Frjáls þjóð - 11.07.1968, Síða 8
Magnús Torfi Ólafsson:
KRAFA UM NÝ STJÓRNMÁL
Flmmludagur 11. júlí 1968
Gegn sóðaskap
•'* ■' • ' '
Um árabil má heita að
stöðnun hafi ríkt í íslenzkum
stjórnmálum. Kjörtímabil eft-
ir kjörtímabil hafa orðið hverf
andi litlar breytingar á kjör-
fylgi og þar með þingstyrk
flokkanna, og þess er nú
skammt að bíða að sami þing-
ttieirihluti hafi stjórnað land-
inu samfleytt í áratug. Mynd-
azt hefur lokað valdakerfi,
með sjálfsánægðum og steig-
urlátum meirihluta og minni-
hluta sem virðist farinn að
sÉbtta sig við hlutskipti sitt og
skórta þrótt til að bjóða vald-
höfunum byrginn og deila við
þá um völdin í alvöru.
Eins og sýnt var fram á í
síðasta tölublaði Frjálsrar
þjóðar, brast þetta kerfi í for-
setakosningunum 30. júní.
Þorri kjósénda lét vilja flokks
foringja sém vind um eyrun
þjóta, hafnaði frambjóðanda'
kerfisins og valdi keppinaut
hans í þjóðhöfðingjaembættið
með slíkum meirihluta að um
ánftað eins finnast eklii dæmi
síðan almennur kosningarétt-
ur komst á.
Forsvarsmenn kerfisins geta
ekki skellt skuldinni af ósigr-
inum á frambjóðanda sinn.
Ekki hefur verið bent á neinn
koma af forsprökkum kerfis-
ins hefði orðið mun lakari en
hans, enda þótt tillit sé tekið
til andúðarinnar á að láta for-
setaembættið ganga frá tengda
föður til tengdasonar.
Sigur dr. Kristjáns Eldjárns
er ekki sigur neins einstaks
stjórnmálaflokks né flokka-
samsteypu. Fyrst og fremst er
hann auðvitað sigur forseta-
efnis sjálfs, en þar að auki hef-
ur hann almenna stjórnmála-
þýðingu. Úrslit forsetakosn-
inganna eru sigur fyrir þá í
öllum flokkum og utan flokka
sem óska eftir nýjum stjórn-
málum á íslandi, telja að ríkj-
andi valdakerfi sé að sigla í
strand. ef það er þá ekki kom-
ið það nú þegar, álíta að
sjálfheldan sem ríkir í íslenzk
um þjóðmálum, jafnt stjórn-
málum, atvinnumálum, félags-
málum, fjármálum og mennta
málum, verði ekki rofin innan
ramma þess iokaða kerfis sem
í augum æ fleiri tekur á sig
mynd vítahrings. að þar verði
Wfisbreyting að koma til.
Forsetakosningarnar sýndu
að íslenzkir kjósmidnr eru
ekki hræddir við að kjósa
nýjan mann, ef þeir telja
hann trausts verðan. Kosn-
urvænleg 1 íslenzkri stjórn-
málabaráttu misstu nú ger-
samlega marks gagnvart þorra
kjósenda.
Sigur dr. Kristjáns Eldjárns
stafaði ekki sízt af því að hann
er í húð og hár maður hins
nýja tíma, laus við mærð þá
og væmni sem svo margir
stjórnmálamenn okkar af
gamla skólanum hafa gert að
vörumerki sínu, og gerir þá
hjákátlega í augum yngri kyn
slóðarinnar.
Einn af lærdómum forseta-
kosninganna er að nýtt inn-
tak og nýtt yfirbragð stjórn-
málastarfs verður að haldast
í hendur, þar gildir hin gamla
áminning um að reyna ekki
að hella nýju víni á gamla
belgi.
Úrslit forsetakosninganna
komu mörgum á óvart, og þau
voru svo einstæð að ekki er
að furða þótt menn þurfi nokk
urn tíma til að átta sig á þýð-
ingu þeirra. Lærdómsrík voru
viðbrögð sumra þeirra, sem
erfiðast áttu með að sætta sig
við orðinn hlut ög Slógtl því
fram að niðurstaðan sýndi
fyrst og fremst að þjóðin ætti
ekki að hafa vald til að velja
forsetann í almennum kosn-
Nýlega er hafin áróðursher-
ferð til að hvetja menn til
betri umgengni um landið.
