Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.02.1961, Side 6

Frjáls þjóð - 11.02.1961, Side 6
frjáls þjóð p títgefandi: Þjú6varnaiJflolckur Islcmds. 1 Ritstjóri: Magniís BjarnfreOsson, ábm. Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiösson. i Afgreiðsla: Laugavegi 31. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árg. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Varistaða um ísienzkan málstaS Landhelgismálið er komið á dagskrá að nýju. Benda allar líkur til, að nú vaki fyrir Bretum að knýja fram úrslit. Stefna íslenzkra stjórnarvaida en enn sem fyrr næsta óljós, nema hvað ráðið verður af skrifum stjórnarblaðanna að þar muni sízt að vænta þeirrar andspyrnu gegn hinum brezku kröfum, sem allur þorri íslendinga telur nauðsyn- lega og sjálfsagða. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkis- ráðherra heldur uppteknum hætti, og neitar að gefa Alþingi og þjóðinni skýrslu um samningamakk ríkisstjórnarinnar við brezk stjórnarvöld. Er því helzt vitneskju að fá um málið úr skrifum brezkra blaða og samkvæmt brezkum út- varpsfréttum. TT’ftir því sem síðustu fregnir frá Bretlandi herma. hafa útgerðarmenn þar gert harða hríð ao stjórnarvöldun- um og krafizt skjótra úrslita í fiskveiðideilunni. Láta þeir dólgslega að vanda og heimta herskipavernd fyrir veiði- þjófa innan islenzkrar landhelgi, verði ekki samið tafar- iaust. Þá er það fullyrt í brezkum blöðum, að íslenzk stjórn- arvöld hafi gert ákveðnar tillögur til brezku stjórnarinnar um lausn fiskveiðideilunnar. Hins vegar kemur ekki ljós- lega fram, hverjar þær tillögur séu. Aðspurður um þetta á Alþingi nú í vikunni, fullyrti utanríkisráðherra reyndar að umrædd frétt væri röng, íslenzka ríkisstjórnin hefði engar tillögur lagt fram. Sagði hann að ekkert væri um það ráðið, hvenær viðræður við Breta hæfust að nýju. Hins vegar urðu ummæli hans ekki skilin á annan veg en þann, að framhaldsviðræður um iandhelgina myndu fara fram, samningamakkinu yrði haldið áfram. Ounnudagspistill Benedikts Gröndals í Alþýðublaðinu um síðustu helgi benti eindregið í þá átt, að frekari við- ræður um landhelgina stæðu nú fyrir dyrum. Annars var sú ritsmíð alþingismannsins og ritstjórans hið furðulegasta plagg, full af úlfúð og ögrunum í garð þeirra fjölmörgu íslendinga úr öllum stjórnmálaflokkum, sem látið hafa í Ijós andúð sína á samningamakkinu við Breta. Eftir lestur þessarar greinar þarf enginn að vera í vafa um það, að innan stjórnarliðsins eru áhrifamenn, sem ganga vilja ótrú- lega langt til móts við Breta og eru reiðubúnir til að semja. Viðhorf þessara undanhaldsmanna kemur hvað eftir annað glögglega fram í ritsmíð Gröndals. Kemst hann m.a. svo að ' orði, að „íslendingar verði að sýna á einhvern hátt, að þeir komi fram eins og siðaðir menn í deilunni, en séu ekki blindaðir af þvermóðsku.“ Hér er sæmilega ljóst, hvert greinarhöfundur er að fara: Hin hiklausa stefna, sem ís- lendingar hafa markað með setningu reglugerðar um tólf mílna fiskveiðilögsögu, ber vott um „blinda þvermóðsku." Þeir einir, sem vilja semja við árásarþjóðina og beygja sig fyrir ofbeldinu, eru „siðaðir menn.“ TJin einbeitta afstaða íslendinga úr öllum stjórnmála- flokkum hefur fram að þessu komið í veg fyrir að íslenzk stjornarvöld þyrðu að semja um fríðindi brezkum veiðiþjófum til handa innan íslenzkrar landhelgi. Nú eru Bretar að búa sig undir nýja sókn. Undanhaldsmenn í liði stjórnarflokkanna vilja fyrir alla muni gera samninga. En innan þeirra flokka er einnig fjöldi manna, sem krefjast þess ásarnt stjórnarandstæðingum, að eklci sé hopað um fet, heldur staðið fast við hinn íslenzka málstað. Nú ríður á að ríkisstjórnin sé látin hafa hitann í haldinu, svo að hún þorri ekki að víkja: Skera þarf enn upp herör til að