Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 6
Kapítalliminn VIKUBLAÐIÐ 15. JULI1994 Peningaflótti til útlanda Fjárfesting innanlands hefur dregist saman um rúma 20 milljarða á ári. Ýmislegt hefur verið gert til að auð- velda aðilum fjárfestingu innanlands en fyrstu við- brögðin eru að nýta nýfengið frjálst flæði fjármagns til að kaupa útlend verðbréf. Þúsundir atvinnulausra bíða á sama tíma eftir innspýtingu í hreyfihamlað íslenskt hagkerfi. Innlendir aðilar fjárfestu á fyrstu fimm mánuðum ársins í erlendum verðbréfum fyrir 5 milljarða króna. Á sama tíma er fjárfesting innanlands nálægt hættumörkum, en heildarfjár- festing hefur dregist saman úr 84 milljörðum árið 1987 í áætlaða 62 milljarða árið 1994 eða um 26 pró- sent. Þar af hefur fjárfesting í atvinnu- vegunum dregist saman úr 45,2 millj- örðum í 23,1 milljarða eða um 48,9 prósent. Þetta er að gerast á sama tíma og sköttum upp á 5 til 6 milljarða króna á ársgrundvelli hefur verið létt af fyrirtækjum landsins og það hefur gert sitt til að hagnaður fyrirtxkja landsins hátt í þrefaldaðist á síðasta ári miðað við árið áður. Alþýðu landsins er hins vegar boðið upp á kaupmáttar- lækkun og atvinnuleysi. Kannski ekki að undra þegar þess er gætt að nú virðast auknar ráðstöfunartekjur fyrir- tækja landsins í vaxandi mæli renna til fjárfestínga erlendis. 6 milljarðar í verðbréf - 7 milljarðar í hlutabréfum Seðlabankinn hefur upplýst að fyrstu 5 mánuði ársins hafi hrein kaup innlendra aðila á verðbréfum sem gef- in hafa verið út erlendis numið nær 5 milljörðum króna. Kaupin þetta tírna- bilið voru reyndar 5,8 milljarðar, en bréf upp á 1 milljarð voru seld á mótí. Mestur hlutí þessara kaupa eða rúmur þriðjungur voru skuldabréf útgefin af erlendum aðilum í erlendri mynt, en þau voru keypt nettó fyrir 1,7 milljarð króna. Hitt vekur ekki síður athygli að innlendir aðilar hafa keypt skuldabréf sem ríkissjóður Islands hefur gefið út erlendis upp á 1,3 milljarð króna. Þessu tíl viðbótar má bæta því við að nettókaup fslendinga á hlutafé er- lendis fer vaxandi. Á árinu 1992 voru nettókaupin um 140 milljónir króna, en nýrri upplýsingar eru enn ekki fyr- irliggjandi hjá Seðlabankanum. Er þó af nógu að taka, því í árslok töldust fjárfestíngareignir Islendinga í at- vinnurekstri vera tæplega 6,8 millj- arðar, þ.a. 2,8 milljarðar í eigin fé. Stærstí hlutí fjárfestíngareigna íslend- inga erlendis liggja í sjávarútvegsfyrir- tækjum eða 6 milljarðar. Um 75 pró- sent þessara fjárfestínga hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. Samdráttur í fjárfestingu innanlands á öllum sviðum Sem fyrr segir hefur fjárfesting á Is- landi dregist verulega saman síðustu árin; fjárfesting í atvinnuvegunum hefur minnkað um helming frá 1987 eða úr 45 milljörðum í áætlaða 23 Frá útifundi á Austurvelli gegn atvinnuleysi í upphafi árs. Þjóðhagsstofnun reiknar með ári og lítilli hreyfingu á fjárfestingum innanlands. Fjárfesting á íslandi 1960-1994 Meðfylgjandi listi sýnir fjárfestinguna í milljónum króna á núgildandi verðlag . Tolur fyrir 1993 eru bráða- birgðatölur og tölur fyrir 1994 eru spá frá því í i /or. Atvinnugrein 1960 1969 1972 1978 1984 1987 1991 1993 1994 Landbúnaður 2.725 1.920 4.725 4.780 3.815 4.835 2.070 1.675 1.600 Fiskveiðar 5.450 625 5.920 5.210 3.270 8.565 2.850 2.135 2.100 Fiskvinnsla 1.250 500 2.520 3.115 3.060 2.940 1.545 1.625 1.700 Iðnaður/Stóriðja 1.590 7.810 7.465 9.300 7.880 8.705 7.335 5.610 5.660 Flutningstæki 2.725 750 3.180 3.750 3.080 3.625 10.130 2.030 3.700 Versl-,skrifst- og gistihús 1.135 1.715 2.930 4.140 4.950 9.745 4.750 4.195 4.000 Ýms. vélar/tæki 680 625 1.955 2.630 4.990 6.830 5.635 4.520 4.340 Alls atvinnuv. 