Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4
Lýðveldið VIKUBLAÐIÐ 15. JULI1994 Undirrituð er rétt stigin á fóst- urjörðina eftir margra ára útivist í Vesturheimi. Heim- koma mín miðaðist við að koma í tæka tíð fyrir afmælið á Þingvöllum, sem mér tókst. Hér verður að viðurkenn- ast að hvorki blind ást á móðurmálinu né heldur óbilandi föðurlandsást réðu ferðaáætlun minni. Hvorki „Fóstur- landsins freyja" né „Land míns föður" vekja upp þjóðernisstolt og meðfylgj- andi gæsahúð eins og forðum. Þessi umskipti má ef til vill skuldfæra á langa fjarveru í stórbrotnu „múlti- kúltúr" landslagi heimsborgarinnar New York, en ekki síður á pælingar um fyrirbærin þjóð, menning og þjóð- ernishyggju. Það sem öðru fremur rak mig heim í þetta afmæli var einskær og um leið fagleg forvitni um fyrir- bærið íslensk menning, þjóð og tunga, núna árið 1994. At gefnu tilefni markast afmælisár íslenska lýðveldisins ekki hvað síst af mikilli umfiöllun um „stöðu íslenskrar þjóðar, tungu og menningar". Þjóðar- leiðtogar, svokallaðir menningar- frömuðir, pólitíkusar auk annara fróðra og sérfróðra karla og kvenna hafa lagt sitt af mörlcum til að skil- greina og ekki hvað síst „meta stöðu" íslenskrar tungu, menningar og þjóð- __álrækt og menningarforræoi ar. Um leið og þessi umfjöllun vekur hjá mér aukna forvitni um íslenska þjóðmenningu, kvikna líka almennari spurningar um fyrirbærið „þjóð- menning". Hér langar mig til að velta upp spurningum sem Mta að „vernd- unarsjónarmiðum" sem eiga sér ákaf- lega sterka fylgismenn í þessari um- ræðu. Þó þessi sjónarmið beri hátt núna er langt í frá að umræðan um menningu, þjóð og tungu séu ein- skorðuð við þessa lýðveldishátíð. Þjóðernisvitund er nýrra tíma smíð Fyrst er'þó rétt að geta þess að ég tek undir með nýjum hugmyndum sagnfræðinga og mannfræðinga, sem halda því fram að þessi pólitískt menningarlega eind sem kölluð hefur verið þjóð, sé í raun mjög nýtt sögu- legt fyrirbæri, rétt rúmlega tveggja alda gömul. Sömuleiðis geng ég útfrá því að þjóðernisvitund sé ekki eitt- hvert sjálfsprottið náttúrufyrirbæri sem „vekja" þurfti upp, heldur miklu fremur söguleg smíð, sem er í raun aldrei fullmótuð heldur í sífelldri mótun. Gömlu þjóðernishyggjuhug- myndinni um að þjóð, menning og tunga séu fastar eindir sem draga megi afdráttarlaus mörk um hef ég líka sagt skilið við. Málið er miklu flóknara en svo, þó pólitísk landamæri séu dregin eru mörk á milli þjóða og menninga óskýr. Flæði hugmynda, verkkunnáttu, verkmenningar, fram- leiðsluvara og annara menningaraf- urða að ógleymdu stöðugu streymi fólks á milli landa rennir stoðunum undir þá skoðun. Umfang þessa flæðis Bækur Barnaskáldsaga um heimspeki fyrir fullorðna Jostein Gaarder: Sofies verden Roman om filosofiens historie Aschehoug 1994. Stundum verða til bækur sem eru svo einfaldar í snilld sinni að maður spyr hvers vegna í ósköpunum var ekki löngu búið að skrifa þær. Ein slík er Sofies verden eftir Norðmanninn Jostein Gaarder. Bókin er skáldsaga um sögu heimspekinnar, eins og segir í undirtitli. Og sagan er skrifuð fyrir börn. Aðalpersóna sögunnar er hin 14 ára Soffía Amundsen sem býr í norskum smábæ með móður sinni og föður sem reyndar er mest til sjós á olíuskipi og kannski eins gott, því samkomulag hjónanna virðist ekki upp á það bfesta. Einn daginn finnur SofE'a umslag í póstkassanum stílað á hana og á litlum seðli í umslaginu er skrifuð spurning- in Hver ert þú? Spurningin er upphafið