Vikublaðið


Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 28. OKTOBER 1994 Menntngin 9 módernistanna. I myndlistarheimin- um er það Marchel Duchamp sem heldur á loíti þessum fána Humes og efahyggjunnar, sem fremsti boðberi posanódernismans í þessum anda. Dæmi um pre-móderníska hugsun í samd'manum vill McEvilley sjá í femínískum ritúölum listakvenna á borð við Carolee Schneeman og Donna Henes og í shamískum seið- galdri listamanna á borð við Joseph Beuys. For-módernískt afturhvarf í höggmyndalistinni sér hann líka hjá listakonu eins og Louise Bourgeois. Þetta listafólk á það sameiginlegt, segir McEvilley, að hafna Upplýs- ingunni að fullu og öllu og boða aft- urhvarf til fyrri tíma, til þess að end- urheimta glataða útópíu. Báðar eiga þessar greinar sam- tímalistar það þó sameiginlegt að þær hafa kastað hinni trúarlegu hug- mynd um hið göfuga og fagra og „andlega“ í listinni fyrir róða: verk- efni listarinnar eftir fall nýlendu- stefnunnar og módemismans er ekki lengur að leita efdr fagurfræðilegri reynslu af upphafinni fegurð, heldur miklu frekar að skilgreina menning- arlega sjálfsvitund í róti þeirra miklu breytinga, sem nú eiga sér stað með tæknibyltingu á sviði samskipta, samgangna og upplýsingamiðlunar og nýrrar alþjóðlegrar verkaskipt- ingar. Munu staðbundin menningar- svæði tapa sérstöðu sinni og sjálfsvit- und eða öðlast nýja sjálfsvitund í krafti breyttra aðstæðna? Þetta er að mati greinarhöfundar ein af hinum knýjandi spumingum samd'mans, sem jafht listamenn sem listastofnanir verða að takast á við. Þar standi baráttan meðal annars um það hvort stofnanir eins og listasafn- ið eigi að vera eins konar hof er byggi á trúarlegri afstöðu módern- ismans til hins göfúga, fagra og hreina í listinni, eða hvort söfnin eigi að vera fullkomlega afhelgaður vett- vangur, þar sem menningarleg sjálfsímynd samfélagsins sé brotin til mergjar. Nýlendustefnan á írlandi Það sem mér þótti athyglisvert við þessa posdnódernísku sýtiingu og reyndar fleira sem ég sá í Dublin þá þrjá daga sem ég dvajdi þar í byrjun október, var hversu Irar em enn meðvitaðir um nýlendustefhuna og menningarleg áhrif hennar. Sérstaða Irlands er reyndar sú að Norður-ír- land er enn á nýlendustiginu og und- ir stjórn erlendra nýlenduherra. Þessi sérstaða verður enn óvenju- legri í ljósi þeirrar staðreyndar að þótt nýlendustefhan hafi nánast út- rýmt tungu Ira, þá em ffemstu ljóð- skáld, leikritahöfundar og skáld- sagnahöfúndar 20. aldarinnar á enska tungu engu að síður af írsku bergi: Joyce, Yeats og Beckett. Allt höfundar sem hafa tekið til endur- skoðunar gmndvallarforsendur tungumálsins, ffásagnarinnar og merkingu listarinnar með þeim hætti sem síðari d'ma heimspekingar hafa svo endurómað í niðurrifsheimspeki postmódernismans. Sýningin „Beyond the Pale“ er í ó- líkum hlutum. I einum hlutanum er stefnt saman verkum eftir þá Picasso, Marcel Duchamp, Andy Warhol, Joseph Beuys ogjeff Koons. Allt við- urkenndir áhrifamenn sem opnað hafa nýjar og ólíkar leiðir í list 20. aldarinnar. í öðmm hluta sýningarinnar vora meðal annars áhugaverð verk effir írsku listakonuna Dorodiy Cross, breska myndhöggvarann Antony Gormley, unnar ljósmyndir effir Japanann Yasumasa Morimura og höggmyndir efdr ítalann Mimmo Paladino og bandarísku listakonurn- ar Kiki Smith og Beverly Semmes. Þessum hluta sýningarinnar er skipt í tvennt