Vikublaðið


Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 28. OKTÓBER 1994 A flækingi Hæstvirtur forsætisráðherra var ekki staddur á hátindi stjóm- málaferils síns þegar hann bar fram „rökstudda dagskrártillögu“ gegn vantrauststillögu stjórnarandstöð- unnar á mánudag. Hann og aðrir stjómarliðar reyndu að rökstyðja þetta með því að segja vantrauststil- löguna brjóta þinghefðir. Þvílíkur eymdarmálstaður. I umræðunum sökk Eggert Hauk- dal líka á bom síns stjómmálaferils. Hann lýsti því yfir að ef vantrausts- tillaga kæmi til afgreiðslu myndi hann greiða atkvæði með vantrausti á utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. En um leið lýsti Egg- ert því yfir að hann myndi greiða at- kvæði með frávísun og hafnaði þeim möguleika að fá að taka þátt í því að undirstrika vantraust sitt á Jóni Bald- vin. Tökum abstrakt dæmi af stöðu Eggerts. Segjum að sveimngi Egg- erts verði þess var að presturinn á Bergþórshvoli sé að stela kind úr hjörð Eggerts. Sveimnginn vill kæra sauðaþjóínaðinn og ber kæmbréf undir Eggert. Eggert segir að hann myndi vilja taka þátt í því að kæra prestinn, en þar sem sveitunginn sé ekki barnanna besmr þá rífur Eggert kæmbréfið. Sveitúnginn er spældur, en hans tjón er afmarkað. Það er Eggert sem heíúr glatað sauð. Ríldsstjórnin þorði ekki að láta greiða atkvæði um Guðmund Árna Stefánsson og Jón Baldvin Hanni- balsson. Hin sterka stjórn er nefni- lega fárveik. Stjómin var með 36 þingmenn á móti 27. Jóhanna Sig- urðardóttir er farin og þá er staðan 35 gegn 28. Ingi Björn Albertsson er í ónáð og í fylu. Ef hann klikkar er staðan 34 gegn 29. Ef Eggert Hauk- dal fengi kjark til að klikka væri stað- an 33 gegn 30. Og allir vita að Egill Jónsson gæti tekið upp á hverju sem er til að verja landbúnaðinn og þá yrði staðan 32 gegn 31. Og þá er ekkert svigrúm eftir. Menn eins og Eyjólfúr Konráðjónsson mætm ekki klikka. Enginn mætti klikka á m'æt- ingu. Kannski fá kjósendur óbeina at- kvæðagreiðslu um vantraust í próf- kjömm Sjálfstæðisflokksins á næst- unni, sérstaklega í Reykjavík. Skoða má hversu „rússneska kosningu" Davíð, Friðrik og Björn Bjarna fá í Reykjavík. Ef Katrín Fjeldsted, Markús Om Antonsson og Pémr Blöndal höggva stór skörð í raðir Geirs Haarde, Sólveigar Pétursdótt- ir, Lám Margrétar Ragnarsdótmr og Guðmundar Hallvarðssonar þá sýnir það ótvíræða óánægju. Því þó menn treysti sér ekki til að sparka fast í Davíð og Friðrik má þó alltaf sparka fast í það fólk sem næst stmnsar. Kannski besti mælikvarðinn verði útkoma aðstoðarmanns dómsmála- ráðherra, Ara Edwald, Iiann biður um sjöunda sætið og ef hann hefur blessun Þorsteins, Friðriks og Dav- íðs þá ætti hann að fá það sæti. Ef hann fær „sautjánda“ sætið eins og Sveinn Andri Sveinsson þá vita menn ástæðuna. Þá er verið að skamma Albaníu. Þá verður ffóðlegt að sjá hvemig Haukdalinum reiðir af á Suðurlandi. Verður honurn umb- unað fyrir að standa upp í hárinu á krötunum? Eða kannski refsað fyrir hina aumkunarverðu ffammistöðu á mánudag þegar hann þorði ekki að kæra prestinn? Það er margt skrítið í Kópavogi og sumt af þeim undram upp- götvast ekki fyrr en maður þarf að ferðast um bæinn með bama- vagn. Ég hafði til dæmis aldrei hugs- að út í þá ráðstöfun bæjaryfirvalda að hafa alla