Vikublaðið


Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 6
6 Útlönd VIKUBLAÐIÐ 28. OKTÓBER 1994 Kosningarnar í Þýskalandi Upphafið að endalokum Kohls kanslara Að lokinni einni leiðirileg- ustu kosninga„baráttu“ í manna minnum í þessu landi en hinsvegar óvenju spenn- andi kosningakvöldi, er nú komin upp svo sjaldséð staða á þýska valdataflsborðinu að pólitíska skákmenn klæjar í finguma. Allt er enn mögulegt; heimaskítsmát (á kónginn Kohl), taktískar fómir (t.d. á peðinu FDP) eða langt og strangt endatafl þar sem sósíalde- mókratísku hrókamir þrír, Scharping, Schröder og Lafontain myndu trúlega njóta sín best. Sjaldan hefur staðan boðið upp á svo snjallar Ieikfléttur og góða möguleika fyrir útsmogna póh- tíkusa en einmitt nú. Má með réttu túlka kosningaúr- slitin þannig að allir flokkar sem skipta máli hafi komið út úr þófinu sem sigurvegarar, en samt hafi eng- inn náð settu marki: Ríkisstjóm Kohls tapaði um 6,5% en hélt þó velli og Sósíaldemókratar juku við fylgi sitt um tæp 3% sem nægir þó ekki til lykilstöðu í Sambandsþing- inu. Og þó markar þetta kosningaár 1994 með u.þ.b. 14 kosningum til sveitarstjórna, fylkis- og sambands- þinga viss þáttaskil í þýskum stjóm- málum. Er best að skoða einstakar fylkingar einar og sér og byrja þá á þeim smæsm. Nýnasistum hafnað en græningjar vinna á Hægri öfgamenn og nýnasistar (Rep, DVU og fleiri) sem vom aðal- umræðuefnið í sveitarstjóma- og fylkisþingskosningum fyrir fáum ámm - og reyndar allt fram á síðasta ár - em nú gjörsamlega horfhir af sjónarsviðinu. Þeir fengu samtals um 2% í sambandsþingskosningum 16. október og nánast ekkert fylgi í öðr- um kosningum. Jafitvel í fylkisþings- kosningunum í Bæjaralandi fyrir þremur vikum var fylgi þeirra hverf- andi og þó er jarðvegurinn fyrir fasískt affurhald hvergi eins ffjósam- ur og einmitt í afdölum þýsku Alpanna. Samt verður alltaf að reikna með því að lýðskmmsflokkar til hægri geti náð u.þ.b. 4-8% fylgi í Þýskalandi ef aðstæður em þeim mjög hagstæðar. Kosningabandalag Græningjanna kont e.t.v. einna best út úr þessum kosningum. Þeir komust aftur inn á Sambandsþingið efrir fjögurra ára fjarvist og urðu auk þess þriðji stærsti flokkurinn með 7,3%. Kosningabar- áttan styrkti þá inn á við og neyddi meðlimina til að hætta innanflokks- vígum og mannorðsmeiðingum, a.m.k. í bili, og að viðurkenna Joschka Fischer sem leiðtoga. Græn- ingjunum tókst ennffemur að safna um sig ungu fólki sem fyrr og í dæmigerðum skólaborgum fengu þeir víða yfir 20% atkvæða. Hins- vegar eiga þeir enn lítinn stuðning í Austur-Þýskalandi og duttu þar út af AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.11.94-01.05.95 12.11.94 - 12.05.95 kr. 64.431,70 kr. 77.748,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. október 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS báðum fylkisþingunum sem kosið var til þennan sama dag, þ.e.a.s. í Túringen og Mecklingburg-Vor- pommern. Helsta hækja Kohls stend- ur höllum fæti Frjálslyndu demókratarnir (FDP) biðu í ratminni meiriháttar afhroð. Þeir hröpuðu úr 11% fylgi 1990 í 6,9% og misstu tæplega helming þingsæta. Þeir eru þó effir sem áður mikilvægasta hækja hægristjórnar- innar, án þeirra væri Kohl ekki kanslari lengur. Algjört skipbrot beið þessi skrítoi flokkur í Austur-Þýska- landi. I kosningunum 1990 fékk hann þar óvenju mikinn stuðning út á vinsældir Genschers þáverandi ut- anríkisráðherra, t.d. 34,6% í Halle nálægt Leipzig en nú aðeins 6,4% í sömu borg. Að sjálfsögðu duttu þeir einnig út af báðum fylkisþingunum austur þar. Nú eiga Frjálslyndir ein- ungis þingmenn á fjórum af 16 fylk- isþingum. Oft hefur þessi flokkur braskara og bitlingamanna sem hafa setið við kjötkatlana í Bonn