Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 15. JULI1994 Aí erlendum vettvangi vegna þess að þeir neituðu að fara eft- ir fyrirmælum stjórnarliða um að taka nágranna sinn af lífi. Blaðamenn frá Rúanda og baráttumenn fyrir auknum mannréttindum hafa verið myrtir, óháð hvaða hópi þeir tilheyra. Ættbálkarnir tveir tala sama tungu- mál, deila sömu menningu og sama landsvæði. í Rúanda er t.d. hvorki „Tútsiland" né „Hútúland". Það get- ur verið erfitt að greina Hútúa og Tútsa í sundur því þeir hafa getið börn saman í gegnum aldirnar. Til þess að viðhalda hinni svoköll- uðu ættbálkaskiptingu, fyrirskipaði ríkisstjórnih að allir skyldu bera á sér vegabréf. Þar á að koma fram hvort viðkomandi er Hútúi eða Tútsi, flokkun barna ræðst af föðurnum. Mismunur milli ættbálka er hins veg- ar svo lítill eins og áður sagði að myndast hefur markaður fyrir fæðing- arvottorð. Þannig getur t.d. sá er flokkaður er sem Tútsi greitt fyrir að láta breyta vegabréíinu sínu og vera flokkaður sem Hútúi til þess að fá betri vinnu eða menntun. Ríkisstjórn- in ráðstafar vinnu í hlutföllunum 9 móti 1, Hútúum í vil. I sumum fjöl- skyldum er eitt barn skráð sem Hútúi og annað sem Tútsi. I Föðurlandsfylkingunni RPF eru bæði Hútúar og Tútsar. Leiðtogar hennar segjast vera andsnúnir ætt- bálkaskiptingunni sem ríkisstjórnin elur á. „Fyrsta verkefhið verður að gera Rúandabúum kleift að líta á sig sem Rúandabúa er hafi sama rétt hvort sem þeir eru Hútúar eða Túts- ar", sagði talsmaður RPF í viðtali í júní síðastliðnum. Þá segir annar tals- maður RPF samtökin vera „andsnúin íhlutun Frakka. íhlutun þeirra er til þess að verja pyndingarmeistarana". „Frakkar eru ekki hlutlaus aðili í þess- um átökum," sagði annar talsmaður RPF og bætti við: „Þeir bera að hluta Gylfi Páll Hersir til ábyrgð á upplausninni og fjölda- morðunum í Rúanda." Ættbálkaskiptingunni svokölluðu var einkum komið á af nýlenduherr- unum, Þjóðverjum og Belgum, í þeim tilgangi að auðvelda sér arðrán og kúgun á þegnum landsins. Erjur milli þessara hópa eru arfur þess tíma, arfur sem innlend'ráðastétt notfærir sér til þess að viðhalda forréttindum sínum á kostnað fátækra bænda. Um það snú- ast átökin í Rúanda. Ráðastéttin sam- anstendur bæði af Hútúm og Tútsum, þótt þeir fyrrnefndu séu fjölmennari. Svipað mynstur má sjá víða í Afríku, bein afleiðing áratugalangrar ný- lendustjórnunar og arðráns. Það er merki um andstæða hagsmuni að Frakklandsstjórn hefur ekki tekist að fa ríkisstjórnir annarra heimsvalda- landa í lið með sér til hernaðaríhlut- unar í Rúanda. Hvorki Bandaríkin, Bretland, ítalía né Belgía sjá efnahags- legum eða hernaðarlegum hagsmun- um sínum ógnað. Hernaðaríhlutun Frakka leysir ekki vandamál Rúanda, fremur en aðrar hernaðaríhlutanir heimsvaldalandanna. Hún er gerð í þeim tilgangi einum að verja hags- muni Frakka á svæðinu, efhahagslega sem hernaðarlega. Verja þá ráðastétt sem þeir hafa stutt með ráðum og dáð undanfarna áratugi. Höfundur er félagi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún og í Málfundafélagi alþjóðasinna SJ Útboð F.h. Garðyrkjustjóra Reykjavíkur er óskaö eftir tilboðum í frágang dvalarsvæðis við Aflagranda. Um er aö ræða uppgröft og brottakstur, flutning efnis innan svæðis, moldarfyllingu og jarðvegsbætur á gróðursvæð- um, hellulagningu, kantsteinslagningu, malbikun, þakn- ingu, gerð timburkants o.fl. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júlí 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fn'kirkjuvegi 3 - Sími 25800 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram þriðji útdráttur húsbréfa í 4. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í dagblaðinu Degi föstudaginn 8. júlí. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSd húsnæðisstofnun ríkisins f 1 HÚSBRÍFADEILD • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVtK • SlMI 69 69 00 út í Viðey k\i imarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík þetta árið er út í Viðey, merkan sögustdð og náttúruperlu við bœjardyr Reykvíkinga. Fárið verður sunnudaginn 17. júlíog lagt uppfrá Sundahöfn kl. 10 árdegis. Gert er ráð fyrir að koma til baka um fimm-sex-leytið. Margt verður við að vera: Pólitík - skemmtun - söngur - leikirfyrir börn ogfull- orðna -frœðsla um eyjuna, náttúru hennar og sögu. Þátttakendum er ráðlagt að taka með sér hráefni til matargerðar, en grill verða á staðnum, þar semfólk getur grillað sinn eigin mat. Einnig bjóðum við upp á pylsurfyrir börnin. Verð kr. 800 fyrir fullorðna og 400fyrir börn yngri en 12 ára. Hjón með börn greiða þó aldrei meira en 2000 krónur. Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur nú fengið eigin síma og er númerið 17505. Skrifstofan verður opin daglega, vikunafyrir sumarferðina, kl. 15 til 17 ogfólk er hvatt til að skrá sig íferðina áþeim tíma. Þvífyrr sem þátttakendur skrá sig, því betrafyrir skipu- lagninguna. Allir Alþýðubandalagsmenn og gestir þeirra eru vel- komnir í sumarferðina. Þeir sem eiga músíkinstrúment á borð við gítar, nikku eða þvíumlíkt mega gjarnan taka þau með, ásamt góða skapinu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.