Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 5
VTKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994 Menntunin 5 Frumvarp til laga um fleiri spurningarmerki í skólastarfi Hvað kemur frá 18 manna nefnd sem er skipuð fólki sem er valin af menntamála- ráðherra án samráðs við kennara eða foreldra? Hvað kemur út úr nefnd sem hefur ekkert faglegt markmið annað en það að breyta gildandi grunnskólalögum án þess að vita í rauninni þegar lagt er af stað til hvers á að breyta lögunum? Hvað kemur út úr nefnd sem er þannig skiþuð að þess er vandlega gætt að hún hafi ekkert samband við neinn aðila í stjórnar- andstöðunni? Hvað kemur út úr nefnd sem hefur það hlutverk að höggva á öll tengsl við þá vinnu að stefnumótun sem áður hefúr verið unnin í menntamálaráðuneytinu? Svar: Fleiri spurningarmerki. Frum- varpsdrög þau sem menntamálaráð- herra hefur k\’iint á blaðamannafundi má í besta lagi kalla frumvarp til laga um fleiri spurningarmerki í skólakerf- inu - og inálið er reyndar ekki þing- tækt því það vantar svo mikið í frum- varpsdrögin. Þetta er ekki frumvarp heldur drög að frumvarpsdrögum. Og meðal annarra orða: Hefur Alþýðu- flokkurinn samþykkt þessi drög eða þingflokkur Sjálfstæðisflokksins? Það hefur ekkert komið frarn um það að stjórnarflokkarnir hafi samþykkt þessi frumvarpsdrög. Enda var ekki fyrr búið að kynna þau á blaðamannafundi að forsætisráðherra ákvað að láta kjósa um mánaðarmótin september/ októ- ber. Að minnsta kosti ekki trú- verðugt Og það er ekki króna í frumvarp- inu; þær endurbætur sem reiknað er með í skólastarfi virðast ekki eiga að kosta neitt, enda eins gott. Því sömu dagana og menntamálaráðherra legg- ur frumvarpið fyrir á blaðamanna- fundi er hann að skera niður ffamlög til skólamála á fundum ríkisstjórnar- innar sem er urn það bil að skiia síð- asta fjárlagafrumvarpi sínu til þjóðar- innar með tugmilljarða króna halla. Umfram allt er þessi málsmeðferð menntamálaráðherrans ekki trúverð- ug. Hvað sem öllu öðru líður. Gert ráð fyrir... Eftirlætisorðatiltæki frumvarpshöf- undanna eru orðin „gera ráð fyrir....“ án þess að útskýra nokkuð nánar hvernig þessi ráð eru gerð eða til hvers og hvers vegna. Grunnskólann á að flytja til sveitarfélaganna. En hvað svo? Flvað með fjölda nemenda í hverri bekkjadeild? „.. gert er ráð fyrir að einstök sveitarfélög setji sér svipaðar viðmiðunareglur...“ án þess að það sé skýrt nánar í frumvarpinu eða með- fylgjandi textum þess. Hvað með sálfræðiþjónustu og sér- fræðiþjónustu skólanna sem á að fær- ast til sveitarfélaganna? „Gert er ráð fyrir að þessi þjónusta skerðist ekki frá þvf sem nú er.“ Ekki útskýrt nánar hvernig það verði tryggt. Hvað með möguleika kennara á ffamhaldsmenntun og endurmennt- un? Þeim spurningum er heldur ekki svarað en „gert ráð fyrir að möguleik- ar.. kennara" skerðist ekki ffá því sem nú er. En hvað uin kennsluráðgjöf? Þar sem sú þjónusta er ekki fyrir hcndi hjá sveitarfélöguin „er gert ráð fyrir að þau kaupi hana af stofnunum sem mennta kennara og/eða öðrum aðil- um sem bjóða upp á slíka þjónustu." Það er nefnilega það. En árgangastjórn, fagstjórn ogleið- sögn nýliða? „Gert er ráð“ fyrir svip- uðu umfangi og verið hefur. Og hvað með kennaranema? „Gert er ráð fyrir“..að þær stofnanir sem annast kennaramenntun taki upp samninga við sveitarfélögin. En hvað með laun og kjör kennara? Það er í nefnd. En hvað með tekjustofna handa sveitarfélögunum til að standa undir flutningi skóians? Það er í nefnd. Semsé ffumvarpið er ófullburða. Óljósar tillögur „Meginmarkmið" frumvarpsins er að flytja skólann til sveitarfélaganna. Því verkefni er ekki lokið eins og sýnt hefur verið fram á. En auk þessara verkefna sem er ckki lokið og hér hafa verið rakin nolckuð glittir sums staðar í beinar tillögur. Dæini: 1. I ákvæði til bráðabirgða er talað um að flýta einsetningu allra skóla þannig að hún hafi tekið gildi árið 2000 - cn hvergi kemur frain af hverju né heldur hve mikla fjármuni það muni kosta sveitarfélögin. 