Vikublaðið


Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 6
6 Flokksstarfið VTKUBLAÐIÐ 9. SEPTEMBER 1994 Sungið í brekkunni Það var tekið hraustlega undir þegar af- mælissöngurinn var sunginn til heiðurs Ingibjörgu Sigmundsdóttir í Hveragerði. Frá vinstri: Lára Sveinsdóttir úr Kópa- vogi, Bryndís Skúladóttir úr Hafnarfirði og Þorbjörg Pálsdóttir úr Keflavík. Vitinn í Selvogi við hrikalega fjöruna var opnaður gestunum og nutu margir útsýnisins þaðan Varðeldsins var beðið með mikilli ó- þreyju og það var ekki laust við að ham- ur rynni á menn þegar Ijóst varð að heil- mikinn viðbótarreka mátti sækja nokkur skref í burtu til að bæta á köstinn sem hlaðinn hafði verið upp í 5-6 metra hæð. Eldurinn var tilkomumikill í húminu og stemmingin magnaðíst við Ijúfan söng sem ómaði við undirleik snarksins og harmónikkunnar. átt á þriðja hundr- að manns sótti fjölskylduhátíð Alþýðubandalagsins á Suður- landi og Reykjanesi sem haldin var á laugardaginn var í Selvog- inum, annað árið í röð. Þrátt fyrir slæma veðurspá, sem olli því að tugir manna af- þoðuðu sig, gerðist kraftaverkið; hann hélst þurr allan daginn og jafnvel þarnafólkið var út alla dagskrána sem lauk með hvellandi flugeldasýningu. Það var Hafsteinn í Selvogi sem bauð Alþýðubandalag- inu afnot af túnum sín- um og var honum óspart klappað lof í lófa fyrir gestrisnina. Það var vel þess virði að bíða svolitla stund í langri biðröð eftir grillaða lambakjötinu sem afgreitt var úr tjaldi Keflvíkinganna. Á myndinni til hægri sést annar af tveim heilsteiktum lambaskrokkum sem innbyrtir voru ósamt nokkrum lambalærum og var matarlystin svo yfirgengileg að varla sást.arða eftir á beinunum. Það eru þau Oddbergur Eiríksson úr Njarðvík og Sigríður Jóhannesdóttir úr Keflavík sem munda hnífana, en á milli þeirra stendur Páll Árnason yfirkokkur úr Keflavík og hefur vit á hvar skera skuli. Skólaostur kg/stk. i R Ú M L E G A 1 15% LÆKKUN! VERÐ NU: VERÐ ÁÐUR: ÞÚ SPARAR: 592 kr. kílóið. ■ kílóið. 105 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALAN SE

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.