Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 6
iiiiiiiiimiitiMiiiiiittMMHiiiiMiimiiHmnimtuu^ I Gísli Gunnarsson: Þetta var samið fyrir tæpum 7 árum, eða í desember 1961. Þá var 22. þing Komm- únistaflokks Ráðstjórnarríkjanna nýafstaðið, en þar var rækilegt talað um glæpi, sem framdir voru á Stalánstímabilinu, og eftir það þing var hætt að láta Stalín vera múmíu í glerkistu og nafni Stalíngrad var breytt í Volgugrad. Á þinginu var m. a. rætt um að reisa sérstakt minnismerki fyrir fórnarlömb Stalínstímabilsins, — af því varð ekki fremur en mörgum öðrum fyrirheitum. Þessir atburðir ollu mörgum íslenzkum sósíalistum miklu hugarangri og deildu þeir mikið á sovézka kommúnista fyrir uppljóstranirnar um glæpi Stalínstímabilsins. Eft- ir að hafa staðið í deilum í margar vikur við flesta pólitíska félaga mína, samdi ég þetta. Hins vegar taldi ég, sennilega með réttu, vonlaust að reyna að fá þetta birt í einhverju blaði eða tímariti, sem ég gat sætt mig við þá. Mér finnst þessar hugleiðingar ekki síður tímabærar í dag og ákvað því loksins núna að f á þær birtar. SÖGULEG NAUDSYN Ég hcyri hróp þin, kæri vinur. Ég heyri hróp þín þar sem þú liggur þjáður í pyntingarklefum skríffinnskuvaldsins. Ég heyri hróp þín, kœri vinur. Hróp þín á hjálp. Hví skyldir þú sextán ára í fangelsi seytján ára í útlegð átján ára landflótta hættir lífi þínu þúsund sinnum 1905 og 1917 og þúsund sinnum aftur ..... fyrir sósíalisma fyrir fólkið fyrir framtíðina verða að sæta pyntingum og játa á þig verstu glæpi gegn sósíalisma gegn fólkinu gegn framtíðinni? Ég heyri hróp þín, kæri vinur. Ég skil hróp þín, kæri vinur. Hróp þín á hjálp. Ég veit að þú vildir ekki að Ivan Lozovsky hyrfi fyrir að gagnrýna héraðsstjórnina f Stavropol og að Igor Setanof hyrfi fyrir að gagnrýna ekki héraðsstjórnina í Stavropol; en þú sagðir ekki ncitt því að þú vildir að einhverjir lifðu þetta af lifðu af grimmdina lifðu af brjálæðið. En, samt, vinur, samt, értu hér og hrópar á h jálp. Hver'er sök þín, vhtur? Hver er sðk þín? Hví þarft þú að hrópa á hjálp? Hrópa á hjálp vegna þúsundanna sém eru saklausir pyntaðir hrópa á hjálp vegna hundruð þúsundanna sem eru saklausir myrtír. Hver er sök þín, vinur? Hver er sök ÞEIRRA, vinur? Penir sagnfræðingar austur frá og vestur frá gæddir kaldri skynsemi og fallegum alhæfingum geta gefið þér svar: Þú skilur: Sovétríkjasambandið er umlykt óvinnm sem vilja tortíma því. Það er engin furða þótt menn séu dálítið tortryggnir Sovétríkjasambandið er umlukt óvinum stóríðnað bvfíííja upp mikinn niikinn stóriðnað lír »—i ettgu. Tll þess þarf liörku og dugnað. Það er engin furða þótt menn séu dálítið harðir. Þú skilur, vinur. Þetta er allt saman nauðsynlegt fyrir sósíalisma fyrir fólkið fyrir framtíðina. Þetta er allt saittatt söguleg nauðsyn. Þú hrópar á hjálp. Það er söguleg nauðsyn. Þú ert pyntaður. Það er söguleg nauðsyn. Þú ert drepinn saklaus. Það er söguleg nauðsyn. Söguleg nauðsyn. Þess vegna er meir en hálf ur Bolsévíka- flokkurinn svikarar. Þess vegna eru flestir byltingarforingjarnir svikarar. Þess vegna skulu þeir orsóttir. Þess vegna skulu þeir ettir og launmorðingjar drepa þá. Byssu er miðað í Leningrad. Exi er sveiflað í Mexíkó. Þess vegna skulu þeir dæmdir til dauða fyrir lognar sakir. Þess vegna skulu þeir hverfa hægt og hljóðlaust. Bnkharín, Pyatkov, Kameniev, Preabosanski; Rykov, Tustjaevski, Rakovsky, Muralov, og margir fleiri, æ, svo margir margir fleiri. Alls staðar sveima hræfuglar skriffinnskuvaldsins. Hvers virði er hatrið til kúgarans þegar ekki er hægt að skipuleggja það ofan frá? Hvers virði er aflvaki vopnanna um betra líf þegar aflvaki byssustingsins er fyrir hendi? Þess vegna eru þægir embættismenn sarsins betri en gamlir byltingarmenn. Þess vegna skulu flóttamenn frá fasismanum drepnir eða afhentir Hitler vegna vináttu og í skiptum. Þess vegna skal frjáls hugsun kæfð. Þess vegna skal marxisminn troðinn í svaðið. Þess vegna skal sósfalisminn svívirtur. Þess vegna skal innleiða ofstæki og blindni persónudýrkun og þjóðernisrembing. Sögulega nauðsyn. En, vinur, ég heyri hróp þín ég skil hróp þín en hrópaðu ekki of hátt. Það er kannske maður á ghigga. Það væri í meira lagi óhentugt ef heittiurinn vissi að þú ert sáklaus. Gerðu það fyrir mig hrópaðu ekki of hátt. Gerðu það fyrir hann bróður minn. Truflaðu ekki drauminn hans. %' Leyfðu honiim að halda áð þú sért svikari að þú sért glæpamaður að þú sért f asisti. Leyfðu honnm að halda að meir en hálfur Bolsévikafiokkurínn hafi svikið og að flestir byltingarforingjarnir hafi svflrið. Truflaðu ekki drauminn hans. Þvi að hann er lika að vinna fyrir sósíalistna fyrir folkið fyrir framtíðina. Gerðu það, vinur. Truflaðu ekki drauminn hans. Leyíðu honum að sofa í ró. Heyrirðu það, vinur. Hrópaðu ekki of hátt. Og nú eru þeir að segja að þú sérl saklaus áð þú sért ekki svikari að þú sért ekki glæpamaður áð þú scrt ekki fasisti og að þú hafir ætíð untiið cinlægur fyrir sósíalisma fyrir fðlkið íyrir framtíðina árið 1905 ðg árið 1917 og irið 1937 ðg alltaf, alltaf Og nú scgjast þcir ætla áð reisa þér minnismerki. Vei, þeir hafa truflað ró bróður míns. Vei, þeir hafa truílað svefnfrið bróður míns. Vei, þeir hafa truflað draum bróður míns. Og ég sem hef aldrei gagnrýnt Gagnrýni í fyrsta sinn: Hvers vegna gátu þeir ekki þagað? riiiiinniiniiiiiniuniiHiiimmiimimiiiiimmimminminmnmmiiHmmimmiimiHiHniiniiiiHiiiiiinnliiiMliiiiiiHiMihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiriliiiiiiiiii^ Frjáls þjóð — Fimmtudagur 15. ágúst 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.