2. I ffumvarpinu er miðað við fella úr gildi þá lagaskyldu núgildandi laga að börn fái mat í skólum. Núverandi ríkisstjórn felldi niður þessa skyldu með sérstökum lög- unt og nú er sem sé ætlun menntamálaráðherra að afnema þess skyldu varanlega. 3. Felkl eru niður lagaákvæði gild- andi laga um samstarfsnefhd rík- is og sveitarfélaga um grunnskól- ann og um grunnskólaráð. Það verð ég að telja ffáleitt ef það er ætlunin að flytja skólann yfir til sveitarfélaganna í rekstri. Því eft- ir-sem áður verður skólinn sam- vinnuverkeffii af því að fagleg yf- irstjórn skólans verður í raun áffam í höndum ríkisins. 4. I níundu grein ffumvarpsins er fjallað uin eftirlit með skólum. I greinargerð kemur orðið „eftir- lit“ fyrir fimm sinnum - en samt kemur ekki fram hvernig eftirlit- inu eigi að ver'a háttað í einstök- uin atriðum. 5. Akvæði laganna um skólaráð eru felld niður án rökstuðnings, en það var einmitt eitt aðalkeppi- kefli Sjálfstæðisflokksins við ffá- gang gildandi grunnskólalaga að sett yrðu inn ákvæði í lögin um skólaráð. Reyndar var það Salóme Þorkelsdóttir sem aðal- lega beitti sér fyrir þessu, en nú virðast tveir samþingmenn henn- ar úr Reykjaneskjördæmi hafa sammælst um að hafna þessum tillögum hennar. 6. Fellt er niður - einnig án rök- stuðnings - heimildarákvæði um setu fulltrúa nemenda á fundum skólastjóra og kennararáðs og á kennarafunduin og starfsmanna- fúndum. 7. Skólinn á að lengjast úr níu mán- uðurn í tíu mánuði. Ekld er gerð glögg grein fyrir því hvernig þetta eigi að gerast né heldur af hverju. En bersýnilega er við það miðað að skólinn lengist í raun ó- breyttur - það er, að ekki verði bætt við kennslustundum frá því sem nú er. Nenia sveitarfélögin ákveði að gera það. Til dæmis á vikulegur lágmarkstími að verða óbreyttur ffá því sem nú er. 8. Mjög róttækar breytingar virðist eiga að gera á náinsgagnamálum án þess að nákvæmlega sé skýrt frá því hvernig sveitarfélögin eiga að standa undir þeini kostnaði. 9. Veruleg fjölgun verður á prófum án þess að fyrir því séu flutt fag- leg rök. Þannig er gert ráð fyrir því að hafa samræmd próf í grunnskólum þrisvar sinnum á námstímanum. lO.Sveitarfélög eiga að kosta kenn- ara og skólastjóra „á þau endur- menntunarnámskeið sem nýtast skólastarfinu best á hverjum tíma“. Ekki er gerð tilraun til að fjalla urn það hvernig líklegt sé að sveitarfélögin muni rækja þessi verkefni. Tafla um niðurskurð í þúsundum króna; allt á verðlagi fjárlaga- frumvarps 1994. Heimild fjárlagafrumvarps fyrir árið 1994. Ár Framlag Mismunur 1991 16.387,9 1992 15.494,3 893,6 1993 15.165,1 1222,8 1994 14.764,5 1623,4 Mism. alls 3739,8 ll.Gert er ráð fýrir því að sveitarfé- lögin borgi stofúkostnað við skólaheilsugæslu - inni í heilsu- gæslu viðkomandi byggðarlaga. Sem þó er - samkvæmt öðrum lögum - kostuð að fullu af ríkinu! Þessi upptalning verður ekki lengri að sinni; en hún sýnir væntanlega að yfirskrift greinarinnar á við rök að styðjast. Víkjum aðeins nánar að nokkrum tillögum: Að lengja í skólaárinu en ekki í kennsluvikunni Fyrst um lengingu skólans. Talað er um að lengja skólann í tíu mánuði úr níu. Það er kostnaðarauki upp á nærri því einn milljarð króna frá því sem nú er - ef gengið er út frá því að þessar viðbótareiningar taki það sama til sín í launum og sá grunnskóli sem nú er starfræktur. í greinargerð fruin- varpsins er talað um að kennsludagar eigi að vera 180 en séu