Magnusen fyrir, og veit ég ekki enn þá, hvoi't þér eða hann hafið fengið það. Ég leyfi mér samt enn á ný að ávarpa yður með linum þessum, og byrja á því innilegast að óska vður til lukku með giftingu dóttur yðar, sem ég frétti jam ante festum (á undan veizlunni). Ég vona nú og óska, að hún sé orðin heilbrigð og vil enga Elinborg Pétursdóttir (ótrú leggja á staðinn, þþ hgnn .pejndi^þ, pheilnæm- ur systkinum mínum, sem áður kenndu sér einskis meins. Ég get samt ekki stillt mig um að biðja eða ráða Rögnvaldi éinlæglega til að rifa bæ sinn og endurbyggja að nýju eða öðrum kosti hafa bú- jarðaskipti, sem yður er víst og innan handar að láta hann gjöra, t. a. m. á Gröfum. — Þetta er eng- in hjáti'ú mín, heldur virðist mér sem undanfarin reynsla um lengri tíma bendi til þess, að þetta væri ei gjört ófyrirsynju. Erlendis hafa byggingar oft verið rifnar niður í þessu tilliti. — Og þegar á dögum Rómverja var talað um „Domos pestilentes“ (pestarbæli). — Og bið ég yður að misvirða ekki þessa mina athugasemd, sem ég gjöri i einlægni, af því mér finnst svo mikið í húfi. • • • Ég get ekki endað miða þennan án þess að minnast á aðalerindi mitt til yðar í haust, og get ég í því tilliti ekki enn þá lifað sine spe (án vonar). Hamingjan veit, að mér finnst ég ekki geta það, þó það svo aldrei verði nema spes inutilis (fánýt von). — Það umhugsunarefni getur ekki annað en verið hjartanu hið kærasta, þó að það svo aldrei eigi að verða nema til að vekja dolorem (sársauka). Og' vil ég svo ekki fara lengra út í þetta. — Bið yður innilega að fyrirgefa mér þennan óinyndar- miða, sem ég enda með þjartanlegustu þakklætis og ástarkveðjum samt alls koriar lukkuóskum í Lyðar heiðraða bæ.“ ÞaS má Keita meS göfuguslu ættum landsins. Nú líða af hátíðar og árið 1853 heldur í garð. Guð- rún er enn í Bjarnai'höfn og' batavon litil. „Mikil ógleði hefir okkur orðið að þessu. En guð er góð- ur og getur gefið bata á þessu, ef honum þóknast,“ segir séra Friðrik. — En þrátt fyrir að sigurinn í Staðarhólskirkjumálinu vii'ðist ætla að verða dýr- keyptui', tjóar ekki að setja það svo fyrir sig, að vol og víl ráði. Kannske hefir stúdentinn í Víðidals- tungu ekki enn fest ráð sitt og þótt Víðidalstungan ein sé ekki m'ikii eign, er hún þó fornt og lands- frægt óðal. Og séra Fi'iðrik kemst að þeirri niður- stöðu, að réttast sé að heita á hui'ðir Jóns Pétui's- sonar, og ritar hann honum eftirfarandi bi'éf 8. janúar 1853: „Mér finnst í bréfi yðar, sem þér kánnske haldið, að ég hafi ekki ti'úað yður um Pál. Ef svo er, hafið þér, minn vinur, tekið feil. — Ég trúi yður maitna bezt og viðui'kenni það af hjai'tans alvöru fyrir yður, og er sannfærður um, að yður hefur gengið gott til á báðar síður. Ættina þekki ég af öllum þi'em sonum Þórarins sýslumanns, eins frá lögmanni Páli Vídalín of* Bjarna sýslumanni Halldórssyni. Einxiig ætt Krist- ínar, að hún er frá Sigurði sýslumanni á Hvítár- völlum, og að hann var af Einarsnesætt og get því ekki þrætt fyrir að það má heita með göfugustu ættum í landinu. Um ríkidæmið veit ég ekki, eða á hann meira en Víðidalstungueignina? Að ég með hreinskilni segi yður allan sann-1 leika. — Ég hafði nokkuð á bak við eyrað, þá ég skrifaði yður seinast. Þér vitið, að ég á bróður, sem alltíð hefur verið mér trygglyndur og hann á sonu. En síðan hefi ég getað dálítið sansað mig og' séð, að ekki ræð ég fyrir vilja dætra minna, nema ég' þvingi hann, og það þykir eins óvai'legt. Ég skrifaði yður um hina elztu, að hún vill ekki játast nema embættismanni, og ræður hún lund sinni í því, hvort sem það er á viti byggt eða þaö er vitleysa. . ,. Þá er hin yngsta, Elinborg, ég held hún sé komirt undir tvítugt, og ég get sagt yður svo satt um hang, eins og vildi láta segja mér. Hún er að öllu leyti 5 Frjáls þjóð - Laugardaginn 17. desember 1960

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.