að sögu sem spannar í senn alla heimspekisög- una og nokkrar vikur í lífi Soffi'u. Stúlkan, og lesendur, kynnast rökræð- um forn-grískra heimspekinga, gyð- ingdómi, kristni, hugmyndum mið- aldamanna, endurreisninni, barrokk- tímanum, rómantíkinni, Marx, Darwin og Freud. Sama'mis glímir Soffía við gátuna um Hildi, hver hún er og hvers vegna faðir hennar sendir Soffi'u bréfin sem Hildur á að fa. Eins og nærri má geta er Veröld Soffíu engin venjuleg bók en þegar nánar er að gætt byggir hún á einfaldri hugmynd. Aðall heimspeki er að furða sig á sjálfsögðum hlutum og það er einmitt það sem börn gera. Frægasti heimspekingur sögunnar, Sókrates, var haldinn síbernsku sem gerði hann að snillingi (en svo óþolandi í um- gengni að Aþenubúar dæmdu hann til dauða.) Börnum er eðlislægt að spyrja heimspekilegra spurninga og alveg rakið að veita þeim tilsögn um hug- myndir og sögu heimspekinnar. Eig- inleikinn til að láta heiminn koma sér á óvart tapast með aldrinum og heim- spekikennsla gæti kannski vegið upp á móti þeim skaða sem aldur og skóla- ganga veldur fallegum saklausum sál- um. Þetta er það sem Jostein Gaarder reynir að gera í sögunni um Soffi'u og tekst vel upp. Sá sem þetta skrifar gerði með skáldsögunni vísindalega tilraun á fjögra ára dóttur sinni. Til- raunin hófst þegar ég var búinn að lesa hluta af bókinni sem ég eiidur- sagði. Síðan hélt ég áfram að lesa og þótt þýðingin úr norsku væri búin til á staðnum, með tilheyrandi hiki og endurtekningum, þá fékk sú litla nógu mikinn áhuga tdl að vekja mig eldsnemma tvo morgna og biðja mig um að halda áfram að lesa söguna um Soffíu. Við svo búið mátti ekki standa og tilrauninni var aflýst vegna tækni- legra örðugleika. Þetta var jú orðin spurning um það hvort maður fengi svefnfrið fyrir forvitninni í barninu. Norðmenn sem búa í litlu samfé- lagi í útjaðri Evrópu virðast geta alið af sér rithöfunda sem hafa heiminum eitthvað að segja og Jostein Gaarder er einn slíkur. Veröld Soffíu kom fyrst Út 1991 og hefur bókin verið þýdd á fjölmörg tungmál og sest á metsölu- lista víða um lönd. Fyrir fjörtíu árum sló Jens Björneboe í gegn með sög- unni um Jónas, sem líka var barn og afbrigðilegt í ofanálag. Bjorneboe og Gaarder eiga það sameiginlegt að hafa drukkið í sig evrópska meginlands- menningu. Sögur þeirra eru viðleitni útkjálkamanna til að mennta sig og lesendur sína í leiðinni. Björneboe var aukinheldur uppreisnarmaður sem skoraði kerfið á hólm og réðst með of- forsi gegn þröngsýnum valdhöfum. Yfirbragð Gaarders / þessari einu sögu sem hér er til umfjöllunar er hæglátt og gagnrýnin óbein. Það sem skilur á milli Jónasar hans Björneboe og Soffíu Gaarders er að Noregur er orðin Evrópuþjóð. Smá- sálarhátturinn og kerfislæga vald- m'ðslan sem einkenndi norskt samfé- lag fyrir fjörtíu árum hefur látið und- an síga fyrir gildum og verðmætum menningarþjóða. Björneboe skrifaði ádeilurit en saga Gaarders er í ætt við kennslubók. Það er áleitin spurning hvar stað- setja ætti íslenskt samfélag miðað við það norska eins og það birtist okkur hjá þessum tveim rithöfundum. Kannski er best að nota hellalíkingu Platóns sem er endursögð í Veröld Soffi'u: Norðmenn horfa á skugga frummyndanna á hellisveggnum en við gónum á moldargólfið. PS. Þeir sem vilja ekki lesa söguna um Soffi'u á útlensku geta beðið róleg- ir til jóla því Mál og menning ætlar að gefa hana út. Páll Vilhjálmsson l_

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.