Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.06.1965, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 17.06.1965, Blaðsíða 7
beint í launaumslög verkafólks- ins, þeir meta einskis afköst, reynslu og þjálfun. Og við hlið þeirra stendur úr- ræðalaus ríkisstjórn, sem hefur leyft þessum atvinnugreinum að grotna niður og einblínir í full- kominni skammsýni á erlent fjár magn, sem allra meina bót. FRAMLEIÐSLUNA MÁ EKKI SKORTA FÓLK Enginn ætlast til að öllu því vertSi kippt í litSinn f einu átaki, sem aflaga hefur farið á undan- förnum árum. En verkalýðshreyf ingin mun ekki una því að verka fólki við framleiðsluna verði ætl- að að lifa á einni saman þjóð- hollustu. Hún mun ekki sætta sig vitS annaS en því fólki vertSi búin sambærileg kjör við starfs- bræður við hliðstæð störf, svo sem verkamenn við verzlunar- störf og hjá opinberum stofnun- um. Allt annað væri ábyrgðar- leysi. Framleiðsluna má ekki skorta fólk. En þannig fer ef at- vinnurekendasjónarmiðin fá að ráða. Framsóknar- flokkurinn Frh. af bls. 8. sverja af sér þessa rátSstöf- un og látið sem svo, að þetta sé þvert gegn hennar vitund og vilja. En hver trú- ir því að þeir framámenn Framsóknarflokksins, sem í stjórnum þessara fyrirtækja sitja, taki slíkar ákvarðanir á eigin spýtur og ótilneydd- ir. Stjórnir þessara fyrir- tækja skipa eftirtaldir menn: Að treysta Framh. af bls. 3. Úrtölumenn og þeir, sem fengið hafa glýju í augu af að mæna á dýrð erlendra stórvelda, þurfa að verða þess áþreifanlega varir, að íslendingar eru staðráðnir í að varðveita sjálfstæði sitt, hagnýta auðlindir sínar og efla hér það menningarþjóð félag íslenzkt, sem frum- herja endurreisnarbaráttunn ar dreymdi um. Frh. af bls. 4. skriðuhlaupinu í tíma, komst það allt í heygarðinn, nema húsfreyja er varð of sein, sök- um þess að hún var að leita að húfu fyrir 5 ára dreng. Komst konan aðeins upp á baðstofumæninn, en um leið skall skriðan á bæinn og allt í kring um hann. Að líkind- um hefur konunni verið bjarg að, þar sem heimildir herma að allt fólkið á bænum hafi bjargast. Stjóm Mjólkursamsölunnar. Form.: Sveinbjörn Högna son. Meðstjórnendur: Sigur grímur Jónsson, Holti; Sverrir Gíslason, Hvammi; Einar Ólafsson, Lækjar- hvammi; Ólafur Bjarnason, . Brautarholti. Stjóm Mjólkurbús Flóam.: Form.: Sveinbjörn Högna son. Aðrir: Þorsteinn Sig- urðsson, Vatnsleysu; Sigur- grímur Jónsson, Holti: Ág- úst Þorvaldsson, Brúnastöð um, Eggert Ólafsson, Þor- valdseyri. Hver trúir því að slíkir máttarstólpar Framsóknar- flokksins og meirihluta skipa í þessum fyrirtækjum, fari í trássi við forystumenn flokksins að skipa fyrirtækj um bænda í sveit atvinnu- rekenda, og það einmitt á þessum tíma ? Nei, hér eins og annars staðar leikur Framsókn tveimur skjöldum. Tíminn er látinn snúast á sveif með verkamönnum, enda þar at- kvæðavonin mest, en á sama tíma eru fyrirtæki Sam vinnuhreyfingarinnar og bænda látin