Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
BeCool
Vélmenni (SV)
Hitch (SV)
Sideways (SV)
Oldboy (HJ)
Smárabíó
Vélmenni (SV)
Hide and seek (SV)
Hitch (SV)
Gríman 2: Sonur grímunnar
(SV)
Spanglish
BeCool
Regnboginn
Vélmenni (SV)
Hide and seek (SV)
Hitch (SV)
BeCool
Danny The Doog
Laugarásbíó
Vélmenni (SV)
Gríman 2: Sonur grímunnar
(SV)
Meet the Fockers (SV)
Sjóræningjar á Saltkráku
Danny The Doog
Vanity
Háskólabíó
The Life Aquatic
The Phantom of the opera
(HJ)
Ray
Million Dollar Baby
(HJ)
The Aviator (HJ)
Les Choristes (SV)
The Life and Death of Peter
Sellers
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
The Ring Two
Coach Carter
The Life Aquatic
Constantine (SV)
Bangsímon og Fríllinn
(SV)
Miss Congeniality2 (SV)
The Life and Death of Peter
Sellers
The Pacifier
Vélmenni (SV)
Myndlist
Artótek Grófarhúsi: Að-
alheiður Valgeirsdóttir sýnir
til 10. apríl.
Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli
– stefnumót lista og minja.
Til 5. júní.
FUGL, Skólavörðustíg 10:
Anna Hallin – Hugarfóstur –
kort af samtali. Stendur til
17. apríl.
Gallerí Banananas: Snorri
Ásmundsson.
Gallerí Gangur: Haraldur
Jónsson – Afgangar.
Gallerí i8: Hrafnkell Sigurðs-
son. Stendur til 30. apríl.
Gallerí List: Daði Guðbjörns-
son kynnir ný olíumálverk í
Hvíta sal.
Gallerí Skuggi: Anna Jóa og
Ólöf Oddgeirsdóttir – Mæra-
merking II. Stendur til 3.
apríl.
Gallerí Sævars Karls |
Magnea Ásmundsdóttir –
„Augnablikið mitt! Innsetn-
ing unnin með blandaðri
tækni.
Gallerí Tukt: Erna Þorbjörg
Einarsdóttir – Verk unnin
með blandaðri tækni.
Gerðuberg: María Jónsdóttir
– Gullþræðir í Boganum.
Stendur til 22. apríl. Hratt og
hömlulaust – Raunveruleiki
íslensku fjölskyldunnar?
Stendur til 17. apríl.
Hafnarborg: Jónína Guðna-
dóttir – „Vötnin kvik“. Barb-
ara Westman – „Adam og
Eva“ og „Minnismyndir frá
Vestmannaeyjum“. Til 4. apr-
íl.
Hallgrímskirkja: Vignir Jó-
hannsson – Sólstafir.
Hrafnista Hafnarfirði: Gerða
Kristín Hammer sýnir akríl-
myndir og fleiri listmuni í
Menningarsal á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon: Birgir Breiðdal
opnar málverkasýningu í dag
kl. 17. Sýningin stendur til
30. apríl. Auður Inga Ingv-
arsdóttir – form, ljós og
skuggar.
Kling og Bang: Ráðhildur
Ingadóttir – Inni í kuðungi.
Einn díll. Stendur til 3. apríl.
Listasafn ASÍ: Kristín Sig-
fríður Garðarsdóttir – Hand-
leikur. Sigrid Valtingojer –
Hörund Jarðar. Stendur til 3.
apríl.
Listasafn Íslands: | Íslensk
myndlist 1930–1945. Rúrí –
Archive – Endangered wa-
ters.
Listasafn Kópavogs – Gerð-
arsafn: Árleg ljósmyndasýn-
ing Blaðaljósmyndarafélags
Íslands. Ragnar Axelsson –
Framandi heimur. Fjórar
glerlistasýningar. Stendur til
1. maí.
Listasafn Akureyrar: Erró.
Stendur til 6. maí.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Erlingur Jónsson og sam-
tímamenn. Stendur til 24.
apríl.
Listasafn Reykjavíkur – Ás-
mundarsafn: Maðurinn og
Slunkaríki: Jón B.K. Ransu –
Virðingarvottur til staðgeng-
ilsins: Hluti I – Kenning um
skynjun.
