Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 10
10 VTKUBLAÐIÐ 15. JULI 1994 Áflnkhigl Menn tala gjarnan um atvinnu- leysi og atvinnuöryggisleysi pöpulsins en ljóst er að ástandið er aldeilis hrikalegt hjá séra Jónunum okkar. Það liggur við að forstjórar Isiands séu komnir í svipaða stöðu og þjálfarar knattspyrnuliða og er þá mikið sagt. Skoðum nokkur dæmi. Systkini Ingimundar Sigfussonar í Heklu eru búin að reka hann. Er sagt að gömul skrifstofukona í Heklu hafi grátið við tækifærið. Ingimundur á að hafa eytt of mikl- um íjármunum og tíma í leðjuslag- inn í forarpyttinum hjá Stöð 2. Gróa á Leiti segir okkur að systkin- in hafi greitt Ingimundi út sinn hlut í Heklu með bréfunum í Stöð 2. Gott á'ann, myndu sumir segja. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 er búinn að missa vinn- una. A hinn bóginn virðist deginum ljósara að hann getur slappað af í bráð. Er starfslokasamningurinn sagður svo hrikalega hagstæður Páli að annað eins hafi aldrei sést síðan Jón H. Bergs hætti hjá SS. Páll get- ur lifað ágætu lífi á vöxtunum og notað tímann til að undirbúa fram- boð fyrir næstu þingkosningar. Eini hausverkur Páls er að velja á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Páll Kr. Pálsson er búinn að missa vinnuna hjá Vífilfelli-Kók. Gamla brýnið Pétur Bjömsson þoldi ekki að Páll hafi sýnt sjálf- stæði. Áður gafst Pétur upp á Sím- oni Gunnarssyni og þar áður kom Pétur málum svo fyrir að Lýður Friðjónsson tengdasonur hans fékk djobb fyrir Coca Cola Company í útlandinu. En hvað á að gera við Pál Kr.? Davíð Skelfing Thorsteinsson er ekki einasta búinn að missa vinnuna hjá Smjörlíki-Sól,. hann er líka bú- inn að missa Smjörlíki-Sól. Hann hefur þótt góður „starfskraftur", en gerði tvenn afdrifarík mistök. Hin fyrri vom Sól-Kóla. Hin síðari voru samningur við ótraustan aðila um sölu á íslensku bergvatni til Banda- ríkjanna. Kannski má auðveldlega leysa at- vinnuleysi þessara manna. Davíð Skelfing ætti að verða framkvæmda- stjóri Vífilfells, Palli Magg ætti að fara til Smjörlíkis-Sólar og Páll Kr. ætti að verða forstjóri Heklu. Ingi- mundur? Hann verður bara að fara á þing eða eitthvað. Varla getur hann Ieyst Eggert Skúlason af sem fréttamaður á Stöð 2? Allt eru þetta að sjálfsögðu hinir mestu og valinkunnustu sæmdar- menn, sem enginn gat ímyndað sér að yrðu látnir fjúka. Hvað kemur eiginlega næst? Lætur Hörður Sigurgestsson reka Sigurð Helgason yngri sem forstjóra Flugleiða? Dettur mönn- um það í hug? Fýkur Brynjólfur Bjarnarson frá Granda? Einar Sveinsson frá Sjóvá-Almennum? Það sem verra er; kemst í tísku að tileinka sér orðbragð og hugsana- hátt Guðmundur Kópavogskrata Oddssonar sem sagði um daginn að Kvennalistapíur mættu éta það sem úti frýs? Það gengur á Stöð 2. Þar ganga menn um með stóreflis ístru efrir ótal máltíðir þar sem snætt hef- ur verið það sem úti fiýs. Hafið'i annars séð hvað Jón Olafsson er orðinn þybbinn? Er það vegna þess að hann gleypti Steinar Berg með húð og hári? Eru það laxaveislurn- ar? Nei. Hann er búinn að borða yfir sig af því sem úti frýs. Og bráð- um flytur Elín Hirst stórfréttir af nýjustu afrekum Skífunnar og Propaganda films. I Rithöndin Með heimsmannslegt yfirbragð