Vikublaðið


Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 1
Eðlisþyngd Magnúsar Hver er mælieining manns? Hver segir að ekki megi gera afsteypu af loftí? Olafur Gíslason skrifar um merka myndlistarsýningu á bls. 9 Pressan öll Utgefendur hins nýja Morgun- pósts ætla að taka það besta frá Pressunni og Eintaki en henda hinu. En hvað var gott og hvað slæmt? „Gula pressan" og hefðir hennar í skoðun á bls. 5 Konurnarí Alþýðubandalaginu Það hefur ekki farið hátt, en Al- þýðubandalagið hefur samþykkt nýjar reglur um tilnefningar í ráð og nefndir til að auka hlut kvenna. Sjá Sjónarhorn á bls. 2 38. tbl. 3. árg. 30. september 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Kratar boða brandara Guðmundur Árni skellir skuldinni á undirmenn og boðar siðvæðingu í félagi með Jóni Baldvin. Mágur ráðherra skilar bitlingi. Sannleikanum hagrætt. Starfsemi félagsmálaráðuneytisins í lamasessi. Heiðarlegir Alþýðuflokks- menn þvo hendur sínar af Guðmundi Árna. Guðmundur Ami Stefónsson félagsmálaráðherra reynir að koma sök á undirmenn sína í umræðunni um spillingu og óráðsíu ráðherrans. I dag ætlar Guðmundur Ami í félagi með Jóni Baldvin Hannibalssyni formanni Alþýðuflokksins að leggja ffam hugmyndir um siðvæðingu í stjómmálum. I þeim hugmyndum er ekki gert ráð fyrir að félagsmála- ráðherra segi af sér. I fylgibréfi rneð greinargerð sem fé- lagsmálaráðherra lagði ffain á mánu- dag segir að fjármálaóreiða Listahá- tíðar Hafnafjarðar 1993 sé eingöngu fjármálastjóranum Arnóri Benónýs- syni að kenna en ekki minnst á þá staðreynd að Arnór vann náið með þáverandi bæjarstjóra, Guðmundi Árna Stefánssyni. í starfssamningi Arnórs er kveðið á um að hann starfi „í nánu samráði við bæjarritara og bæjarstjóra." Mikill rekstrarhalli varð á Listahátíð Hafnarfjarðar. A blaðamannafundi sem félags- málaráðherra hélt á mánudag sagði ráðherra að rnágur sinn og aðstoðar- maður, Jón H. Karlsson, hefði sagt af sér formennsku í stjórnarnefnd Ríkis- Sófasett frá Skeljungi tíl þing- manns SjáJfstæðisflokksins Sendiferðabíll frá almenningshlutafé- laginu Skeljungi hf. hefur síðustu daga flutt skrifstofuhúsgöng fyrir þingmaxm Sjálfstæðisflokksins sem er giftur forstjóra fyrirtækisins. Sólveig Pétursdóttir þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík er í óða önn að undir- búa prófkjörsþátttöku sína í haust þegar flokkurinn velur frambjóðendur sína í höfuð- borginni. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að innrétta kosningaskrifstofii fyrir Sólveigu að Vegmúla 2. Meðal annars hafa sendiferða- bílar frá oh'ufélaginu Skeljungi flutt á skrif- stofuna leðursóffasett sem var pakkað í plast og merkt Skeljungi í bak og fyrir. Eiginmaður Sólveigar er Kristinn Björns- son forstjóri Skeljungs og bróðursonur Geirs heitins Hallgrímssonar forsætisráðhcrra og formanns Sjálfstæðis- flokksins. Kosningaskrifstofa Sólveigar er komin með fjóra síma sem skráðir eru á nafh Péturs Hannessonar deild- arstjóra hjá Reykjavíkurborg. Pétur er faðir Sólveigar. Með baráttukveðju frá Skeljungi hf.: Leðursóffasett á kosningaskrif- stofu Sólveigar Pétursdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Mynd: ói.p. Guðmundur Árni Stefánsson félags- málaráðherra fórnar samstarfsmönnum og leggur fram tillögu um almenna sið- bót til að ná betri stöðu í refskákinni um pólitíska framtíð sína. Mynd: ói.þ. spítala í kjölfar ráðherraskipta í sum- ar. Guðmundur Arni var harðlega gagnrýndur þegar hann sem heil- brigðisráðherra skipaði mág sinn í þessa nefnd rétt áður en ný stjórn- sýslulög tóku gildi sem gerðu skipun- ina ólöglega. Jón virðist hafa ákveðið að segja af sér til að freista þess að slá á gagnrýni á félagsmálaráðherra enda er uppsagnarbréfið skrifað 21. sept- ember en ráðherraskiptin fóru ffarn í júní. Guðmundur Arni hagræddi sann- leikanum á blaðamannafundinum þegar hann sagðist ekki hafa tekið þátt í því að gera starfslokasamning við Björn Önundarson tryggingalækni sem hefur verið ákærður fyrir skatt- svik og er faðir náins vinar Guðmund- ar Arna. I ijós hefur kornið að Guð- rnundur Arni lét reikna út réttindi Bjöms og hafði þannig ffumkvæði að starfslokum hans sem fólu meðal ann- ars í sér að Björn fékk háar peninga- upphæðir fyrir tvær stuttar skýrslur. Starfsemi félagsmálaráðuneytisins er í lamasessi á meðan umræðan um spillingu ráðherra geisar. I næstu viku hafði verið ráðgert að opna nýja deild í ráðuneytinu sem sér um málefhi barna