mót- mæla hvers konar undanþágum eða frávikum frá 12 mílna fiskveiðilögsögu. Sú alþýða, sem nú er lítilsvirt af vald- höfunum verður að Játa i Ijós svo algjörlega ótvírætt sé, að engri ríkisstjórn, hvorki hægri né vinstri stjórn, verður nokkru sinni þolað að víkja um hársbreidd frá þegar mark- aðri stefnu íslendinga í landhelgismálinu. Þessi sama alþýða verður að láta valdhafana vita, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri. að svik í ótvíræðum lífshagsmunamálum þjóð- arinnar verða aldrei þoluð. Stöndum fast á rétti okkar, ís- lendingar! Látum olbeldismennina íara bónleiða til búðar! loks fórég í prentsmiðju Da- * Nú — en styrjaldarárin víðs Östlunds, til að læra vipru auðvitað 'erfið, eink- ura. þau síðústu. þegar ; allt var að hrynja utan af Þjóð- TT'ins og - þeir vita; sem til þekkja, þ. e. a. s. öll ís- lenzka þjóðin að minnsta kosti á frásagnarhæfileiki Páls ísólfssonar sér engin takmörk, og þess vegna tók ég með mér lítið stálþráðs- tæki, svo ég þyrfti ekki að trufla Pál né tefja í frásögn- um hans. Er þér ekki alveg sama þótt ég setji þetta tæki hérna á borðið á meðan við spjöll- um saman? — Jú, jú, blessaður góði. ég er ekkert hræddur við það. Annars er þetta nú eins og karlmennirnir fyrir aust- an sögðu „déskotans rafur- magn“. Já, þeir sögðu það oft þegar þeir skildu ekkert í hlutunum, þá var það ,,dé- skotans rafurmagnið“. Þeir höfðu strax illin bifur á raf- magninu. Og eftir að rafmagnið kom þarna fóru allir draugar í burtu, þeir þola alls ekki raf- magnsljós, en strax þegar kveikt er á kerti, að ég nú ekki táli um kolu, þá eru þeir komnir alveg í hópum, — ja svona var það að minnsta kosti á Stokkseyri. Já, þú ert fæddur og upp- alinn á Stokkseyri, er það ekki? — Jú, ég er fæddur í Sím- onarhúsum. Foreldrar mínir voru ísólfur Pálsson og Þur- íður Bjarnadóttir. Móður -amma mín hét Þór- dís, hún var alveg suðræn kona, hárið var tinnusvart; hún vai' alveg eins og hún væri frá Ítalíu. Hún tók mig' alltaf með sér í fjósið þegar hún var að mjólka og lét mig halda á kolunni, og svo sat ég þar á kýrhaus. Það var feykileg stemning yfir þessu skal ég segja þér, ég lifi á því ennþá. Já, þá var nú lifandi, þá voru draugar og afturgöngur og allt svoleiðis, þá gat mað- ur ekki gengið urn þvert hús án þess að verða skíthrædd- ur. Þetta hafði nefnilega allt sinn sjarma. Ég held að það sé eitthvað til í þessu, hvað sem þetta er nú. Og ég sakna bæði álfanna og drauganna, því að þeir eru nauðsynlegir, þetta er miklu betra fólk en við erum að ja/naði. g g vað Varstu gamall, þegar * “ þú fórst frá Stolckseyri? — Ég var nýfermdur. Þá átti ég að verða sendill í Landsbankanum. Jón föður- bróðir minn, sem alltaf reyndist mér hinn bezti mað- ur og kostaði mig tii náms, vildi koma mér í bankann og forframa mig dálítið í Rvík. Nú — ég var eiginlega al- veg' ókunnugur í Reykjavík, ég hafði ekki verið þar nema svona um nætursakir áður, og þegar Tryggvi Gunnars- son, sem var þá bankastjóri, spurði mig hvar Njálsgatan væri og hvar Grettisgatan væri og ýmsa'r götur, þá vissi ég það ekki. Það sagði hann að væri af- leitur galli á sendisveini, svo það varð ekkert meira úr því. Svo fór ég í ýmis störf, verzl- unarstörf og steinsteypu, steypti rör og múrsteina og þótti bara gaman að því, og nótnaprent. Ég Vár við þetta, umtíma, setti nokkrar bækur og auglýsingar í Vísi og svo leiðis. Þegar ég var búinn að vera þar eitt ár fór ég til Leipzig til tónlistarnáms. Þá var ég nítján ára og var nú orðinn fullgamall, en þetta blessaðist allt. T7'arstu ekki búinn að læra * eitthvað áður hjá föður þínum? — Jú, jú, ég var búinn að spila á harmoníum í ein 10 ár, en það var náttúrlega ekki mikill lærdómur. Það var ekki hægt að læra eins mikið þá, eins og núna eftir að