en dulur undir Skriftín þín lýsir ágætum leikara og það starf ættirðu að stunda. Þú átt auðvelt með að taka á þig hin ólíkustu gerfi og stunduin manstu jafnvel ekki sjálfur hvað ert þú og hvað er gerfið. Að hluta kann þetta að stafa af því að þrátt fyrir heimsmannslegt yfirborð ertu dulur í skapi og þér er afar ilia við að láta þínar innstu hugsanir í ljós. Þú ert listfengur vel og hefur yndi af ferðalögum. Ef þú getur ekki starfað sem leikari ættirðu að vinna að ferða- málum. Þú ert víðsýnn og vel að þér á mörgum sviðum, fjölffóður mætti segja. Sjálfstæður en kærulaus með köflum. Agætur verkmaður, duglegur þegar þú vilt. Vilt helst fara þínar eig- in leiðir sem oft eru nokkuð frumleg- ar. En þú sleppur yfirleitt vel ffá hvers konar klípum - þú talar þig út úr þeim. Líklega þykir þér ekki vænt uin marga en afar vænt um þá sem ná sambandi við þig. Annars virkar þú já- kvæður í daglegu lífi og munt vera vinsæll og vel látinn. Þú þarft aðeins að draga úr eðl- islægri tortryggni þinni og varúð - þó hún sé vissulega stundum nauðsynleg - því þá mundi lífið brosa við þér. Gangi þér vel. R.S.E. Vernharður Linnet, jazzgeggjari og dag- skrárgerðarmaður. Mynd; ÓI.Þ. Neistaflug '94 um verslunarmannahelgina Síðasta sumar var í fyrsta sinn haldin fjölskylduhá- tíð um verlsunarmannahelg- ina í Neskaupstað undir heit- inu Neistaflug '93. Fjöldi þekktra listamanna kom þar fram og heppnaðist hátíðin vel í alla staði. Nú hefúr verið ákveðið að efha til samskonar hátíðar um næstu verlsunarmannahelgi undir heitinu Neistaflug '94. Það er Ferðamálafélag Neskaupstaðar sem stendur fyrir hátíðinni og er hún fjár- mögnuð af bæjarsjóði ásamt fyrirtækj- vun í Neskaupstað. Hátíðarhöldin fara ffam í miðbæn- um og næsta nágrenni og standa þau ffá síðdegi föstudagsins til mánudags- morguns. Hápunktur hátíðarhaldanna er skemmtidagskrá á sunnudag sem endar með varðeldi og flugeldasýningu í Lystigarði bæjarins. Miðbærinn verður allur skreyttur, yfir 200 fermetra tjald og stórt svið með tilheyrandi ljósaskreytingum munu setja stóran svip á bæinn og smðla að því að rétta stemmningin skapist í sumarnóttinni. Meðal þeirra sem koma ffam á Neistaflugi '94 verða stórstjömur eins og Bubbi Morthens, Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar, Páll Oskar og Milljónamæringamir og auk þeirra Ullarbandið, Dixie-drengir, Ózon og Siva. Þá verða úritónleikar, brúðuleik- hús, Spíróli-leiktæki, fjöllistamaðurinn The Mighty Gareth ffá Bretlandi, sjó- skíðasýning, hjólreiðakeppnin Tour de Norðfjörð, götukörfúbolti, bridgemót, sjóstangaveiðimót og margt, margt fleira. Aðgangseyrir er enginn að hátíðinni og tjaldstæði með fyrsta flokks aðstöðu em sömuleiðis án endurgjalds. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á skáldsögu. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Bárugerði. 7“ 2 r- 4- s 6> 7" 7 tí T“ 7 10 r 12 r- n $? w~ 7 9 T~ 0- /2 7 1— n 5- 7 2 )S Us> tó T T~ I6> 12 /6 j? F— 7 77— w~ 7• /9 7 7? T^ T~ V T~ 20 £r /9 7 w m 21 7 7To 19 21 T~ 7 7 \s 20 7 9 /9 7 7 7 S 23 7 7 5' /? ití 2 7 27 1 20 2S 17 8 7 7.ls> ? 20 7 27 2i2 Í>J /6 T~ 7 11 7 i/p 7 2— 2? 9 7 Ití H s~ 2D 8 7 !5 11 w /6 11 13 7 7 íT 7 T~ 20 7 7l sl y V 27 7 20 8 2¥ 7 2°) T~ W~ 7 4 27 7 5ö 5 TT~ 7 7 31 ‘2Z 27 4 7 2V Ití <7 7 V 15 IC? s~ 7 7 2.