Suðsuðvestur, Reykjanesbæ:
Ásmundur Ásmundsson: Into
the Firmament.
Thorvaldsen: Ásta Ólafs-
dóttir – Hugarheimur Ástu.
YZT Gallerí: Kristín Þor-
kelsdóttir – Nánd. Elísabet
Olka – Svipir.
Þjóðminjasafnið: Ljós-
myndasýningarnar Í Vest-
urheimi 1955 – ljósmyndir
Guðna Þórðarsonar og Ís-
lendingar í Riccione – ljós-
myndir úr fórum Manfroni-
bræðra. Standa til 5. júní.
Leiklist
Austurbær: Ávaxtakarfan,
sun.
Borgarleikhúsið: Alveg
brilljant skilnaður, lau, sun.
Ausa, sun. Híbýli vindanna,
fim. og fös. Lína Langsokur,
lau, sun. Riðið inn í sól-
arlagið, fim. fös.
Loftkastalinn: Ég er ekki
hommi, fös.
Þjóðleikhúsið: Edith Piaf,
lau. sun. fim. fös. Grjótharðir,
mið. Klaufar og kóngsdætur,
sun. Mýrarljós, fös.
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Nían – Mynda-
sögumessa. Brynhildur Þor-
geirsdóttir – Myndheimur.
Stendur til 24. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Hörður Ágústs-
son – Yfirlitssýning í Vest-
ursal. Helgi Hjaltalín
Eyjólfsson og Pétur Örn
Friðriksson – Markmið XI í
miðrými. Kjarval í Kjarvals-
sal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Bára ljósmyndari – Heitir
reitir. Stendur til 22. maí.
Norræna húsið: Maya Pet-
ersen Overgärd – Hinsti
staðurinn. Samsýning – Far-
fuglarnir. Stendur til 24. apr-
íl.
Nýlistasafnið: Egill Sæ-
björnsson og Magnús Sig-
urðsson – Skitsófrenía –
Skyssa og Frenía – Skits og
Frenja. Leen Voet – Limbo.
Stendur til 10. apríl.
Safn: Ingólfur Arnarson sýn-
ir teikningar. Sjö bandarískir
listamenn úr galleríi Pierogi
sýna verk sín.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
ÞÆR tvær bækur sem hér er fjallað um eru
hluti af sagnaþrennu Eric-Emmanuel Schmitt
þar sem hann fjallar um hin mismunandi
trúarbrögð heimsins. Um fyrstu bókina, Hr.
Ibrahim og blóm Kóransins hef ég fjallað áður,
en í henni var um að ræða stefnumót vanrækts
gyðingadrengs sem fann umhyggju og ham-
ingju hjá öldnum múslima og í Islamstrú. Í
Óskar og bláklædda konan er samhengið
kristið og í Milarepa er það endurholdg-
unarkenningin og karmalögmálið sem skrifað
er um.
Óskar og bláklædda konan segir frá 10 ára
gömlum dreng sem er við dauðans dyr vegna
hvítblæðis og sagan gerist að mestu leyti inn-
an veggja sjúkrahúss. Sjónarhornið er drengs-
ins og frásögnin er sett fram í bréfum hans til
Guðs, en þau skrifar hann fyrir tilstilli bleik-
klæddu konunnar sem hann kallar líka Ömmu
bleiku (er ein af hjúkrunarkonunum) og er
honum skjól í veikindunum. Sagan af Óskari
minnir á söguna af Ausu Steinberg sem um
þessar mundir er á fjölunum í Borgarleikhús-
inu og kallar því á samanburð; í báðum til-
vikum er um frásagnir deyjandi barna með
krabbamein að ræða. Slíkur efniviður er vand-
meðfarinn og má segja að þeim Lee Hall og
Eric-Emmanuel Schmitt takist báðum vel upp
í því að þræða hið hárfína einstigi harms og
skops og í því að forðast gildru melódramatík-
ur sem slíkt efni gæti auðveldlega fallið í. En
grundvallarmunur er þó á þessum tveimur
verkum og það er málfarið. Í Ausu er leitast
við að líkja eftir barnamáli (hún er reyndar
tveimur árum yngri) en í frásögn Óskars er
ekki laust við að manni finnist tungumálið víða
of upphafið og fullorðinslegt. Eða myndi 10
ára barn taka þannig til orða: „Það er ekki
þess vert að eyða mörgum orðum í það, svo ég
verð stuttorður“ (85). Þetta dæmi sýnir hins
vegar að þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er
á vandaðri íslensku en kannski hefði verið við
hæfi að velja bókinni annað málsnið sem hæfði
sögumanni.
