Vikublaðið


Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 28. OKTOBER 1994 7 þeim næstu þegar Scharping tekst á við einhvem „nobody“ að reyna að herma eftir Kohl. Er einnig til þess tekið í Bonn hverskonar mönnuin Helmut Kohl hefur safhað um sig sl. áratug. Af persónulegum ráðgjöfum er engan frömuð úr viðskiptalífinu eða vísindum að finna, né em þar áberandi kirkjunnar menn eins og þó væri við að búast, heldur era þar ein- ungis litlir kallar sem enginn þekkir og sem ekkert mega segja opinber- lega. Þannig tryggir Kohl valdastöðu sfna, enginn skyggir á hann, enginn hefur vitsmunalegt bolinagn á við hans pólitísku reynslu, enginn getur orðið honum keppinautur - og það- an af síður hættulegur. Að sama skapi er ríkisstjórnarliðið orðið and- laust og hugmyndasnautt í glímunni við gífurleg strúktúrvandamál Sam- einaðs Þýskalands. Það er því ljóst að „Kanslaraflokkurinn“ þýski er fúinn að innan og endurnýjun hans enn slegið á ffest í kjölfar þessara kosn- inga. Lykilstaða Sósíalde- mókrata Mikilvægustu niðurstöðurnar úr öllum þessum 14 kosningum ársins hér í Þýskalandi er erfitt að útskýra í stuttri grein, því þá yrði að fjalla um flókið valdakerfi Sambandsþings og Sambandsráðs sem þýskur almenn- ingur þekkir yfirleitt ekki heldur til fullnustu. I Sambandsráðinu (Bund- esrat) era fulltrúar fylldsþinganna 16 og þar hafa Sósíaldemókratar lengi haft ineirihluta, sem aftur leiðir til þess að miðla verður málum í sér- stakri nefhd þegar ágreiningur verð- ur á milli Sambandsráðs og -þings. Nú eftir að SPD komst einnig í oddaaðstöðu á fylkisþingununt í Thúringen og Mecklingburg-Vor- pomntern era Sósíaldemókratar komnir í algjöran meirihluta (2/3 í Sambqndsráði) og geta þeir þar með stöðvað alla meiriháttar lagasiníð án nefhdarmiðlunar. Hér býður valdataflið upp á skemmtilegustu leikflétturnar. Tak- ist SPD að hafa framkvæði eða styðja ntikilvæg mál, hindra skattpíningar- löggjafir og þessa venjulegu fyrir- greiðslupólitík íhaldsins, einkuin stórgjafir til atvinnurekenda og þeirra sem græða mest á sameiningu Þýskalands, þá munu ráðherrarnir sem aldrei fengu neinu að ráða hjá Kohl og Kohl sjálfur, brátt líta út eins og leikbrúður Sósíaldemókrata. Þeir geta fengið að sóla sig á alþjóða- vettvangi fram að næstu kosningum en engu að ráða sem ináli skiptir. En þetta er erfitt tafl og stöðugt verður að gæta þess að kjósendur hafi gam- an af, því annars gæti SPD orðið að ábyrgðarlausum „bremsuflokki“. Og nú er bara að sjá hverjir kunna skák- listina best. Friðrik Haukur Hallsson Höfundur er háskólakennari í Þýskalandi SJÚKRAHÚS SIGLUFJARÐAR Hjúkrunarfræöingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við sjúkrahúsið sem allra fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um laun og aðra fyrirgreiðslu gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166. Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfari óskast í fasta stöðu við sjúkrahúsið frá 1. október nk. Möguleiki er á sjálfstæðri starfsemi að hluta. Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri eða sjúkra- þjálfarar í síma 96-71166. Starf forstjóra SVR er hér með auglýst til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun, sem nýtist í starfi og jafnframt að þeir búi yfir haldgóðri reynslu af stjórnunarstörfum og rekstri. Um laun og önnur starfskjör fer eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur ertil 15. nóvember nk. Starfið verður veitt frá næstu áramótum. Umsóknir sendist til borgarstjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur. Reykjavík 24. október 1994 Borgarstjórinn í Reykjavík Félagsmálastjóri Staða félagsmálastjóra hjá Húsavíkurkaupstað er auglýst laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun sem félagsráð- gjafi eða sambærilega menntun og þekkingu á skipu- lagningu fjármála. Starfið er laust nú þegar. Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 1994. Upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 96-41222. Húsavíkurkaupstaður. UMSOKNIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 320 nýjum og eldri félagslegum eignaríbúðum sem koma til afhendingar fram á haustið 1996. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 60 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. Umsóknareyðubiöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9 -16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 19. nóvember 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur FLOKKSSTARFIÐ Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélag- anna í Reykjavík Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 12. nóvember nk. að Hótel Lind, Rauð- arárstíg 18. Dagskrá: 10.15 Setning aðalfundar: Árni Þór Sigurðsson formaður Kjördæm- isráðsins. 10.30 Reykjavíkurlistinn og borgarmálin - reynslan og næstu verk- efni: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. 11.00 Umræður um borgarmálin. Málshefjendur: Guðrún Ágústs- dóttir forseti borgarstjórnar og Arthur Morthens varaborgar- fulltrúi. 11.20 Almennar umræður. 12.15 MATARHLÉ 13.00 Aðalfundarstörf a) Skýrsla stjórnar b) Ársreikningar c) Ákvörðun um árgjöld. d) Lagabreytingar. e) Kosning stjórnar og varastjórnar. f) Kosning endurskoðenda. 14:15 Kaffihlé 14:30 Alþingiskosningarnar 1995 a) Framboðslisti vegna þingkosninga - ákvörðun um aðferð við val á frambjóðendum. b) Almennar umræður um stjórnmálin. 16:30 Fundarslit Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Seltjarnarnesi verður haldinn í Lyfjafræðisafninu við Neströð miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20:30 Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar 2) Kosningar 3) Önnur mál Gestir fundarins verða Guðrún Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson sem segja okkur frá ferðinni til Kína. í lok fundar verður Lyfjafræðisafnið skoðað. íslandsrúta Alþýðubandalagsins íslandsrúta Alþýðubandalagsins verður á ferðinni á Austurlandi frá 28. október til 4. nóvember. í för eru til skiptis formaður og varafor- maður Alþýðubandalagsins og fleiri þingmenn með Hjörleifi Gutt- ormssyni. Almennir fundir eru ákveðnir sem hér segir: Á Vopnafirði: x Miklagarði, föstudag 28. október kl. 15:00 (Steingrímur J. og Hjör- _ leifur). Á Eskifirði: Slysavarnarhúsinu sunnudag 30. október kl. 15:00 (Ólafur Ragnar og Hjörleifur). í Neskaupstað: Egilsbúð sunnudag 30. október kl. 20:30 (Ólafur Ragnar og Hjör- _ leifur). Á Fáskrúðsfirði: Hótel Bjargi mánudag 31. október kl. 20:30 (Ólafur Ragnar og Hjörleifur). Á Breiðdalsvík: Hótel Bláfell þriðjudag 1. nóvember kl. 20:30 (Svavar Gestsson og Hjörleifur). Á Höfn: Verkalýðshúsinu föstudag 4. nóvember kl. 17:00 (Kristinn H. Gunnarsson og Hjörleifur). Komið verður við á fleiri stöðum - Allir velkomnir. Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Kaffiboð Eins og þú veist er laugardagskaffi Alþýðubandalagsins, milli kl. 10 - 12 í Ásbergi, orðið að föstum lið í starfsemi félagsins. Þar hittast menn og ræða málin, oftast á óformlegan hátt en einnig er ætlunin að fá stundum gesti úr öðrum byggðum til að ræða við okkur um það helsta sem er á döfinni. Laugardagskaffið 29. október verður hlaðið andlegum kræsingum, því formaður flokksins Ólafur Ragnar Grímsson mætir og ræðir við kaffigesti. Mætum og tökum þátt í fróðlegu spjalli. I ' I ' I llll|l|j| Opinn stjórnarfundur Birtingar verður haldinn laugardaginn 29. október nk. kl. 12.00 að Kaffibarnum við Bergstaðastræti. Dagskrá: 1. Stjórnmálaástandið 2. Framboðsmál 3. Önnur mál Allir Birtingafélagar eru velkomnir. Stjórnin

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.