Vikublaðið


Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 9. SEPTEMBER 1994 7 Myndir: Sæmundur, Olafur Ragnar og Guðrún K. Þorbergs. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 16. útdráttur í 1. flokki 1989 13. útdráttur í 1. flokki 1990 12. útdráttur í 2. f lokki 1990 10. útdráttur í 2. flokki 1991 5. útdráttur í 3. flokki 1992 1. útdráttur í 2. flokki 1993 Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess verða númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Tímanum föstudaginn 9. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C^G HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • Slttl 69 69 00 Sæmdarhjónin úr Kópavoginum Lovísa Hannesdóttir, höfundur kartöflusalatsins og kirkjusmiðurinn Björn A. Kristjánsson fyrir ofan, en hér fyrir neðan hallar Óskar sér yfir stórvinkonu sína Iðunni Gísladóttur frá Selfossi. Eyjar eins og Helsta einkenni eyja er það að þær eiga ekki landa- mæri að öðrum þjóðum: hafið umlykur þær. Skapgerð eyj- arskeggja mótast af þessu og þess vegna eiga þeir oft litla samleið með öðram þjóðum - þeir vilja sigla sinn sjó. Agætt er að vera einn á báti, en því fylgir tortryggni og það sem verra er: þar sem tor- tryggninni lýkur tekur trúgirnin við. Við þekkjum þetta, eitt höfuðeinkenni í skapgerð okkar. Annað slæmt við eyjar er hvað auðlindir eru fáar. Athafnalíf þeir- ra er þess vegna einhæft og hugar- far landsmanna eftir því. Svipað og við komumst aldrei út fyrir fiskinn framleiða Kúbverjar syk- urinn. Annars lifa þeir á landsins gæðum: baðströndum fyrir ferða- menn. Þróun mála á Kúbu hefur farið eftir eðli lands og þjóðar og því hvernig stjórnsýslan snerist í höndunum á valdhöfunum: það sem var til þess gert að haggast ekki leitaði til upphafs síns. Hugsjónum hættir til að lenda í höndunum eða munninum á þeim sem nálgast ffemur það að vera trúarleiðtogar en skæraliðar með segl sem þeir haga hverju sinni eftir vindinum í þjóðlífmu en reyna að hafa kjölinn á sínum stað. Þess vegna hefur farið svo á Kúbu að Fidel Castro hefur tekist á langri stjórnartíð að skapa svipað öngþveiti og ríkti á síðustu áram einræðisherrans Batista, sem hann velti af stóli. Munurinn er þó mik- ill á stöðu landsmanna, því á tímum Batista lifði almenningur í eymd byggðri á frjálsu framtaki, nú býr hann við fátækt byggðri á ofskipulagi. En þrátt fyrir fátækt lifir fólk betra lífi á Kúbu en al- mennt gerist í löndum Suður- Ameríku. Almenningur þar á sér engan draum um að komast úr eymdinni. Kúbverjar eiga hann. Draumar samfélags beinast því miður sjaldan að því að bæta það sem fyrir er, heldur að hinu óþekkta. Vegna langrar einangr- unar hafa íbúar Kúbu gleymt um- heiminum og eigin fortíð. Spill- ingin er orðin að leiðinlegu rit- skoðuðu efni í skólabókum en æsandi fyrir ímyndunaraflið. Við eðlilegar aðstæður lætur al- Kúba menningur ekki draumarugl ráða ferð í leit að eplum í garði góða mannsins, en þjóðir sem hafa sjaldan átt hæfa leiðtoga gera það. Rússarnir góðu yfirgáfu Kúbu, þegar þeim þóknaðist, og gleymdu loforðum sínum. Þannig fór siðfræði kommúnismans lönd og leið og við tók sú hugmynd að hverjum manni sé hollast að bjarga sér með ráðuin og dáðum. Ferðir yfir sundið til Florida eru glöggt dæmi um hvaða merkingu fólk leggur í hugvit: Hetjan kemst á kútnum yfir hafið og tekið er á móti henni með sígarettum og tyg'gjó- Hvað gerist í veraleikanum? Kanarnir sem hvötm áður Kúbverja til að yfirgefa einræðið taka ekki lengur á móti þeim sem tóku áskoran þeirra, og kúbustjórn sem vildi áður halda í fólk hvemr það nú til flótta. I samfélagsmálum snýst flest öfugt, ef skipulagt er af skynsemi sem veit nákvæmlega hvernig allt eiga að vera. Þegar flest hefur farið á annan endann þykist skyn- semin hvergi hafa komið nærri: nú beri að skipuleggja með end- urunnum mönnum í söguverk- snúðjunni. Þannig verði alltaf það sama ögn betra. ORDABÆKURNAR Þýsk íslensk íslensk þýsk orðnbók orðobók orðabók orðobók orðabók 'fJ-EHSK s*'£f*SK íslensk ensk orðobók dönsk Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, á skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.