Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 15.JULI 1994 Lýðveldið fer stöðugt vaxandi. Ennfremur tek ég undir með þeim sem bent hafa á að þjóðin sem eind búi ekki yfir eðlislæg- um eiginleikum og lít svo á að hvorki sameiginlegt tungumál, saga, trúar- brögð né annað geri fólk sjálfkrafa að „þjóð" í menningarlegu tilliti, sem eigi þá sjálfkrafa rétt á pólitísku sjálfs- forræði. Uppstokkun og sá nýi skilningur sem fram hefur komið meðal fræði- manna á þjóðinni og fylgifiskum hennar, hefur líka leitt til endurmats og nýs skilnings á menningu og þjóð- menningu. Ég tek undir með þeim sem líta svo á að mótun menningar sé ekki eitthvað sem gerist á sjálfvirkan hátt heldur sífellt ferli átaka. Mótun menningar er vettvangur átaka milli deiluaðila sem búa yfir margvíslegum og sögulega sértækum ásetningi. Með öðrum orðum; mótun menningar er alltaf spurning um völd. Þarflaust frá að segja, eru áhrif þeirra sem hæst hafa eða láta mest að sér kveða um- talsverðust. Þanning verða til dæmis siðferði, hefðir og lífsviðhorf þess hóps sem flýtur ofaná í samfélaginu hverju sinni uppistaðan í ríkjandi menningu. Skil- in milii ríkjandi menningar og þjóð- menningar eru oftast ekki sundur- greinanleg. Tungan er pólitík Ekki þarf að líta langt til að sjá að tungumál er ekki nægjanleg forsenda til að skipa fólki í þjóðir. Bretar, Irar, Ameríkanar tala allir ensku en eru þó engan veginn sama þjóðin. Tungumál eru heldur ekki sjálfstæðar nátt- úrusprottnar einingar með tvímæla- laus mörk. Hlutverk tungumáls er margþætt. Tungumál er safn kerfisbundinna tákna sem notuð eru til að tjá tiltekinn veruleika. Tungumál eru því í sífelldri þróun og endursköpun eftir því sem veruleiki notendanna breytist. Skiptir þá ekki máli á hvaða sviði breyting- arnar eiga sér stað, hinu hugmynda- fræðilega, félagslega, pólitíska eða efhahagslega. Hins vegar er ekki þar með sagt að tungumálið sé safn hlutlausra tákna. Þvert á móti þá er orðaval og notkun, eins og flestir vita, hápólitískt fyrir- bæri. Orðnotkun endurspeglar hug- myndafræðilega og pólitíska afstöðu. Það skiptir máli hvort pólitískur bar- áttuhópur er kallaður skæruliðar eða frelsishreyfing, svo tekið sé alþekkt dæmi. Þar af leiðandi má réttilega á- lykta að allar aðgerðir sem lúta að málstjórnun séu hápólitískar, hvort heldur þær bera yfirskriftina „mál- rækt", „hreintungustefna" eða hvaða nafn sem þeim er gefið. Málstjórnun er í raun stjórnun á þeirri mynd sem dregin er upp af veruleikanum. Slík stjórnun er ekki einungis uppspretta félagslegs valds heldur einnig líkleg uppspretta átaka og baráttu. „Tungumál" hafa gegnt afar mikil- vægu pólitísku og menningarlegu hlutverki, ekki hvað síst eftir tilkomu þjóðríkisins. Hugmyndin um að tungumál skipi fólki í náttúrusprottn- ar eindir má rekja til þýskra 18. aldar hugmyndafræðinga, þeirra sem lögðu grunninn að þjóðernishyggju. Þessar hugmyndir náðu til íslands með ís- lenskum menntamönnum á síðustu öld og hafa allar götur síðan átt miklu fylgi að fagna. Þær hafa reynst kjöl- festan í menningarpólitísku uppeldi fólksins í landinu og hafa skipað mið- lægan sess í vitund íslendinga um sjálfa sig- sem þjóð, sem og um það hvað felist í íslenskri menningu. Þjóðarleiðtogar og Mjólk- ursamsalan á sama máli Þessi skilningur endurspeglast í ljóðlínum Snorra Hjartarsonar, „Land, þjóð, tunga þrenning sönn og ein" sem Mjólkursamsalan notaði í auglýsingu nýverið. Auglýsingin ber yfirskrifina íslenska er Okkar Mál og í henni kristallast sú hugmyndafræði- lega afstaða til „tungu, lands og þjóð- Hallfríður Þórarinsdóttir ar" sem mestri útbreiðslu hefur náð í landinu. I auglýsingunni segir: „Móð- urmálið er tákn þjóðar og íslensk tunga er okkar skýrasta sjálfstæðisyfir- lýsing. A hana er rituð saga lands og þjóðar. Hún bindur okkur skyldum og veitir okkur einnig dýrmætt frelsi. Landið og tungan eru sameign okkar allra". Þegar lesið er yfir lýðveldishá- tíðarræður, hvortheldur þeirra sem forystu gegna í menningarpólitískum efnum eða ræður flokkpólitískra leið- toga, kemur í ljós að þeir eru allir á sama máli og Mjólkursamsalan. Hér verða sem fyrr engar línur dregnar á milli vinstri og hægri. Táknrænt fyrir þessa pólitísku samstöðu var sam- hljóða samþykkt allra 63 þingmanna Alþingis á þingsálykrunartíllögu sem kveður á um stofnun hátíðasjóðs í til- efni 50 ára afmælis lýðveldins. Ráð- stöfunarfé sjóðsins skiptist í tvennt; helmingur fer til eflingar vistfræði- rannsókna á lífríki sjávar, hinn helm- ingur fjárhæðarinnar fer til eflingar ís- lenskri tungu. Með öðrum orðum; meðal pólitískra forystumanna og kvenna ríkir í landinu alger eining annars vegar um gildi lífríkis sjávar fyrir íslensk samfélag/efnahag og hins vegar um gildi íslenskrar tungu fyrir íslenska menningu. Allar hátíðarræð- urnar frá afmælinu á Þingvöllum bera þess glöggt merki. Það sem vekur hins vegar furðu mína er að hér virðist ekki nokkur vera í vafa um hvað sé „íslensk tunga" og hvað eigi að vernda? Eru mörkin endilega skýr? Hvaða viðmið liggja til grundvallar og hver hefur vald til að skilgreina hvar mörkin liggja? Tungumál hvaða hóps í samfé- laginu er lagt til grundvallar? Er mögulegt að enn sé verið að daðra við rómantískar hugmyndir um „ómeng- að alþýðumál til sveita", nú þegar þorri landsmanna hefur búið í þéttbýli í þrjár kynslóðir? Vert er að taka fram að hér er engan veginn verið að halla á fólk sem býr í sveitum eða íslenska bændastétt. Kynvillingar og kórrétt íslenska Ef verndun felst í því að halda í það sem gamalt er, er rétt að spyrja hvort halda eigi í öll þau ógrynni af niðrandi hugtökum sem vísa til kvenfyrirlitn- ingar af því þau eru til í því orðsafni sem skilgreint hefur verið sem ís- lenskt? Ennfremur mætti spyrja hvort hampa eigi „hlutlausum" hugtökum eins og „kynvillingur" en gera að engu réttindakröfur homma og lesbía um að vera kölluð nöfnum sem þau sjálf velja sér. Fyrir þá sem ekki muna er vert að minna á málþóf sem Samtökin 78 (samtök homma og lesbía) áttu við Ríkisútvarpið fyrir nokkrum árum. Ríkisútvarpið neitaði Samtökunum um að auglýsa nema undir hinu alíslenska hugtaki kynvillingiir. Fyrsta grein laga um Ríkisútvarpið segir eitthvað á þá leið að það eigi að standa vörð um íslenska menningu og tungu og það var einmitt málsvörn Ríkisútvarpins í þessu máli ef mig misminnir ekki gjörsamlega. Hér má bæta við að mjög veigamikið og tákn- rænt skref í átt að auknum lýð- réttindum undirokaðra þjóðfélags- hópa er krafan um að fá að vera kall- aður eigin nafni en ekki því nafhi sem kúgarinn hefur með valdm'ðslu sinni klínt upp á viðkomandi. Oftast endur- spegla þessi hugtök félagsiega brenni- merkingu um leið og þau eru notuð til að réttlæta valdníðslu. Til dæmis voru hliðstæðar nafnabreytingar eitt fyrsta baráttumál blökkumanna í lýðrétt- indabaráttu þeirra í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Þá vék hið aldagamla og gildishlaðna hugtak negro fyrir hugtakinu black sem kom frá hópnum sjálfum. Hugtakið nigger sem margir kannast við er afbökun á negro og endurspeglar algera niðrun. Nú er hins vegar farið