Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 Vince Vaughn hefur verið fenginntil að leika í nýrri grínmynd sem leikstjórinn David O. Russell hefur skrifað fyr- ir Universal Pict- ures. Vaughn leikur sjálfs- öruggan útvarps- pjallþáttarstjórn- anda en líf hans breytist þegar hann fer að líkj- ast hlustendum sínum. Líklegt er að myndin fái meiri dreifingu en fyrri gamanmyndir Russell, I Heart Huckabees og Flirting With Dis- aster. „Þetta verður engin Huckabees, það er engin spurning, þessi mynd verður aðgengi- legri,“ sagði Russell. Vaugh er nú þegar að vinna fyrir Universal í myndinni The Break-Up með Jenni- fer Aniston. Vinna við myndina í leikstjórn Russells hefst í haust. Næst sést Vaugh á hvíta tjaldinu í sumargrínmyndinni Wedding Crashers.    Stórframleiðandinn Scott Rudinhefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni Saturday, nýrri bók rit- höfundarins Ian McEwan, sem m.a. er þekktur fyrir að hafa skrifað Atonem- ent. Rudin keypti réttinn fyrir eigið fé, ætlar sjálfur að framleiða og búist er við því að hann finni hand- ritshöfund innan tíðar. Bók McEwans fjallar um einn dag í lífi taugaskurðlæknis. Þrátt fyrir að hann eigi frí þennan dag verður þessi sólarhringur örlagaríkur í líf hans. Ýmislegt gerist, dóttir hans snýr aftur frá París, innrás Banda- ríkjanna í Írak er mótmælt og um- ferðarslys kemur við sögu. Mikið hefur verið rætt um bókina sem er nýkomin út og verður númer þrjú á lista New York Times yfir mest seldu bækurnar hinn 10. apríl. Kvikmyndir hafa verið gerðar eft- ir nokkrum bókum McEwans. Síð- ast var það Enduring Love, sem Roger Michell leikstýrði og leik- stjórinn Richard Eyre er að leggja drög að því að kvikmynda Atonem- ent. McEwan hefur líka skrifað nokkur kvikmyndahandrit, m.a. The Good Son. Umboðsmaður McEwans í Lond- on, Stephen Durbridge, gekk frá samningnum um páskana eftir að Rudin hitti rithöfundinn í New York.    Lakeshore Entertainment hefurkeypt kvikmyndaréttinn að væntanlegri glæpasögu Michaels Connelly, The Lincoln Lawyer, fyrir dágóða summu. Connelly er þekkt nafn í glæpasöguheim- inum og nýjasta bók hans The Narrows, sem segir frá fjölda- morðingja, er á lista yfir mest seldu bækurnar. Bók hans Blood Work var gerð að kvik- mynd árið 2002 en Clint Eastwood leikstýrði henni og fór með aðal- hlutverkið. The Lincoln Lawyer segir frá lög- fræðingi sem hefur vafasama starfs- hætti og notast við Lincoln Town Car sem skrifstofu. Hann kemst að því að maður sem hann sendi á dauðadeildina er saklaus og maður sem hann er nú að verja fyrir rétti er hinn raunverulegi morðingi. Bókin kemur út í haust og verða prentuð 500.000 eintök í fyrsta upp- lagi. Lakeshore framleiddi Óskars- verðlaunamyndina Million Dollar Baby, sem Clint Eastwood leik- stýrði. Erlendar kvikmyndir Vince Vaughn Clint Eastwood Ian McEwan Það er dýrt að búa til bíómynd. Á þvíleikur ekki nokkur vafi. Það er líkagömul saga og ný að þeir sem haft hafaþann vandasama starfa að útvega fjár- magn til kvikmyndagerðarinnar, sjá til þess að allir hinir geti yfir höfuð athafnað sig og gert kvikmyndina að veruleika, beita til þess öllum mögulegum ráðum og dáð. Best er að fá styrki, bara nógu mikið af styrkjum. Næstbest að fá stuðning frá fjársterkum ein- staklingum sem hafa trú á verkefninu og vilja persónulega sjá til þess að það verði sem best úr garði gert. Ekki er heldur ónýtt að fá stórt kvikmyndaver til að fjárfesta í myndinni. Verst bara hvað þau vilja vera