Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Blaðsíða 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 Í hrokknu hári þínu bylgjast minningin um þig. Og ég gleymi aldrei hvernig þú lýstir upp skammdegið í litla ljóta miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir suðræna ásjónu þína þegar ég var aðeins lítil fjórtán ára stúlka, en þú svo stór fullþroska maður. Nú þegar ég er orðin jafnaldra þín og fæ að strjúka hrokkna hárið þitt bylgjast aftur minningin um þig og hvernig þú lýstir upp skammdegið í litla ljóta miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir suðræna ásjónu þína þegar ég var aðeins lítil fjórtán ára stúlka, en þú svo stór fullþroska maður. Endurminning Höfundur er skáld. Björg Elín Finnsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.