Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.07.1968, Qupperneq 2

Frjáls þjóð - 11.07.1968, Qupperneq 2
Hver verður forseti Bandaríkjanna ? Hin langa og stranga kosningabarátta forseta- efna í Bandaríkjunum er aðeins liðlega hálfnuð og enn er mjög erfitt að spá um hverjir muni hljóta út- nefningu sem forsetaefni flokkanna tveggja, hvað þá hver verður forseti. Fjöl- margir óvæntir atburðir hafa gerzt í þessari baráttu — sigrar McCarthys, afsögn Johnsons, dauði Kennedys — og spekingar fara var- lega í að gefa út ákveðna spádóma. Enn eru fjórir mánuðir til kosninga og margt getur gerzt á þeim tíma. Baráttan í Demókrata- flokknum stendur tæplega milli annarra en Humph- reys varaforseta og Mc- Carthys. Sem stendur telja flestir að Humphrey sé lík- legri til útnefningar. Hann hefur unnið að því með oddi og egg undanfarið að safna sér fylgi meðal full- trúa á þing Denókrata- flokksins og orðið vel á- gengt. Hefur hann nú það marga stuðningsmenn með- al fulltrúa að hann ætti að öllu óbreyttu að verða fyrir valinu sem forsetaefni Demókrata. En margir horfa enn vonaraugum á Eugene McCarthy, mann- inn sem velti Johnson úr sessi. Hann hefur barizt í forkosningum um landið þvert og endilangt og öðl- * Oleyst vandamál Enn sitja Bandaríkja- menn og Norður-Víetnam- ar við samningaborð í Par- ís og virðist lítt verða á- gengt. Erfitt er þó að sjá hvort eitthvað hefur raun- verulega þokazt í samkomu lagsátt eða ekki, því að það sem sagt er á hinum opin- beru fundum er oftar en ekki sagt í áróðursskyni og hefur enga aðra þýðingu. Hinar raunverulegu um- ræður fara hins vegar oft fram í rólegheitum yfir kaffibolla. Kann því að vera að lengra hafi þokazt en virðist af ooinberum um- mæium •immngsaoíia. En hversu vel sem semj- ast kann með Bandaríkja- mönnum og Norður-Viet- nömum, eru þó þar með azt miklar vinsældir. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er hann mun líklegri til að sigra frambjóðanda Repú- blikana en Humphrey. Ef vinsældir Humphreys auk- ast ekki eða minnka gæti svo farið að margir full- trúanna færu að hugsa sig um tvisvar. Svipað ástand ríkir í her- búðum Repúblikana. Þar hefur Nixon tryggt sér stuðning mikils fjölda flo'kksþingsfulltrúa og er talinn nokkurn veginn ör- uggur um útnefningu. En Nelson Rockefeller er vin- sælli samkvæmt skoðana- könnunum. Þær sýna að Nixon mundi tapa fyrir Humphrey, en Rockefeller mundi hinsvegar sigra hann. Þannig hafa þeir 2 stjórnmálamenn sem mest lýðhylli virðast hafa minni möguleika en þeir sem hafa stuðning flokkanna. Barátt- an á flokksþingunum mun standa milli flokksvéla ann- ars vegar og skoðanakann- ana hins vegar. Ef nógu margir fulltrúar láta úrslit Skoðanakannana hafa á- hrif á sig gæti svo farið að McCarthy og Rockefeller yrðu frambjóðendur, og yrði það óneitanlega hressi- legra framboð en þeirra Humphreys og Nixons sem satt að segja eru báðir orðn ir mefra en lítið forgengi- Iegir og leiðinlegir. Víetnam engan veginn leyst öll vandamál Vietnams. Tvo að ila vantar gersamlega við þetta samningaborð — Þjóð frelsishreyfinguna og Saig onstjórn. Og má það telj- ast nokkuð undarlegt því að upptök stvrjaldarinnar liggja einmitt í deilum þess ara'tveggja aðila. Og hversu vel sem semst með Bandaríkjamönnum og