Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Side 9

Vikublaðið - 15.07.1994, Side 9
VIKUBLAÐIÐ 15.JULI 1994 Af erlendum vettvangi 9 vegna þess að þeir neituðu að fara eft- ir fyrirmælum stjórnarliða unt að taka nágranna sinn af lífi. Blaðamenn ffá Rúanda og baráttumenn fyrir auknum mannréttindum hafa verið myrtir, óháð hvaða hópi þeir tilheyra. Ættbálkarnir tveir tala sama tungu- mál, deila sömu menningu og sama landsvæði. í Rúanda er t.d. hvorki „Tútsiland" né „Hútúland". Það get- ur verið erfitt að greina Hútúa og Tútsa í sundur því þeir hafa getið börn saman í gegnuin aldirnar. Til þess að viðhalda hinni svoköll- uðu ættbálkaskiptingu, fyrirskipaði ríkisstjórnin að allir skyldu bera á sér vegabréf. Þar á að korna fram hvort viðkomandi er Hútúi eða Tútsi, flokkun harna ræðst af föðurnum. Mismunur milli ættbálka er hins veg- ar svo lítill eins og áður sagði að myndast hefur markaður fyrir fæðing- arvottorð. Þannig getur t.d. sá er flokkaður er sem Tútsi greitt fyrir að láta breyta vegabréfinu sínu og vera flokkaður sem Hútúi til þess að fá betri vinnu eða menntun. Ríkisstjórn- in ráðstafar vinnu í hlutfiillunum 9 móti 1, Hútúum í vil. I sumum fjöl- skylduin er eitt barn skráð sem Hútúi og annað sem Tútsi. I Föðurlandsfylkingunni RPF eru bæði Ilútúar og Tútsar. Leiðtogar hennar segjast vera andsnúnir ætt- bálkasldptingunni sem ríkisstjórnin elur á. „Fyi'sta verkefnið verður að gera Rúandabúum kleift að líta á sig sem Rúandabúa er hafi sama rétt hvort sem þeir eru Hútúar eða Túts- ar“, sagði talsntaður RPF í viðtali í júní síðasdiðnum. Þá segir annar tals- maður RPF samtökin vera „andsnúin íhlutun Frakka. Ihlutun þeirra er til þess að verja pyndingarmeistarana". „Frakkar eru ekki hlutlaus aðili í þess- um átökum," sagði annar talsmaður RPF og hættí við: „Þeir hera að hluta Gylfí Páll Hersir til ábyrgð á upplausninni og fjölda- morðunum í Rúanda.“ Ættbálkaskiptingunni svokölluðu var einkum komið á af nýlenduherr- unum, Þjóðverjum og Belgum, í þeim tilgangi að auðvelda sér arðrán og kúgun á þegnum landsins. Erjur milli þessara hópa eru arfur þess tíma, arfúr sem innlend-ráðastétt notfærir sér til þess að viðhalda forréttindum sínum á kostnað fátækra bænda. Um það snú- ast átökin í Rúanda. Ráðastéttin sam- anstendur bæði af Hútúm ogTútsum, þótt þeir fyrrnefndu séu fjölmennari. Svipað mynstur má sjá víða í Afríku, bein afleiðing áramgalangrar ný- lendustjórnunar og arðráns. Það er inerki um andstæða hagsmuni að Frakklandsstjórn hefur ekki tekist að fá ríkisstjórnir annarra heimsvalda- landa í lið með sér til hernaðaríhlut- unar í Rúanda. Hvorki Bandaríkin, Bretland, Italía né Belgía sjá efhahags- legum eða hernaðarlegum hagsmun- um sínum ógnað. Hernaðaríhlutun Frakka leysir ekki vandamál Rúanda, fremur en aðrar hernaðaríhlutanir heimsvaldalandanna. Hún er gerð í þeim tilgangi einum að verja hags- muni Frakka á svæðinu, efnahagslega sem hernaðarlega. Verja þá ráðastétt sem þeir hafa stutt með ráðum og dáð undanfarna áratugi. Höfundur er félagi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún og í Málfúndafélagi alþjóðasinna Utboð F.h. Garðyrkjustjóra Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í frágang dvalarsvæðis við Aflagranda. Um er að ræða uppgröft og brottakstur, flutning efnis innan svæðis, moldarfyllingu og jarðvegsbætur á gróðursvæð- um, hellulagningu, kantsteinslagningu, malbikun, þakn- ingu, gerð timburkants o.fl. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júlí 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram þriðji útdráttur húsbréfa í 4. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í dagblaðinu Degi föstudaginn 8. júlí. Auk þess liggja upþlýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins f I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00 út í Viðey Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík þetta árið er út í Viðey, merkan sögustað og náttúruperlu við bœjardyr Reykvíkinga. Fárið verður sunnudaginn 17. júlí og lagt uppfrá Sundahöfn kl. 10 árdegis. Gert er ráð fyrir að koma til baka umfimm-sex-leytið. Margt verður við að vera: Pólitík - skemmtun - söngur - leikirfyrir börn ogfull- orðna -fræðsla um eyjuna, náttúru hennar og sögu. Þátttakendum er ráðlagt að taka með sér hráefni til matargerðar, en grill verða á staðnum, þar sem fólk getur grillað sinn eigin mat. Einnig bjóðum við upp á pylsur fyrir börnin. Verð kr. 800fyrir fullorðna og 400fyrir börn yngri en 12 ára. Hjón með börn greiða þó aldrei meira en 2000 krónur. Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur nú fengið eigin síma og er númerið 17505. Skrifstofan verður opin daglega, vikuna fyrir sumarferðina, kl. 15 til 17 ogfólk er hvatt til að skrá sig íferðina á þeim tíma. Þvífyrr sem þátttakendur skrá sig, því betra fyrir skipu- lagninguna. Allir Alþýðubandalagsmenn og gestir þeirra eru vel- komnir í sumarferðina. Þeir sem eiga músíkinstrúment á borð við gítar, nikku eða þvíumlíkt mega gjarnan taka þau með, ásamt góða skapinu.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.