Vikublaðið


Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 19. AGUST 1994 starfsleyfi fyrir TIIORP-endur- vinnslustöðina (KE), um styttingu vinnutíma (AOB) og um úrbætur í málum nýbúa (GJH). Kröfðust skýrslu um afdrif samþykktra þingsályktana 1 fljótu bragði mætti ætla að það sé nokkuð góður árangur að ná frarn 30 þingsálýktunartillögum á 11 þingum. En ályktanir Alþingis eru oft eins og loforð fyrir kosningar; það er talað fjálglega um hin góðu málefni en svo verður lítið úr efndum. Sjálfar hafa þingkonur Kvennalistans talið ástæðu til að svekkja sig yfir afdrifum álykt- ana. A þinginu 1988-89 lögðu þær ffam beiðni um skýrslu um fram- lcvæmd ályktana Alþingis og iná það heita kaldhæðnislegt að engin skýrsla kom til uniræðu. A næsta þingi var beðið um skýrslu um ffamkvæmd ályktana Alþingis næstu fimm árin á undan og þá fékkst ffam skýrsla. Hún var þingkonunum lítið gleðiefni. Er hægt að segja um þessar 30 sam- þykktu tillögur að þær séu upp til hópa tillögur sem engum öðruin en Kvennalistakonum dytti í hug að leggja fram? Þarna eru tillögur sem segja má að líklegar hafi verið til að koma frá Kvennalistakonum; um nauðgunarmál, uin brjóstkrabbamein, um starfsreynslumat á heimilisstörf- um, um eflingu heimilisiðnaðar, um kynfræðslu, um tæknifrjóvganir og um eflingu á íþróttaiðkun Uenna. Aðrar tillögur í hópnum geta vart talist sérmál Kvennalistans. Til að átta sig nánar á stefhu Kvennalistans er nærtækt að reyna að flokka þingmál hans. Með fyrirvara um réttmæti slíkrar flokkunar má þó greina ákveðnar áherslur í málflutn- inginum. Fimm áherslufíokkar í mál- flutningi Kvennalistans 1 fýrsta lagi eru áberandi mál er varða börn/unginenni, konur og fjöl- skylduna. Þetta eru mál sem snerta störf kvenna, jafnrétti kynja, fæðing- arorlof, kynferðisbrotamál, foreldra- fræðslu, dagvistarmál, ofbeldi og fíkniefnaneyslu unglinga og fleira í þessum dúr. í öðru lagi eru áberandi mál er varða skóiamál. Þetta eru mál er snerta eflingu grunnskóla- og fram- haldsskólastarfs, kynfræðslu, náms- kostnað og fleira í þeirn dúr. 1 þriðja lagi má flokka saman mál er snerta lífskjara- og launamál og heil- brigðis- og velferðarmál. Þetta eru mál er snerta lágmarkslaun, kjara- rannsóknir, vinnustaðaöryggi, tak- inörkun vinnutíma, atvinnuleysi, líf- eyris- og meðlagsgreiðslur, málefni sjúklinga og annarra sem standa höll- um fæti. I fjórða lagi eru áberandi ntál er varða stjórnsýslu- og efhahagsmál. Svo sem um breytingar á sveitar- stjórnarlögum, um málefni Húsnæð- isstofnunar, um ineðferð opinberra mála, um einstaka „spillingarmál" og fleira. í fimmta og síðasta Iagi eru áber- andi mál er snerta umhverfismál, al- þjóðastofnanir og -samninga og hern- að. Dærni eru mál um endurvinnslu, umhverfisfræðslu, vernd vatnsbóla, friðlýsingu svæða, umhverfisgjald, THORP-endurvinnslustöðina, fryst- ingu kjarnorkuvopna og EES/ESB mál. Osköp svipið áhersla kemur í ljós þegar fyrirspurnir síðustu fjögurra þinga eru skoðaðar. Mest áberandi eru fyrirspurnir um ýmiss konar stjórnsýslu- og efnahagsmál, um mál- efni barna, unglinga og fjölskvldunn- ar, um umhverfismál og alþjóðastofn- anir og um skólamál. Er hægt að tala uin inálaflokka sem þingkonur Kvennalistans hafa lítt komið nærri? Jú, það rná fullyrða að þær hafi ekki verið virkar í málefhum einstaka atvinnugreina. Þingmál um t.d. landbúnað og almcnnan iðnað sjást ekki nema þá helst í fyrirspurn- um og það er rétt svo að þær hafi ver- ið með tillöguflutning í sjávarútvegs- málum. Tillögur í samgöngumálum eru hverfandi, en nokkur inál geta