Norður-Víetnömum er hætt við að ekki séu öll vanda- mál þar með leyst. Enn er algerlega óvíst hvernig hægt verður að sætta Saig- onstjórn við vopnahlé eða friðarsamninga, þvi að sú stjórn skelfist ekkert meira en að friður komist á. Hin nýja valdastétt í Saigon, sem hefur sprottið upp í skjóli bandarísks herveldis og auðmagns, getur ekki þrifist nema styrjöldin haldi áfram. Og stiórnin sjálf veit að hún stjórnar aðeins í skjóli bandarískra vopna. Friðarviðræðurnar í París hafa reynt mjög á taugar stjórnarinnar og inn an hennar er hvers konar tal um frið og samninga talið jaðra við landráð. Nýlega var einum ráðherr- anna vikið úr stjórninni fyrir að segja að sem stæði ætti Saigon tveggja kosta völ í skiptum sínum við Þjóðfrelsishreyfinguna, að drepa þá alla eða tala við þá. Og hann bætti því við að það væri ógerlegt að drepa þá alla. Og í þjóð- þinginu var forsætisráðherr ann, Tran Van Huong, hróp aður niður fyirr að voga sér að láta í ljós þá skoðun að Þjóðfrelsishreyfingin hefði upprunalega verið raun- veruleg þjóðernishreyfing. Þannig vex taugaveiklun in og hræðslan dag frá degi. Saigonstjórn veit ekki hvernig hún á að stjórna landinu á friðartímum, enda er hún byggð upp sem stríðsvél með eina milljón manna undir vopnurfb sem hún væri í algerum vand- ræðum með ef friður kæm- ist á. Auk þess stjórnar Saigonstjórn ekki nema litlum hluta Suður-Víet- nams. Stór landssvæði þar hafa algerlega lotið stjórn Þ jóðf relsishreyfingarinnar síðan 1945 og þeim yfirráð um hefur ekki tekizt að hnekkja. Erfitt er að segja um hve mikill hluti fólks- ins í Suður-Víetnam er á bandi Þjóðfrelsishreyfing- arinnar, en varla eru þeir mjög margir utan valda- stéttarinnar og hersins sem styðja stjórnina í Saigon. Sú stjórn er því gersam- lega ófær um að taka við stjórn landsins á friðartím- um. Miklu virðast hinir aðil- arnir — Þjóðfrelsishréyf- ingin og Norður-Víetnamar — vera tilbúnari að hætta bardögum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Bandaríkja- mönnum hefur hermönnum þeirra verið sagt að samn- ingar og vopnahlé séu nauð synlegir liðir í baráttu þeirra. Það virðíst því ekk- ert vera því til fyrirstöðu að þessir herir hætti að berj ast strax og samkomulag' næst um vopnahlé. En ýms- ir eru hræddir um að erfið ara reynist að fá hermenn Saigonstjórnar til að leggja niður vopn. Saigonstjórn virðist enn- þá trúa því að hægt sé að vinna hernaðarlegan sigur í Vietnam. Hið sama gildir um suma aðila í Bandaríkj- unum, þó að hin gagnstæða skoðun ryðji sér æ meir til rúms þar. Æ fleiri Banda- ríkjamönnum verður það ljóst að þessi styrjöld verð- ur ekki unnin, og æ færri eru reiðubúnir að greiða það sem hún kostar í fjár- munum og mannslífum. En það er eftirtektarvert að þeir sem eru á móti styrj- öldinni eru nær undantekn- ingarlaust þeirrar skoðunar að hún verði ekki unnin og sé of kostnaðarsöm, þ. e. a. s. fæstir þeirra eru á móti henni af því að hún sé sið- ferðilega röng. Hin fáránlega hlið stríðs reksturs Bandaríkjamanna í Víetnam kom glöggt í ljós þegar allt herlið var flutt burt frá herstöðinni í Phe Sanh á dögunum. Fyrr á ár- inu lögðu Bandaríkjamenn allan metnað sinn og mikið af herafla sínum í að verja þessa herstöð og töldu hana svo hernaðarlega mikil- væga að hana