að nota hug- takið African-American jöfnum hönd- um við hugtakið black, þar sem hið síðara þykir of einskorðað við líkam- leg einkenni á kostnað menningar- legra þátta. I Bandaríkjunum hafa mjög margir aðrir minnihlutahópar og þá sérstaklega nýir innflytjendur gengið í gengum hliðstæðar nafna- breytingar. Þó augljóst sé að ný nöfn tryggja ekki undirmálshópum félags- legan eða efhahagslegan jöfhuð þá er viðurkenning slíkra breytinga mæli- kvarði á umburðarlyndi stjórnvalda og er viðleitni í átt tíl félagslegrar við- urkenningar. Þegar talað er um „verndun tungu og menningar" er nauðsynlegt að spyrja hvað á að vernda og þá fyrir hverjum? Eigum við til dæmis að vernda þá fleti menningarinnar sem ýta undir og gefa öskrandi fylleríum ungmenna og annara félagslegt sam- þykki? Færa mætti rök að því að öskr- andi fyllerí væru gamalgróinn þáttur í íslenskri menningu. Eða eigum við að vernda, efla og rækta þá þætti menn- ingarinnar sem fær um 40% íslenskra karlmanna til að finnast barsmíðar á sambýlis- eða eiginkonum réttlætan- legar? Málstjórnun og valda- barátta íslenskt samfélag hefur fram að þessu einkermst af því að vera einstak- lega einsleitt í menningarlegu tilliti. Þó félags- og efhahagslegur munur meðal fólks sé jafngamll byggð í land- inu þá hefur þjóðin ekki skipst í minnihlutahópa eftir trúarlegum eða þjóðernislegum línum. Menningar- legur margbreytileiki fer hins vegar vaxandi í hinu síbreytilega íslenska samfélagi. Krafan um að allir lagi sig að háttum og hugarfari þess hóps sem er í félagslegri forystu er vægast sagt ólýðræðisleg. Sama má segja um kröf- una að allir tali og tjái sig samkvæmt kokkabókum sama hóps. Líkt og fram hefur komið þá er þjóðin sögulega nýtt fyrirbæri sem er í stöðugri mótun. Þjóðmenning og þjóðtunga eru sömuleiðis í eðli sínu síbreytileg. Eins og fyrr greindi er mótun menningar vettvangur átaka þar sem deiluaðilar takast á um völd- in. Nærtækt er hér að benda á frelsis- baráttu kvenna, íslenskra sem og ann- arra. Endurmat kvenna á sjálfum sér og krafa þeirra um aukna hlutdeild í menningunni hefur leitt til þess að sjálfsímynd þeirra hefur breyst. Fyrir íslenskar konur hefur frelsisbaráttan breytt þjóðarímynd þeirra og sömu- leiðis íslenskra karlmanna. Hvorki íslensk menning né íslensk tunga eða þjóð eru sjálfsprottnar og sjálfstæðar eindir sem einhvern tíma í fyrndinni voru „hreinni" og „ómeng- aðri" en þau eru í Islandi samtímans. Tímarnir breytast og mennirnir með eins og máltækið segir, sem mætti eins vel umsnúa og segja; veruleikinnn breytist, hugmyndir fólks um veru- leikann breytast og sömuleiðis tungu- málið sem notað er til þess að túlka þennan veruleika og hugmyndir. Spyrja mætti hvort málstjórnun sem dulbúin er sem „hlutlaus, ópóli- tísk menningarstefna" sé réttlæting á menningarforræði þeirra sem sitja þar við stjórnvölinn? Að lokum: Á þessu fimmtíu ára af- mæli íslenska lýðveldisins er vert að spyrja hvaða sess lýðræðið skipar í menningarstefnu og malpólitík ís- lenskra sttórnvalda. Höfundur er mannfræðingur. Lesendur skrifa Jóhanna leikur biðleikinn Jóhanna Sigurðardóttir hef- ur meðbyr ef dæma má við- brögð almennings við af- sogn hennar . I skoðanakönnun Dagblaðsins fyrir hálfum mán- uði er hún langsterkust allra srjórnmálamanna. Karlarnir eru ekki hálfdrættingar á við hana og „karlinn í brúnni" er óvin- sælastur allra í sömu könnun. Nú er Jóhanna laus við hann og heldur þá í víking um allt land. Jóhanna segist vera að svara kalli fólks sem vilji sterkan jafn- aðarmannaflokk. Alþýðuflokkurinn