að skipta sér af útkomunni og sníða hana að mark- aðsmódelum sínum. En skelfilegast af öllu er náttúrlega að þurfa að grípa til þess ráðs að fjár- magna sjálfur, slá lán út á eigin kennitölu, leggja allt sitt persónulega hafurtask að veði. Er þá ekki betra að beita öðrum ráðum, jafnvel þótt það hafi í för með sér að gera vissar málamiðl- anir, jafnvel listrænar, eða jafnvel sumpartinn siðferðilegar. Er ekki sama hvaðan gott kemur? Á því hefur borið æ meira upp á síðkastið að sífellt dýrari kvikmyndir, einkum þær sem fram- leiddar eru í Hollywood, séu merkjum hlaðnar, uppfullar af auglýsingum sem varla er hægt að telja óbeinar. Í vikunni bárust af því fregnir að forsvarsmenn McDonalds hefðu viðurkennt að þeir bjóði tónlistarmönnum gull og græna skóga fyrir það að vitna í „Big Mac“ í texta. Á því leik- ur ekki nokkur vafi að sama viðgengst í heimi kvikmyndanna og í enn meira mæli. Slíkt er að- dráttarafl kvikmyndarinnar og útbreiðsla að hún er afar vænlegur auglýsingavettvangur og hafa menn fært sér það grimmt í nyt, beggja vegna borðs. Áberandi vörumerki í kvikmyndum – mis- jafnlega beinar auglýsingar – er að sjálfsögðu ekki nýtilkomið fyrirbrigði. Og má vissulega um það deila hvenær og hversu mikið slíkar vísanir þjóna sjálfri frásögninni, eru hluti af hinu eðli- lega umhverfi sem myndirnar skulu endur- spegla. Það fór t.d. aldrei á milli mála að Marlon Brando og meðreiðarsveinar hans óku um á breskum Triumph-mótorhjólum á meðan Lee Marvin og hinir andstæðingarnir óku á Harley í Wild One. Skipti sú staðreynd höfuðmáli fyrir allt heila „kúlið“ árið 1953. Rétt eins og bílteg- undirnar sem Bond hefur keyrt um á í gegnum tíðina hafa skipt lykilmáli – og eru orðnar órjúf- anlegur hluti af myndunum. Slíkt er fyrirgef- anlegt, rétt eins og það þegar vörumerkið er orð- ið hluti af samræðum, hluti af brandaranum eða hugmyndinni á bak við myndirnar; sbr. framtíð- armyndir á borð við Blade Runner, Robocop, Total Recall og Back To the Future II þar sem tilgangurinn helgar meðalið – ítrekaðar merkja- birtingar eru greinileg ádeila á merkjavæðing- una, alþjóðavæðinguna sem sumir nefna, og hvert hún stefnir. Auðvitað notuðu menn samt tækifærið og fengu eitthvað fyrir sinn snúð í leiðinni. Annað hefði nánast verið yfirsjón. En hin tilfellin eru samt að verða æ algengari, sem fyrr segir, þar sem vísvitandi eru sýnd þekkt vörumerki og það klárlega í auglýs- ingaskyni. Eitt rætnasta og nærtækasta dæmið um það er síðasta mynd markaðssénísins Stevens Spielbergs The Terminal, sem var yf- irfull af auglýsingum – æði misjafnlega þýðing- armiklum fyrir inntak myndarinnar – enda leit hlutverkalistinn í lok myndarinnar út eins og upptalning á helstu verslanakeðjum heimsins; „starfsmaður á Burger King“, „afgreiðslumaður í Brookstone“ o.s.frv. Þá hafa síðustu Bond- myndir verið lítið meira en alltof langar og íburðarmiklar, en ekkert sérstaklega fram- bærilegar bíla-, snyrtivöru-, og skartgripaauglýs- ingar. Maður tekur orðið undantekningarlaust eftir því hvað allir eru að drekka, kók, pepsí eða bjórtegundir, í hvaða farsíma þeir tala, með hvaða flugfélagi þeir fljúga og hvaða tölvu þeir nota. Auðvitað ekkert annað en hinar bestu aug- lýsingar, sem koma sér vel fyrir báða framleið- endurna, vörunnar og kvikmyndarinnar. Er ekki sama hvaðan gott kemur? Jú, svo framalega sem það hefur ekki í för með sér að kvikmyndagerðarmenn séu vísvitandi farnir að breyta myndum sínum og hagræða til þess eins og koma að fleiri auglýsingum og þókn- ast þar með framleiðendum fremur en áhorf- endum. Þá er ekki sama hvaðan gott kemur. Sama hvaðan gott kemur? ’Maður tekur orðið undantekningarlaust eftir því hvað all-ir eru að drekka í myndum, kók, pepsí eða bjórtegundir, í hvaða farsíma þeir tala, með hvaða flugfélagi þeir fljúga og hvaða tölvu þeir nota.