Þótt frásögn Óskars sé sett fram í formi
sendibréfa til Guðs og Amma bleika sé boðberi
kristinnar trúar er hinn trúarlegi þáttur frá-
sagnarinnar aldrei fyrirferðarmikill eða settur
fram á þann hátt að reynt sé að þröngva trúar-
kenningum upp á lesandann. Það er hins vegar
sýnt fram á þá staðreynd að trúin getur verið
manninum nauðsynlegt haldreipi þegar flest
annað bregst. Í tilviki Óskars eru það fyrst og
fremst foreldrarnir sem bregðast; þeir geta
ekki horfst í augu við hinn yfirvofandi dauða
sonar síns og samskipti þeirra við hann litast
því af óheiðarleika og svikum, þótt það sé alls
ekki meining þeirra. Amma bleika verður
milliliðurinn á milli Óskars og guðs, og að end-
ingu á milli Óskars og foreldranna. En Amma
bleika er engin venjuleg „friðardúfa“ heldur
fyrrverandi glímukappi og mesta ólíkindatól.
Hún er ein af mörgum skemmtilegum per-
sónum sögunnar, flest hinna eru börn sem
dvelja á spítalanum með Óskari.
Í Milarepa kynnumst við ungum frönskum
manni, Símoni, sem í fyrra lífi var Svastika, ill-
menni frá Tíbet, og þar áður aðrir menn og
konur og oft mús, rotta og mý á mykjuskán. Á
sinni tíð kom Svastika fram af mikilli illsku og
hatri við frænda sinn Milarepa og, samkvæmt
karmalögmálinu, fær sál hans enga ró fyrr en
hún hefur gert upp þau mál og losnað undan
hatrinu. Þannig er í hnotskurn frásögn síðustu
bókarinnar í sagnaþrennunni og, að mínu
mati, þeirri sístu. Ég veit ekki hvort ástæðan
er sú að endurholdgunarkenningin er svo fjar-
læg okkar hugsunarhætti, hallast reyndar
fremur að því að hér sé einfaldlega ekki haldið
nógu vel á spöðunum. Frásögnin er ruglings-
leg og ekki eins grípandi og hinar tvær.
Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvers
vegna þessar þrjár sögur eru ekki gefnar út
saman í einni bók í stað þess að gefa hverja
fyrir sig út fyrir sig með mjög stóru letri og
gleiðu línubili. Miklu nær hefði verið að hafa
þær saman í bók enda mætti allt eins skil-
greina þær sem langar smásögur fremur en
stuttar skáldsögur. Vera kann að hér sé um
skilyrði frá höfundi að ræða? Það er líklega
fjárhagslega hagkvæmara fyrir hann að gefa
þær út sem þrjár bækur í stað einnar. (Líkt og
það er fjárhagslega hagkvæmara fyrir heims-
methafa í stangarstökki að láta bara hækka
rána um einn sentímetra í einu.) En þetta er
fjárhagslega óhagkvæmara fyrir kaupendur
bóka – og líklega einnig fyrir útgefandann.
Burtséð frá þessu þá er sagnarþrenna Eric-
Emmanuel Schmitt um trúarbrögð heimsins
allrar athygli verð en ekkert endilega bara
vegna hins trúarlega þáttar, allt eins vegna
hinnar fjölskrúðugu persónulýsinga og miklu
örlagasagna sem frásagnirnar miðla í sínu
samþjappaða formi.
Líf og dauði – og aftur líf og …
Soffía Auður Birgisdóttir
Morgunblaðið/Ásdís
Eric-Emmanuel Schmitt Sagnaþrenna hans um trúarbrögð heimsins er allrar athygli verð.
BÆKUR
Skáldsögur
Eric-Emmanuel Schmitt. Íslensk þýðing: Guðrún Vil-
mundardóttir. Bjartur 2004, 120 bls. / 84 bls.