Þetta er þörf og tímabær starf
semi, því að sífellt eykst bí'la-
eign landsmanna og þar með
ferðalög og alltaf verður meiri
og meiri hætta á að landið
breytist smám saman í sorp-
haug, ef ekki er beitt öllum
ráðum til að kenna fólki snyrti
lega umgengni um náttúruna.
Sums staðar erlendis, t. d. í
Bandaríkjunum, liggja við því
töluverðar sektir að fleygja
rusli á vegum úti. Væri ekki
athugandi að taka slíkar refs-
ingar upp hér? Þótt flestir
hafi þann þroska til að bera
að unnt sé að kenna þeim að
umgangast náttúruna af ekki
minni prúðmennsku en stof-
urnar sínar, eru alltaf til ein-
staklingar sem ekkert skilja
nema boð og bönn og bein-
harða peninga.
Annað vandamál sem ráða
þarf bót á sem fyrst er hvern-
ig vinna skal bug á ýmsum
illyrmislegum umbúðum, eink
um mjólkurhyrnum og plast-
brúsum, sem eru þeirrar nátt-
úru að eyðast ekki í sjó né
verða ryði að bráð, og þekja
nú fjörur víðsvegar um land.
Er vægast sagt lítið augnayndi
af þessum hlutum og mætti
náttúruverndarráð taka málið
til athugunar.
1 grein Guðfinns Þorbjörns-
sonar um járnsmíði, sem birt-
ist í síðasta tölublaði Frjálsr-
ar þjóðar, er vitnað í grein í
Vísi 10. maí og hún sögð rit-
uð af Ottó Schopka. Þetta er
ranghermt hjá greinarhöf-
undi og mun einhver af blaða
mönnum Vísis vera höfundur
umræddrar greinar. Vill blað-
ið biðjast afsökunar á þessum
misskilningi.
hugsanlegan frambjóðanda af
sama sauðahúsi og dr. Gunn-
ar Thoroddsen sem líklegt má
telja að gert hefði betur en
hann, og reyndar fullvíst að
hlutur flestra sem til greina
ineabaráttan sýndi að mál-
efnalegur og yfirlætislaus mál
flutninpur á greiða leið að hug
um fólks. en hófleysi og ofsi
eru úrelt vonn. Ýmis brögð
sem til skamms tíma þóttu sig
LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ
DEYJA EKKI
RÁÐALAUSIR
Ungir hugsjónamenn
á leið til bsejarins úr
Vaglaskógi fundu hjá
sér hvöt þegar komið
var í Borgarf jörð til að
ráðast gegn herstöð-
inni í Hvalfirði og
eyða girðingum þeim
sem í kringum hana
áru. Þótti þeim hug-
myndin bráðsnjöll, en
sá var einn ljóður á
framkvæmdinni að ekk
ert höfðu þeir verk-
færa meðferðis er unn-
ií gaetu á girðingum
báásum. Einnig var upp
sengið skotsilfur allt.
En eftir nokkurn lest-
ur i Rauða kverinu þar
sem þeim var bent á
að ekkert væri ómögu-
legt, mundu þeir eftir
bvf að þeir höfðu með
ferðis rit sitt, Neista.
Réðust þeír nú í að
selja ritið og unnu við
það af kappi þar til
svo kom að þeir höfðu
næeilegt fé í höndun-
um til að geta keypt
nægilegar birgðir nagl
bíta og klípitanga.
BRÁÐUM KEMUR
BETRI TÍÐ
Það var í kosninga-
baráttunni á dögun-
að öldruð hjón hér i
bænum voru að ræða
fataleysi mannsins og
að nú þyrfti hann sem
fyrst að fara að elna
sér í nýjan alfatnað.
En fjárráðin voru ekki
mikil og fötin dýr og
hjónín voru tekin að
örvænta að máliö yrði
leyst.
En þá lifnaði allt )
einu yfir gömlu kon-
unni og hún sagði:
„Við bíðum með þetta
þangað til eftir kosn-
ingarnar, væni minn.
Það lækkar allt þegar
hann Kristján er kom-
inn að.“ /
ÓVÆNTUR
LIÐSAUKI
Þegar hermdarverka
menn úr fylkingunni
réðust baráttuglaðir á
mannauða herstöðina
í Hvalfirði og rifu niö
ur gaddavír innblásnir
af eldi hugsjóna, barst
þeim óvæntur liðsauki.
