Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐID 15. JULI1994 11 Bíódagar 1/2 Sýnd í Stjörnubíó og Saga-Bíó Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson Aðalhlutverk: Örvar Jens Arnars- son, Jón Sigurbjörnsson, Rúrik Haraldsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir. Bíódagar Friðriks Þórs Friðriks- sonar og Einars Más Guð- mundssonar er mynd sem flest- ir bíóglaðir íslendingar hafa beðið eft- ir með fiðurfénað í hálsinum. Efrir- væntíng þessi stafar aðallega af því að síðasta afurð tvíeykisins áðurnefnda hlaut náð fyrir augum Oskars og fé- laga fyrir tveimur árum eða svo. Ar- angur sem þessi er auðvitað af hinu góða en það verður líka að athuga að með þess konar velgengni hafa Frið- rik og Einar byggt sér skýjakastala, sem er að auki ansi háll, þannig að greið- asta leiðin er niður á við. Það skiptír í raun ekki miklu máli hversu vel Bíó- dagar hefði heppnast, hún hefði undir flestum kring- umstæðum valdið von- brigðum. En á dauða mín- um áttí ég von frekar en að hún yrði hreint og beint slæm, sem hún er því mið- ur. Handrit myndarinnar er svo meingallað að þeir kost- ir sem myndin hefur að bera eru kæfðir á augna- bliki. Svo maður byrji á ljósustu punktunum þá skartar myndin hreint frá- bærri myndatöku Ara Krist- inssonar og stórkostlegri tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar að vanda. Að auki er tímabilið sem myndin á að gerast endur- skapað á fremur sannfær- Isak Jónsson andi.hátt. En hnökrarnir eru eins og áður sagði margliðaðir og má þar til dæmis nefha að myndin inniheldur allt of mikið af sögupersónum. Einar og Friðrik hafa kosið að dæla í mynd- ina heilum aragrúa af aukapersónum og útkoman verður sú að engin þeirra fær að njóta sín á fullnægjandi hátt. Eina persónan sem gerð eru einhver skil er bóndinn sem Jón Sigurbjörns- son leikur, hann á hreint ágæta spretti. Aðrar persónur vafra bara um án þess að áhorfandinn fái nokkurn tíma að skyggnast undir yfirborðið hjá þeim. Tilgangur flestra aukapersón- anna er að vera annað hvort fyndnar eða ógnvekjandi í nokkrar mínútur og hverfa svo. Því er myndin einhver sú yfirborðs- kenndasta sem ég man eftir í bili, ég er ekki frá því að jafnvel persónurnar í Veggfóðri hafi verið dýpri, þótt ótrú- legt megi virðast. Þar eð persónurnar eru í raun hálfgerðir leikmunir fá leik- ararnir lítið svigrúm til að túlka þær á sannfærandi hátt og er því leikurinn mestallur um og undir meðallagi. Annar helsti gallinn er uppbygging myndarinnar. Hún er byggð upp sem eins konar sögubrot eða glefsur án sýnilegra orsakatengsla og verður því myndin öll hin samhengislausasta og dramatísk uppbygging atriða verður klaufaleg, svo ekki sé meira sagt. Eitthvert verst uppbyggða atriði myndarinnar er án efa dauði föðurins, sem Rúrik Haraldsson leikur, og helst það í hendur við þá slæmu persónu- sköpun sem einkennir myndina. Þó það hljómi lygilega finnst mér eins og þeir hafi eytt meiri tíma í að sýna frá jarðarförinni hans Rúriks heldur en fór í að kynna persónuna sjálfa og seg- ir það sitt um stírðbusalega uppbygg- ingu. Maður fékk einfaldlega ekkert að kynnast föðurnum né sambandi hans við aðalpersónuna og er því nokk sama þegar hann hrekkur upp af. Ef- ast ég um að það hafi verið ætlun handritshöfunda. Eiginlega finnst mér að þeir Friðrik og Einar séu að nota rangan miðil til að koma þessum endurminningum sínum á framfæri. Ég held að myndin hefði sómað sér mun betur sem sjónvarpssería, hálftíma þættir sem sýndir væru á sunnudögum í RUV. Þá hefðu þeir getað tekið ákveðnar aukapersónur fyrir í hverjum þætti og farið al- mennilega ofan í kjölinn á þeim í stað þess að láta þær líða um eins og drauga og segja brandara. Þeir hefðu 1*1 einnig komist mun betur upp Wk með þetta glefsuformat sitt ef um stutta þætti hefði verið að ræða. En svo fór sem fór, félag- arnir ákváðu að gera úr þessu meðallanga bíómynd, of- fylltu hana svo af litlum at- riðum sem þeim fannst snið- ug, með þeim afleiðingum að ekkert atriðanna er fullkom- lega dramatíserað og persón- urnar fjara allar út og verða tilgangslausar. Þegar öllu er á botninn hvolft er Bíódagar hreinlega vond bíómynd og án efa ein af stærstu vonbrigðum ís- lenskrar kvikmyndasögu. Vonandi að Cold Fever komi Friðriki aftur á réttan kjöl. Sagt metfc niynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir 79 5fa*fysz<Zp:~ \ -7*_> Ul m The salts ih the ocean come mosuy.from the land. Rocks and soil contain many elements, including tfie sodium and chloride that make up ordinary table salt Rain falling ontn the land dissolves salts and other minerals in rock and soil. The minerals then wash into rivers and streams. They carry billions of tons of sálts to the ocean each year. When ocean water evapo- rates, salts are left behind. The salts in the ocean today accumu- lated over millions of years. Lausn myndagátunnar í sfðasta blaði er: „Rúsar hafa sett bann á sölu á fiski úr skipum sínum til íslenskra kaupenda.'

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.