15.555 13.945 28.695 32.925 31.045 45.245 34.315 21.790 23.100 íbúðarhús 6.590 7.515 12.980 18.260 18.385 15.840 17.435 15.230 15.300 Hið opinbera 6.600 14.160 19.370 24.395 22.155 22.765 27.960 25.235 23.700 Fjárfesting alls 28.745 35.620 61.045 75.580 71.585 83.850 79.710 62.255 62.100 Erum rnjög uggandi yfir þessari þróun „Við höfum verið að benda á hið mikla atvinnuleysi og rætt úr- lausnir í því sambandi. Það liggur fyrir að samdráttur í fjárfesting- um innanlands nemur um 20 milljörðum á ársgrundvelli og við höfum bent á nauðsyn þess að sú þróun snúi við. Við erum því eðli- Iega mjög uggandi yfir þeirri þró- un sem nú sýnist vera í gangi, að fjármagnið streymir úr Iandi," segir Björn Grétar , Sveinsson, formaður Verkamannasambands Islands. Björn segir að hann hafi beðið um að kannað yrði hverjir væru að kaupa þessi bréf erlendis, en meðan þær staðreyndir væru ekki á borðinu vildi hann ekki fullyrða um það. „Ég vil bara segja að þetta er að gerast um leið og heimilað var frjálst streymi fjármagns milli landa um síðustu áramót. Mikið fé virðist streyma úr landi í stað þess að menn fjárfesri innanlands tíl að fá púður í hálf lamað hagkerfi," segir Björn Grétar. Björn vildi sem fyrr segir ekkert fullyrða um hverjir kaupendur er- lendu bréfanna væru. Vikublaðið hefur heimildir fyrir því að þar séu ekki síst á ferðinni bankar og Iífeyr- issjóðir. Fjárfestíng og atvinnuleysi eru nokkuð samhangandi þættir og þeg- Björn Grétar: Við erum eðlilega mjög uggandi yfir þeirri þróun sem nú sýnist vera í gangi, að fjármagnið streymir úr landi. ar útifundur var haldinn um at- vinnuleysið í upphafi þessa árs var Guðmundi J. Guðmundssyni mjög umhugað um fjárfestingar lífeyris- sjóðanna erlendis. Guðmundur lagði einmitt út frá því að starfs- menn lífeyrissjóða hefðu farið er- lendis tíl að fræðast um verðbréfa- viðskiptí og taldi ótækt að menn sem þægju laun frá verkalýðshreyfing- unni leituðu eftir fjárfesringum er- lendis frekar en að leggja þau í verk- efni innanlands. milljarða í ár. Fjárfesting á sviði fisk- veiða hefur hrunið úr 8,6 milljörðum árið 1987 £ áætlaða rúma 2 milljarða í ár. Einnig hefur orðið hrun í fjárfest- ingu í landbúnaði og kannski að von- um eftir slysin í fiskeldinu, sem þar flokkast undir. Þarf að fara áratugi aft- ur í tímann tíl að sjá svo litla fjárfest- ingu í landbúnaði og verið hefur síð- ustu tvö árin. I iðnaði og stóriðju áttu menn sem kunnugt er von á miklum fjárfestingum vegna nýs álvers, en það er út úr kortinu og er fjárfesting á sviði iðnaðar með minnsta móti. Þá er fjárfesting í verslunar-, skrifstofu- og gistihúsnæði í lægri kantínum, eink- um ef miðað er við gróskuárið 1987 þegar Kringluævintýrið náði hámarki. Hin miklu kaup á verðbréfum út- gefnum erlendis eru til komin eftir að höftum var létt af fjárfestíngu í er- lendum langtímaverðbréfum og eðli- lega eru þessir innlendu aðilar að leita eftir sem hæstri ávöxtun. Athyglisvert er í þessu sambandi að rifja upp hvað gert hefur verið í skattamálum fyrirtækja á allra síðustu árum - þ.e. í tíð ríkjandi ríkisstjórnar. Samsvarar árlegum skatta- ívilnunum ríkisstjórnarinnar Aðstöðugjald upp á 5,3 milljarða 5 til 6 prósent atvinnuleysi í ár og á næsta Myndir: ÓI.