styrkja at- vinnurekendamálstaðinn, Leiðrétting Lesandi biður okkur að leið- rétta, í sambandi við grein í næstsíðasta blaði, að Hjálpræðis- herinn er ekki sértrúarflokkur. Allir meðhmir hans eru jafn- framt meðlimir þjóðkirkjunnar, og starfa innan hennar og á hennar vegum. jafnvel þau fyrirtæki, sem sérstaks velvilja verkamanna hafa notið. Framsókn þyk- ist með þessu sennilega hafa sinn fótinn í hvorum báti. Hún má gæta sín, madd- aman, þegar lagt verður frá bryggju. Háðfugl Framhald of bls. 3. ur, að ef Goldwater yrði for- seti, mundi hann draga okk- ur út í stríð“ . . . En til allrar hamingju, með Johnson for- seta við stjórnvölinn þurfum við ekki að hugsa um þetta.“ UM VIÐTÖL JOHNSONS FORSETA VIÐ FRÉTTA- MENN: „Gott kvöld, herrar mínir og frúr, ég hef nokkrar yfir- lýsingar meðferðis. Luci dótt- ir mín náði prófi í algebru, og Lynda Bird er boðin á ball í Annapolis í næstu viku ... Eg hef þá ánægju að geta skvrt frá því, að ég ætla að loka Póstþjónustunni og spara hinum amríska sþatt- greiðanda með því 235 millj- ónir dala. Þá ætla ég að ]esa manntalið fyrir 1964 ... Ef við höfum nokkurn tíma af- lögu eftir það væri mér á- nægja að svara spurningum ykkar.“ Geimfarar Framh. af bls. 3. sýnishornum af öðrum plán- etum verði komið fyrir í sýkla þéttum ílátum og sett þaðan í sýklaþétt herbergi, þar sem vísindamenn geti meðhöndl- að þau með fjarstýrðum tækj- um. En geimfararnir sjálfir verða þó erfiðastir viðureign- ar. Alls kyns hægþroska líf- verur geta hafa komizt í inn- yfli þeirra eða öndunarfæri. Lágmarks varúðarráðstöfun mundi vera að setja þá í sótt- kví í 3 vikur. Ýmsir sérfræð- ingar eru þó svartsýnir á að það hrökkvi til. Bandaríska geimrannsókn- arstofnunin hefur nú tekið þessi mál til athugunar og stofnað embætti yfirmanns utanjarðar sóttvarna. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til öruggrar meðhöndlunar á jarðvegi annarra hnatta. En enn hefur ekkert verið gert varðandi stærstu hættuna, gerilsneyðingu og sóttkví heimkominna geimfara. Hvern mundi líka langa til annarra hnatta upp á þau býti? □ AÐALSKRIFSTOFAN VERÐUR LOKUÐ Á LAUGARDÖGUM YFIR SUMARMÁNUÐINA HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA í S L A N D S TJARNARGÖTU 4 vXÝXvXvX'. i*:-. *x*i*i*i*i*i‘i*ivi’i*i’i’i*i'i*t' i:::::::::. ÍÍÍ’ÍÍÍ-Í-ÍÍÍÍXÍÍÍÍÍÍÍÍ::;:;; AKUREYRI EIGILSSTOÐUM ISAFIRDI VESTMANNAEYJUM FLYTJA FAXARNIR YÐUR SAMDÆGURS TIL SKANDINAVÍU „ísafjörður—Kaupmannahöfn" „Akureyri —Osló"... Þetta er engin fjarstæða, heldur nýmæli Flugfélagsins — sönnun þessað Flug- félag íslands er flugfélag allra íslendinga. Síðdegisferðir frá Reykjavík um Noreg til Kaupmanna- hafnar eru farnar þrisvar í viku. Nánari upplýsingar um ferðir og fargjöld veita ferðaskrifstofur og Flugfélagið. A//m/s ///? ICJEJL/\/VJDÆIM er flugfélag Islands ^riáls feíóí! fítMmffiJ1 1 7 úmí 1 QfiS

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.