yrði að verja hvað sem það kostaði. Um tíma leit svo út sem Víet- namar ætluðu sér að taka stöðina — hún var lengi einangruð óg lá undir stöð- -‘ugúm árásum — en senni- lega var það aldrei ætlun þeirra. Umsátin um Khe Sanh hafði fyrst og fremst þann til gang að halda tölu verðum hluta liðs Banda- ríkjamanna uppteknum meðan Tet-árásirnar fóru fram. Meðan umsátin fór fram vörpuðu sprengjuflug- vélar rúmlega 100.000 tonn um af sprengiefni til jarð- ar umhverfis herstöðina, en það er u. þ. b. einn sjötti alls þess sprengiefnis sem notað var í Kóreustríðinu. Mjög voru á reiki tölur um fjölda umsátursmanna. Voru stundum nefndir 40 þús. hermenn, en sú tala er sennilega alltof há og líklega vissu Bandaríkja- menn aldrei með nokkurri vissu hversu sterkt umsát- ursliðið var. En eftir að hafa eytt öllu þessu púðri í að halda her- stöðinni í Khe Sanh hvað sem það kostaði er hún nú skyndilega lögð niður og mönnum sagt að hún hafi enga hernaðarlega þýðingu. Þetta þýðir sennilega að Bandaríkjamenn hafa gert sér ljóst að hún hafði aldrei neina hernaðarlega þýð- ingu nema fyrir Víetnama, þótt þeir beri það fyrir sig að Norður-Víetnamar hafi nú opnað fleiri leiðir yfir landamærin og Khe Sanh sé ekki lengur í þjóðbraut. Fplskuverk franskrar lögreglu Stúdentar í Frakklandi hafa gefið út bók um ofbeld is- og fólskuverk frönsku lög reglunnar á undanförnum mánutSum, einkum í sam- bandi við óeirðirnar 3—I 0 maí. Hún er samansett af vitnisburtSi þeirra sem fyrir ofbeldinu urðu etSa beinna sjónarvotta. Allar frásagn- irnar eru gefnar út á ábyrgð Stúdentasambandsins og Samtaka kennara í æðri skólum. Hópur þjótSfélags- fræðinga hefur safnað þess- um frásögnum saman og rannsakatS sanleiksgildi þeirra aíS svo miklu leyti sem þatS er unnt, en ákaf- lega erfitt aS fá beinar sannanir fyrir þei matburS- um sem hér um rætSir, bæSi vegna þess að lögeglan er mjög mótfallin því að horft sé á hana aS störfum, eink- um sé hún mynduS, og hins, að flestir atburSirnir gerast eftir að mannfjöldanum hef- ur veriS dreift. Hér er lýs- ing á því sem gerðist eftir bardaga um götuvígi: Einn mótmælenda lá á götuvíginu, aS því er virtist meSvitundarlaus. CRS-maS ur barSi hann hvaS eftir annað í höfuðiS meS kylfu, en á meðan tók að loga í götuvíginu. RauSakrossmað ur, vandlega merktur á húfu, brjósti og baki og þannig auSþekkjanlegur jafnvel úr fjarlægS, reyndi aS koma særSa manninum til hjálpar og færa hann burt. CRS-maSurinn barSi hann beint í andlitiS þann- ig að hann féll til jarðar, en sneri sér síðan aftur að því að berja hreyfingarlausan mótmælandann. Og hér er frásögn stú- dents: Klukkan fimm um morg- uninn var ólíft fyrir gasi í Rue Gay-Lussac. Ég fór meS vinstúlku mína inn í hús viS götuna; hana sveiS í augun og hún náSi varla andanum. ViS leituSum skjóls meS nokkrum félög- um okkar hjá konu sem bjó þarna. Um sexleytiS ruddist óeinkennisklæddur lögreglu þjónn inn með byssu í hendi. Hann hafði neytt konuna til að hleypa sér inn meS því aS hóta henni lögsókn fyrir aS hýsa óeirSaseggi. Hann lét okkur standa á stigapall- inum og raSaSi um þaS bil 30 CRS -mönnum í stigann Framh. á bls. 7. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 11. júlí 1968 2

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.