Þ. árlega hefur verið fellt niður. Frá 1991 hefur tekjuskattur fyrirtækja lækkað í áföngum úr 50 í 33 prósent. Samkvæmt yfirliti fiármálaráðuneytis- ins er þetta skattalækkun upp á 1,4 milljarða á ári. Lækkanir á vöru- og jöfhunargjöldum frá 1991 eru upp á að minnsta kosti 1,4 milh'arðar króna miðað við eitt ár. Þá hafa komið rýmri afskriftarheimildir upp á 50 milljónir á ári. Nettólækkun skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði er á bilinu 70 til 130 milljónir. Á móti þessu kemur breikkun tekjuskattsstofnsins, hækkun fasteignaskatta, hækkun á trygginga- gjaldi og sérstakt ábyrgðargjald. En í heild eru skattalækkanir fyrirtækja upp á 8,4 milljarða á ársgrundvelli, en auknar álögur á móti 2,8 milljarðar. Arlegur skattagróði fyrirtækjanna er því nettó upp á 5,6 milljarða. Skoðun Vikublaðsins á afkomutöl- um fyrirtækja 1993 og 1992 sýnir að í flestum tilfellum reyndist um veruleg- an afkomubata að ræða, en á sama tíma eykst atvinnuleysi og kaupmáttur rýrnar. Að undanförnu hafa fréttir birst í fjölmiðlum um tuga og hund- ruða milljóna króna hagnað helstu fyrirtækja landsins. Þeirra á meðal eru kvótahæstu útgerðarfyrirtæki lands- ins, en að öðru leyti eru það helst fyr- irtæki í sjávarútvegi sem nú tapa og einstaka fésýslufyrirtæki sem tapa vegna þess hve mikið fer á afskriftar- reikning þeirra. Vikublaðið hefur áður birt lista yfir hagnað 64 fyrir- tækja á síðasta ári þar sem í ljós kom hagnaður upp á alls tæpa þrjá millj- Sigurður Snævarr hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun: Byggjum ekki upp fyrir framtíðina - Fjárfesting í atvinnuvegiinum hef- ur dregist saman um helming á nokkrum árum. Hvaöa áhrifhefurþaö? „Það blasir við að fjárfesting hefur dregist verulega saman og þá erum við ekki að byggja upp framleiðslu- tækin fyrir framtíðina og eru fram- leíðslutækin í raun að dragast saman. Tíl að halda í við keppinautana er- lendis þurfum við svipuð tæki og tækni og tíl þess þarf að fjárfesta, annars drögumst við aftur úr. Fram að þessu hefur okkur eðlilega verið starsýnt á fjárfestingu í fiskveiðunum og þrátt fyrir allt hefur orðið mikil fjárfesting í fiskiskipaflotanum og þá fyrst og fremst í vinnsluskipunum. En þegar fjárfesting er annars vegar er það út af fyrir sig ekki magnið sem segir allt heldur ekki síður gæðin. Við höfum séð ár mikillar fjárfest- ingar sem skilað hafa takmörkuðum árangri. Það er hægt að nefna nei- kvæða fjárfestingu á borð við Kröflu eða fjárfesting í minnkun á skipum landsins vegna reglugerðar um stærð þeirra." - A sama tíma ogfjárfesting innan- lands dregst saman eru innlendir aðilar að kaupa erlend verðbréf í miklum mœli. Hvað segir þetta okkur? „Fyrst og fremst held ég að menn sjái enga sérstaka vænlega fjárfest- ingakostí hérlendis. Það er aðalatrið- ið. I fjárfestingum horfa menn til lengri tima og það má ekki gleyma því að raunvextir hafa verið mjög háir. Skuldastaða margra fyrirtækja hefur verið afar slæm og þau hafa verið í varnarbaráttu við að styrkja skuldastöðu sína, fremur en að vera í fjárfestingarhugleiðingum. Þetta gerist í efhahagslægðum. Ég tel þetta skipta mestu; fyrirtækin eru að reyna að styrkja innviði sína." - Sjá mennfyrir se'r aukningu íjjár- festingum innanlands d nœstunni? „Okkar spá gerir ráð fyrir 1,7 pró- sent aukningu á fjárfestíngu á næsta ári og að aukningin verði að meðal- tali 4,4 prósent á ári á árurium 1996 til 1998. Er þó ekki reiknað með ál- veri eða slíku. Svo má ekki gleyma því að við erum að draga úr veiðum og styrkja þorskstofninn og það er fjárfesting sem ekki kemur fram í rit- um eins og Hagtölum mánaðarins."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.