Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Qupperneq 1
Laugardagur 2.4. | 2005 [ ]Er ný tónlist leiðinleg? | Þarf maður ekki einu sinni að hlusta á hana til að vita svarið? | 16Niður með auðvaldið! | Eru blaðamenn DV hættir að vera memm með yfirstéttinni? | 2Nick Cave | Martröðin mikla er aldrei aldrei langt undan á B-Sides & Rarities | 13 LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005 H. C. Andersen fæddist í Óðins- véum 2. apríl 1805 þannig að í dag höldum við upp á 200 ára afmæli hans. Ekki hefði þessum þekktasta rithöfundi Dana þótt leiðinlegt að taka þátt í þessum afmælisdegi! H.C. Andersen var einkabarn foreldra sinna og ólst upp hjá þeim báðum þar til árið 1814 að hann missti föður sinn. Hann var mjög hrifinn af föður sínum sem var skó- smiður, en faðirinn hefði gjarnan viljað menntast meira. Faðir hans las mikið upp- hátt fyrir fjölskylduna, bæði leikrit Holbergs og Þúsund og eina nótt. Enn fremur orti hann ljóð og bjó til handa syni sínum nokkurs konar brúðuleikhús með pappafígúrum eins og vinsælt var á þessum tíma. H.C. Andersen fór í fátækraskóla eftir dauða föður síns. Hann átti auðvelt með að læra utan bókar en hann var ekki iðinn við námið. Hann undi sér frekar við að setja saman vísur og lesa allt sem hann komst yfir s.s. gleðileiki Holbergs og harmleiki. Hann reyndi að setja saman texta þar sem komu fyrir kóngar og prinsessur. Hann var svo ákafur að lesa og læra það sem hann sjálfur hafði áhuga á að hann lét sig hafa það að heimsækja fólk sem hann þekkti ekki ef hann vissi af bókum hjá því. 14 ára fór H.C. Andersen til Kaupmanna- hafnar. Hann hafði óbilandi trú á listrænum hæfileikum sínum á mörgum sviðum og hann byrjaði á að heimsækja sólódansmey Konunglega leikhússins, en hún henti honum út eftir að hann hafði „dansað“ fyrir hana. Hann gafst samt ekki upp heldur fór á milli ráðamanna leikhússins og leikhússtjórans og reyndi að komast að í leikhúsinu með ein- hverjum hætti. Með harðfylgi gat hann orðið sér úti um söngkennslu og kennslu í þýsku og dönsku. Hann fékk statistahlutverk í ballett og varð kórnemi við leikhúsið. H.C. Andersen var þá þegar byrjaður að skrifa og skrifaði á þessum tíma harmleiki sem ekki fengust sviðsettir. Sína fyrstu  3 Eftir Hildi Halldórsdóttur hilduha@hi.is H.C. Andersen 200 ára Í dag er haldið upp á 200 ára afmæli danska rithöfundarins og ævintýramannsins H.C. Andersens. Af því tilefni eru birtar í Lesbók í dag þrjár áður óprentaðar þýðingar Sigurð- ar A. Magnússonar á ævintýrum Andersens. Ævintýrin heita Stökkgellurnar, Smalastúlk- an og sótarinn og Holgeir danski. Einnig er birt grein um feril Andersens og íslenskar þýðingar á verkum hans en Jónas Hallgríms- son mun hafa verið fyrstur til að snúa ævin- týri eftir danska skáldið á íslensku. Einnig er stiklað á stóru í ævi H.C. Andersens. H.C. Andersen og íslensku skáldin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.