Tón- listarskólinn kom. Að vísu voru ágætir prívatkennar- ar hér. Ég lærði hjá Sigfúsi Einarssvni, en það var allt of lítið, og ég byrjaði eigin- lega alveg frá grunni, þegar ég kom út. Það var líka að mörgu leyti bezt fyrir mig, ég hafði gott af því. Ég var sjö ár alls i Leipzig. Eitt ár var ég veikur, ég of- reyndi mig á æfingum; þá fór ég heim og læknaði mig' hérna heima á fjallgöngum og köldum böðum. Voru fleiri íslendingar í Leipzig þegar þú varst þar? — Já, Jón Leifs kom út ári síðar en ég og við bjuggum saman þarna í mörg ár. Sig- urður Þórðarson, söngstjóri, var þarna líka, Friðfinnur Jónasson, sonur Jónasar 1 Bárunni og Guðmundui' Matthíasson. Svo voru þarna fleiri, sem námu annað, en þessir sem ég taldi upp voru allir í músík. Síðar lærði svo dr. Hallgrímur Helgason þar. Var ekki dvölin skemmti- leg þarna í Leipzig? — Jú, það var yndislegt að vera í Leipzig. Ég man sér- staklega eftir því, hve tím- arnir fyrir fyrri heimsstyrj- öldina voru stórkostlegir. Það mundi maður nú ekki vita núna, hefðu styi'jaldirnar ekki dunið yfir. Þegar maður líkir lífinu þá saman við lífið núna, þá er alveg eins og það hafi verið Paradísarástand. Maður gat eiginlega farið hvert sem maður vildi passa- laus. Maður hafði passa, en það var alls ekki nauðsyn-* legt. Þá var hægt að fara inn í hvaða banka sem var og fá þar hvaða peninga sem var, ef maður á annað borð hafði einhverja peninga til að skipta. Svona var það alls staðar, allt var svo frjálst og stemn- ingin var svo góð, en svo kom þetta brjálæði allt saman og síðan hefur ekkert verið i skorðum og verður ekki á meðan við lifum náttúrlega. Það er synd. verjum. Þú varst orðinn organisti við hina frægu Tómasar- dómkirkju í Leipzig, var það ekki? — Jú, ég var það tvö síð- ustu stríðsárin, en þar sem ég var útlendingur kom ekki til greina að ég fengi stöðuna alveg. Þetta var minn bezti skóli, því þar komst ég í sam- band við svo marga góða menn og Gewandhaus-hljóm- sveitina og spilaði mikið á konsertum og við guðsþjón- ustur í kii'kjum. Ég tel að þetta hafi verið mér ómetan- legt, enda hefur Tómasar- dómkirkjan verið miðstöð lútherskrar kirkjutónlistar, allt frá því Bach var þar. TT'erðaðistu ekki mikið um Þýzkaland? — Jú, ég ferðaðist nokkuð, ég hélt tónleika 1 Berlín, Múnchen og Leipzig og í Te- blitz í Bæheimi og svo marga tónleika í Kaupmannahöfn. Þetta gekk vel allt saman og mér var vel tekið. Síðar hef ég haldið tón- leika miklu víðar, í öllum skandinavísku löndunum, Englandi, Bandaríkjunum og Kanada. Mér var boðið þarna vest- ur til Bandaríkjanna fyrir átta árum og þá hélt ég tón- leika í Chicago og Minnea- polis í leiðinni. Svo var mér boðið til Winnipeg og þar hélt ég tónleika í stærstu kirkj- unni, Westminster Church, og fékk ágætar viðtökur. Mér er minnisstæðast úr þessari för þegar ég kom til Vestur-íslendinganna/ mér var tekið þai' ákaflega vel. Það snart mig að kynnast þessu fólki, sérstaklega gamla fólkinu á elliheimilinu á Gimli. Það var eiginlega rótgrónir íslendingar, þótt það væri búið að vera þarna fyrir vestan áratugum sam- an. Það talaði sumt ekkert nema íslenzku og Jangaði auðsjáanlega mjög mikið heim. En þetta breytist náttúr- lega, því að yngri kynslóðin tapar málinu, og það er synd, því íslendingar ættu að halda málinu þar. Það hefði áreið- anlega mikla þýðingu fyrir okkur liérna heima, að ís- lenzkan dæi þar ekki út. Ég fann það líka þarna fyrir vestan, að við hérna heima ættum að leggja miklu meiri rækt við landana fyrir vestan. Ég tók eftir því, t. d. á Minneapolis,hve skandinav- íska fólkið er nátengt heima- löndunum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, og hvað sam- 6 Frjáls þjóð — Laugardaginn 11. l'ebrúar 1%1

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.