og unglinga. Þessi deild á með- al annars að bera ábyrgð á nýrri mót- töku og meðferðarstöð unglinga. Til1 stóð að ráða Braga Guðbrandsson, aðstoðarmann Jóhönnu Sigurðardótt- ur fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem yfirmann deildarinnar en vegna þess að Guðmundur Árni er rúinn trausti og tiltrú leggur hann ekki í að tilkynna um ráðningu Braga. Heiðarlegir Alþýðuflokksmenn þvo hendur sínar af Guðmundi Ama. Þor- kell Helgason fyrrverandi aðstoðar- maður Sighvats Björgvinssonar bird athugasemd í Morgunblaðinu á mið- vikudag þar sem hann vísar á bug staðhæfingum Guðmundar Árna um að bitlingar á borð við stjórnarfor- mennska í Ríldsspítölum gangi í „erfðir." Athugasemd Þorkels eyði- leggur endanlega þann málflutning Guðmundar Árna að bitlingar sem hann hefur veitt mági sínum séu eði- legir vegna þess að mágurinn er að- stoðarmaður ráðherra. Persónunjósnír hjá borgmni? Vesturlands- kratar þegja um Guðmund Arna ✓ Iítarlegri stjómmálaályktun sem samþykkt var á aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vesturlandi um síðustu helgi er úrsögn Jóhönnu Sigurðar- dóttur úr Alþýðuflokknum hörmuð, en ekki vikið einu ein- asta orði að spillingarmálum Guðmundar Ama Stefánssonar félagsmálaráðherra. Kjördæmisráðið fer unt víðan völl í stjórnmálaályktuninni, en sér ekki ástæðu til að taka afstöðu dl þess hvort það styður Guðmund Árna eða telji að hann eigi að segja af sér ráðherrastörfum og öðmm trúnaðarstörfhm fyrir flokkinn. Reyndar hafa komið stuðningsyf- irlýsingar við Guðmund Árna frá krötum í aðeins tveimur kjördæm- um, kjördæmi ráðherrans sjálfs og kjördæmi Gunnlaugs Stefánssonar bróður hans. Hátt settir embættismenn Reykjavíkurborgar hafa krafið undirmenn sína skýringa á símtölum sem þeir hafa átt við aðila útí bæ. Embættis- mennimir hafa vísað til tölvuút- skrifta á símtölum en tölvunefnd hefur bannað slíka upplýsingasöfn- un. Vikublaðið hefur heimildir fyrir því að tveir starfsmenn borgarverkfræð- ings hafi verið kallaðir inná teppið hjá yfirmönnum embættisins og krafhir skýringa á símtölum sínum. Fyrra at- vikið átti sér stað vorið 1992 og mað- urinn sem kallaður var fyrir hafði tal- að í síma við einstaklinga í minnihluta borgarstjórnar. Undirmaðurinn var beðinn að útskýra hvaða erindi hann átti við minnihlutann. Scinna atvikið gerðist síðastliðinn vetur og þá var starfsmaður krafinn skýringa á samtali sem hann átti við sjónvarpsfrétta- mann. I báðum tilvikum gerðu yfir- menn borgarverkfræðings starfs- mönnunum ljóst að fylgst væri með því hvert þeir hringdu. Símkerfið í húsnæði borgarverkfræð- ings gerir yfirmönnum embættisins kleift að safna upplýsingum um símnotkun starfsmanna og tvö tilvik benda til þess að það hafi verið gert í trássi við lög og ægiur. Mynd: ÓI.Þ. Tölvunefnd hefur úrskurðað að óheimilt sé að skrá símtöl þannig að hægt sé að rekja hvert hringt er og hvaðan. Heimilistæki hf. setti upp nýtt sím- kerfi fyrir Reykjavíkurborg þegar Ráðhúsið var tekið í notkun. Að sögn Guðmundar Olafssonar yfirmanns Fjarskiptaeftirlitsins, sem sá urn út- boðslýsingu á símkerfinu, var gert ráð fyrir því að hægt væri að skrá inn- og úthringingar í símkerfi borgarinnar en til þess þyrfti-sérstakan hugbúnað. Símkerfi Reykjavíkurborgar er með tvær miðstöðvar, önnur er í Ráðhús- inu en hin í húsakynnum borgarverk- fræðings í Skúlatúni. Halldór Lárusson hjá Símtækni hf. er ráðgjafi borgarinnar í símamálum og hann staðfestir að með reglulegu millibili eru inn- og úthringingar ein- stakra borgarstofnana athugaðar. Halldór finnst samt ótrúlegt að ein- stakir embættismenn hafi aðgang að upplýsingum um símanotkun ein- stakra starfsmanna. - Það er nánast útilokað að slíkt geti gerst en ég mun í ffamhaldi af þessum upplýsingum athuga þetta mál, segir Halldór. Magnús Böðvar Eyþórsson yfir- rnaður tæknideildar Heimilistækja sagðist elcki vita til þess að skipulega væri safhað upplýsingum um sím- notkun í borgarkerfinu. Hann útilok- aði þó ekld að yfirmenn einstakra stofnana gerðu slíkar ráðstafanir upp á eigin spýtur. Fyrir nokkrum misserum keypti Kópavogsbær hugbúnað til að fylgjast með inn- og úthringingum og að sögn Ólafs Briem bæjarritara kostaði bún- aðurinn ekki nema 20 - 30 þúsund krónur og þurfti ekki mikla þekkingu til að setja búnaðinn upp og nota hann. Þessari upplýsingasöfhun Kópavogsbæjar var hætt þegar starfs- menn bæjarins mótmæltu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.