gangstéttarkanta 30-40 cm. háa. Hver ástæðan er fyrir þessu veit ég ekki og má vel vera að hún sé ekki önnur en að bæjarverkfræðingur fer aldrei með barnavagn eða í hjólastól um bæinn. Má þá einu gilda hversu háir kantarnir em. Fyrir hjólastólafólk, gangstirð gamalmenni og fólk með bama- vagna er þetta á hinn bóginn ill-yfir- stíganleg hindmn. Og bömin í vögnunum em ekki ýkja hress með málið. Þeir ættu að reyna það ein- hvern tíma sjálfir, hinir háu bæjar- feður, að reyna að sofa ýmist á haus eða standandi. Ædi þeim þætti það ekki nokkuð erfitt. Lausn á þessu væri að sjálfsögðu að hafa einhvern halla á könmnum þar sem búast má við að menn þurfi að fara niður og upp. Og viti menn, á einstaka slað hefur slíkt raunar verið gert. En svo einkennilega er að þessu staðið að einna helst virðist svo sem það sé hreinni tilviljun háð hvar þetta hefur verið gert og hvar látið ó- gert. Meira að segja er það þannig á köflum að halli er öðra megin götu en þegar maður er kominn yfir þá enginn halli þeim megin. Þá er ekki um annað að ræða en grafa ffam fjallgönguútbúnaðinn og binda bamið í vagninn. Hvort þetta þýðir að aðgangur sé bannaður að annarri gangstéttinni veit ég ekki og langlík- legast að komð hafi verið kaffi þegar búið var að gera þetta öðm megin og síðan hreinlega gleymst að klára verkið. Þó er þetta enn kostulegra víða. Maður ekur vagninum eftir fínni gangstétt, ánægður með lífið og til- veruna. En-skyndilega lýkur gang- stéttinni og' ekkert er framundan. Það er nú ekki eins og maður sé konrinn á áfangastað, versluninni eða leikskólanum. Nei, nei, í miðjum klíðum er stéttinni lokið og við tekur hraungrýti eða fenjar og kviksandur. Ég hef horft á eftir fleiri en einum og fleiri en tveim vögnum ofan í bom- lausar fenjar hér og þar í Kópavogi. Enn hafa ekki orðið mannskaðar mér vitanlega en í hvert skipti sem manneskja hverfur og spyrst ekki til afitur þá hvarflar að mér sú hugsun hvort hún hafi átt leið um gangstétt- ir Kópavogs. Stundum em eyjar í götum til að skilja betur að akreinar. Og á nokkram stöðum era þær staðsettar þar sem ætiast er til að fólk með vagna fari yfir. Oft á tíðum era þá göt í eyjarnar svo unnt sé að komast í gegn. En ég heiti háum verðlaunum þeim sem getur bent mér á þann stað í Kópavogi þar sem standast á hall- amir á gangstéttunum tveim og gat- ið í eyjunni. Yfirleitt er reynt að sjá til þess að einhvers staðar þurfi vagn- inn að fara minnst 100 metra eftir bílagötu til að komast aftur í þokka- lega öraggt umhverfi. Og megi eiga von á umferð krana, vöra- og steypubíla á götunni þá er reynt að sjá til þess að fjarlægðin sé alla vega 200 metrar. Stundum hvarflar að mér að þesar eyjur og þessir hallar séu skreytilist bæjarfélagsins. Lifandi goðsögn úr gítarheiminum heldur tónleika í Háskólab Kuran Swingá Háskólatón- leikum Stanley Jordan, ein skær- asta stjama meðal gítar- leikara í dag, mun halda tónleika í Háskólabíó þann 1. nóvember n.k. í boði djassvakn- ingar og TKO á íslandi. Jordan er á tónleikaferðalagi um Evrópu og kemur hingað til lands ffá London þar sem hann lék í hin- um heimsfræga djassklúbb Ronnie Scott (þar sem Jazzkvart- ett Reykjavíkur lék og hljóðritaði í febrúar s.L). Þetta verða styrktartónleikar fyrir einhverfa á íslandi og era þeir