‘SjónarhornEftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is L eigh hefur til þessa gert 27 kvikmyndaverk þar af 17 kvik- myndir í fullri lengd og spannar ferill hans um fjörutíu ár og hann er hiklaust einn af þekktustu og virtustu núlifandi kvikmyndahöf- undum breskum. Kvikmyndagerð hans hefur þó aldrei lotið markaðslögmálum og fæstar af myndum hans hafa náð þeirri alþjóðlegu athygli sem frægð og frami á þeim vett- vangi skilgreinist út frá. Viðfangs- efni hans eru nánast alltaf breskt almúgafólk, smáskrýtnar persónur sem fást við hversdagsleg vandamál, en persónusköpun og frásagnarmáti mótast af gagnrýnni sýn á þröng- sýnt og óréttlátt samfélag í garð hinna verst settu. Leigh leggur mikið á sig við gerð kvik- mynda sinna og hefur þróað mjög persónuleg að- ferð í samstarfi við leikara sína en hann vinnur gjarnan aftur og aftur með sömu leikurunum og tekur aldrei í mál að semja um val á leikurum við framleiðendur eða fjárfesta í kvikmyndum sínum. „Ég er náunginn sem mæti með ekkert handrit og sá sem vill alls ekki ræða val á leikurum. Ég hef engan áhuga á að ræða væntanlega kvikmynd ef umræðan á að snúast um efni hennar eða val á leikurum. Ég snerti ekki á kvikmynd þótt miklir peningar séu í boði ef einhver skilyrði fylgja um val á leikurum,“ segir Leigh sem gefur aldrei þumlung eftir þegar um listrænt frelsi er að ræða. „Ég tel mig hafa verið einstaklega heppinn að hafa gert 17 kvikmyndir í fullri lengd og aldrei hefur neinn skipt sér af því hvernig ég hef gert þær, aldrei.“ Ótal verðlaun fyrir Veru Drake Vera Drake hefur safnað að sér verðlaunum og viðurkenningum á undanförnum mánuðum og má þar nefna þrjár Óskarstilnefningar, tvær til Leighs fyrir bæði leikstjórn og handrit og Imelda Staunton var tilnefnd sem besta leikkona í aðal- hlutverki. Staunton leikur Veru Drake, fyrir- myndarhúsmóður á 6. áratugnum í Bretlandi. Í skjóli nætur kemur hún hins vegar ungum stúlk- um til hjálpar með því að framkvæma ólöglegar fóstureyðingar, án þess að fjölskylda hennar hafi hugmynd um. Þegar yfirvöld komast að atferlinu hleypir það rólegu lífi hennar og fjölskyldunnar í algjört uppnám. Staunton hefur fengið sér- staklega mikið hrós fyrir frammistöðu sína í aðal- hlutverkinu og víða verið valin besta leikkona árs- ins; á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum, á British Independent Awards og af samtökum gagnrýnenda í Boston, Los Angeles, New York, San Diego, Seattle, Toronto og London. Til þessa hefur myndin hlotið 31 alþjóðleg verðlaun og 16 tilnefningar. Leigh hefur þó áður komist í kastljós alþjóðlega kvikmyndaheimsins en kvikmynd hans Naked hlaut verðlaun í Cannes 1993 fyrir bestu leik- stjórn og Secrets and Lies var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna 1996 og kvikmyndin Topsy Turvy 1999 sankaði einnig að sér viðurkenningum hér og þar á hátíðum. BBC var bjargvætturin Leigh vakti þó fyrst alþjóðlega athygli árið 1988 fyrir mynd sína High Hopes sem tók á valdatíma Thatcher í Bretlandi með þeim hætti að augu margra opnuðust í fyrsta sinn. Þar skilgreindi hann stéttaskiptingu og misskiptingu auðsins á