allt að 155. Hvort tveggja bendir til urn eins millj- arðs króna útgjaldaaukningar frá því sem nú er. En í greinargerð ffurn- varpsins er hvergi að því vikið af hverju þessi leið er valin, en ekki hin: Að bæta skólanuin þann skólatíma sem nú er um að ræða, fyrst, áður en teygt verður úr skólanum lengur inn á sumarið. Það er mín skoðun að ef það eru til meiri peningar þá eigi að byrja á því að fjölga tímum á nemendur í skólavikunni. Svo eigi að lengja skól- ann inn á sumarið. Það eigi með öðr- um orðum að byrja á því að lengja kennsluvikuna svo kennsluárið. Námsgagnastofnun líka til sveitarfélaganna Sú breytingartillaga frumvarpsins sem ég tel einna varhugaverðasta er sú sem lýtur að námsgögnum. Þar virðist vera um að ræða margskonar efnis- breytingar: 1. Skólum er heimilt að útvega nemendum persónuleg gögn til nárns gegn gjaldi enda komi greiðsla fyrir. Ég sé ekki betur en þetta sé breyting frá því sem nú er fylgt effir að úrskurður um- boðsmanns alþingis var kveðinn upp vegna efnisgjalda í skólunt árið 1990. 2. Sveitarfélögin eiga samkvæmt frumvarpinu að kosta námsgögn í skyldunámi. Þau geta snúið sér til hvaða aðila sein er í þessu skyni en framlög ríkisins til námsgagnastofnunar minnld „sem nemur kaupum sveitarfé- laga“. Verður ekki betur séð en sveitarfélögin eigi að kosta í raun rekstur Námsgagnastofnunar, þó stofnunin verði áffarn rekin „á vegum ríkisins". 3. Námsgagnastofnun mun því ekki framvegis úthluta kvótum til skólanna heldur ntun hún selja sveitarfélögunuin námsgögn. Oftrú á samræmd próf I þriðja lagi í þessari lotu um prófin: I fyrra skrifaði ég nokkrar greinar í Vikublaðið um stefnu 18 - manna nefndarinnar og varaði við prófasýk- inni sem ég taldi þar örla á. Því miður hefur þessi prófasýki nú fengið útrás í tillögum nefndarinnar. Þar er gert ráð fyrir þvf í ffumvarpinu að sett verði lög um samræmd próf tvisvar á skóla- göngu nemenda í grunnskóla auk lokaprófs í 10. bekk. Það cr makalaust að setja þetta í lög með beinuin hætti; heimildarákvæði væri að ininnsta kosti eðlilegra. Og hvergi kemur ffarn af hverju tillagan er gerð né hvað þetta kostar - en fullyrt skal hér að kostnaður er mikill og þessi aðferð skilar engum heildarárangri. Rétt væri að mínu mati - ef peningar væru til f þetta - að komið yrði á reglulegu kerfi könnunarprófa sem yrðu sett á skól- ana á mismunandi tfmuin á mismun- andi svæðum og í mismunandi grein- um. Þessi stokkfreðni prófaþanki sem lýsir sér í ffumvarpinu er næsti bær við bandprjónsaðferðina og það er bullandi ágreiningur uin þetta mál meðal kennara. Eða við hverju var svo sem að búast? Hér hefúr verið farið yfir nokkur atriði frumvarpsdraganna. Nú bendir margt til þess að ffumvarp þetta verði aldrei að lögum og að við fáum að búa við óbreytt og batnandi grunnskóla- lög fyrst um sinn. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er líka viljinn til þess að láta fé af hendi rakna til þessa verk- efnis. A meðfylgjandi súluriti sést að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur ekki verið rausnarleg við ntenntakerf- ið; og þessa dagana situr Olafur G. Einarsson við að skera niður fé til skólamála - sömu dagana og hann heldur blaðmannafund urn nýtt skólakerfi. Sú menntastefna sem unnin var í tíð síðustu ríkisstjórnar var unnin af sam- tökum uppeldisstétta og foreldra. Um þá stefnu var heildarsamstaða. Líka allra flokka á alþingi. Ólafur G. Ein- arsson hafnaði þeirri stefnu og hefur reynt að frainleiða nýja. Það er lofs- vert að hann reynir að sýna stefnu; en árangurinn er því miður ekki upp á marga fiska. Eða við hverju var að bú- ast? Höfúndur er fyrrv. inennta- málaráðherra.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.