haldnir í samvinnu við Umsjónar- félag einhverffa. Það er mikill fengur fyrir ís- lenska tónlistarunnendur að fá einn helsta djasstónlistarmann í heimin- um í heimsókn. Jordan er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í tónlist sinni og hefur skapað sér sérstöðu með einstakri gítartækni sem kölluð er „touch“ eða „tapping“ tækni. Þessi stíll Jordans felst í því að slá streng- ina á hálsi gítarsins eins og um hljóinborð væri að ræða en að auki notar Jordan 8 strengja gítar þannig að ætla mætti að tveir gítarsnillingar væra að leika í einu. Einkum þykir Jordan skara fram úr í klassískum og nútíma djasslögum. Hann sýnir einnig snilldartakta í sígildum tónverkum, popptónlist, hipp hoppi, rokki og blús. Tónleikarnir í Háskólabíó ættu því að höfða til flestra tónlistará- hugamanna, en þó sérstaklega til gítarannenda, tæknifíkla og djassgeggjara. Stanleyjordan er 34 ára gamall og hóf feril sinn með gítarleik á götum úti á Manhattan. Hann stundaði tónlistar- nám í Princeton háskóla í New Jersey og hefur gefið út sex hljómplötur. Miðvikudaginn 2. nóvember kemur Kuran-Swing kvartett- inn ffam á Háskólatónleikuin í Nor- ræna húsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 12:30. Háskólatónleikar af þessu tagi eiga sér langa sögu og vetrardagskrá- in hefur nú fengið á sig mynd. Fjöl- margir Islenskir listamenn koma fram á tónleikunum í vetur. Kuran-Swing kvartettinn með borgarlistamanninn Szymon Kuran í fararbroddi kemur ffam á miðviku- daginn og munu þeir félagar Szymon Kuran, Björn Thoroddsen. Olafur Þórðarson og Bjarni Svein- bjömsson Ieika frumsamið efni í Kuran-Swing; f.v. Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Szymon Kuran fiðluleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og Ólafur Þórðarson gítarleikari. swing- og sígaunastíl. Kuran-Swing kvartettinn hefur hvarVetna hlotið lof fyrir leik sinn, enda valinn maður í hverju rúmi. Kvartettinn er sá eini sinnar „teg- undar“ á landinu og fellur tónlist hans undir Evrópudjass í stíl Grapp- elli og Django Reinhards. Tónleik- arnir standa í hálfa klukkusmnd og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Bandaríski gítarleikarinn Stanley Jordan kemur beint frá djassklúbbi Ronnie Scott í London Músé í miðbamum Bernardel-strengjakvartettinn á Hótel Borg Laugardaginn 29. október kl. 15:00 verða tónleikar Bemar- del-strengjakvartettsins í Gyllta salnum á Hótel Borg. Á efiússkrá em strengjakvartettar op. 18, nr. 4 í c- moll eftir Beethoven og nr.3, op. 67 í b-dúr eftir Brahms. Bernardel-kvartettinn hefur starf- að í rúmt ár og haldið tónleika víða um land svo sem á Húsavík, í Borg- arnesi og í Keflavík. I Reykjavík hef- ur hann leikið á áskriftartónleikum Kammermúsíkklúbbsins, í Sigur- jónssafhi og víðar. Kvartettin skipa þau Zbigniew Dubik, fyrsta fiðla, Gréta Guðnadóttir, önnur fiðla, Guðmundur Kristmundsson, víóla og Guðrún Th. Sigurðardóttir, selló. Meðlimir kvartettsins leika all- ir með Sinfóníuhljómsveit íslands og hafa einnig tékið mildnn þátt í flutn- ingi kammertónlistar hér á landi á undanfömum árum með ýmsum hópum svo sem Caput-hópnum, Camcrarctica, Kammersveit Hafn- arfjarðar og Kammersveit Reykja- víkur. j dagsins önn

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.