Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.07.1968, Qupperneq 6

Frjáls þjóð - 11.07.1968, Qupperneq 6
Pað hefur vafalaust ein- hverjum orðið á að spyrja daginn sem Nató-ráðstefn- an var sett í Háskóla ís- lands og hópur hernáms- andstæðinga settist þar á tröppur: Hvar eru íslenzk- ir stúdentar? Því að þeir létu tæplega sjá sig á þess um stað og var þeim þó málið skyldast. Víst er um að erlendir stéttarbræður þeirra hefðu fæstir látið svo gullvægt tækifæri til mótmælaiðkana renna sér úr greipum. Þeir hefðu flykkst á staðinn og mót- mælt af öllum kröftum. En íslenzkir stúdentar höfðu öðru að sinna þennan mánu dagsmorgun. Og vafalaust hefur einhver hugsað sem svo, ekki er að spyrja að deyfðinni yfir þessum bless uðum Háskóla. íslenzkir stúdentar eru friðsamur hópur. Þeirra á meðal er fátt pólitískra öfgamanna, lítið um póli- tískar umræður, nema helzt ómerkilegt flokkaþref, lít- ill áhugi á róttækri endur- skoðun þjóðfélagsins, eng- in Rudi Dutsche eða Daniel Cohn-Bendit. Ástæðurnar fyrir því að hreyfinga á borð við þær sem við þekkjum frá Þýzka- landi og Frakklandi gætir ekki meðal íslenzkra stúd- enta, og er sennilega alls ekki að vænta úr þeirra hóp eru margar. Veiga- mesta atriðið er þó líklega hversu samofnir íslenzkir stúdentar eru íslenzka þjóð- félaginu og efnahagskerf- inu. Vegna þess að þeir fá ekki fullnægjandi fjárhags- aðstoð frá opinberum að- ilum verða þeir að stunda aukastörf með námi. Þann- ig eru íslenzkir stúdentar fljótlega orðnir virkir þátt takendur þjóðfélagsins og jafnvel búnir að eignast hús eða bíl löngu áður en námi þeirra lýkur. Þeir hafa þannig hagsmuna að gæta í þjóðfélaginu og eru ekki líklegir til að halda uppi gagnrýni á grundvall- arforsendur þess eins og starfsbræður þeirra víða er lendis gera. En íslenzkir stúdentar eru nokkuð klókir og þeir heyja sína baráttu á sinn hátt. Þannig notuðu þeir ráðstefnumálið til þess að knýja fram fimm milljón króna styrk til byggingar fé lagsheimilis. Og rétt nýlega var verið að afhenda þeim hús undir barnaheimili. Það skyldi þó ekki vera að sá óvenjulegi skilningur sem málefni íslenzkra stúdenta hafa mætt hjá stjórnarvöldum landsins uppá síðkastið sé í ein- hvers konar tengslum við virka baráttu stúdenta um heim allan. íslenzkir stúd- entar ættu að íhuga það vandlega hvort þeir eiga er- lendum starfsbræðrum sín- um ekki eitthvað upp að inna. Stúdent. * JÚLlFERÐIR Ms. Gullfoss REYKJAVÍK — LEITH — KAUPMANNAHÖFN 6. og 20. júlí. & Ms. Krp. Frederik REYKJAVÍK—THORSIIAVN — KAUPMANNAHÖFN 11. og 29. júlí. Verð farmiða: Til Thorshavn Til Leith Til Kaupmannahafnar frá kr. 1313.00 frá kr. 1869.00 frá kr. 2742.00 Fæði, þjónustugjald og söluskattur innifalið í verðinu FÁEINIR FARMIÐAR ÓSELDIR Nánari upplýsingar í farþegadeild og hjá umboðsmönnum félagsins. Hf. Eimskipafélag íslands Sími 21460 B L A Ð S J Á I AlþýcSublacSiS, þritSju- daginn 9. júlí ritar Ólafur Jónsson athyglisverða grein um forsetakosningarnar þar sem hann ræðir m. a. um pólitískan >leiSa og stöðu þjócSþings gagnvart lýð- ræði: „Stundum er talacS um „pólitískan leiða“ eins og hann væri tilfallandi sjúk- dómur. LeicSi á pólitík getur staf acS af því að menn finni til þess acS þeir hafi sjálfir, al- mennir og óbreyttir kjósend ur, svo sem engin áhrif á hina pólitísku baráttu sem í æ ríkara mæli virðist sjálf- virk flokkastreita, sérhyggin valda- og hagsmunapólitík flokkanna sjálfra og einna án þess að á þeim sé raun- verulegur málefnalegur mun ur. Pólitískur leiði getur sprottið af því að mönnum leiðist pólitík, vircSist hún lí.tilsvercS og niðurlægjandi -ÆÍns og aS henni er staðiö, kjósi aS firrast alla þátttöku í henni. Slíkur pólitískur leiSi getur búiS lengi um sig án þess hans gæti aS marki í almennum kosningum í landi sem er gegnsósa af flokkapólitík þar sem póli- tískir flokkar hafa búið jafn kirfilega um sig og hér á landi, með því ofurvaldi á- róSurs og sefjunar sem er til þess búið aS knýja menn á kjörstaS í kosningum, til aS kjósa, kjósa einhvern flokk- inn, bara einhvern, sama hver er. En þegar hann brýzt út getur orðiS sprenging. Þó ekki væri nema svo sem þriSjungur af fylgi Kristj- áns Eldjárns, af 'slíku tagi óánægSra kjósenda, leiSra á hinni hefSbundnu flokka- pólitík, væri það sameigin- lega umtalsvert pólitískt afl. Áreiðanlega á sá flokkur, nýr eSa gamall, allt aS vinna sem náS gæti þessum kjós- endum á sitt band. Ekki til þess eins að kjósa sig hang- andi hendi á kjördag held- ur til raunverulegrar mála- fylgju, sameiginlegra skoS- ana og hugsjónabaráttu. i LýSræSislega kjörið þjóS þing er aS réttu lagi eins konar þverskurSur, spegil- mynd þjóSarviljans, al- mennra viðhorfa samfélags- ins við hverju máli. ÞingiS er þaS líffæri þjóðarlíkam- ans sem annast sameiginleg- ar ákvarSanir hans, kristall- ar skoSanamyndun samfé- lagsins í beinum ákvörðun- um um tiltekin málefni. Þing ið „hefur vit fyrir“ þjóSinni — en ,,vit“ sitt sækir þaS hvergi annars staSar en til þjóSarinnar. Ef einangrað þing stjórnmálamanna tek- ur aS reyna að hafa vit fyrir þjóðinni þvert ofan í vilja fólksins, án þess aS þekkja hann eSa hirSa um hann, er einhver lasleiki kominn upp í hinu lýðræSislega skipu- lagi. ESa blandast nokkrum hugur um hvernig forseta- kjör hefSi fariS ef það hefSi verið á verksviSi alþing- is? — ÓJ.“ í Suðurlandi 6. j#Ií hef- ur Guðmundur Daníelsson viðtal við Einar Oddgeirs- son, sýslumann V-Skaffcfell- inga. Hefur Guðxntmdur viðtalið á mjög eirðœnm- legan hátt með því að Iýsa tryggð sinni yfir úrsStmn MEÐAL EFNIS í NÆSTA BLAÐI: £ Æska og þjóðemi eftir Gísla Gunnarsson • Upphaf greinarflokks um mótmælaaðgerðir á íslandi. Viðskiptin aukast þegar auglýst er í Frjálsri þjóð. 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 11. júlí 1968

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.