Vikublaðið


Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 3 Trúin á þjóðríkið „Unglingur í stjórnmálafræðum“ svarar þjóðernissinnanum Árna Bergmann Fyrir réttum tveimur vikurn birt- ist hér í Vikublaðinu grein eftir fyrrum ritstjóra Þjóðviljans, Arna Bergmann, sem hann kallar Níð- ið uvi þjóðríkið. I grein þessari, sem skrifuð er af miklum tilfinningahita, snýst höfundur til varnar þjóðríkinu og þeirri pólitísku hugmyndafræði sem liggur því til grundvallar; þjóð- ernishyggjunni. Beinir Arni reiði sinni til óskilgreinds hóps sem hann kallar „unglinga í stjórnmálaffæðum" og einnig til „hinnar kjaftandi stéttar" í íslensku samfélagi, sem er að sögn stjórnmálamenn og fjölmiðlarar. Síð- ast en ekki síst finnur hann reiði sinni farveg í því að ráðast á grein eftir mig sem birtist hér í blaðinu í byrjun ágúst og ég kallaði Síbreytileg þjóðarímynd eða varanlegtþjáðemi. (Svona rétt til að koma í veg fyrir misskilning þá er ég á fertugsaldri, er mannfræðingur að mennt og starfi og tilheyri því hvorki flokknum „ungiingar í stjórnmála- fræðum" né heldur hinni „kjaftandi stétt“.) Hverju reiðast goðin? Það var ýmislegt sem kom mér á ó- vart við lestur greinar Arna, ekki hvað sx'st þessi ógurlega tilfinningasemi, reiði og vörn sem hann snýst í. Hér mætti einfaldlega spyrja afhverju? Einna helst mætti ætla af viðbrögðum Arna að ég og aðrir þeir sem hann er að amast út í hafi ffarnið helgispjöll, slík eru viðbrögðin. Svona viðbrögð koina því miður offar en ekki í veg fyrir að raunhæfur umræðugrundvöll- ur geti skapast. Við lestur greinar Arna rifjuðust ó- neitanlega upp fyrir mér orð Bened- icts nokkurs Anderson (Anderson er stjórnmálaffæðingur) sem skrifað hef- ur af miklu innsæi um sögulega tilurð þjóðernishyggju og þjóða í bók sinni sem löngu er orðin kfassísk og heitir Imagined Communities. Anderson bendir einmitt á að nær lagi sé að höndla þá tegund af pólitískri hug- myndafræði sem nefhd er þjóðernis- hyggja, sem trúarbrögð. Annað sem líka vekur furðu mína er að þessi varnarafstaða gagnvart þjóð- ríkinu skuli koma ffá góðum og gegn- um sósíalistum á borð við Arna. Hvað varð um alþjóðahyggjuna? Hvað með aðra íslenska sósíalista? Snúast þeir allir til varnar þessu pólitíska fyrir- komulagi sem nefnt er þjóðríki? Er þetta stjórnarfyrirkomulag hafið yfir alla hlutlæga krufningu? F.r það dauðasynd að hrófla við goðsögninni sem segir þjóðríkisfyrirkomulagið, þjóðina og þjóðarímyndina nátttúru- sprottna? Af hverju má ekki spyrja spurninga og sundurgreina þetta vald sem liggur til grundvallar þjóðríkinu, mótað hefur þjóðina og þjóðarímynd- ina eins og hverja aðra tegund af valdi? > Hriktir í stoðum hugmynd- anna I anda Benedict Andersons, sagn- fræðingsins Eric Hobsbawm og ann- arra þeirra róttæku fræðimanna sem lagt hafa hvað mest til umræðunnar um uppruna og sögulega þróun þjóð- ernishyggjunnar og þeirrar pólitísku einingar sem nefnd hefur verið þjóð, þá henti ég í grein minni einfaldlega á að þetta ríkisfyrirkomulag sem alls- ráðandi er heimi samtímans í dag, þjóðríkið, er söguleg smíð upprunnin í Evrópu og nær ekki lengra aftur í sögunni en sem neinur réttum tvö hundruð árum. Svona rétt til frekari skýringar þá má minna á að þetta söguskeið, sem stundum hefur verið nefnt Old byltingarinnar, var tími mikilla breytinga hvort heidur á fé- förunautur kapítalismans. Það er hægt að hafa þjóðríki án þess að hafa lýð- ræði eins og mýmörg dæmi sanna og svo á hinn bóginn eru líka til fleiri dæmi um lýðræðisríki sem ekki eru endilega þjóðríki. Hvort sem mér eða Arna Berg- mann líkar jiað betur eða verr þá hriktir í stoðum þjóðríkisins eins og það hefur verið skilið og skilgreint út- frá hugmyndum þjóðernishyggjunn- ar. I fyrsta lagi þá er valdsvið þjóðrík- istjórna ekki eins afgerandi og það var áður. Hér vega þungt alls konar fjöl- þjóða- og alþjóðasamskipti hvort heldur á sviði verslunar og viðskipta eða á félagspólitísku sviði að Evrópu- sambandinu meðtöldu. (Þó alþjóðleg samskipti milli ríkja og einstaklinga fari ört vaxandi mætti engu að síður spyrja hvort sjálfsstæði þjóðríka, hvort heldur pólitískt eða efnahagslegt, hafi í raun nokkurn tíma verið eins afger- andi og af hefur verið látið. Þetta er verðugt verkefni fyrir sagnfræðinga). I annan stað þá er hugmyndin um þjóðina sem einsleitan menningarhóp á undanhaldi. Hún er á undanhaldi einmitt vegna þess að hún er svo fjandi ólýðræðisleg, gerir ekki ráð fyr- ir menningarleguin margbreytileika innan ríkisins og því miður samþykkir hann bara alls ekki. Svo tekið sé dæmi Hallíríður Þórarinsdóttir úr vestri, þá hefur sú hugmynd beðið