Nokkrir bændur úr ná-
grenninu komu aðvif-
andi og tóku að að-
stoða við niðurrif
gaddavírsins Þótti
hugsjónamönnunum
sem þarna væri gott
dæmi um staðfestu ís-
lenzkrar bændamenn-
ingar. En því miður
kom i ljós að hér var
ekki um hugsjónabar-
áttu að ræða — bænd-
urna vanhagaði baia
um virspotta til að
girða kringum búpen-
ing.
HVERNIG VÆRI
ÞAÐ
Gömul kona hafðl
dvalizt alllengi ínni !
kjörklefa á kosninga-
daginn. Að loktnn
staulaðist, hún fram
að borði kjörnefndar
og spurði: „Hvernig er
það, má ég ekki kjósa
Kristján og Völuí"
íngum, atnema ttæn þ]oo-
kjör forseta og fá forsetaval-
ið í hendur Alþingis.
Tekið skal fram að mér er
ókunnugt urn að nokkur áhrifa
maður hafi tekið undir þessa
skoðun, en það eitt að hún
skuli hafa skotið upp kollin-
um manna á meðal sýnir of-
stopann hjá sumum áhangend-
um valdakerfisins. I þeirra
augum skulu hagsmunir kerf-
isins í hvívetna settir ofar
þjóðarvilja.
Og var ekki fordæmið fyrir
svona fjarstæðu gefið á síðasta
Alþingi? Þar linntu flokksfor-
ingjar ekki látum fyrr en þeir
komu fram breytingu á kosn-
ingalögum sem rýrir vald ó-
breyttra kjósenda gagnvart
íorustu flokkanna.
Þótt ólíku sé saman að
jafna, var árangur I-listans í
Reykjavík í þingkosningunum
í fyrra nokkur forsmekkur af
því sem nú gerðist í forseta-
kosningunum. Þar létu óbreytt
ir kjósendur í ljós álit sitt á
því sem gerzt hafði í einum
flokkanna, á þann veg að for-
ustumenn úr öllum flokkum
lóku höndum saman til að
hindra að slíkt gæti framar
gerzt. Óhætt er að fullyrða að
þær aðfarir urðu ekki til álits-
auka þeim sern þar lögfiu hönd
Tímarit Máls og menningar
Nýlega er komið út nýtt
hefti Tímarits Máls og menn-
ingar, 1. hefti 29. árgangs.
Margvíslegt efni er í ritinu,
en veigamest er grein Péturs
Hallbergs um Halldór Laxness
á krossgötum, þar sem gerð er
grein fyrir þróunarferli skálds
ins bæði í hugsun og skáld-
j skap síðan hann fékk Nóbels-
• verðlaun. Þá er í ritinu tölu-
I vert langur ritdómur eftir
: Gunnar Benediktsson um þrjú
• ung sagnaskáld, Svövu Jakobs
j dóttur, Steinar Sigurjónsson
J og Guðberg Bergsson. Einnig
, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum
j og Ingu Birnu Jónsdóttur,
| þýðingar á rússneskum Ijóð-
I um eftir Helga Hálfdánarson.
Loks er í ritinu grein um
Gri'kkland eftir Sverri Kristj-
ártsson og ritstjórnargrein um
Atlantshafsbandalagið.
Strætisvagnaferðir
íbúar í austanverðu smá-
íbúðahverfi hafa beðið blaðið
að koma því áleiðis, að þeir
séu óánægðir yfir þeirri ráð-
stöfun, að fækkað hefur ver-
ið ferðum í hverfið, eftir H-
dag. Ennfremur skora þeir á
forstjóra Strætisvagnanna, að
láta leið 18, (hraðferð) fara
austur á Tunguveg og þar
suður í stað Réttarholtsvegar
nú.
að verki.
Þetta atvik er aðeins eitt
af mörgum sem hvert á sinn
hátt hafa stuðlað að þeim á-
fellisdómi sem þjóðin hefur
nú kveðið upp yfir ríkjandi
valdakerfi.
Hver sá afmarkaður hópur
sem reynir einhliða að telja
sér til tekna úrslit forsetakosn-
inganna á vísa baksléttu sem
jafnan fylgir ofmetnaði. Krafa
kjósenda um ný stjórnmáí
beinist til allra flokka, en það
er hefð í löndum með lýð-
ræðislegt stjórnarfar að frum
kvæðið að pólitískri endur-
nýjun kemur frá vinstri. Nú
er eftir að sjá, hvort íslenzk
vinstrihreyfing þekkir sinn
vitjunartíma.
Magnús T. Ólafsson.