flokk- ast undir byggðastefnu. Mál er snerta breytingar á skattalöggjöfinni eru .fá, en helst þá um breytingar í þágu hinna efnaminni og verst settu. Mál er snerta bankamál og utanríkisviðskipti hafa sjaldan koinist á blað. Mál sem íþyngja ríkissjóði og atvinnurekendum Hiklaust má segja að þau mál sem brenna heitast á þingkonuin Kvenna- listans feli flest í sér aukin ríkisútgjöld og kostnaðarauka hjá fyrirtækjum. Hér má nefna ntál á borð við lengingu fæðingarorlofs, átak í dagvistarmál- um, breytingar á grunn- og fram- haldsskólum, jöfhun á námskostnaði, auknar fjárveitingar til fræðsluskrif- stofa, lögbindingu lágmarkslauna, hertar reglur um öryggi á vinnustöð- um, st\ttingu vinnutíma, ýmiss konar tillögur er varða almannatrygginga- kerfið, umhverfisgjald og fleiri mál mætti nefna. Taka má mjög áberandi dæmi. Þingkonum Kvennalistans þykir eins og mörgum öðrum að laun séu of lág á íslandi. A fyrstu þingum Kvennalist- ans fluttu Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir að minnsta kosti fjórum sinnum tillögur um lágmarkslaun. Ef litið er á frum- varp Sigríðar Dúnu á þinginu 1985- 86 þá vildi hún festa í lög að lágmarks- laun rnættu ekki vera lægri en útreikn- ingar Hagstofunnar á ffamfærslu- kostnaði einstaklings sýndu. Þá voru lágmarkslaun um 50 þúsund krónur á núvirði, en breyting Sigríðar Dúnu hefði þýtt að lágmarkslaun hækkuðu á einum bretti upp í um 78 þúsund eða um 56 prósent. Ekki var við því að bú- ast að atvinnurekendur tækju þessu fagnandi og því síður talsmenn þeirra á Alþingi, þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Friðrik sífellt truflaður við niðurskurðinn? Sigríður Dúna lagði einnig til að framlag atvinnurekenda til lífeyris- trygginga'hækkaði um eitt prósentu- stig, til að fjármagna lengingu fæðing- arorlofs úr þrernur mánuðum í sex. Af nýrri málum rná nefna frumvarp Onnu Olafsdóttur Björnsson og ann- arra þingkvenna Kvennalistans um lögfræðiráðgjöf og lögfræðiaðstoð í hjúskapar-, sambúðar- og sifjaréttar- málum. Frumvarpið gerði ráð fyrir að skylda lögffæðinga til að veita efna- litlu fólki slíka ráðgjöf og aðstoð. Fólkið átti að framvísa afriti af síðasta skattframtali og ríkinu gert að greiða t\’o þriðju hluta af uppsettum lög- ffæðikostnaði. 1 þessu máli sem svo mörgum kemur ffam ein meginá- hersla Kvennalistans og um leið kvennahreyfingarinnar á samfélagsleg úrræði í þágu hinna verr settu í þjóð- félaginu. Ef þetta mál væri bundið í lög væri hægt að ímynda sér Gunnu verkakonu krefja lögfræðing á borð við t.d. Sól- veigu Pétursdóttur um ráðgjöf og að- stoð og Sólveig yrði að segja já. Sem út af fyrir sig er hið fínasta mál, en þá ætti Sólveig eftir að útbúa reikning samkvæmt gjaldskrá lögfræðinga. Og labba með reikninginn til Frið- riks Sophussonar fjármálaráðherra og trufla hann við niðurskurð ríkisút- gjalda. Sent ef til vill yrði algengt og erfitt hlutskipti fulltrúa Kvennalistans í mögulegu stjórnarsamstarfi nteð Sjálfstæðisflokknum þegar efla á og bæta velferðarkerfið á hinni sainfé- lagslegu braut til bættrar stöðu kvenna og láglaunafólks á Islandi. F'riðrik Þór Guðmundsson Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans: Stöndum fastan vörð um velferðarkerfið TT' T^ennalistinn eryfírlýsi kvenfrels- isafí. En það er mikið rætt mn JL JkJtvort Kvennalistinn er félags- hyggjuflokknr í anda þeitra flokka sem yfirleitt eru taldir til „vinstri“. Hvað finnst þér? „Að mínum dómi hefur Kvennalist- inn aldrei getað fallið inn í hina hefð- bundnu skilgreiningu á floklcum. í mínum skilningi gengur hann þvert á flokkslínur, er þriðja víddin í pólitfk- inni.