svo einfaldan og dramatískan hátt að skilningur áhorfenda umbreyttist í sterka réttlætistilfinn- ingu. Leigh hafði þá um langt skeið verið einn af virtustu leikhús- og kvikmyndagerðarmönnum í Bretlandi og átti að baki snilldarverk eins og Abigails Party sem sló upphaflega í gegn sem leikrit á áttunda áratugnum en náði fyrst flugi í rómaðri sjónvarpsgerð Leighs fyrir BBC 1977. Þar lék Alison Steadman aðalhlutverkið en sam- starf þeirra Leighs stóð í þrjá áratugi eða jafn- lengi og hjónaband þeirra frá 1973–2001. Abigails Party er kostulegur háðleikur um snobbaða eiginkonu úr lægri miðstétt sem býður nokkrum nágrönnum sínum í partý eitt kvöldið. Þetta verk hefur notið mikilla vinsælda í leik- húsum víða um heim og var t.a.m. leikið í Borg- arleikhúsinu í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Fyrir tveimur árum hlaut ný uppfærsla verksins í London tilnefningu til Olivier-verðlaunanna 2003 fyrir Bestu enduruppfærslu það leikárið. Leigh er í hópi þeirra bresku kvikmyndaleik- stjóra sem hlutu þjálfun sína og kunnáttu innan veggja BBC-sjónvarpsins á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. „Einu sinni var ekki hægt að gera sjálfstæðar alvarlegar kvikmyndir í fullri lengd í Bretlandi. Við vorum nokkrir leikstjórar af minni kynslóð, Ken Loach, Stephen Frears, Al- an Clarke og fleiri, sem voru svo heppnir að kom- ast að hjá BBC þar sem maður fékk að gera það sem maður vildi.“ Vinnur út frá spuna Vinnuaðferð Mikes Leighs hefur verið kölluð spuni og stundum verið fjallað um þetta af ákveðnum misskilningi rétt eins og útkoman sé einhverri tilviljun háð. Hið rétta er að Mike vinnur með leikurunum vikum og jafnvel mánuðum saman í spunavinnu þar sem persónur kvikmyndarinnar mótast og samtölin verða til. Mike skrifar síðan nákvæmt handrit sem hvergi er vikið frá þegar tökur hefj- ast. „Ég leyfi nánast aldrei neinn spuna á tökustað. Allt er mjög mótað þegar kemur að tökum en það er unnið út frá flóknum spunaæfingum í langan tíma. Bókmenntafólk segir gjarnan: „Nú, ef þetta er þannig hver er þá höfundurinn?“ Þetta er ótrú- lega heimskuleg athugasemd.“ Vinnuaðferðin skilar sér hins vegar í dýpri og vandaðri persónusköpun en alla jafna sést í kvik- myndum og sjálfur hefur Mike Leigh sagt að gæði leiksins séu orðin eins konar vörumerki kvikmynda hans. Hann hefur aldrei léð máls á því að gera kvikmyndir eftir handritum annarra en sjálfs sín. „Fólk segir við mig að ég gæti gert stórkost- lega hluti við tilbúið handrit frá öðrum. En ég segi nei. Allir myndu búast við sömu gæðum í leiknum og í hinum kvikmyndunum mínum en ég myndi ekki vita hvernig ég ætti að fara að því ná sama árangri með leikurunum.“ Eftir Leigh er haft að ákveðin augnablik í lífi hvers manns ráði úrslitum um framhaldið. „Í mínu lífi er það augnablikið þegar ég ákvað að ég ætlaði aldrei að leikstýra hefðbundnu hand- riti eftir annan höfund – eða reyna sjálfur að skrifa hefðbundið handrit.“ Sjálfstæður og gagnrýninn Vera Drake, nýjasta kvikmynd breska kvik- myndahöfundarins Mikes Leighs, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli á undanförnum mánuðum og er að flestra áliti hans besta mynd í langan tíma. Myndin verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Íslandi sem hefst 7. apríl. Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Reuters Mike Leigh hampaði Gullna ljóninu í Feneyjum 2004 fyrir bestu kvikmyndina Veru Drake.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.