(o 27- 7 tí n ? 20 y 30 9 2S T~ 7 17 TT~ ¥ 32 7 1 )7 2S 8 22 )Z 7 8 // S 19 4 /4 W )$ 1 11 II 2T T) TZ S Oneitanlega fylgja því nokkuð blendnar tilfinningar þegar sumarið er jafn ágætt og það hefur verið hérna fyrir sunnan það sent af er. Vissulega er maður ánægður með að geta verið úti ívið létt- klæddari en í janúar. Og grillilmur- inn á síðkvöldum er veralega nota- Iegur. En á móti kemur að maður er að sjálfsögðu dauðstressaður yfir því að þetta geti nú ekki varað lengi. Stund sannleikans hljóti að fara að renna upp með napurri gjólu, rign- ingu og slyddu. Og slíkur kvíði í einhvern veralegan tíma leikur magann á fólki grátt. Að auki freist- ast menn til að láta vinnu sína lönd og leið og þær eru ansi margar stofnanirnar og fyrirtækin sem varla er hægt að kreista nokkra þjónustu úr þegar sólin er upp á sitt besta. Megnið af liðinu að skíra eða jarða eða með einhverja torkennilega Asíu-veiki. Svo þetta er dálítið beggja blands. Þó er enn verra þetta með gróð- urinn. Þegar við fáum svona tíð þar sem skiptist á sólskin og rigning þá er engu líkara en grasið missi alla stjórn á sér. Það verður bara eins og minkur í hænsnabúi eða nýútskrif- aður viðskiptaffæðingur í bótadeild almannatrygginga. Það er engu eirt. I venjulegu árferði þarf litlar á- hyggjur að hafa af grasinu. Yfirleitt rignir stöðugt og allir vita að það gengur ekki að slá í rigningu. Þannig að það er í mesta lagi einu sinni eða tvisvar á sumri sem ekki er unnt að finna einhverja afsökun. Nú og þegar við höfúm haft sólrík sumur þá er bara að passa sig að vökva ekki og þá verður garðurinn eins og tannstellið í tvítugum Aust- firðingum. Sviðin jörð. Hvoragt hefur gengið það sem af er þessu sumri. Og karlmennirnir í blokkinni hjá mér eru því kross- bölvandi um hverja helgi við að slá lóðina, sem er á við fótboltavöll. Á meðan sitja konurnar uppi á svöl- um, lepja hvítvín og hrópa ganginn í leikjum dagsins niður til þrælanna. Svo er það nú ekki til að auðvelda leikinn að einhver landslagsarki- tektinn hefur komist í hönnunina á lóðinni. Það er ekki nema sáralítill hluti hennar sem unnt er að slá með sæmilega stórvirku tæki. Allt er þetta í stöllum og hólum og mann- drápsbrekkum þar sem menn þurfa að vera í sigkaðli til að geta athafn- að sig. Þeir kannski leika það í Vest- mannaeyjum en okkur höfuðborg- arbúum þykir nokkuð snúið að beita orfinu sprangandi á milli hraungrýtisdranganna sem þarna eiga að vera upp á punt. Það ætti ekki að útskrifa nokkurn landslags- arkitekt fyrr en hann væri búinn að vinna eitt sumar einvörðungu í því að sinna lóðum fjölbýlishúsa. Síðan situr að sjálfsögðu hver blokk uppi með einn eða tvo furðu- fugla og vandræðamenn. Eg kom að einum í vor þar sem hann var í mestu makindum að dreifa áburði yfir grasflötina. Og það var sama þó við drifum okkur snarlega út nokkr- ir félagar og reyndum að sópa þessu saman með strákústum, skaðinn var skeður og verður víst seint bættur. Svo fór þessi skrattakollur auðvitað út á land og verður þar til hausts. Það er ábyrgðarhluti að láta svona menn kenna börnum landsins.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.