er ekki „inn" Jóhanna hefur ekki sagt berum orðum að hún hyggist yfirgefa Al- þýðuflokkinn, flokkinn sem hefur alið hana upp pólitískt. Það yrðu þung spor ef hún segði skilið við flokkinn, en líklega á hún engra annarra kosta völ. Jóhanna veit sem er að hún mun ekki fá það fylgi sem hún hefur í samfélaginu bjóði hiín sig fram í nafhi Alþýðu- flokksins. Skiptir þá einu hvort hún sigri Jón Baldvin í undan- gengnu prófkjöri og skipi þar með efsta sæti framboðslistans í Reykjavík. Alþýðuflokkurinn er ekki „inn" hjá félagshyggjufólkinu sem er bakland Jóhönnu. Jóhanna kemst ekki að því hvert fylgið er nema bjóða fram ein og sér. Jóhanna kom þeim á óvart Jón Baldvin, Sighvatur og þeir félagar héldu áreiðanlega ekki að Jóhanna léki biðleikinn strax eftir afgreiðsluna á flokksþingi krata. Með sigri sínum á Jóhönnu taldi Jón Baldvin sig hafa fengið óskor- að umboð til að fylgja málum eft- ir. Og þegar Jóhanna hafði sagt af sér ráðherradómi hafði Jón enn frjálsari hendur. Yfirlýsingar Jóns Baldvins í fjölmiðlum erlendis að undanförnu um nauðsyn þess fyrir íslendinga að ganga í ESB benda eindregið til þess að hann hyggist fara sínu fram. Þannig hefur hann alltaf hegðað sér. Jón og Sighvatur bjuggust hins vegar ekki við því að eftirleikur flokksþingsins yrði svo hraður sem raun bar vitni. Að Jó- hanna boðaði sérframboð og jafn- vel stofnun nýs flokks. Minn tími mun koma, voru skilaboð Jó- hönnu til krata. Tíminn flýgur hraðar en Jón Baldvin átti von á. Kosningar í haust Stuðningsmenn Jóns Baldvins og Sighvatar telja sig hafa meðbyr og líta björtum augum fram á veg- inn. Alþýðublaðið fylgir formann- inum blint og ræðst á Jóhönnu í leiðurum. Þetta er allt til að herða Jóhönnu og flýta atburðarásinni. Liðskönnun hennar kemur á- reiðanlega fyrr en hún gerði sjálf ráð fyrir, en styrkir hana ef til al- þingiskosninga kemur í haust. Frumkvæði Jóhönnu með afsögn- inni og boðun sameiningar jafnað- armanna kyndir undir umræðuna um kosningar. Davíð hefur þreif- að fyrir sér um hugsanleg ágrein- ingsefni í ríkisstjórninni sem gætu flýtt kosningum. Hann boðaði upp á eigin spýtur betri tíð og hef- ur málað sig eins langt frá for- manni Alþýðuflokksins í Evrópu- málunum og kostur er. Nú rekur Jóhönnumál Alþýðu- flokksins á fjörur Sjálfstæðis- flokksins. Klofinn Alþýðuflokkur og með lausa samninga launþega um áramót er ekki ákjósanlegt vegarnesti í alþingiskosningar að vori. Eftir að Davíð hefur losað sig við Steingrím eru hægari heima- tökin í stjórn með Framsókn. Kannski þegar í haust. Mistök Vilmundar ekki endurtekin Það sem Jóhanna heftir gert er aðeins biðleikur í stöðunni. Eng- inn efast um að hvín bjóði sig fram í næstu kosningum. Sigur R-list- ans opnaði leið sem er henni greiðfær. Fari hún ein fram er enginn sem efast um að hún nái kjöri í Reykjavík. Bjóði hún fram í öllum kjördæmum vandast málin. Líklegt er að hún láti mistök Vilmundar verða sér víti til varn- aðar. Bandalag jafhaðarmanna stillti upp óreyndu fólki í ölluin kjördæmum. Vandi Jóhönnu felst ekki síst í því að „svara kalli" gras- rótarinnar og að hafa framboðið sem álitlegast. Verkalýðshreyfing- in mun verða með og ýmis félaga- samtök ætlast til að þau hafi sína fulltrúa á framboðslistanum henn- ar Jóhönnu. Margir eru kallaðir en Jóhönnu liggur ekkert sérstaklega á. Hún ætiar sér að kanna betur hvernig landið liggur. A meðan heldur hún ríkisstjórn og Jóni Baldvini við efnið. Höfundur er jafhaðarmaður sem vill ekki láta nafhs síns getið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.