óslitið í bráðum þrjá áratugi verið spáð ein- manalegum dauða, enda er stefnu- skrá hans ffá 19. öld en raunverulegt starf það eitt að mata eigin krók. Virðast þessar spár óðum að rætast. Fyrrum andófsmenn styðja arftaka Kommún- istaflokksins „Flokkur hins lýðræðislega sósíal- isma“ (PDS) varð strax í kosninga- baráttunni eitt aðalumfæðuefni fjöl- miðla. Ennfremur reyndi flokks- apparat Kohls (CDU) að beina at- hyglinni frá eigin málefnaleysi með því að vekja upp gömlu kommún- istagrýluna og rífast við sósíalde- mókrata um afstöðuna til þessa flokks. PDS er í reynd mjög mót- sagnakenndur og óvenjulegur flokk- ur. Hann er lagalega séð arftaki SED, einræðisflokks Honnekers, en nú styðja flokkinn einmitt mennta- menn í Austur-Þýskalandi sem áður voru ofsóttir, fangelsaðir og illa leiknir af Stasi-apparatdnu. FÍokks- menn leggja mikla áherslu á smá- pólitík og grasrótarstarf í héraði og sveitarstjómum, en jafhframt nýtur hann stuðnings ungs fólks með út- ópískar hugmyndir. Forystumenn flokksins em gerðir ábyrgir fýrir 40 ára sósíalisma í Austur-Þýskalandi, þ.e.a.s. að holdtekju hins vonda í stórpólitíkinni, en um leið em fáir jafh vinsælir og eftirsóttir af fjölmiðl- um og einmitt þeir, einkum Gregor Gysi sem ku vera erótískastur allra stjómmálamanna í landi hér sam- kvæmt skoðanakönnum meðal kvenna á miðjum aldri. Hvað sem því líður þá er á hreinu að flokkur hins lýðræðislega sósíalisma ér eina stjómmálaaflið sem allsstaðar vann á. í austur-þýsku fylkjunum lang- mest (um 7% á áðumefndum fylkis- þingum) og stórsigur í Austur- Berlín, sem nægði til að fleyta flokknum inn á Sambandsþingið þó stuðningur við flokkinn í Vestur- Þýskalandi sé enn hverfandi. Þeir geysilegu Gysis-menn em fámenn- asta þingliðið í Bonn, samtals 30, og erfitt að spá um afdrif flokksins þeg- ar fram líður. Allir keppinautar Kohls drepnir í vöggu Kosningabarátta Sósíaldemókrata (SPD) var að flestra dómi heldur misheppnuð - og einungis síðustu vikurnar sæmilega sköip. Nú er þessi yfir 130 ára gamli flokkur með tæp- lega eina milljón meðlima feykilega vel skipulagður og stendur traustum fótum í öllum bæjum og borgum utan Suður-Bæjaralands. Eftir efna- hagslega og menningarlega samein- ingu Þýskalands hefði hann að flestra dómi átt að ná til sín verulega auknu fylgi. Yfir 40% hefði jafhvel verið talið raunhæft, en flokkurinn fékk 36,4%. En taka skal ffam að þýskir kjósendur hafa aldrei kosið gegn kanslara svo hann félli, allir hættu á miðju kjörtímabili eða þeim var steypt í innbyrðis valdaátökum eftír kosningar. „Kristilegir demókratar“ (CDU) töpuðu í raun ekki mjög miklu fylgi í sambandsþingskosningunum (2,3%), en þar sem frjálslynda hækj- an FDP féll út af öllum fylkisþingum og flestum borgarstjóniuni er valda- staða CDU mjög veik þegar ffá er talin staða formannsins, Helmut Kohls. 1 nærri 20 ára flokksformann- stíð sinni, þar af 12 ár sem kanslari, hefur hann rutt öllum keppinautum úr vegi (t.d. Lothar Spat og Kurt Biedenkopf) ellegar niðurlægt þá og gert sér algerlega háða. Nú stendur hann einn og óumdeildur og á effir honum kemur enginn meir - og málefnalega séð kemur heldur ekki neitt. Þessi alræðisstaða Kohls reyndist flokknum drjúg í þessum kosningum, en gæti orðið afdrifarík í Styrkir til námsefnisgeröar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Minnt skal á að heimilt er skv. nýjum reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildarút- hlutunar til að efla tiltekin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, náms- efnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 18. nóv- ember nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að fá í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.