algert skipbrot að hvítt inillistéttar- fólk í Bandaríkjunum - einkum þó karlkyns afkomendur frjálsra evr- ópskra innflytjenda - sé „meiri amer- íkanar" en aðrir ameríkanar og eigi þar af leiðandi „eðlilega" meira tilkall til pólitískra, efhahagslegra og menn- ingarlegra yfirráða. Sumsé hugmynd- fræðileg rétdæting fyrir yfirráðum hvítrar millistéttar er hrunin og þar með er botninn dottínn úr pólitísku og menningarlegu einveldi þeirra. Eins og ég hef áður sagt þá er hvorki þjóð, þjóðmenning, né þjóðarímynd höggvin í stein heldur fyrirbæri sem eru í sífelldri mótun. Þau eru einskonar ferill sem mótast meðal annars af umræðu og skoðana- skiptum ýmissa hópa og einstaklinga, þar með töldu framlagi okkar Arna Bergmann þó smátt í sniðum sé. Höfundur er mannffæðingur. Höfundur spyr Árna Bergmann hvers vegna ekki megi sundurgreina það vald sem liggur til grundvallar þjóðríkinu og mótað hefur þjóðarímyndina. Mynd: Sæmundur. lags-pólitísku sviði eða því efnahags- lega. Þá var það ríkisfyrirkomulag sem kallað var einveldi í dauðateygjunum. Hrun einveldisins má rekja beint til hruns hugmyndaffæðilegrar réttlæt- ingar sem lá til grundvallar þessu rík- isfyrirkomulagi, með öðrum orðum; hugmyndin um að valdhafar þægju vald sitt beint frá guði ntissti gildi sitt. Franska byltingin ól svo af sér nú- tímaríkið svokallaða. Þctta nýja ríkis- fyrirkomulag einkenndist af því að ráða yfir sainfelldu landsvæði með skýrt afmörkuð landamæri og var svæðinu stjórnað af miðstýrðu ftill- valda tdírvaldi. Sköminu síðar náði sú hugmynd undirtökum - sem miðlæg varð í þjóðernishyggju - að þetta nýja ríki skyldi vera fulltrúi einnar „þjóð- ar“ eða málhóps. f5að er kunnara en frá þurfi að segja að víðast hvar í heiminum hefur reynst ákafléga örð- ugt að ná fram þessari jöfnu, þ.e menningarlegri einsleitni innan póli- tískra landamæra þjóðríkisins. Þó til- urð og mótun íslenskrar þjóðar hafi gengið fremur átakalaust fyrir sig er ekki þar með sagt að íslensk þjóð sé náttúrusprottnari en aðrar þjóðir. 1 sem allra fæstum orðum þá er vænlegasta leiðin til að skilja einkenni þessa sérstaka stjórnarfyrirkomulags sem þjóðríkið er, hvort sem um er að ræða fslénska þjóðríkið eða önnur, að skoða það í félagslegu og sögulegu samhengi og sem menningarsögulega afurð. Fylgifiskar þjóðríkisins, þ.e annars vegar sú pólitíska og menning- arlega eining sem kölluð er þjóð og hins vegar þjóðarímynd, eru þá að sama skapi menningarlegar kónstrúk- sjónir sem skoða verður í félagslegu og sögulegu samhengi. Ekkert samasemmerki milli lýðræðis og þjóðríkis Árni Bergmann telur að grundvall- arforsenda fyrir réttlætingu á tilvist þjóðríkisins sé „blátt áfram sú lýðræð- iskrafa, að ákvarðanir um menntun og velferð og skatta og fleira séu teknar af þeim sem þessar ákvarðanir kosta og verða að sætta sig við eða njóta góðs af‘. Ég sé mig knúna til að henda Arna á að lýðræði er ekki sjálfkrafa fylgi- fiskur þess ríkisfyrirkomulags sem þjóðríkið er. Ekki frekar en að lýðræði er ekki, eins og margir frjálshyggju- postular halda fram. óhiákva>milemir Utboð 76 F.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum ræstivagna fyrir grunnskóla borgarinnar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 14. september 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Umsóknir Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á eftirfarandi nýjum og nýlegum félagslegum íbúðum, flestum í Grafarvogi, sem koma til afhendingar nú í haust. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. Tegund og staðsetning Herb. Stærð íb. Fjöldi Verð pr. Verð pr. fjöldi fm íbúða íbúð bílsk. Nýjar íbúðir: Félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir 4 89-107 27 6,8-7.600.000 án bílskýlis 3 84-91 13 6,4-7.000.000 2 60 2 5.300.000 Endursöluíbúðir: Félagslegar eignaríbúðir án bílskýlis 4 97-127 3 7,5-10.800.000 3 94-112 3 8,0-8.900.000 2 86-87 4 6,6-7.000.000 Félagslegar eignaríbúðir með bílskýli 5 114 1 9.500.000 450.000 3 86 1 6.100.000 450.000 2 55-106 3 4,5-7.400.000 450-650.000 Almennar kaupleiguíbúðir án bílskýlis 2 92 4 6.700.000 Almennar kaupleiguíbúðir með bílskýli 4 119 5 8.900.000 1.090.000 3 112 1 8.300.000 1.090.000 2 64-87 6 5,9-6.600.000 1.090.000 Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur að Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar upplýsingar. Skrif- stofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 8-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 16. sept. 1994. Ath. Almenn úthlutun ársins 1995 verður auglýst um miðjan okt. 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.