“ - Ef litið er á baráttumál ykkar á þingi þá koma samfélagslegar lausnir ó- neitanlega oftar fram en lausnir sem byggja á markaðshyggju? „Það er okkur afar mikilvægt að efla og bæta velferðarkerfið og um það höfum við staðið fastan vörð. Samfé- lag seni býður ekki upp á gott velferð- arkerfi er ekki gott samfélag fyrir kon- ur. Þetta er ljóst og jafnffamt höfuin við verið gagnrýnar á óheftan mark- aðsbúskap og á áhersluna á þá hag- vaxtar- og iðnaðarstefnu sem verið hefúr gegnumgangandi fyrir alla flokka, líka svokallaða rinstri flokka. Við höfum nálgast þetta út frá öðru sjónarhorni. T.d. lagt rnikla áherslu á vernd náttúrunnar og skynsamlega nýtingu auðlinda." - Er ckki út frá þessu og almennt út frá þingmálaáherslum Kvennalistans ó- hætt aðfullyrða aðykkar mál séu Itklegri til að ná fram að ganga i stjómarsam- staifí með félagsbyggjuflokkumim en Sjálfstceðisfíokknum? „Það fer eftir því hvað menn eiga við með félagshyggju. Mér finnst t.d. að samskipti Ólafs Ragnars Gríms- sonar sem fjármálaráðherra við laun- þegahreyfinguna, einkum BHMR, hafi ekki einkennst af félagshyggju. Það gerir ekki heldur framkoma Framsóknarflokksins með áherslu hans á bráðabirgðalög á launafólk. Það er líka til félagshyggjufólk í Sjálf- stæðisflokknum.“ - Kvennalistinn á að baki ellefu ár á þingi og hefttr á þeim tíma auðnast að koma fjórum frumvörpum í gegn og fengið 30 þirigsályktunartillögur sam- þykktar. Erþað viðunandi árangur? Eða hver er mesti ávinningurinn afþingsetu Kvennalistans? „Eg tel að árangurinn sé þríþættur. 1 fyrsta lagi fjölgun kvenna á þingi og í sveitarstjórnum. 1983 voru konur 5% kjörinna fulltrúa, en nú 25%. Sem vitaskuld er enn of lágt hlutfall. í öðru lagi höfum við komið ýmsum málum í gegn, beint og óbeint. Eg þakka Kvennalistanum að fæðingarorlof hafi verið lengt. Eg get nefnt ályktunina Ástgeirsdóttir: „ Vissulega er það orðið tímabœrt að öðlast aðild að framkvœmdavald- inu. Ég tel að við munum sœkjast fast eftir aðild að rík- isstjórn, hver svo sem sú stjórn verð- um meðferð nauðgunarmála og áffam mætti telja, t.d. ýrnsar atvinnumáladl- lögur. 1 þriðja iagi hefur Kvennalist- inn haft mikil áhrif á umræðuna og vitundina rneðal bæði karla og kvenna um stöðu kvenna á íslandi. Það skipt- ir ekki minnstu máli.“ - Ykkur hefiir þó ekki auðnast að koma ykkar áherslumálum fram með að- ild að framkvcemdarvaldinu, þ.e. með rikisstjórnarþátttöku. Er ckki orðið tíma- bcert að það reyni áþátttöku í ríkisstjóm? Og ef svo, hver yrðu ykkar forgangstnál i stjórnarþátttöku, t.d. áherslur á ráðu- neyti? „Vissulega er það orðið tímabært að öðlast aðild að ffamkvæmdavald- inu. Ég tel að við munum sækjast fast effir aðild að ríkisstjórn, hver svo sem sú stjórn verður. Aherslan á ráðuneyti fer effir því hvort um tveggja flokka eða margra flokka stjórn yrði að ræða, en óneitanlega freista fjármálaráðu- neyti og atvinnuvegaráðuneytin og sjálf hef ég mikinn áhuga á mennta- málunuin. Ég hugsa að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að berjast fyrir framgangi atvinnumálanna, enda atvinnusköpun stóra vandamálið í dag. Og vitaskuld leggjum við þunga áherslu á launamál kvenna. Það þarf t.d. að eiga sér stað uppstokkun á launakerfi ríkisins sem feli í sér nýtt starfsmat. Slík uppstokkun hjá ríkinu, sem stjórnmálamenn ráða yfir, myndi síðan hafa áhrif út í þjóðfélagið. Ég er ekki endilega að tala um að auka launakostnað í þjóðfélaginu, heldur aðjafna betur launim"

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.