og verður seinni hlurinn í nóvember með verkum efrir Louise Bourgeois, Kathy Prendergast, Maud Sulter, Lee Jaffe.o.fl. Auk þess var þama sérstök sýning á banda- rískri málaralist frá 9. áramgnum með verkum eftir Keidi Haring, David Salle, Julian Schnabel, David Wojnarowicz o.fl. Fjórða deildin á þessari sýningu er grótesk írsk al- þýðulist frá miðöldunt, svokallaðar Sheela-na-gigs myndir, sem era stíl- færðar steinmyndir af konum með á- berandi opið skaut og vora settar á kirkjuveggi og inúra til siðferðilegrar umvöndunar eða til varnar illum öndum, að því talið er. Myndir þess- ar féllu óþvingað og vel að hinni posonódemísku utangarðslist sam- d'mans, enda ósnortnar af „ný- lendusiðbót" Breta á Irlandi. Leiklist utangarðsmanna Auk sýningarinnar „Beyond the Pale“ stendur yfir í þessum mánuði alþjóðleg leiklistarháo'ð í Dublin, og vora þær þrjár sýningar sem ég sá þar ekki síður áhugaverðar með tilliti til þeirra vangaveltna sem aðstand- endur sýninganna í núd'malistasafn- inu höfðu uppi um tengsl módem- isma og nýlendustefnu, póstmódem- isma og feminisma og leitar utan- garðshópa að menningarlegri sjálfs- vitund. Sýninganar sem ég sá vora frá Rússlandi, Rúmeníu og Belgíu. Rússneski leikhópurinn Derevo ffá Leníngrad sýndi verkið The Rider í Samuel Beckett Centre í Trinity College. Þar var mögnuðum lát- bragðsleik beitt til að leiða okkur inn í draumaferðalag, sem skilja mátti sem leit að menningarlegri sjálfsí- mynd í víðum skilningi, ekki síst kynferðislegri sjálfsímynd karls eða konu og sambandi valds og kynferð- is. í leiksýningu þessari var enginn texti, en mögnuð leikhljóð og mynd- ræn ffamseming ásamt með lát- bragðsleiknum héldu áhorfendum í spennu út alla sýninguna. Þetta var leikhús sem talaði sínu eigin tungu- ináli, en var ekki að þykjast vera eitt- hvað annað (t.d. bókmenntatexti). Saina má segja uin sýninguna Ulrima Vez eða Her Body doesn't fit her Soul effir belgíska leikhúsmann- inn Wm Vandekeybus, þar sem blandað var saman kvikmynd, dansi, látbragðsleik og texta, sem var að hálfu fluttur á ensku og að hálfu á ar- abísku (það skipti ekki máli). Verkið fjallaði að einhverju leyti um firringu og misskilin hlutverk - bæði í leikn- um og í lífinu, um leið og leitað var að glataðri sjálfsímynd. Líka sjálfsí- mynd leikhússins. Má segja að í þessu verki hafi flestar hefðbundnar leikreglur leikltússins verið brotnar. Þannig var stundum ekki fyllilega ljóst hvað var leikur og hvað ekki leikur af því sem gerðist á sviðinu. Þetta var leikhúsverk sem hristi ær- lega upp í hugmyndum okkar um hlutverk leikhússins og áhorfandans í leikhúsinu og hvernig leikhúsið getur öðlast sjálfstætt og merkingar- bært tungumál. Tungumál sem er bæði í samhengi við samtímann og þá umræðu sem nú er í gangi í öðr- um listgreinum. Til dæmis í mynd- listarheiminum. Þriðja sýningin sem ég sá var leiktúlkun rúmenska leikstjórans Sil- viu Purcarete og leikflokks hans á sögum Bocaccios, Decamerone 646. Þessar skemmrisögur ffá 14. öld urðu þessum kunna leikhúsmanni ekki tilefhi til neinna stórátaka við leiklistina og var mest um tiltölulega hefðbundna natúralíska ffásögn að ræða, þar sem textinn var látinn tala fyrir leikhúsið. Því var hér varla um neina „utangarðslist“ að ræða í post- módemískum skilningi, jafnvel þótt Ieikaramir hafi dansað dauðadansinn við pestina kviknaktir í lok sýningar- innar. Semsagt: í nokkurra daga heim- sókn til Dublínar má sjá ýmislegt forv'itnilegt í menningarh'finu þessa dagana og ekki ónýtt að hafa það í huga í ljósi þess að um þessar mund- ir er nær daglegt flug á milli íslands og Dyflinar. Væri ekki ástæða til að koma á virkari menningartengslum milli þessara ffændþjóða í kjölfar þessara samgöngubóta? Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Laugarás. A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = 1 = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = V = x = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = ■28 = 29 = 30 = 31 = 32 = Frá lesendum Hann sektist fyrir því í Vikublaðinu sé ég að búið er að dæma ritstjórann í sektir fyrir að móðga einhvern strák sem var hjá Utvarpinu, vin forsætisráðherra. Einlægt léttir mér þegar ég minnist þess að forsætisráðherra íslands er ekki vinur niinn. Kenjótt kerling er Justitia, ekki síður en Gilitratt, eða eins og kveðið var: Best erfyrír bömin að byrgja sín hljóð. Varist þau að vekj'ana húti verðurþá óð. (Gamalt Grýlukvæði) Hér um árið fóra nokkrir nató- strákar í meiðyrðamál við Þjóðvilj- ann og fengu um leið Hæstarétt til þess að dæma ærana af Jórunni mannvitsbrekku. Hefur þetta síðan verið talið eitt mesta affeksverk í ís- lenskri lögspeki, og hafði rétturinn þó áður dæmt Þórberg Þórðarson í tukthúsið fyrir að brigsla Hitler um manndráp. Þegar hert var á meiðyrðaákvæð- uin hegningarlaganna á stríðsáran- um, sem mun hafa verið gert til þess að betur mætti koma höggi á Sósí- alistaflokldnn, andstöðuflokk stjóm- arinnar, þá kvað Bjarni Ásgeirsson, þingmaður Mýramanna: Efmaður brigslar manni um magnað svínarí, þótt allar sakir sanni, hann sektistfyrir því. Fyrir tæplega hálffi öld rakst ég annað kastið tvo vetrarparta inn á fyrirlestra í lögffæðideild háskólans. Þá gerði ég mér það stundum til skemmtunar að hripa á spássíuna í stjómlagaffæðinni nokkra punkta um höfúðlag þeirra dómaraefna sem þar sátu á bekkjum umhverfis mig. Vonandi vinnst mér aldur til að ganga frá þessurn punktum og koma þeim á prent og skal ég þá senda rit- stjóranum eintak í þakkarskyni fyrir fróðlegar og skenuntilegar greinar um vildarmenn ríkiseigendanna. Með alúðarkveðjum, Friðrik Þórðarson Leiðrétting Einstakra en ekki íslenskra Þau leiðu mistök urðu við setn- ingu greinar Þorsteins H. Gunnars- sonar, Kvótafi'klar í landbúnaði, sem birtist í næstsíðasta blaði, að í stað orðsins einstakra í tilvimun í frétta- bréf Landssainbands sauðfjárbænda í upphafi greinarinnar misritaðist orðið íslenskra. Rétt er setningin svona: „Vel getur komið til greina að opinber stuðningur fáist á næsm áram til framleiðslu til útflumings og er þá mjög líklegt að möguleikar einstakra bænda til að fá slíkan st\rk ráðist af því hversu ntikið þeir hafa lagt inn á umsýslusamning á liðnum áram.“ Era hlutaðeigandi beðnir afsök- unar. Afsökunarbeiðni I grein í Vikublaðinu 7. október sl. þar sem nokkur spillingarmál íhalds- ins era rakin var ráðning Ingibjargar Þorsteinsdótmr í fjármálaráðuneytið talin dæini uni pólitíska mannaráðn- ingu. Ekkert er fjær lagi, eins og sést best á því að Ingibjörg er fyrrverandi blaðamaður á Þjóðviljanum, fyrrver- andi fonnaður Röskvu og fulltrúi þess í Stúdentaráði í tvö ár. Viku- blaðið biður hana og aðra hlutaðeig- andi afsökunar á mistökunum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.