Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Page 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 Í hrokknu hári þínu bylgjast minningin um þig. Og ég gleymi aldrei hvernig þú lýstir upp skammdegið í litla ljóta miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir suðræna ásjónu þína þegar ég var aðeins lítil fjórtán ára stúlka, en þú svo stór fullþroska maður. Nú þegar ég er orðin jafnaldra þín og fæ að strjúka hrokkna hárið þitt bylgjast aftur minningin um þig og hvernig þú lýstir upp skammdegið í litla ljóta miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir suðræna ásjónu þína þegar ég var aðeins lítil fjórtán ára stúlka, en þú svo stór fullþroska maður. Endurminning Höfundur er skáld. Björg Elín Finnsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.