Óskar og bleikklædda konan / Milarepa
FYRIRTÆKJAVÆÐING og partístand eru
umfjöllunarefni Ásmundar Ásmundssonar á
sýningunni „Into the firmament“ í sýning-
arrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Teyg-
ir listamaðurinn sig út fyrir veggi sýning-
arrýmisins með umfangsmiklum útiskúlptúr
við strönd bæjarins, skammt frá minnisvarða
sjómanna eftir Ásmund Sveinsson. Minn-
isvarði Ásmundar Ásmundssonar er þó ekki
þetta þjóðlegur. Eins og oft áður er ímyndin
hugarfóstur Ásmundar en listamaðurinn hefur
ósjaldan gengið fram af listunnendum með því
að yfirhlaða verk sín ímyndarklisjum svo mað-
ur veit í raun aldrei hvar maður hefur hann.
Hvort listamanninum er alvara eða er að gera
grín. Noti mann bara sem einhvers konar leik-
sopp í listaverki þar sem markmiðið er að róta
upp í samfélagslegri meðvirkni listneytand-
ans. Fyrirmynd Ásmundar, að þessu sinni, er
kampavínspíramíti eða turn eins og maður
hefur helst séð í bíómyndum þegar haldnar
eru flottar veislur fyrir flott fólk. Er píramíti
Ásmundar gerður úr tunnum frá Skeljungi og
í stað kampavíns flæddi steypa niður turninn
með miklum látum á opnun sýningarinnar í
roki og rigningu. Innan veggja Suðsuðvesturs
má svo sjá myndbandsupptöku af uppá-
komunni. Efnið, þ.e. tunnur og steypa eru
fengin að gjöf frá fyrirtækjum sem þá styrkja
sýninguna með þeim hættinum. Hefur nokkuð
borið á því að fyrirtæki leggi nöfn sín við
myndlistarsýningar og sjái hag í því að tengja
ímynd sína myndlistinni. Framsækið fyrirtæki
styrkir framsæknar listir, traust og rótgróið
fyrirtæki styrkir hefðbundnar listir og þannig
má lesa í ímyndarsköpunina. Þetta er auðvitað
ekki einsdæmi á Íslandi og ef eitthvað er þá
erum við á eftir í þeim málum. Á mörgum stór-
sýningum erlendis þverfótar maður ekki fyrir
auglýsingarskiltum svo að hætt er við að mað-
ur ruglist á þeim og listaverkunum. Vænt-
anlega er Ásmundur að leika sér með þessi
tengsl enda sjálft listaverkið merkt fyrirtæk-
inu sem gaf efniviðinn.
Hvað partístandið varðar sýnist mér Ás-
mundur vera að taka fyrir þungamiðju ís-
lenskrar samtímalistar, þ.e. opnun myndlist-
arsýninga. Opnunin er hápunktur allra
sýninga. En eftir opnun stefnir allt niður á við.
Aðsókn lítil, ein umfjöllun í Morgunblaðinu og
umræðan sama og engin. Mín kenning er sú að
þetta opnunar-ástand hafi mótað íslenska
samtímalist mun meira en nokkur umræða.
Listamenn gera opnunina að aðalatriðinu,
halda partí þar sem að þeir eru óumdeildar
stjörnur kvöldsins, líkt og poppstjörnur. Við
sjáum þetta t.d. hjá Gjörningaklúbbnum, Agli
Sæbjörnssyni, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og nú
bætir Ásmundur um betur, heldur myndlist-
arpartí með hressilegum teikningum, vegg-
myndum, myndbandsupptökum og skúlptúr.
Vissulega eru fleiri fletir á verkinu sem vert
er að skoða. Pólitískir, sbr. samráðspartí olíu-
félaga, trúarlegir, sbr. Babelsturninn og list-
sögulegir, sbr. Tatlinturninn o.fl. En fyrir mitt
leyti stendur píramítinn fyrst og fremst sem
minnismerki um fyrirtækjasvall og skemmti-
lega opnun. Sem slíkur hlýtur hann að hreyfa
við mörgum þeim sem velta fyrir sér listrænu
inntaki og fagurfræðilegu gildi hluta. Sem
sagt, áleitin og áleikin samtímalist.
Partípíramítinn
MYNDLIST
Sýningarrýmið Suðsuðvestur
Opið fimmtudaga og föstudaga frá 16–18, laugar-
daga og sunnudaga frá 14–17. Sýningu lýkur 10.
apríl.
Ásmundur Ásmundsson
Píramíti Til heiðurs siðmenningunni.
Jón B.K. Ransu